Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Líkamsárás í Grafarvogi

Um klukkan þrjú sl. nótt var lögreglu tilkynnt um líkamsárás í Grafarvogi þar sem hnífi hafði verið beitt.  Lögregla fór þegar á vettvang og hafði …

Umferðarmerki

Mörg ný merki er að finna í nýrri reglugerð um umferðarmerki sem tók gildi fyrr á árinu, auk þess sem gerðar hafa verið breytingar á …

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um löggæslu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Kjósarhrepp. Hjá embættinu starfa rétt um 300 lögreglumenn og tæplega 90 í öðrum störfum.

Starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er fjölþætt og skiptist í tvö megin svið; Löggæslusvið og Rannsóknar og ákærusvið. Undir þessum sviðum er svo frekari skipting.

Sími Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er 444 1000 og hægt er að hafa samband í gegn um abending@lrh.is

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu lögreglustöðvanna á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði, Dalvegi 18 í Kópavogi og á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík.

Opið er frá kl. 8.15-16 í móttöku/afgreiðslu þjónustudeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hverfisgötu 115 í Reykjavík, nema föstudaga þegar opið er 8:15-12.

Óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðsett á Vínlandsleið 2-4.
Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13 – 15.30, lokað er á föstudögum. Tilkynningar um týnda muni á höfuðborgarsvæðinu má senda á netfangið: oskilamunir@lrh.is eða lostandfound@lrh.is

Ef þú þarft skjóta aðstoð lögreglu hringdu í 112

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, tók í þriðja sinn við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á viðurkenningarathöfn verkefnisins sem fram fór í gær. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), í samstarfi við hagaðila. Viðurkenningarnar eru veittar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem náð hafa markmiðmiðum um sem jafnast hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar en í framkvæmdastjórn embættisins eru kynjahlutföllin jöfn.

Í ár hlutu níutíu og þrjú fyrirtæki, fimmtán sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar viðurkenningu og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er stolt af því að tilheyra þeim hópi. Við tökum heilshugar undir einkunnarorð ráðstefnunnar – Jafnrétti er ákvörðun!
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, tók í þriðja sinn við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á viðurkenningarathöfn verkefnisins sem fram fór í gær. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), í samstarfi við hagaðila. Viðurkenningarnar eru veittar til þeirra fyrirtækja og stofnana sem náð hafa markmiðmiðum um sem jafnast hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar en í framkvæmdastjórn embættisins eru kynjahlutföllin jöfn. 

Í ár hlutu níutíu og þrjú fyrirtæki, fimmtán sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar viðurkenningu og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er stolt af því að tilheyra þeim hópi. Við tökum heilshugar undir einkunnarorð ráðstefnunnar – Jafnrétti er ákvörðun!

6 CommentsComment on Facebook

Ok, það er allt gott og blessað. Fínt að fá fjöður í hatt og flott blað í ramma. En væruð þið kannski til í að gera eitthvað pro-active varðandi þessa ofbeldis og fíkniefnabylgju sem hefur verið á gangi síðustu ár? Miðbærinn er í höndum hópa frá ákveðnum löndum sem er kannski óþarfi að nefna, þið ættuð að þekkja þetta. Ég efast ekki um að þið séuð að gera ykkar besta, en það er ekki nóg að mæta hálftíma eftir að einhver er stunginn, barinn eða eitthvað verra. Nagladekk og umferðarskilti eru ekki stóru málin.

What the hell, a bounty for a criminal

Til hamingju. Bestu kveðjur ágætu lögreglumenn og konur

Vel gert og bestu hamingjuóskir 🙂

Eru hinir ògnvekjandi mòtorhjòlagangsterar lögreglu lýđveldisins fullir af jafnrètti?

View more comments

Stóra spurning dagsins snýr að nagladekkjum og hvort að lögreglan muni sekta fyrir notkun þeirra, úr þessu. Svarið er að lögreglan mun ekki sekta fyrir notkun nagladekkja enda komin vetrarfærð í borgina.
Þess ber þó að geta að þótt það sé hálka í dag er ekki endilega hálka á morgun og því betra að seinka notkun nagladekkja eins og hægt er - eða nota önnur og umhverfisvænni dekk.
Einn misskilningur snýr að því hvort að slík dekk séu lögleg utan tiltekinna dagsetninga eða ekki. Svarið við því er einfalt - reglugerðin sem um þetta fjallar er skýr og segir í raun dagsetningarnar 31.okt til 15 apríl - eru ákveðið viðmið en utan þeirra daga má alltaf nota nagladekk ef aðstæður krefjast þess. Hálkan í morgun og snjór á aðliggjandi heiðum er þannig að eðlilegt er að hefja notkun nagladekkja.
Eru ekki annars allir í stuði? Veturinn að koma og svona....
... Sjá meiraSjá minna

47 CommentsComment on Facebook

Á bara að breyta þessari reglugerð.. leyfa nagladekk frá 1 okt - 1 maí.. það hefur nú bara sýnt sig í gegnum tíðina að veðurfar hefur breyst og kuldatíðin lengst. Þetta er spurning um öryggi. Ryk út frá nagladekkjum er þvæla..

Mikið er gott að heyra frá ykkur svona jákvæðni og uppbyggilega umræðu einmitt um það sem sjónvarpsmaðurinn á Rúv. sem hjólar um hjálmlaus, argast yfir og virðist missa nætursvefn yfir - nagladekkjum! Þið fáið hrós skilið og góðar kveðjur fyrir það að sýna skilning. Mér líður nefnilega betur að vita til þess að konan mín, sem fer oft snemma til vinnu, sé á bílnum og nagladekkin séu undir. Við skulum samt gera okkar besta með að seinka því að setja vetrardekkin undir. En bestu kveðjur og þakkir fyrir mannlega reisn!

er nú bara nýkomið fram að heilsársdekk gera ekki það sem þau eiga að gera. Mælt með því að nota vetrardekk og sumardekk

Þegar nagladekk eru til umræðu, mætir hver á eftir öðrum og lýsir því yfir að hann sé svo góður bílstjóri að hann þurfi ekki nagladekk. Ég hins vegar er ekkert sérstaklega góður bílstjóri, svo ég ætla að setja naglana undir. En þrátt fyrir að vera svona lélegur bílstjóri, hefur mér þó tekist að keyra tjónlaust í yfir 40 ár. Því þakka ég allskonar öryggisatriðum eins og til dæmis nagladekkjum

Lögreglan á ekki að hafa heimild til að sekta þegar hálka og snjór gerir vart við sig.

View more comments

Mörg ný merki er að finna í nýrri reglugerð um umferðarmerki sem tók gildi fyrr á árinu, auk þess sem gerðar hafa verið breytingar á merkjum sem voru fyrir. Um þetta má lesa á heimasíðu Samgöngustofu og í leiðinni skoða öll þessi umferðarmerki, en þau eru af ýmsum toga. ... Sjá meiraSjá minna

Mörg ný merki er að finna í nýrri reglugerð um umferðarmerki sem tók gildi fyrr á árinu, auk þess sem gerðar hafa verið breytingar á merkjum sem voru fyrir. Um þetta má lesa á heimasíðu Samgöngustofu og í leiðinni skoða öll þessi umferðarmerki, en þau eru af ýmsum toga.

2 CommentsComment on Facebook

Hvar eru skilti um lágmarkshraða? Umferðarhraði á td Miklubraut milli Grensásvegar og Ártúnshöfða og svo á Vesturlandsvegi er oftast um 90 km/klst þó hámarkshraði þar sé 80. En þarna sést aldrei til lögreglu svo menn keyra bara eins og hver vill. Það er erfitt að vera löghlýðinn þegar bókstaflega allir fara fram úr manni.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram