Ítrekaður hraðakstur
Full ástæða er til að minna þá ökumenn á sem eiga leið um Austurberg í Reykjavík að draga úr hraðanum. Við hraðamælingar þar fyrr í …
Full ástæða er til að minna þá ökumenn á sem eiga leið um Austurberg í Reykjavík að draga úr hraðanum. Við hraðamælingar þar fyrr í …
Reiðufé er í óskilum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en það var heiðvirður borgari sem fann peningana í Reykjavík í síðustu viku. Um er að ræða …
Brot 32 ökumanna voru mynduð á Kársnesbraut í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kársnesbraut í austurátt, á móts við Kársnesbraut …
Við minnum á umsóknarfrestinn í lögreglunámið í Háskólanum á Akureyri sem rennur út 31. mars næstkomandi.
Þetta er spennandi starf með fjölbreyttum verkefnum þar sem enginn dagur er eins. Við höfum þörf fyrir þig.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Full ástæða er til að minna þá ökumenn á sem eiga leið um Austurberg í Reykjavík að draga úr hraðanum. Við hraðamælingar þar fyrr í vikunni, á móts við íþróttasvæði Leiknis, var brothlutfallið 58%, en leyfður hámarkshraði í Austurbergi er 30. Þá var meðalhraði hinna brotlegu 47 km/klst þegar 92 af 160 ökumönnum voru staðnir að hraðakstri. Sá sem hraðast ók mældist á 72, en viðkomandi á yfir höfði sér 90 þúsund kr. sekt og sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði. Einn til viðbótar ók litlu hægar, eða á 67, og bíður einnig sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði. Þess má enn fremur geta að við hraðamælingar í Austurbergi sl. haust var brotahlutfallið líka 58%, sem telst mjög hátt. Þá var sömuleiðis einn sviptur ökuréttindum vegna hraðaksturs. Við Austurberg er mikið um gangandi og hjólandi vegfarendur enda er bæði grunnskóli og fjölbrautaskóli við götuna, auk íþróttahúss og sundlaugar.
Lögreglan minnir ökumenn á að fara varlega, sýna tillitssemi og virða hámarkshraða. Það á alltaf við, en hraðakstur á sér stað, því miður, alls staður í umdæminu árið um kring og því þarf að breyta.
... Sjá meiraSjá minna
14 CommentsComment on Facebook
Af byggingarsvæðum borgarinnar keyra fulllestaðir vörubílar útaf lóðum sem eru drulluskítugir. Í 6. gr umferðarlaga er tekið fram að óhreinkun vega er ólögleg. Í nágreni við Korputorg eru stórframkvæmdir við að búa til nýjar lóðir, þaðan eru vörubílum ekið inn á vesturlandsveg þannig að stórsér á veginum. Svo fá tugir þúsunda manna að þrífa bílana sína því nokkrir svartir sauðir og lögreglan nennir ekki að fylgja og framfylgja þessum lögum.
Í gamla daga þegar ég átti heima í Breiðholti var 50 km hámarkshraði þarna og ekki varð vart við að það bakaði vandamál. Þetta 30 km ofbeldi er komið út úr sólkerfinu. Hvergi rekist á svona útbreiðslu á 30 km og hraðahindrana erlendis
Það mætti líka fjölga merkjum um hámarkhrað sérstaklega á 30 km götu
Ég vann í FB í 20 ár og síðast þegar ég vissi var ekki skýrt hver hraðinn í Austurbergi er. Ók þó sjálfur alltaf á 30 þar og það var mikið flautað og tekið framúr... Það er gott að verið er að sinna hraðamælingum við skólana okkar.
Sá sem ók litlu hraðar ók litlu hægar, annars hefði hans hraði verið yfir 72 km/h
Lögregla hafði eftirlit með umferð um suðurenda Sólgötu í dag og gætti sérstaklega að akstri um gangbrautina sem þar er. Útsýni ökumanna við gangbrautina getur verið þröngt vegna nærlyggjandi bygginga og erfitt að koma auga á gangandi vegfarendur.
Á meðan á eftirliti lögrelgu stóð óku ökumenn gætilega um og voru greinilega meðvitaðir um hættuna sem þarna getur skapast. Hömpum við gjörhyglinni og hvetjum öll til að halda uppteknum hætti.
... Sjá meiraSjá minna
7 CommentsComment on Facebook
Frábært framtak. Sem íbúi við Sólgötu myndi ég vilja sjá einhvers konar hraðahindrun eða þrengingu norðan megin því fólk keyrir alveg ótrúlega hratt í gegnum götuna og er mjög gjarnan með augun á símanum. #sólgötulöggan #égfylgistmeðykkur 👀
Ég var einmitt að bölva áðan þegar ég keyrði þarna rétt fyrir 3 að bæði hliðin væru opin sem bara bíður hættunni heim ef einhver kemur hjólandi þarna. Þá verða ökumenn ekki jafn fljótir kannski að stoppa. Auðvitað á alltaf að stoppa en útsýnið er auðvitað ekki gott ef einhver kemur á fullri ferð á hjóli
Ég vinn við að keyra (ekki þarna) en hvað með að setja spegla sem sýna á gangandi vegfarendur til að minnka hættu
Það er bara ein leið , það er að stoppa alltaf !
Það er stopp skylda í næstu götu. Það mætta færa það skilti hingað eða bæta öðru við