19 Febrúar 2010 12:00
Karl á þrítugsaldri var handtekinn fyrir þjófnað í hádeginu í gær. Sá stal peningaveski úr verslun í Skeifunni og reyndi síðan að komast undan á hlaupum. Hann komst hinsvegar ekki langt og var gripinn skammt frá. Veskinu var komið aftur í réttar hendur en þjófurinn, sem var í annarlegu ástandi, var fluttur í fangageymslu.