Tilkynna mál / sækja um leyfi

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringdu í síma 800 5005 fyrir nafnlausar upplýsingar.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Eldur á Stuðlum

Tveir voru fluttir á slysadeild með alvarlega reykeitrun eftir að eldur kom upp í herbergi á meðferðarheimilinu Stuðlum skömmu fyrir klukkan sjö í morgun. Tilkynning …

Suðurnesin Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar

Ríkislögreglustjóri

Fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.

Nánar

LÖGREGLAN Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Helgin var með rólegra móti hjá lögreglunni á Suðurlandi. Eins og oft áður er hraðakstur fyrirferðarmikill en átta ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 142 km/klst á Biskupstungnabraut.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt, án slysa á fólki.

Eitt þjófnaðarmál var tilkynnt og er til rannsóknar.
... Sjá meiraSjá minna

Breytingar á Instagram vegna kynlífskúgunar.

Meta sem á og rekur samskiptamiðilinn Instagram hefur gripið til aðgerða sem miða að því að vernda ungmenni gegn kynlífskúgun.

Í kynlífskúgun felst m.a. hótun um um dreifingu kynferðislegra mynda.

Þær aðgerðir sem farið hefur verið í er að:
*Nektarmyndir verða sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum.
*Unglingar undir 16 ára aldri geta ekki breytt stillingu reikningsins úr einkaham í opinn án samþykkis forráðamanna.
*Aukin fræðsla og forvarnir verða í samstarfi við áhrifavalda á Instagram.

Foreldrar þurfa að tryggja öryggi barna sinna á samfélagsmiðlum, sérstaklega í ljósi þessara nýju breytinga. Hér eru nokkur mikilvæg ráð:

*Gakktu úr skugga um að reikningar barna séu rétt stilltir á einkaham og að nýjustu breytingar frá Meta séu virkar.
*Tryggðu að börn séu rétt skráð með rétta fæðingardagsetningu svo breytingarnar nái til þeirra.
*Ræddu við börnin um ábyrgð á netinu og hættuna á kynlífskúgun.
*Ef börnin lenda í slíkum aðstæðum, vísaðu þeim á ráðleggingar frá 112.
*Hvetjið börnin til að takmarka skjátíma, sérstaklega á kvöldin og nóttunni.

Alltaf er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma 112 eða í netspjalli 112
... Sjá meiraSjá minna

Breytingar á Instagram vegna kynlífskúgunar.

Meta sem á og rekur samskiptamiðilinn Instagram hefur gripið til aðgerða sem miða að því að vernda ungmenni gegn kynlífskúgun.

Í kynlífskúgun felst m.a. hótun um um dreifingu kynferðislegra mynda.

Þær aðgerðir sem farið hefur verið í er að:
*Nektarmyndir verða sjálfkrafa gerðar óskýrar í einkaskilaboðum.
*Unglingar undir 16 ára aldri geta ekki breytt stillingu reikningsins úr einkaham í opinn án samþykkis forráðamanna.
*Aukin fræðsla og forvarnir verða í samstarfi við áhrifavalda á Instagram.

Foreldrar þurfa að tryggja öryggi barna sinna á samfélagsmiðlum, sérstaklega í ljósi þessara nýju breytinga. Hér eru nokkur mikilvæg ráð:

*Gakktu úr skugga um að reikningar barna séu rétt stilltir á einkaham og að nýjustu breytingar frá Meta séu virkar.
*Tryggðu að börn séu rétt skráð með rétta fæðingardagsetningu svo breytingarnar nái til þeirra.
*Ræddu við börnin um ábyrgð á netinu og hættuna á kynlífskúgun. 
*Ef börnin lenda í slíkum aðstæðum, vísaðu þeim á ráðleggingar frá 112.
*Hvetjið börnin til að takmarka skjátíma, sérstaklega á kvöldin og nóttunni.

Alltaf er hægt að tilkynna mál til lögreglu í síma 112  eða í netspjalli 112

5 CommentsComment on Facebook

Krakkarnir eru að nota tik tok og snap chat, það þarf að taka á þeim miðlum.

Kominn tími til að META gæti gert eitthvað af viti.

Frábært

Takk fyrir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Það ætti átti að loka tiktok eins og útlanda Vegna net einelti og ofbeldi og dónar myndir og vídeó og svoleiðis

View more comments

Síðustu tvo sólarhringa hafa þrettán ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók, var á 127 km/klst hraða, á vegarkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.

Ýmis önnur umferðarlagabrot voru kærð, svo sem réttindleysi við akstur og notkun snjalltækis við akstur.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt, en sem betur fer án teljandi meiðsla.

Netsvik koma reglulega upp og því rétt að minna fólk á að svara ekki eða ýta á hlekki á vefsíðum og í snjalltækjum, þar sem fram koma gylliboð um ýmsa hluti. Fólk hefur orðið af umtalsverðum fjármunum í slíkum svikum.
... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Það er flókið að banna notkun snjalltækis í akstri. Bíllinn minn er sannkallað snjalltæki. Ef ég sleppi stýrinu lætur bíllinn mig vita að ekki er öruggt að keyra þannig. Ef ég myndi sofna undir stýri ekur bíllinn út í kant og stoppar þar. Ef ég ek út fyrir hvítar kantlínur vega stýrir bíllinn inn fyrir línurnar aftur. Er mér þá bannað að nota bílinn því hann er snjallt tæki?

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram