Tilkynna mál / sækja um leyfi

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringdu í síma 800 5005 fyrir nafnlausar upplýsingar.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Af helgarvaktinni

Að venju var sitthvað að fást við á helgarvaktinni á höfuðborgarsvæðinu, en tuttugu og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Tilkynnt …

Suðurnesin Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar

Ríkislögreglustjóri

Fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.

Nánar

LÖGREGLAN Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Að venju var sitthvað að fást við á helgarvaktinni á höfuðborgarsvæðinu, en tuttugu og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Tilkynnt var um níu líkamsárásir, þar af tvær alvarlegar, og þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Nokkuð var líka um þjófnaðarmál í verslunum, auk þess sem brotist var inn í þrjá söluturna og tvær bifreiðar. Átta umferðarslys voru enn fremur tilkynnt til lögreglu um helgina. ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Takk fyrir ykkar góðu störf. Gott að ná að stöðva þesss 22 sem voru að keyra en áttu ekki að vera það. Frábært að vita af ykkur við störf kæra lögreglufólk. Bestu kveðjur til ykkar

Takk takk fyrir ykkar gòða starf

Þið eruð til sóma. Ber endalausa virðingu fyrir ykkur og ykkar störfum

6 tímum síðan

Eins og við öll urðum vör við hefur veðrið ekki verið með besta móti undanfarna viku. Störf lögreglu hafa miðast við þær aðstæður að nokkru leyti. Og því allmargir fundir verið með Veðurstofunni, Vegagerðinni, Almannavörnum og fleiri aðilum.

Ofanflóðahætta skapaðist í hlíðum ofan vegarins milli Ísafjarðar og Súðavíkur og þurfti að loka honum um tíma af öryggisástæðum.

Á Patreksfirði voru gerðar ráðstafanir vegna hættu á krapaflóði úr Geirseyrargili. En ekki kom þó til rýminga húsa þar.

Miðvikudaginn 1. febrúar héldu viðbragðsaðilar á Patreksfirði og Tálknafirði rýnifund vegna aðgerðanna sem gripið var til vegna krafalóðs sem féll í Geirseyrargili þann 26. janúar sl. Þeim fundi voru gerð skil á facebooksíðu þessari í síðustu viku.

Hvað umferðartengd verkefni varðar var enginn var kærður fyrir of hraðann akstur í embættinu í vikunni. Það má þykja farsælt en aðstæður til aksturs hafa verið með verra móti, ýmist vegna slæms skyggnis, fannfergis eða hálku. Einn var þó kærður fyrir ógætilegan akstur á Ísafirði, en hann hafði gert sér að leik að snú ökutæki sínu með þeim hætti að það missti veggrip, „drifta“ og má ökumaðurinn búast við sekt vegna athæfisins.

Björgunarsveitir þurftu að koma til að stoðar nokkurra ökumanna sem festust í snjó á heiðum á Vestfjörðum.

Skemmtanalíf í umdæminu fór að mestu vel fram sl. helgi. Var lögregla þessa helgi líkt og aðrar helgar, með öflugt eftirlit með ástandi ökumanna. Einn ökumaður var stöðvaður á Patreksfirði, grunaður um ölvun við akstur.

Tilkynnt var um eld í húsnæði á Patreksfirði en betur fór en á horfðist. Reykskynjarar hússins fóru í gang við athafnir húsráðanda. Þetta atvik minnir okkur öll á að vera með góðar brunavarnir.

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun um land allt fyrir þriðjudaginn 7. febrúar nk. þar sem sunnan stormur eða rok með talsverðri úrkomu mun ganga yfir landið allt frá vestri til austurs.

Vegfarendur eru hvatti til þess að athuga vel ástand vega og veðurspá áður en lagt er af stað milli landshluta og byggðakjarna. það má gera með því að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777 eða á vef hennar, sjá hér að neðan.

Förum varlega.

