Líkamsárás á Ingólfstorgi – upplýsinga leitað
Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á líkamsárás á Ingólfstorgi í Reykjavík sl. föstudagskvöld, 21. mars, leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem áttu leið …
Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á líkamsárás á Ingólfstorgi í Reykjavík sl. föstudagskvöld, 21. mars, leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem áttu leið …
Þriðjudaginn 18. mars stóð embætti ríkislögreglustjóra að vinnustofu um málefni landamæra. Í vinnustofunni, sem bar nafnið Ísland í öndvegi í málefnum landamæra, komu saman um 80 …
Brot 65 ökumanna voru mynduð á Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hafnarfjarðarveg í suðurátt, að Kópavogslæk. Á einni …
Ofbeldishegðun í samfélaginu hefur aukist töluvert undanfarin misseri og hefur lögregla miklar áhyggjur af stöðunni. Meðal verkefna embættisins síðustu helgar voru meðal annars mál þar sem að manni var kastað fram af svölum. Í öðru máli var ekið á mann af ásetningi þar sem hann var gangandi á göngustíg. Í allt öðru máli var ökumanni veitt eftirför og við fyrirhugaða handtöku ók sakborningur fyrirvaralaust á lögreglubíl og voru tveir lögreglumenn í mikilli hættu sem stóðu við bílinn. Á föstudag ógnaði maður lögreglumanni með hnífi við handtöku í miklu návígi svo ekki mátti muna miklu að illa færi. Lögregla hefur haldlagt mikið af fíkniefnum undanfarið og rannsóknir í gangi er lúta að skipulagðri brotastarfsemi. Þá eru ótalin heimilisofbeldismál, líkamsárásir og kynferðisbrot sem eru því miður veruleiki.
Aðgerðir og verkefni lögreglunnar munu áfram taka mið af vinnu í forvörnum og mun lögregla beita sér sérstaklega gegn hvers kyns vopnaburði með það að leiðarljósi að tryggja öryggi lögreglumanna og almennings.
Á það er bent að vopnaburður á almannafæri er bannaður og gildir þá engu hvort vopn sé sýnilegt eða borið innanklæða. Viðurlög við fyrsta broti er að lágmarki 150.000 kr. sekt og færist brotið á sakaskrá.
... Sjá meiraSjá minna
10 CommentsComment on Facebook
Nú er ég sjómaður og er alltaf með vasahnífinn á mér, maður er handalaus án hans. Má ég ekki vera með hann lengur?
Sektin ætti að vera miljón og öklaband í 1 ár
Heimur versnandi fer en gott að upplýsa íbúa um að her er ekki nein kyrrlát paradís lengur. En kærar þakkir fyrir öll ykkar verk við erfiðar og hættulegar aðstæður eins og nú virðist vera orðið í okkar samélagi.
Það er ekki vopnið sjálft heldur maðurinn sem ber vopnið.
Úff þetta er hræðilegt ástand 😞
Eftir hádegi í dag, mánudaginn 24. mars, fer fram viðhald á vegriðum á Vesturlandsvegi í Reykjavík, milli Ártúnsbrekku og Grafarholts, fyrst í vesturátt og svo í austur.
Vegfarendur eru minntir á að sýna aðgát og tillitssemi.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á líkamsárás á Ingólfstorgi í Reykjavík sl. föstudagskvöld, 21. mars, leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem áttu leið þar um. Tilkynning um líkamsárásina barst lögreglu kl. 22.57, en þá var nokkuð af fólki á ferli á svæðinu. Því er ekki ósennilegt að myndefni af atburðarásinni, eða hluta hennar, sé að finna í símum einhverra. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið abending@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi.
Eins og fram hefur komið voru tveir fluttir á slysadeild eftir árásina, en í henni var beitt bæði hníf og kylfu. Mennirnir hafa báðir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi, en mikil mildi þykir að ekki fór verr. Rannsókn málsins, sem er mjög umfangsmikið, miðar ágætlega.
... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
Er fullum trúnaði heitið? Spyr fyrir forsætisráðuneytið.
Þetta er fólk hrætt við ef það stendur og tekur upp slagsmál www.dv.is/frettir/2023/04/24/manndrap-vid-fjardarkaup-17-ara-stulka-laus-ur-gaesluvardhaldi/
Damn fuckd up shiiiii