Vinnuslys í Hafnarfirði

9 Október 2019 14:22
Síðast uppfært: 9 Október 2019 klukkan 15:03

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild um áttaleytið í morgun eftir mjög alvarlegt vinnuslys á athafnasvæði Furu við Hringhellu í Hafnarfirði. Lögreglan og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.