Óvissustig á Austurlandi – rýmingar
Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Rýmingar hafa verið ákveðnar á eftirtöldum reitum ; Neskaupstaður Reitur NE01 við …
Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Rýmingar hafa verið ákveðnar á eftirtöldum reitum ; Neskaupstaður Reitur NE01 við …
Skýrsla ríkislögreglustjóra um kynferðisbrot hefur verið birt. Í skýrslunni má finna upplýsingar um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna kynferðisbrota árið 2024. Tilkynnt brot voru 568 …
Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk mánudaginn 9. desember 2024. Síðast sást virkni í gígnum um kl. sjö þann 8. desember sl. Eldgosið milli Stóra – …
Rúta valt á Suðurlandsvegi neðan við Hveradali. 20 manns voru í rútunni, erlendir ferðamenn, en allir sluppu óslasaðir.
Tilkynning um slysið barst klukkan 09:38 og var hópslysaáætlun virkjuð.
Búið er að koma öllum farþegum rútunnar í skjól í Hellisheiðarvirkjun, þangað sem önnur rúta sækir þá.
Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi.
Mikil hálka er á vettvangi og eru ökumenn hvattir til að aka gætilega.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Vakin er athygli á slæmri veðurspá næstu sólahringa. Búast má vaxandi vindi í kvöld, föstudag, í nótt og hríðarveðri á morgun. Einnig er gert ráð fyrir hvassvirðri á sunnudag og fram á mánudag en minni úrkomu, skv. núgildandi veðurspám.
Þeim sem hyggja ferðir milli byggðarlaga er sem fyrr bent á umferdin.is/ fyrir færð á vegum og vedur.is/ fyrir veðurhorfur.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Að gefnu tilefni vill lögreglan benda ökumönnum á að bannað er að stöðva akstur ökutækja fyrir framan íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Þar er gangbraut, gul heil lína og umferðarmerki sem bannar stöðvun ökutækja og sýnir hvar gangbrautin er. Þó snjór feli bæði gangbrautina og gululínuna þessa stundina falla þessar reglur ekki úr gildi. Er þetta gert til að tryggja öryggi barna og annarra sem leggja leið sína í íþróttamiðstöðina. ... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
Góð ábending! Fyrst verið er að benda á umferðaröryggi mætti einnig laga gangbraut við Borgarbraut við gatnamót Böðvarsgötu og Þorsteinsgötu
Góð ábending. Er ekki þarna eins og víða í Borgarnesi að það er bara gangbrautamerki öðru megin við götuna en á að vera beggja megin?
Fólk stoppar bara hvar sem er🫠