Hættustig vegna COVID-19

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringdu í síma 800 5005 fyrir nafnlausar upplýsingar.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Suðurnesin Höfuðborgarsvæðið Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar

Ríkislögreglustjóri

Fer með málefni lögreglu í umboði ráðherra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.

Nánar

LÖGREGLAN Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Einum veitingastað var lokað.

Í gærkvöldi fórum við á þrettán veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu til að kanna ástandið þeirra með tillit til tveggja metra regluna, rými og sóttvarnir. Einum þeirra var lokað og gestum gert að yfirgefa staðinn.

Ástandið á fjórum veitingastöðum var í mjög góðu lagi, þar af voru tveir þeirra til mikillar fyrirmyndar. Sjö stöðum var gert að huga betur að sýnum málum ætli þeir sér að taka á móti fleira fólki. Við veittum stöðunum leiðbeiningar um hvað mætti betur fara.

Einn staður hafði ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja metra reglu á tilteknu svæði en þar var ógjörningur að fylgja henni eftir. Sóttvarnir voru heldur ekki í lagi á staðnum. Ráðstafanir til úrbóta voru gerðar tafarlaust. Skýrsla verður skrifuð á brotið.

Á einum veitingastaðnum voru aðstæður með öllu óviðunandi. Of margir voru inni á staðnum miðað við stærð hans, það var alls ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna og skortur á sóttvörnum var verulegur. Lögreglan þurfti að grípa til þess ráðs að loka staðnum tímabundið og rýma hann - þ.e. vísa öllum gestum út. Skýrsla verður sömuleiðis rituð á brotið. Eftirliti lögreglu varðandi veitingastaði er hvergi nærri lokið. Við munum fylgjast mjög vel með stöðu mála áfram. Öryggi á veitingastöðum og þar sem fólk kemur saman er lýðheilsumál.
... Sjá meiraSjá minna

Einum veitingastað var lokað. 

Í gærkvöldi fórum við á þrettán veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu til að kanna ástandið þeirra með tillit til tveggja metra regluna, rými og sóttvarnir. Einum þeirra var lokað og gestum gert að yfirgefa staðinn.

Ástandið á fjórum veitingastöðum var í mjög góðu lagi, þar af voru tveir þeirra til mikillar fyrirmyndar. Sjö stöðum var gert að huga betur að sýnum málum ætli þeir sér að taka á móti fleira fólki. Við veittum stöðunum leiðbeiningar um hvað mætti betur fara. 

Einn staður hafði ekki gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja metra reglu á tilteknu svæði en þar var ógjörningur að fylgja henni eftir. Sóttvarnir voru heldur ekki í lagi á staðnum. Ráðstafanir til úrbóta voru gerðar tafarlaust. Skýrsla verður skrifuð á brotið.
 
Á einum veitingastaðnum  voru aðstæður með öllu óviðunandi. Of margir voru inni á staðnum miðað við stærð hans, það var alls ekki hægt að tryggja tveggja metra regluna og skortur á sóttvörnum var verulegur. Lögreglan þurfti að grípa til þess ráðs að loka staðnum tímabundið og rýma hann - þ.e. vísa öllum gestum út. Skýrsla verður sömuleiðis rituð á brotið. Eftirliti lögreglu varðandi veitingastaði er hvergi nærri lokið. Við munum fylgjast mjög vel með stöðu mála áfram. Öryggi á veitingastöðum og þar sem fólk kemur saman er lýðheilsumál.

Comment on Facebook

Þetta eru meiri hártoganir í fólki.það er pottþétt miklu fleiri smit ef ekki væri fyrir þríeykið og lögreglu sem reyna að hafa vit fyrir fólki og þökk sé þeim 😊

Ég er nokkuð viss um að ef þetta væri skæður lúsafaraldur mundi fólk halda tveggja metra regluna. Munurinn er bara sá að lúsina getum við losað okkur við enn covid 19 er eitthvað sem við þekkjum ekki enn vitum að getur kostað líf og heilsu fólks. Er virkilega svona mikið mál að fara eftir þessum fáu einföldu reglum.

