Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu
Í síðustu viku slösuðust níu vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 24. –30. nóvember, en alls var …
Í síðustu viku slösuðust níu vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 24. –30. nóvember, en alls var …
Brot 49 ökumanna voru mynduð á Sæbraut í Reykjavík frá mánudeginum 2. desember til fimmtudagsins 5. desember. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Sæbraut …
Eldgos hófst á milli Stóra – Skógfells og Sýlingarfells kl. 23:14 miðvikudaginn 20. nóvember 2024. Fyrstu merki um kvikuhlaup sáust á mælum um kl. 22:30 …
Aurflóð yfir Hnífsdalsveg og í Bjarnardal.
Nú rétt í þessu barst tilkynning um aurflóð í Bjarnardal í Önundarfirði, sem fór yfir veginn upp á Gemlufallsheiði. Vegurinn er því lokaður um sinn meðan Vegagerðin vinnur að hreinsun.
Fyrr í kvöld rann lítið aurflóð úr Eyrarhlíð yfir Hnífsdalsveg. Sá vegur hefur verið hreinsaður og er opinn.
Þrátt fyrir að þessir vegir verði áfram opnir er ekki hægt að útiloka frekari flóð úr hlíðunum. Vegfarendur eru hvattir til að aka ekki þessa vegi nema brýn nauðsyn. Fara þá með gát.
Þetta á við um alla vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á Vestfjörðum.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Á Suðurlandi eins og víðar um landið hefur Veðurstofa Íslands gefið út viðvaranir vegna asahláku seinnipartinn í dag, í nótt og fram á morgundaginn. Mestu afrennsli vegna leysinga á Suðurlandi má vænta í kringum Öræfa- og Mýrdalsjökul og er íbúum og vegfarendum á þessum svæðum bent á að vera vakandi fyrir auknu rennsli í ám og lækjum og öðrum hættum sem kunna að skapast við hitabreytingarnar framundan og þá miklu úrkomu sem þeim munu fylgja.
Nýjustu spár og upplýsingar um viðvaranir eru aðgengilegar á vefsíðu Veðurstofunnar,
... Sjá meiraSjá minna
Forsíða Veðurstofu Íslands | Veðurstofa Íslands
Suðvestan og vestan 10-20 m/s og él eða slydduél, en þurrt á austanverðu landinu. Hiti 0 til 5 stig. Gengur í norðan hvassviðri í kvöld, með snjókomu, fyrst á Vestfjörðum og síðan ...0 CommentsComment on Facebook
Uppfært:
Nú kemst umferð orðið framhjá vettvangi um hjáleið eftir reiðvegi. Lögregla stýrir umferð uns hægt verður að hleypa umferð um Suðurlandsveg aftur.
Um kl. 16 í dag varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi móts við Heimaland. Viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi og vegurinn lokaður.
Tilkynningin verður uppfærð eftir því sem fram vindur.
... Sjá meiraSjá minna
5 CommentsComment on Facebook
Umferð kemst núna óhindrað um vettvang en lokun var aflétt rétt í þessu.
Hvar er Heimaland?
Er ekki hægt að hleypa umferðinni út á reiðveginn og framhjá þannig??
Vitið þið hvenær það verður möguleiki á að komast framhjá slysstað?
Er vitað hvenær vinnu á vettvangi lýkur? Það er orðinn klukkutími síðan þyrlan fór með þá slösuðu