Meðfylgjandi mynd minnir okkur á gott samstarf viðbragðsaðila.
... Sjá meiraSjá minna

Eins og við öll urðum vör við hefur veðrið ekki verið með besta móti undanfarna viku. Störf lögreglu hafa miðast við þær aðstæður að nokkru leyti. Og því allmargir fundir verið með Veðurstofunni, Vegagerðinni, Almannavörnum og fleiri aðilum.

Ofanflóðahætta skapaðist í hlíðum ofan vegarins milli Ísafjarðar og Súðavíkur og þurfti að loka honum um tíma af öryggisástæðum.

Á Patreksfirði voru gerðar ráðstafanir vegna hættu á krapaflóði úr Geirseyrargili. En ekki kom þó til rýminga húsa þar. 

Miðvikudaginn 1. febrúar héldu viðbragðsaðilar á Patreksfirði og Tálknafirði rýnifund vegna aðgerðanna sem gripið var til vegna krafalóðs sem féll í Geirseyrargili þann 26. janúar sl.  Þeim fundi voru gerð skil á facebooksíðu þessari í síðustu viku. 

Hvað umferðartengd verkefni varðar var enginn var kærður fyrir of hraðann akstur í embættinu í vikunni. Það má þykja farsælt en aðstæður til aksturs hafa verið með verra móti, ýmist vegna slæms skyggnis, fannfergis eða hálku. Einn var þó kærður fyrir ógætilegan akstur á Ísafirði, en hann hafði gert sér að leik að snú ökutæki sínu með þeim hætti að það missti veggrip, „drifta“ og má ökumaðurinn búast við sekt vegna athæfisins.

Björgunarsveitir þurftu að koma til að stoðar nokkurra ökumanna sem festust í snjó á heiðum á Vestfjörðum. 

Skemmtanalíf í umdæminu fór að mestu vel fram sl. helgi. Var lögregla þessa helgi líkt og aðrar helgar, með öflugt eftirlit með ástandi ökumanna. Einn ökumaður var stöðvaður á Patreksfirði, grunaður um ölvun við akstur.

Tilkynnt var um eld í húsnæði á Patreksfirði en betur fór en á horfðist. Reykskynjarar hússins fóru í gang við athafnir húsráðanda. Þetta atvik minnir okkur öll á að vera með góðar brunavarnir. 

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun um land allt fyrir þriðjudaginn 7. febrúar nk. þar sem sunnan stormur eða rok með talsverðri úrkomu mun ganga yfir landið allt frá vestri til austurs. 

Vegfarendur eru hvatti til þess að athuga vel ástand vega og veðurspá áður en lagt er af stað milli landshluta og byggðakjarna. það má gera með því að hringja í upplýsingasíma Vegagerðarinnar, 1777 eða á vef hennar, sjá hér að neðan.

Förum varlega.

Meðfylgjandi mynd minnir okkur á gott samstarf viðbragðsaðila.

Comment on Facebook

Þið eruð flottir🤗

Það að vera undirbúin, skipulagður, með þekkingu og þéttriðið net viðbragðsaðila þegar á þarf að halda er ekki sjálfgefið né hrist fram úr erminni á einni nóttu þegar samstarf allra viðbragðsaðila er undir til þjónustu fyrir íbúa landsins sem og aðra.

Við hér á Norðurlandi eystra höfum á undanförnum árum lagt mikinn metnað í það að viðbragðsaðilar séu í nánum tengslum og samskiptum og teljum við okkur vera mjög öflug á því sviði en það þarf líka að viðhalda því og efla jafnt og þétt.

Nú um helgina var haldin ráðstefna á Húsavík með þátttöku fulltrúa frá öllum viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra hvað almannavarnir snertir. Yfirskriftin var "Ráðstefna um aðgerðamál" og var kostnaðurinn við þátttöku allra aðila greiddur af Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Þátttakendur komu frá lögreglunni, svæðisstjórnum Landsbjargar á svæðum 11 og 12, RKÍ, HSN, SAk, Norðurorku, öllum slökkviliðum í umdæminu og fulltrúum frá almannavarnanefndinni sjálfri. Samtals voru þetta tæplega 60 manns.

