Já, slíkt er heimilt, þ.e. að auglýsa vöru, en kaupandinn þarf eftir sem áður heimild til þess að eiga vopnið sem hann sækir um eftir hefðbundnum leiðum hjá lögreglu. Algengt er að notuð vopn séu auglýst með þessum hætti og gangi kaupum og sölu.

Þegar skotvopn eru seld/keypt þarf kaupandi að sækja um svokallaða kaupaheimild, en til að fá slíka heimild þarf kaupandi að vera með réttindi á viðkomandi skotvopn, en þó nokkuð margir flokkar eru til, en mismunandi erfitt er að fá réttindi á hvert og eitt þeirra. Að kaupaheimild fenginni getur viðkomandi síðan keypt söluvopnið, en þegar gengið er frá slíku undirrita allir aðilar heimildina, henni er þá komið til lögreglustjóra sem sér til þess að skráning vopnsins sé með eðlilegu móti.

Margir gætu þá spurt sig, hvaða hvati er til þess að sannanlega sé gengið frá skráningunni og vopnið skráð á réttan aðila? Hvatinn er sá að lögboðin skylda er á eiganda að varsla vopnsins sé með eðlilegum hætti auk þess sem skotvopn eru dýr varningur. Þannig er bæði hvati fyrir eiganda, að vopnið sé sannanlega skráð eign viðkomandi, en auk þess hvati fyrir seljanda, að vopnið sé ekki lengur á hans ábyrgð.

Posted in: Skotvopn