Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Fjárkúganir á netinu

Áfram berast tilkynningar til lögreglu um fjárkúganir á netinu – það sem á ensku kallast sextortion. Glæpamenn sigla undir fölsku flaggi og þykjast vera aðrir …

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Umferðarslys á höfuðborgarsvæðinu

Í síðustu viku slösuðust níu vegfarendur í átta umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 12. – 18. maí, en alls …

Veist að börnum í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Fyrsta málið átti sér stað á eða við Víðistaðatún í …

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sér um löggæslu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnes og Kjósarhrepp. Hjá embættinu starfa rétt um 300 lögreglumenn og tæplega 90 í öðrum störfum.

Starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er fjölþætt og skiptist í tvö megin svið; Löggæslusvið og Rannsóknar og ákærusvið. Undir þessum sviðum er svo frekari skipting.

Sími Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er 444 1000 og hægt er að hafa samband í gegn um abending@lrh.is

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu lögreglustöðvanna á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði, Dalvegi 18 í Kópavogi og á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík.

Opið er frá kl. 8.15-16 í móttöku/afgreiðslu þjónustudeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hverfisgötu 115 í Reykjavík, nema föstudaga þegar opið er 8:15-12.

Óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðsett á Vínlandsleið 2-4.
Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13 – 15.30, lokað er á föstudögum. Tilkynningar um týnda muni á höfuðborgarsvæðinu má senda á netfangið: oskilamunir@lrh.is eða lostandfound@lrh.is

Ef þú þarft skjóta aðstoð lögreglu hringdu í 112

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Áfram berast tilkynningar til lögreglu um fjárkúganir á netinu - það sem á ensku kallast sextortion.

Glæpamenn sigla undir fölsku flaggi og þykjast vera aðrir á samfélagsmiðlum, stofna til kynna við fólk og ávinna sér traust. Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni.

Þegar óprúttnir aðilar eru komnir með slíkar myndir þá breytist allt og hótanir um myndbirtingu byrja að berast með tímapressu. „Þú verður að borga 500 dollara með rafmynt á veski innan 12 klukkustunda eða við sendum þetta á vinalistann þinn og birtum á netinu.“ Tilgangurinn getur líka verið að sækjast eftir meira myndefni en oftast eru það peningar.

Skilaboð af þessu tagi geta haft alvarlegar afleiðingar og valdið brotaþola miklu álagi.

Hér eru þrjár mikilvægar reglur, sem brotaþolar eru beðnir um að hafa í huga:

1. ALLS EKKI SENDA GREIÐSLU
Svindlararnir munu þá vita að það er hægt að kúga þig og biðja um meira og meira. Það sleppur enginn með því að borga.

2. HÆTTU ÖLLUM SAMSKIPTUM
Það reynist best að loka alveg á samskipti, ekki svara neinu. Öll samskipti eru hvatning fyrir glæpamennina og staðfesting að þeir hafa enn aðgang að brotaþola. Lokaðu á samskipti, blokkaðu viðkomandi á samfélagsmiðlum og tilkynntu um aðilana.

3. SEGÐU FRÁ ÞESSU OG HAFÐU SAMBAND VIÐ LÖGREGLU
Sendu okkur póst á abending@lrh.is og við munum leiðbeina þér eftir bestu getu.

Ekki loka þig frá öðrum og segðu foreldrum og vinum frá þessu. Þau munu standa með þér og eru skilningsríkari en þú heldur. Þú hefur ekki gert neitt rangt og skömmin er ekki þín heldur þeirra sem beita þessari aðferð í glæpsamlegum tilgangi.

Minnum líka fólk á að vera almennt á verði fyrir skrítnum samskiptum við ókunnuga.
... Sjá meiraSjá minna

Áfram berast tilkynningar til lögreglu um fjárkúganir á netinu - það sem á ensku kallast sextortion.

Glæpamenn sigla undir fölsku flaggi og þykjast vera aðrir á samfélagsmiðlum, stofna til kynna við fólk og ávinna sér traust. Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni.

Þegar óprúttnir aðilar eru komnir með slíkar myndir þá breytist allt og hótanir um myndbirtingu byrja að berast með tímapressu. „Þú verður að borga 500 dollara með rafmynt á veski innan 12 klukkustunda eða við sendum þetta á vinalistann þinn og birtum á netinu.“ Tilgangurinn getur líka verið að sækjast eftir meira myndefni en oftast eru það peningar.

Skilaboð af þessu tagi geta haft alvarlegar afleiðingar og valdið brotaþola miklu álagi.

Hér eru þrjár mikilvægar reglur, sem brotaþolar eru beðnir um að hafa í huga:

1. ALLS EKKI SENDA GREIÐSLU 
Svindlararnir munu þá vita að það er hægt að kúga þig og biðja um meira og meira. Það sleppur enginn með því að borga.

