Stefnumörkun lögreglunnar á Austurlandi árið 2023
Frá árinu 2020 hefur lögreglan á Austurlandi birt stefnumörkun til næstu tólf mánaða. Hún hefur byggt hana á reynslu fyrri ára og miðað við sett …
Frá árinu 2020 hefur lögreglan á Austurlandi birt stefnumörkun til næstu tólf mánaða. Hún hefur byggt hana á reynslu fyrri ára og miðað við sett …
Brot 13 ökumanna voru mynduð á Hringbraut í Reykjavík frá mánudeginum 30. janúar til þriðjudagsins 31. janúar. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hringbraut …
Mikill vatnselgur er nú víða á götum á höfuðborgarsvæðinu og eru vegfarendur hvattir til að fara varlega. Fólk er sömuleiðis beðið um að huga að …
Ekkert lát er á lægðagangi þessi misserin og gul veðurviðvörun í gildi eftir hádegið á morgun á Austurlandi.
Sunnan hvassviðri eða stormur, 18-25 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.
... Sjá meiraSjá minna
Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra lýsa yfir óvissustigi Almannavarna i fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem framundan er.
Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar tekur gildi í klukkan 11: 00 fyrramálið á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.
Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni að óþörfu á því svæði þar sem veðrið er verst. Miklar líkur eru á að veðrið muni hafa áhrif á samgöngur og líkur á fokstjóni eru verulegar.
Búið er að boða til samráðsfundar Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra klukkan 11:00 í fyrramálið þar sem farið verður yfir stöðuna og viðbragð á þeim svæðum þar sem veðurspá er slæm. Einnig hefur verið ákveðið að virkja Samhæfingarstöð Almannavarna klukkan 10:00 í fyrramálið.
Samkvæmt Veðurstofunni er von á sunnan stormi og miklu roki. Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum. Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Inn á umferdin.is er hægt að fylgjast með rauntímaupplýsingum um færð á vegum og inn á vedur.is er eins og alltaf hægt að fylgjast með veðrinu.
... Sjá meiraSjá minna
Forsíða Veðurstofu Íslands | Veðurstofa Íslands
vedur.is
Austan og suðaustan 15-23 m/s í dag og víða snjókoma eða slydda með hita kringum frostmark. Rigning sunnan- og suðvestanlands þegar líður á morguninn og hlýnar heldur þar. Minnkandi vind...Líka passa hvar þið leggið bílunum svo þeir renni ekki á næsta við hliðina.
Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á slæmri veðurspá fyrir Vestfirði næsta sólarhringinn. En spáð er miklum vindi og úrkomu, sjá nánar í hlekk á vef Veðurstofu Íslands.
Ef veðurspáin gengur eftir má búast við því að færð milli byggðarkjarna spillist og varhugavert verði að aka um svæði þar sem sviptivindar geta komið.
Þá telur ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands að líkur á krapaflóði geti aukist á sunnanverðum Vestfjörðum og er þá sérstaklega horft til Geirseyrargils, þar sem krapaflóð varð þann 26. janúar sl.
Veðurstofan telur þó ekki líkur á því að hugsanlegt flóð verði stærra en það sem féll í janúar. Ekki er talin ástæða til að rýma nærliggjandi hús en engu að síður hefur lögreglan gert íbúum næstu húsa við gilið viðvart. Þeir hafa verið hvattir til þess að dvelja ekki í kjallara þessara húsa né heldur vera við gilið ef til hlaups kæmi. Hvatt er til þess að dvöl og ferðir á nálægum götum sé takmörkuð.
Þau hús sem hér um ræðir eru Hjallar 2, Hlíðarvegur 2, Brunnar 1 og 2 og hús nr. 74, 75, 76, 77 og 78 við Aðalstræti. Lögreglan hefur nú þegar gert þessum íbúum viðvart.
Í þessum veðuraðstæðum er ekki hægt að fullyrða að ekki geti fallið flóð úr Raknadalshlíð og eru vegfarendur hvattir til að haga ferðum sínum í samræmi við það, meðan þetta veður gengur yfir.
... Sjá meiraSjá minna
Forsíða Veðurstofu Íslands | Veðurstofa Íslands
www.vedur.is
Austan og suðaustan 15-23 m/s í dag og víða snjókoma eða slydda með hita kringum frostmark. Rigning sunnan- og suðvestanlands þegar líður á morguninn og hlýnar heldur þar. Minnkandi vind...Takk fyrir upplýsingarnar
Stekkagil!
Brynjar Aron Þorgilsson