2 Apríl 2023 12:34

Eftir að snjóflóð féllu á Austfjörðum í byrjun vikunnar fór þangað stór hópur viðbragðs- og björgunaraðila, alls staðar af landinu, og var heimamönnum til aðstoðar í þessum erfiðu aðstæðum. Flóðin, sem vöktu upp vondar minningar, ollu miklu tjóni, en lýst var yfir hættustigi og fjölmörg hús voru rýmd. Sem betur fer slasaðist enginn alvarlega og það var auðvitað fyrir mestu. Nú þegar hættustigi og rýmingum hefur verið aflétt hafa flestir hinna fyrrnefndu snúið aftur til síns heima, en meðfylgjandi mynd var tekin á Egilsstaðarflugvelli í gær þegar hluti viðbragðs- og björgunaraðila flaug aftur til Reykjavíkur.