9 Janúar 2020 07:38
Veðrið er í aðalhlutverki á landinu okkar þessa dagana og hver lægðin á fætur annarri skellur á. Það er því eins gott að fylgjast vel með veðurspám og haga ferðum eftir aðstæðum, en veðurspáin á höfuðborgarsvæðinu fyrir daginn og morgundaginn er annars svohljóðandi: Gengur í suðvestan 15-23 m/s með éljagangi, en dregur talsvert úr vindi og éljum síðdegis, 8-15 í kvöld. Hiti við frostmark. Gengur í austan 10-18 með slyddu eða rigningu á morgun, en lægir heldur og rofar til um kvöldið. Hiti 1 til 5 stig.