Ekið á álft -förum varlega !
Lögregla fékk í gærmorgun tilkynningu um dauða álft á Upphéraðsvegi í Fellum við bæinn Kross innan við Fellabæ. Svo virtist sem skotgat væri á höfði …
Lögregla fékk í gærmorgun tilkynningu um dauða álft á Upphéraðsvegi í Fellum við bæinn Kross innan við Fellabæ. Svo virtist sem skotgat væri á höfði …
Lögreglunni bárust tilkynningar um 59 nauðganir fyrstu þrjá mánuði ársins, sem samsvarar 17% fjölgun frá síðustu þremur árum þar á undan. Lögreglunni bárust tilkynningar …
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að færa hættustig á landamærum vegna yfirálags niður á óvissustig. Þann 8.mars var virkjuð viðbragðsáætlun á hættustigi vegna yfirálags á landamærum vegna …
Með hækkandi sól eru þeir enn nokkrir sem aka um á nagladekkjum. Þeir ökumenn þurfa að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Heimild til þess að aka um á nagladekkjum var til 14. apríl.
Við vitum að í okkar umdæmi hefur verið vetrarfærð á heiðum og við tökum fullt tillit þess ef ökumenn eru á ferðinni við slíkar aðstæður. Hér á suðursvæði lögreglustjórans á Vesturlandi er ekki þörf á nagladekkjum.
Sektin við að aka um á nagladekkjum er 20.000kr á hvern negldan hjólbarða og því 80.000kr ef allt er á nöglum.
... Sjá meiraSjá minna
Ekið á álft -förum varlega !
Lögregla fékk í gærmorgun tilkynningu um dauða álft á Upphéraðsvegi í Fellum við bæinn Kross innan við Fellabæ. Svo virtist sem skotgat væri á höfði hennar. Um atvikið var m.a. fjallað í fjölmiðlum.
Ökumaður gaf sig fram við lögreglu seinnipartinn í gær og kvaðst hafa ekið á álft á þessum slóðum í gærmorgun. Honum láðist hinsvegar að tilkynna atvikið á þeim tíma.
Vegna rannsóknar málsins og gruns um skotáverka var dýralæknir í gær fenginn til að meta hvað orðið hafi álftinni að aldurtila, en um friðaðan fugl er að ræða. Hans niðurstaða eftir skoðun var að áverkar væru þess eðlis að ekið hafi verið á hana.
Lögregla vill vegna þessa atviks árétta við ökumenn að þeir gæti að hraða ökutækja sinna og hugi þannig meðal annars að öryggi dýra við veg. Vísar hún þar meðal annars til fréttar er hún sendi á vef lögreglu þann 9. maí síðastliðinn um ástæður þess að dýr safnast gjarnan við vegi landsins á þessum árstíma. Þörf lesning og brýn með vísan til þess sem í gær gerðist. (Sjá hér: Ökum varlega – gætum að dýrum á og við veg | Lögreglan (logreglan.is) )
... Sjá meiraSjá minna
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra er að leita að einstaklingi í sumarstarf til að sinna móttöku og málaskrá frá kl. 8-16 alla virka daga á lögreglustöðinni á Akureyri. Starfið felst í almennri afgreiðslu, símsvörun, skjalaumsýslu og annarri skrifstofuvinnu.
Við erum að leita að einstaklingi sem er heiðarlegur og samskiptafær, duglegur og jákvæður, skipulagður og vandvirkur. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um mánaðamót maí/júní og starfað út ágúst.
Vakin er athygli á að engan má ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá eða málaskrá lögreglu, sbr. 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996.
Ef þið hafið áhuga þá endilega sendið skilaboð á Lilju Ólafsdóttur skrifstofustjóra á netfangið lo01@logreglan.is Vinsamlega beinið fyrirspurnum og umsóknum á þetta netfang en setjið þær ekki hér á Facebook.
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2022.
... Sjá meiraSjá minna
Agnieszka Jasinska praca czeka
Can I come for a job
Eva Lind Sveinsdóttir Ringsted ætti eg ekki að sækja um hahahhaha
Jeffrey Allen Stafford
Eygló Ástþórsdóttir