Fyrirlesarar komu úr röðum þessara aðila og þá voru einnig m.a. gestafyrirlesarar frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landsbjörg, Neyðarlínunni, Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.

Farið var yfir aðgerðamál í víðu samhengi sem og ýmsar nýjungar sem hvað helst varða tæknilega þætti í samskiptum og miðlun upplýsinga.

Þess má geta að á meðan á ráðstefnunni stóð reyndi ágætlega á þetta samstarf okkur þar sem að eftir hádegi á föstudaginn fór rúta út af veginum við Ólafsfjörð með 25 farþega sem þurftu aðhlynningu og þjónustu í kjölfarið og var það leyst á farsælan hátt. Þá gaf Veðurstofan út appelsínugula vindaviðvörun nú um helgina og þurftu viðbragðsaðilar að stilla saman strengi sína hvað það varðar.

Á ráðstefnunni var formlega afhentur bíll sem nota á fyrir vettvangsstjórn í verkefnum í umdæminu. Bílinn gaf embætti LSNE en svæðisstjórn á svæði 11 mun sjá til þess að hann verði ávallt til þjónustu reiðubúinn og mæta með hann í verkefni. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, og Reimar Viðarsson, formaður svæðisstjórnar á svæði 11, undirrituðu samkomulag þess efnis við hátíðlega athöfn.

Hér má sjá nokkrar myndir frá ráðstefnunni.
... Sjá meiraSjá minna

Það að vera undirbúin, skipulagður, með þekkingu og þéttriðið net viðbragðsaðila þegar á þarf að halda er ekki sjálfgefið né hrist fram úr erminni á einni nóttu þegar samstarf allra viðbragðsaðila er undir til þjónustu fyrir íbúa landsins sem og aðra.

Við hér á Norðurlandi eystra höfum á undanförnum árum lagt mikinn metnað í það að viðbragðsaðilar séu í nánum tengslum og samskiptum og teljum við okkur vera mjög öflug á því sviði en það þarf líka að viðhalda því og efla jafnt og þétt.

Nú um helgina var haldin ráðstefna á Húsavík með þátttöku fulltrúa frá öllum viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra hvað almannavarnir snertir. Yfirskriftin var Ráðstefna um aðgerðamál og var kostnaðurinn við þátttöku allra aðila greiddur af Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Þátttakendur komu frá lögreglunni, svæðisstjórnum Landsbjargar á svæðum 11 og 12, RKÍ, HSN, SAk, Norðurorku, öllum slökkviliðum í umdæminu og fulltrúum frá almannavarnanefndinni sjálfri.  Samtals voru þetta tæplega 60 manns.

Fyrirlesarar komu úr röðum þessara aðila og þá voru einnig m.a. gestafyrirlesarar frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Landsbjörg, Neyðarlínunni, Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra.

Farið var yfir aðgerðamál í víðu samhengi sem og ýmsar nýjungar sem hvað helst varða tæknilega þætti í samskiptum og miðlun upplýsinga.

Þess má geta að á meðan á ráðstefnunni stóð reyndi ágætlega á þetta samstarf okkur þar sem að eftir hádegi á föstudaginn fór rúta út af veginum við Ólafsfjörð með 25 farþega sem þurftu aðhlynningu og þjónustu í kjölfarið og var það leyst á farsælan hátt. Þá gaf Veðurstofan út appelsínugula vindaviðvörun nú um helgina og þurftu viðbragðsaðilar að stilla saman strengi sína hvað það varðar.

Á ráðstefnunni var formlega afhentur bíll sem nota á fyrir vettvangsstjórn í verkefnum í umdæminu. Bílinn gaf embætti LSNE en svæðisstjórn á svæði 11 mun sjá til þess að hann verði ávallt til þjónustu reiðubúinn og mæta með hann í verkefni. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, og Reimar Viðarsson, formaður svæðisstjórnar á svæði 11, undirrituðu samkomulag þess efnis við hátíðlega athöfn.

Hér má sjá nokkrar myndir frá ráðstefnunni.Image attachmentImage attachment+5Image attachment
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram