Þetta er hvimleitt svindl. Hér hefur vinur þinn eða kunningi lent í því að missa stjórn á fésbókarreikningnum eða netfangi sínu. Það gerist yfirleitt þannig að viðkomandi hefur opnað fésbókina eða netpóst á vírussýktri tölvu sem afritar aðgagnsupplýsingar og sendir á tölvuþrjóta. Þetta eru erfiðustu vírusarnir í dag og eru kallaðir Trójuhestar eftir þjóðsögunni um Tróju þegar Grikkir laumuðu sér inn í borgina í líkneski af risahesti. Þessi vírus skemmir ekkert en afritar allar aðgerðir og sendir á þrjótanna sem yfirleitt selja slíkar upplýsingar áfram. Þeir sem nota síðan upplýsingarnar senda út hjálparbeiðni eins og vinur/vinkona/kunningi sé í útlöndum og sé búinn að tapa aleigunni og vanti ríflega 1000 evrur eða dollara til að bjarga sér. Það er náttúrlega bull. Í heimi nútíma samskipta þarf ekki að bjarga sér á þennan hátt og ekki taka mark á slíkum skeytum. Það dapurlega er að komist eigandinn aftur yfir aðganginn sinn er oft búið að eyða öllum gögnum og pósti af reikningnum sem þrjótarnir gera til að fela slóð sína.

Svindl - fébeiðni