Löggæslu- og fíkniefnaleitarhundurinn Skari og stjórnandi hans Heiðrún Huld Finnsdóttir, lögreglumaður í lögreglunni á Austurlandi hafa undanfarin misseri stundað krefjandi nám undir handleiðslu Steinars Gunnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra og erlendra hundaþjálfara. Náminu lauk. sl. föstudag 24.11. með útskrift á Sauðárkróki.
Auk Skara og Heiðrúnar útskrifuðust teymi frá nokkrum lögregluliðum, fangelsismálastofnun, sérsveit ríkislögreglustjóra og tollgæslunni.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri, en Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Austurlandi var, af hálfu embættisins, viðstaddur útskrift Skara og Heiðrúnar.
Skari er lögreglumönnum á Austurlandi til aðstoðar þegar grunur er um fíkniefnamisferli sem og við reglubundið eftirlit með farþegaferjunni Norrænu á Seyðisfirði og flugi um Egilsstaðaflugvöll auk annarra tilfallandi verkefna.
Heiðrún Huld hefur umsjón með Skara og vinna þau saman sem teymi hvar sem þau koma.
Rétt er að hvetja alla sem búa yfir upplýsingum um fíkniefnamisferli að hafa samband við lögregluna á Austurland. Fullri nafnleynd er heitið. Þessum upplýsingum má koma á framfæri, beint við lögreglumenn embættisins, senda tölvupóst á austurland@logrelgan.is, hringja í síma lögreglunnar á Austurlandi, 4440600 eða í upplýsinga-/fíkniefnasímann sem tekur við fíkniefnaupplýsingum af öllu landinu, en hann er 800 5005.
... Sjá meiraSjá minna