þessi 2 metra regla er bara bull svo lengi sem þú ert ekki að hósta út í loftið þá ertu ekkert að smita,veiran hoppar ekki út um munnin á þér eins og skopparakringla,,hún þarf hjálp frá þér til að komast út í andrúmsloftið,,maður með þessa corona veiru smitar ekki bara út af því hann er með veiruna hann þarf að hósta framan í þig til þess að þú smitist,,ég held að ég sé nokkuð viss á þessu,hún virkar bara eins og innflúensan,,

Fyndið hvað Íslendingar verða allt í einu eins og lömb og hlýða umyrðalaust án þess að efast um sanngildi þess sem yfirvöld segja þeim. Fréttaflutningur er ekki allur þar sem hann er séður. Endilega opnið sjóndeildarhringinn og skoðið annað en þröngsýna fréttaflutnnginn sem ykkur er boðinn á borð. Heimurinn er að vakna og fólk að rísa upp gegn þessari vitleysu!

Ég hélt að 2ja metra reglan væru tilmæli frá sóttvarnarnefnd en ekki lög. Finnst þið farnir að seilast ansi langt út fyrir ykkar verksvið.

Nema lögreglumaðurinn á myndinni var greinilega að segja magnaða veiðisögu og sýna hversu stór fiskurinn var sem slapp

Mættu nú allveg kíkja í sanbíóin þessir og brýna stöðu mála!

Bara HÆTTA þessu bulli... við erum fólk... fólk umgengst fólk .. hefur alltaf gert... mun ávallt OG Á að gera. Bölvuð þvælan farin að pirra rúmlega... !!! Fólk hefur og mun ALLTAF veikjast og láta lífið vegna alls kyns.... það er ENGUM bjargað fyrirfram og mun ALDREI gerast. EF þetta bull er svona hættulegt farið þá að gera spítala okkar færa til að eiga við hluti sem KOMA UPP en ekki bulla um hluti sem GÆTU KOMIÐ UPP... hélt það væri nóg að Kína væri snarbiluð þjóð hvað stjórn lætur .... VIÐ erum ekki Kína. Nóg komið ... leyfið fólki að njóta lífsins eins og það er nú dásamlegt!!! Ég hef séð á fleiri en einum stað lögreglu ÁN grímu vel innan við 2 metra að tuða í eigendum fyrirtækja... þið gætuð borið alls kyns drasl í fólk... EN það hefur og mun ALLTAF gerast... so be it... þá tökum við á þeim tilfellum sem koma upp EF OG ÞEGAR. Góðar stundir ... áfram löggan = fólk... 🥴😔😏

👏👏👏 áfram svona takk fyrir !

Lea 😬

Vel gert

hvernig væri að vera með smá hvata fyrir þau fyrirtæki sem eru með allt sitt á hreinu og nafngreina þau með smá hrósi.... bara hugmynd

Seinþroska fólki fjölgar ört

Ekki hélt ég að svona mikið af okkar fólki væri svona innilega heimskt. Er virkilega ekki hægt að fylgja lögum og reglum. Það er ekkert mál að lifa eðlilegu lífi, bara nota fo... heilann.