2. HÆTTU ÖLLUM SAMSKIPTUM
Það reynist best að loka alveg á samskipti, ekki svara neinu. Öll samskipti eru hvatning fyrir glæpamennina og staðfesting að þeir hafa enn aðgang að brotaþola. Lokaðu á samskipti, blokkaðu viðkomandi á samfélagsmiðlum og tilkynntu um aðilana.

3. SEGÐU FRÁ ÞESSU OG HAFÐU SAMBAND VIÐ LÖGREGLU
Sendu okkur póst á abending@lrh.is  og við munum leiðbeina þér eftir bestu getu.

Ekki loka þig frá öðrum og segðu foreldrum og vinum frá þessu. Þau munu standa með þér og eru skilningsríkari en þú heldur. Þú hefur ekki gert neitt rangt og skömmin er ekki þín heldur þeirra sem beita þessari aðferð í glæpsamlegum tilgangi. 

Minnum líka fólk á að vera almennt á verði fyrir skrítnum samskiptum við ókunnuga.

Í dag er spáð leiðindaveðri og gul viðvörun er í gildi.
Við biðjum fólk að gæta að lausum munum utandyra en það er orðið ansi hvasst. Eins og sést á þessari mynd hefur einhver tapað trampolíni núþegar sem getur skapað öðrum mikla hættu. Biðjum ykkur að fara yfir stöðuna í garðinum og festa það sem þarf að festa.
Munum samt að sumarið er að koma.....hlýtur bara að vera.
... Sjá meiraSjá minna

Í dag er spáð leiðindaveðri og gul viðvörun er í gildi. 
Við biðjum fólk að gæta að lausum munum utandyra en það er orðið ansi hvasst. Eins og sést á þessari mynd hefur einhver tapað trampolíni núþegar sem getur skapað öðrum mikla hættu. Biðjum ykkur að fara yfir stöðuna í garðinum og festa það sem þarf að festa. 
Munum samt að sumarið er að koma.....hlýtur bara að vera.

20 CommentsComment on Facebook

Dásamleg mynd !!! Rokið og lárétta rigningin er mitt uppáhald.

Mínus verður plús☺️

Skemmtilega leiðinleg mynd.

Er þetta nýjung hjá hjá hopp?

Er ekki hægt að múta þessumm veðurfræðingum,,,,,,,,bjóða norðanmenn alltaf betur???????????

View more comments

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú fjögur tilvik þar sem karlmaður veittist að börnum í Hafnarfirði. Fyrsta málið átti sér stað á eða við Víðistaðatún í byrjun mánaðarins og tæpri viku síðar kom upp ámóta mál við Engidalsskóla. Síðastliðin föstudag var tilkynnt um karlmann nærri Lækjarskóla og hann sagður elta barn og bjóða því nammi. Og í gærmorgun, miðvikudag, veittist maður að stúlku á göngustíg á milli Miðvangs og Víðistaðaskóla. Málin hafa valdið áhyggjum, eðlilega, en lögreglan hefur aukið eftirlit sitt í Hafnarfirði vegna þeirra. Rannsókn lögreglu snýr m.a. að því hvort um sama mann var að ræða í öll skiptin, en hún leggur jafnframt áherslu á að tilkynnt sé um málin eins fljótt og verða má og þá í 112. Slíkar tilkynningar eru ávallt teknar mjög alvarlega og hjálpa lögreglu að bregðast hratt við. Berist þær (tilkynningar) nokkrum klukkutímum eftir atvik, eða daginn eftir, torveldar það leitina að gerandanum. Að endingu er minnt á að betra er að hringja í lögregluna einu sinni of oft heldur en einu sinni of sjaldan. ... Sjá meiraSjá minna

28 CommentsComment on Facebook

Var að sækja minn gorm í Engidalsskóla rétt í þessu. Skrítið að finna fyrir öryggi að sjá lögreglubíl taka rúnt við skólann. Takk fyrir að taka þessu alvarlega ❤️👏🏻

Hvernig stendur á því að það þarf svona mörg atvik að þið farið að gera eithvað. Eitt atvik á að vera nóg að þið farið út og leitið að þessum manni.

I would advise posting this in English as well as Icelandic, and perhaps Polish too. The translation is very inaccurate.

Væri mál að Hafnarfjarðarbær setti upp fleiri eftirlitsmyndavélar í kringum skólann hið snarasta? Jafnvel hjá göngustígum ofl.? Geri mér grein fyrir því að það gæti kostað - en öryggi barnanna eru og ættu alltaf að vera í forgangi.

Bara full on eftirlit og finna þennan mann! Ég á börn í hverfinu og er mjög óróleg eins og allir aðrir foreldrar!

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram