Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu
Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 1. – 7. september, en alls …
Í síðustu viku slösuðust þrettán vegfarendur í ellefu umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 1. – 7. september, en alls …
Brot 39 ökumanna voru mynduð á Sogavegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Sogaveg í austurátt, á móts við Sogaveg …
Brot 33 ökumanna voru mynduð á Breiðholtsbraut í Reykjavík frá mánudeginum 9. september til fimmtudagsins 12. september. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Breiðholtsbraut …
Frá því í um miðja síðustu viku hafa ýmis mál komið upp hjá lögreglunni á Suðurlandi. Öll viljum við eftir fremsta megni reyna að tryggja öryggi þeirra sem eru í umferðinni og reyna að lágmarka slys í umferðinni. Sérstaklega viljum við tryggja öryggi barnanna okkar jafnt í umferðinni og annars staðar. Lögregla hafði m.a. afskipti af ökumönnum með laus börn í bifreiðum sem og af ökumönnum sem voru með of marga farþega.
Að því sögðu voru átta umferðarslys skráð, þar af sjö þeirra án teljandi slysa á fólki. Í eystri hluta embættisins var fjórhjólaslys og ökumaður fjórhjólsins var fluttur til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun.
Af öðrum málum er að segja að 24 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var á 137 km/klst hraða á Suðurlandsvegi austan við Hvolsvöll. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um vímuakstur, tveir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru stöðvaðir án þess að hafa réttindi til aksturs. Tveir ökumenn atvinnutækja voru stöðvaðir fyrir brot á reglum um stærð og þyngd ökutækja.
Eitt líkamsárásarmál kom á borð lögreglu, auk eins fíkniefnamáls fyrir vörslu ólöglegra ávana- og fíkniefna.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Vegna bruna í hópbifreið á veginum um Tungudal í Skutulsfirði hefur veginum verið lokað á meðan að unnið er að slökkvistarfi og vettvangsrannsókn.
Allir farþegar komust út óslasaðir og voru fluttir af vettvangi með annarri hópbifreið.
... Sjá meiraSjá minna
1 CommentComment on Facebook
Umferð er hleypt um veginn í hollum núna á meðan beðið er þess að bifreiðin verði fjarlægð og vettvangsvinnu ljúki
Til foreldra unglinga á framhaldsskólaaldri:
Rannsóknir sýna að unglingar sem fá umhyggju, aðhald og eftirlit foreldra sinna líður betur, gengur betur í skóla og neyta síður áfengis og annarra vímuefna.
Við mælum með því að foreldrar skoði bæklinginn 18 ára ábyrgð, hann má finna á íslensku og sjö öðrum tungumálum inn á vefsíðu SAMAN hópsins
... Sjá meiraSjá minna
6 CommentsComment on Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Það þarf fyrst og fremst, samvinna við heilbrigðiskerfið, þarna eru börn og ungmenni, ekki gleyma ungmennum. Heilbrigðiskerfið grípur engan. Bara engan! Foreldrar öskrar á hjálp.
18 ára að vera i ábyrgð er of litid... Norðurlanda þjóðir gera betur við krakkana sina..
Hvar er þessi rannsókn? Þyrfti hana nauðsynlega
Er hægt að fá bók fyrir heimilið?