Takk fyrir ykkar frábæra starf til verndunar almennings💕

Takk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ❤️

Maður er svo hissa sjá svona fólk hérna sem heldur þessi virus se bara eins og flensan og margir deyja frá flensu enn þessum virus segja þau, enn skilja ekki þessi virus er miklu skæðari enn flensa, og virðast ekki hlusta á þau fólk sem hafa fengið þessa virus og eru enþá ná sér eftir þennan virus, ef sumir ná sér þá nokkurn tima eftir það. Hvað þarf til að þau opni augun á sér, að þau fáið þennan virus bara, maður hefur lesi með þessa Amerikana, fans Trump, sem hafa látið svona, siðan fengu þau þennan virus, lentu sumir á gjörgæslu, sumir misstu aðra frá sér, eru enþá ná sér ef ná sér nokkurn timan og eru núna sjálf reyna vara aðra við opna á sér augun áður enn verðu og seint, enn ekki einu sinni þau ná til aðra sem eru enþá þverhausa og viltlausi skilja það, fyrr enn hendi þau. Þau hugsa bara um rassgati á sjáfum sér og segja nei kemur ekki fyrir mig. Andskotans heiminskinga eru þau, getur maður ekki annað sagt.

Hvert tilkynnir maður staði sem brjóta gegn tveggja metra reglunni?

Eru ekki líka mannréttindi að fólk komi ekki nær mér en 2 metra ? Hvor á þá meiri rétt ég eða sá sem vill ekki virða þessi tilmæli/reglu ? 🤔

Er það gegn lögum að mæta með málband sem gefur fólki stuð innan 2 metra við mann?

😢😢😢

View more comments

23 tímum síðan

Lögreglan á Norðurlandi eystra

Lífið heldur áfram í góða veðrinu hér norðan heiða og glíman við COVID vágestinn sömuleiðis. Góðu fréttirnar eru að það hafa ekki verið að greinast mörg smit undanfarna daga, þannig að það er a.m.k. ekki eins brött uppsveifla eins og var í fyrstu bylgju. Sóttvarnarlæknir hefur því ekki lagt til hertar aðgerðir hér innanlands að svo komnu. Tilhögun skimunar á landamærum er þó í endurskoðun og heilbrigðisráðherra gefur væntanlega út nýjar reglur í dag eða morgun. Í okkar umdæmi eru nú 4 í einangrun og 66 í sóttkví. Einn ferðamaður greindist jákvæður í fyrradag og fór í einangrun á Akureyri. Samferðamenn hans hafa verið settir í sóttkví.

Hvað okkur varðar þá erum við mikið að heimsækja verslanir og þjónustufyrirtæki til að fylgja því eftir að 100 manna hámarkið og 2ja metra reglan sé virt. Þetta er í flestum tilvikum í góðu lagi þótt sums staðar hafi þurft að bæta úr. Við viljum endilega minna ykkur á að 2ja metra reglan gildir líka í sundlaugum, á börum og á líkamsræktarstöðum. Sýnum ábyrga hegðun, pössum okkur og sýnum fólkinu í kring um okkur þá kurteisi að virða 2ja metra regluna. Munum eftir persónulegu vörnunum, handþvotti og sprittun. Veiran er enn í samfélaginu og bíður færis að komast í okkur!
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Væri gott sð sjá ykkur í hinum dreifðu byggðarkjöenum á svæðinu :-)

væri gott að sjá tölur eftir póstnúmerum hér á NA landi

????? joke ....??????

😷😷👍👍

Ekki farið eftir reglum á Hriseyjarferjunni

View more comments

Tilkynning frá aðgerðarstjórn á Austurlandi – COVID-19

Smitum á Austurlandi hefur ekki fjölgað, þau eru tvö. Gleðjumst saman yfir því en slökum hvergi á einstaklingsbundnum sóttvörnum og aðgerðarstjórn vill brýna fyrir öllum á Austurlandi að vera vakandi yfir þeim sóttvörnum sem eru í gildi.
Veðurspáin á Austurlandi fyrir næstu daga er mjög góð og þá er hætt við að fólk safnist meira saman svo sem á tjaldsvæðum, í sundlaugum, við veitingastaði og öðrum svæðum. Við hvetjum alla að virða tveggja metra regluna og vera vakandi yfir eigin smitvörnum.

Eins og áður hefur komið fram eru einstaklingar er finna fyrir einkennum hvattir til að halda sig heima og hafa samband við heilsugæslu til að fá frekari leiðbeiningar
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram