5 Nóvember 2018 10:17

Áfram er unnið að rannsókn bruna sem kom upp í húsi nr. 18 við Kirkjuveg á Selfossi s.l. miðvikudag. Báðir hinna handteknu hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald sem kunnugt er og hefur konan nú lýst yfir kæru úrskurðarins til Landsréttar. Nú er unnið úr gögnum sem aflað hefur verið með samtölum við möguleg vitni, undirbúnar skýrslutökur af sakborningum og unnið úr rannsóknargögnum á vettvangi. Þessi vinna fer fram hjá lögreglu, tækndeild Lögreglu höfuðborgarsvæisins, Mannvirkjastofnun og fleiri aðilium eftir því sem við á. Eðlilega hefur verið mikill ágangur fjölmiðla um að fá upplýsingar um rannsókn málsins frá því það kom upp. Rannsóknin er hinsvegar á viðkvæmu stigi og því verður ekki unnt að gefa frekari upplýsingar um hana að svo stöddu.