Tilkynna mál / sækja um leyfi

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringdu í síma 800 5005 fyrir nafnlausar upplýsingar.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Upplýsingafundur Katla og áhrif hennar

Upplýsingafundur Katla og áhrif hennar

Opinn upplýsingafundur í Tunguseli Skaftártungu mánudaginn 14. október kl. 20:00. Fulltrúar Jarðvísindastofnunar, Veðurstofu Íslands, Vegargerðarinnar og Neyðarlínu verða með framsögu. Hvetjum alla íbúa á svæðinu …

Umferðarmerki

Mörg ný merki er að finna í nýrri reglugerð um umferðarmerki sem tók gildi fyrr á árinu, auk þess sem gerðar hafa verið breytingar á …

Suðurnesin Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar

Ríkislögreglustjóri

Fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.

Nánar

LÖGREGLAN Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Nú er veturinn farinn að minna á sig og verkefni lögreglu á Suðurlandi hafa síðustu tvo sólarhringa snúist um að sinna hinum ýmsu umferðaróhöppum vegna skyndilegra hálkuaðstæðna. Tíu umferðaróhöpp eru skráð og flest þeirra eiga sér vettvang á Hellisheiði. Í þremur umferðaróhöppum þurftu einstaklingar á aðhlynningu að halda á heilbrigðisstofnun.

Átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók á 138 km/klst á Mýrdalssandi.

Umferðareftirlit lögreglunnar á Suðurlandi einbeitir sér að atvinnutækjum. Sjö kærur liggja fyrir, ýmist fyrir ásþunga, frágang á farmi og ranga notkun á ökuritum.

Tvö fíkniefnamál eru skráð og eru til rannsóknar.
... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Það væri mjög gott ef það væri sett í reglugerðina að Ríkislögreglustjórinn í samráð við vegagerðina og veðurstofuna gæfi út tilkynningu hvenær má nota nagladekk og hætta utan við leyfilegs tímabils. Þá þyrftu ökumenn ekki að fylgjast með mismunandi posta lögreglu á Facebook og pæla of mikið í veðurspár og ástand vega. - Ég hugðist aka til Akureyrar í september en sá í frétt Mbl. 15. september að bílar á sumardekkjum fyrir norðan komust ekki upp brekkur. Ég hringdi nokkrum dögum seinna í lögregluna á Akureyri þar mér var sagt að þá yrði sektað en ekki ef spáð slæmum akstursaðstæður þegar ég færi norður og til baka. Skv. Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra 25. september má vera á nagladekkjum vegna akstursaðstæður. Þá þyrfti ég að taka með mér nagladekk, láta setja á bílinn þegar ég kæmi í lögsagnarumdæmið og taka af þegar ég yfirgæfi umdæmið. Lögreglan á Suðurlandi tók fram 7. október á Facebook að hún er EKKI að sekta ökumenn bifreiða, sem eru komnar á nagladekk. Þá þyrfti ég einnig að gera það sama og ef ég færi til Akureyrar. Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu tilkynnti 9. október á Facebook að hún mun ekki sekta fyrir notkun nagladekkja. Ef ég ætlar til annarra lögsagnarumdæma verð ég að fylgjast með Facebooksíðum lögreglu þar.

Opinn upplýsingafundur í Tunguseli Skaftártungu mánudaginn 14. október kl. 20:00. Fulltrúar Jarðvísindastofnunar, Veðurstofu Íslands, Vegargerðarinnar og Neyðarlínu verða með framsögu. Hvetjum alla íbúa á svæðinu til að mæta og einnig aðra áhugasama.
www.logreglan.is/upplysingafundur-katla-og-ahrif-hennar/
... Sjá meiraSjá minna

Opinn upplýsingafundur í Tunguseli Skaftártungu mánudaginn 14. október kl. 20:00. Fulltrúar Jarðvísindastofnunar, Veðurstofu Íslands, Vegargerðarinnar og Neyðarlínu verða með framsögu. Hvetjum alla íbúa á svæðinu til að mæta og einnig aðra áhugasama.
https://www.logreglan.is/upplysingafundur-katla-og-ahrif-hennar/

2 CommentsComment on Facebook

Reynir Heiðarsson

Verður þessu streymt á netinu ?

Stóra spurning dagsins snýr að nagladekkjum og hvort að lögreglan muni sekta fyrir notkun þeirra, úr þessu. Svarið er að lögreglan mun ekki sekta fyrir notkun nagladekkja enda komin vetrarfærð í borgina.
Þess ber þó að geta að þótt það sé hálka í dag er ekki endilega hálka á morgun og því betra að seinka notkun nagladekkja eins og hægt er - eða nota önnur og umhverfisvænni dekk.
Einn misskilningur snýr að því hvort að slík dekk séu lögleg utan tiltekinna dagsetninga eða ekki. Svarið við því er einfalt - reglugerðin sem um þetta fjallar er skýr og segir í raun dagsetningarnar 31.okt til 15 apríl - eru ákveðið viðmið en utan þeirra daga má alltaf nota nagladekk ef aðstæður krefjast þess. Hálkan í morgun og snjór á aðliggjandi heiðum er þannig að eðlilegt er að hefja notkun nagladekkja.
Eru ekki annars allir í stuði? Veturinn að koma og svona....
... Sjá meiraSjá minna

47 CommentsComment on Facebook

Á bara að breyta þessari reglugerð.. leyfa nagladekk frá 1 okt - 1 maí.. það hefur nú bara sýnt sig í gegnum tíðina að veðurfar hefur breyst og kuldatíðin lengst. Þetta er spurning um öryggi. Ryk út frá nagladekkjum er þvæla..

er nú bara nýkomið fram að heilsársdekk gera ekki það sem þau eiga að gera. Mælt með því að nota vetrardekk og sumardekk

Mikið er gott að heyra frá ykkur svona jákvæðni og uppbyggilega umræðu einmitt um það sem sjónvarpsmaðurinn á Rúv. sem hjólar um hjálmlaus, argast yfir og virðist missa nætursvefn yfir - nagladekkjum! Þið fáið hrós skilið og góðar kveðjur fyrir það að sýna skilning. Mér líður nefnilega betur að vita til þess að konan mín, sem fer oft snemma til vinnu, sé á bílnum og nagladekkin séu undir. Við skulum samt gera okkar besta með að seinka því að setja vetrardekkin undir. En bestu kveðjur og þakkir fyrir mannlega reisn!

Þegar nagladekk eru til umræðu, mætir hver á eftir öðrum og lýsir því yfir að hann sé svo góður bílstjóri að hann þurfi ekki nagladekk. Ég hins vegar er ekkert sérstaklega góður bílstjóri, svo ég ætla að setja naglana undir. En þrátt fyrir að vera svona lélegur bílstjóri, hefur mér þó tekist að keyra tjónlaust í yfir 40 ár. Því þakka ég allskonar öryggisatriðum eins og til dæmis nagladekkjum

Lögreglan á ekki að hafa heimild til að sekta þegar hálka og snjór gerir vart við sig.

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram