2 Ágúst 2022 15:35

Lögregla handtók tvo einstaklinga og haldlagði skotvopn. Einstaklingarnir voru látnir lausir úr varðhaldi stuttu síðar og er rannsókn málsins í gangi.

Sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðinni í samræmi við verklag lögreglu, en grunur var um að vopn væru á vettvangi.

Sérsveitarmenn voru fluttir á Egilstaði með þyrlu fyrir aðgerðina og að lokinni aðgerð voru þeir fluttir frá Seyðisfirði með þyrlu. Þyrlan var flutningstæki og tók ekki þátt í aðgerðinni sjálfri.

Lögregla veitir ekki nánari upplýsingar um málið að svo stöddu.