Kynferðisofbeldi getur komið fyrir hvern sem er óháð kyni, aldri eða kringumstæðum.

Ofbeldið er oftast framið af einhverjum sem maður þekkir eða hefur verið í samskiptum við en getur líka verið ókunnugur.

Birtingarmyndir kynferðisofbeldis:

  • Nauðgun
  • Nauðgunartilraun
  • Kynferðisofbeldi gegn börnum
  • Kynferðisleg áreitni
  • Sifjaspell
  • Stafrænt kynferðisofbeldi
  • Klám
  • Vændi
  • Mansal
  • Blygðunarsemisbrot

Á síðari árum hefur orðið mikil vitundavakning í samfélaginu og innan lögreglunnar um skaðsemi og afleiðingar kynferðisofbeldis. Lögreglan hefur unnið að því að auka þjónustu við brotaþola og auka sýnileika og gagnsæi á meðan mál eru í rannsókn.

 

Afleiðingar

Skammtíma afleiðingar
Fyrst eftir brot getur fólk upplifað grátköst og skjálfta. Jafnvel vöðvaspennu, doða, depurð, kviðverki og kvíða. Fólk getur fundið fyrir bjargarleysi og ráðaleysi.

Langtíma afleiðingar
Kynferðisofbeldi getur valdið langvinnum heilsufarslegum vandamálum. Afleiðingarnar eru mjög einstaklingsbundnar en algengar afleiðingar eru:

Líkamlegar afleiðingar
Þekkt eru gigt, stoðkerfis- og meltingavandamál og vöðvaspenna.

Andlegar afleiðingar
Kvíði, skömm, depurð, þunglyndi, léleg sjálfsmynd, sjálfsásakanir, endurupplifanir, streita, reiði, svefnvandamál, martraðir og einbeitingaskortur.

Félagslegar afleiðingar
Erfiðleikar í tengslum við maka og vini, félagsfælni, einangrun og öryggisleysi

 

Miklu máli skiptir að fá góðan stuðning eftir kynferðisofbeldi og getur það skipt höfuðmáli varðandi langtímaafleiðingar.

 

Á neðangreindum síðum má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um kynferðisofbeldi og hvert hægt er að leita eftir aðstoð:

Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisbrota í Reykjavík
Afgreiðsla bráðamóttöku               543 2000
Neyðarmóttaka á dagvinnutíma   543 2094

Bjarkarhlíð – 553 3000 – www.bjarkarhlid.is

Stígamót – 562 6868 – 800 6868 – www.stigamot.is

Drekaslóð – 551 5511 – www.drekaslod.is

Hjálparsími Rauða krossins – 1717 – www.raudikrossinn.is

Kvennaathvarfið – 561 3720/561 1285 – www.kvennaathvarf.is

Kvennaráðgjöfin –  www.kvennaradgjofin.is

Neyðarmóttaka þolenda kynferðisbrota á Akureyri – 463 0800

Bjarmahlíð – Akureyri – 551 2520 – www.bjarmahlid.is

Aflið – Akureyri – 461 5959 – www.aflidak.is