Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19
Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur íbúa sem fyrr að fara varlega þrátt fyrir afléttingar á takmörkunum, að fylgja þeim …
Enginn er nú með virkt COVID smit á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur íbúa sem fyrr að fara varlega þrátt fyrir afléttingar á takmörkunum, að fylgja þeim …
Brot 64 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í norðurátt, við Arnarneslæk. Á einni …
Brot 46 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá miðvikudeginum 14. apríl til fimmtudagsins 15. apríl. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut …
Á þessari síðu má finna allar nauðsynlegar upplýsingar um þær ferðatakmarkanir sem í gildi eru fyrir ferðalög til Íslands vegna COVID-19. Nánar
Fyrir hálfri öld, eða í janúar 1971, var opnuð lögreglustöð við Dragháls (síðar Stuðlaháls) í Árbæjarhverfi, en hún var fyrsta hverfastöðin í Reykjavík. Um það er fjallað í bókinni Lögreglan á Íslandi – stéttartal og saga. Þar segir m.a. að tilgangur með stofnun þessarar hverfisstöðvar væri að auka öryggi íbúanna og bæta þjónustuna frá hendi lögreglunnar.
Húsnæðið var lögreglunni að kostnaðalausu því stöðin var á lóð ÁTVR og sú stofnun sá sér færi á að fá tiltekna gæslu með því að hýsa lögregluna. Á þetta reyndi nokkrum sinnum þegar óprúttnir aðilar reyndu að brjótast inn i skemmur þar sem áfengi var geymt.
Á myndinni, sem var tekin við opnun hverfisstöðvarinnar, eru, talið frá vinstri, Guðmundur Hermannsson, Óskar Ólason, Bjarki Elíasson, Magnús Einarsson, Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri, Úlfar Hermannsson og Rúdolf Axelsson.
... Sjá meiraSjá minna
Góðan dag.
Bannað er að leggja ökutækjum á og við Suðurstrandarveg. Leggja skal bílum á skipulögðum stæðum á grasflötum við þjóðveg.
Börnum, öldruðum, barnshafandi konum og þeim sem hafa undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma er rálagt frá því að fara á gosstöðvarnar ef einhver loftmengun er yfirvofandi. Einnig getur verið yfirborðsmengun í jarðvegi, snjó og yfirborðsvatni vegna þungmálma og uppsöfnunar flúors (F). Yfirborðsmengun er mest í næsta nágrenni við gosstöðina. Vegna loftmengunar er ekki ráðlagt að dvelja lengi við gosstöðvarnar.
Áætlun viðbragðsaðila sem gæti breyst án fyrirvara:
Spá veðurvaktar um veður og gasdreifingu í dag, laugardag.
Í dag er spáð 10-15 m/s við gosstöðvarnar framan af degi en 5-10 m/s síðdegis. Gasmengun berst því til norðurs, einkum yfir Vatnsleysuströnd.
Frá miðnætti til hádegis (00-12) eru engir viðbragðsaðilar á svæðinu til að mæla gasmengun og bregðast við óhöppum. Þeir sem ætla sér inn á svæðið fyrir hádegi hafi þetta í huga. Gossvæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Þá hefur gönguleið reynst mörgum erfið. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum. Hættusvæði við gosstöðvarnar hefur verið merkt inn á kort sem hægt er að nálgast á Facebook síðu lögreglu og á vedur.is, heimasíðu Veðurstofu Íslands.
Svæðið er ekki fyrir lítil börn, þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því útsett fyrir skaðlegum lofttegundum. Nauðsynlegt er að vera í góðum gönguskóm og öðrum útivistarfatnaði.
Búast má við gasmengun vegna eldgoss á Reykjanesi og er fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðamælingum á loftgaedi.is og leiðbeiningum frá Almannavörnum.
· Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mökkurinn leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldstöðva með vindinn í bakið.
· Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í dalnum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
· Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni
· Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.
... Sjá meiraSjá minna
Vissir þú að COVID19 skapar hættu fyrir brotaþola heimilisofbeldis?
Vegna COVID19 er einangrun einstaklinga meiri nú en vanalega. Þessi staða eykur þá hættu sem brotaþolar heimilisofbeldis standa frammi fyrir.
Ef þú veist af eða hefur grun um heimilisofbeldi skaltu kynna þér hvað skal gera með því að smella á hlekkinn. 👇
... Sjá meiraSjá minna