Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Jafnlaunastefna LRH

Jafnlaunastefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf svo sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og öðrum lögum er snúa að launajafnrétti.

Jafnlaunakerfi embættisins er í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85 og nær til alls starfsfólks embættisins.

 

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu skuldbindur sig til að:

Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins.

Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.

Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.

Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.

Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.

Gera innri úttekt og halda rýni yfirstjórnar árlega.

Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.

Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu lögreglunnar.

 

LRH hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks ásamt jafnréttisáætlun og byggir jafnlaunastefna embættisins á henni. Tilgangur jafnlaunakerfisins er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna hjá embættinu. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og annað starfsfólk jafnframt minnt á mikilvægi þess að öll fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu að öðru leiti og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla.

 

Kynjunum skulu greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf sem og hvers konar frekari þóknana. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár í samræmi við gildandi kjara- og stofnanasamninga. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við þau lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem og aðra mismunun og er hluti af launastefnu embættisins.

 

Jafnlaunakerfið skal rýnt árlega og taka stöðugum umbótum. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.

Jafnlaunastefnan er yfirfarin reglulega en heildarendurskoðun fer fram samhliða endurskoðun jafnréttisáætlunar.

Samþykkt af yfirstjórn LRH þann 20.október 2022.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum.

Tilurð málsins er að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, var handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann var á leið sinni til Íslands, en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins.

Lögreglan hvetur alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þarf að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt er flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þarf líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng.
... Sjá meiraSjá minna

18 CommentsComment on Facebook

Takk fyrir að ná þessu ..👍🏼

Velgert hjá laganna vörðum🙂

Frábært

Þakka ykkur fyrir að vera á vaktinni fyrir svona ódámum 👍👍

Frábært að hann hafi náðst 👌👏👏

View more comments

Umsóknarfrestur fyrir verðandi lögreglumenn um nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri er til 26. mars. ... Sjá meiraSjá minna

Umsóknarfrestur fyrir verðandi lögreglumenn um nám í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri er til 26. mars.

9 CommentsComment on Facebook

András Hvizsgyalka go

Er Broddi Ottesen aðal maðurinn hja ykkur

Do your studies

Gef þessu fri þetta árið…😁😁😁

View more comments

Lögreglumönnum er ýmislegt til lista lagt og það á svo sannarlega við um Karen Ósk Þórisdóttur, rannsóknarlögreglumann á höfuðborgarsvæðinu, en á dögunum varð hún Íslandsmeistari í ishokkí með Fjölni eftir sannfærandi sigur á Skautafélagi Akureyrar í úrslitaeinvíginu. Karen Ósk er enginn nýgræðingur þegar íshokkí er annars vegar og hefur æft og keppt í þessari skemmtilegu íþrótt lengi, auk þess sem hún á að baki um 15 leiki fyrir íslenska landsliðið í íshokkí.

Sigurinn var jafnframt sögulegur, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í hópíþrótt (meistaraflokkur) frá upphafi en Grafarvogsfélagið var stofnað árið 1988. Innilega til hamingju, Karen Ósk og Fjölnir!
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglumönnum er ýmislegt til lista lagt og það á svo sannarlega við um Karen Ósk Þórisdóttur, rannsóknarlögreglumann á höfuðborgarsvæðinu, en á dögunum varð hún Íslandsmeistari í ishokkí með Fjölni eftir sannfærandi sigur á Skautafélagi Akureyrar í úrslitaeinvíginu. Karen Ósk er enginn nýgræðingur þegar íshokkí er annars vegar og hefur æft og keppt í þessari skemmtilegu íþrótt lengi, auk þess sem hún á að baki um 15 leiki fyrir íslenska landsliðið í íshokkí.

Sigurinn var  jafnframt sögulegur, en þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Fjölnis í hópíþrótt (meistaraflokkur) frá upphafi en Grafarvogsfélagið var stofnað árið 1988. Innilega til hamingju, Karen Ósk og Fjölnir!Image attachmentImage attachment

23 CommentsComment on Facebook

Frábær árangur hjá frábærum hópi! 🤩❤️

Hún er svo frábær og liðið allt 🏒🥰🏆

Geggjuð😍!

Svo flott 👏👍⭐️🥰

Til hamingju 🥰

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram