Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Netlögreglumenn LRH

Á lögreglustöð 1, Hverfisgötu 113, starfar Hallur Hallson, rannsóknarlögreglumaður. Hallur er með fésbókarsíðu þar sem hann segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla.

Hægt er að fylgjast með Halli á slóðinni: https://www.facebook.com/Logreglustod.1

Á lögreglustöð 4, Vínlandsleið 2-4, starfar Arnþrúður Felixdóttir, varðstjóri. Arnþrúður er með fésbókarsíðu þar sem hún segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla. Arnþrúður mun einnig vera á fésbókarhópum þess hverfis sem hún sinnir, en tilgangurinn er meðal annars að stytta samskiptaleiðir.

Hægt er að fylgjast með Arnþrúði á slóðinni: https://www.facebook.com/add.fel.1

Lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Unnar Þór Bjarnason og Hreinn Júlíus Ingvarsson, stýra verkefni sem snýr að forvörnum í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti í Reykjavík. Þeir eru með Instagram síðu þar sem hægt er að senda þeim skilaboð eða sjá hvað þeir eru að gera í sínum störfum.

Hægt er að fylgjast með þeim Birgi, Unnari og Hreini, hér: https://www.instagram.com/samfelagsloggur/

Í þjónustudeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfar Bríet Olga, við sektarmál. Hún er með fésbókarsíðu sem er haldið úti til að auðvelda fólki að ná sambandi við lögreglu vegna sekta og auðvelda lögreglu að senda fólki skilaboð vegna sektarmála. Olga hefur mikla reynslu í störfum lögreglu og talar mörg tungumál, þar á meðal rússnesku, pólsku og ensku, reiprennandi.

Hægt er að fylgjast með Bríeti Olgu hér: https://www.facebook.com/LRHsektir

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Tuttugu og tveir voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tólf þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, sjö í Kópavogi og einn í Hafnarfirði, Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Þrír voru teknir á föstudagskvöld, átta á laugardag, níu á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Þetta voru nítján karlar á aldrinum 18-46 ára og þrjár konur, 30-58 ára. Þrír þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og fjórir hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Til viðbótar stöðvaði lögreglan för fjögurra réttindalausra ökumanna og var þeim öllum gert að hætta akstri.

Af öðrum verkefnum helgarvaktarinnar má nefna að fjórtán líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglu, þar af fjórar alvarlegar. Þá var farið í þrjú útköll vegna heimilisofbeldis og eitt vegna ráns. Tvær tilkynningar bárust um innbrot og þá komu nokkur fíkniefnamál á borð lögreglu um helgina, en m.a. var ein kannabisræktun stöðvuð í umdæminu og lagt hald á um hundrað kannabisplöntur. Þá voru fjarlægð skáningarmerki af tugum ökutækjum, sem voru ótryggð og/eða óskoðuð. Og að venju voru líka fjölmörg mál þar sem aðstoða þurfti fólk sem var ölvað og/eða í annarlegu ástandi.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Og hversu margir hjólaþjófar voru teknir?

Þið hjá lögreglunni eigið að fá orðuna þið eruð fjolskildu fólk og vinnið hættuleg störf fyrir skamaleg laun rikið ætti að skammast sín og ég meina það

Það er sorglegt hvað áfengið og önnur vímuefni skemma líf fólks, þegar hægt er að fá svo margt annað sem veitir vellíðan og er heilsubætandi. Gangi ykkur sem best í ykkar störfum. 🙏🥰

Var ekki einn eltur sem mældist á 200km hraða ,sem týndist.(Útvarpsfréttir í morgun😏)

Og þetta er væntanlega bara toppurinn á ísjakanum 😪

Nóg að gera hjá lögreglunni

Áfengi er óttalegt böl. Svo þarf að lögleiða þetta kanabis áður en fólk dregst niður vegna löggjafarinnar einnar.

Bestu kveðjur til ykkar ágæta lögreglu fólk. Þið standið vaktina með sóma .

Úff 😕

það er Eitthvað ekki í lagi einhversstaðar :(

Sorglegt 😔

Vá mikið.. Helviti eiturlyf fólk. Verður stoppa eiturlyf burt...

Megið láta fylgja með hversu hátt hluttfall er tekið fyrir endurtekin ölvunarakstursbrot, þarf ekki að herða mjög viðurlög við slíku...???

Eins og hegðun margra her og þessi neysluaroður er eg ekki hissa að folk se að tapa ser þetta er geiðveik þjoð so sorry famenn en allir að fleyji ferð o svo vitum við ekki hvað a að gera varðandi ofbeldi i unglingum ætlum að reina reina hvað byrjar þetta ekki allt aheimilum og hvað efni er verið að byrtja is sjonvarpi þvilikt ogeð t d um aramot og svo er upplysingar um afengisneyslu of fikiniefni farið niðu i bæ i þessu sura þorpi sjaið astandi a krökkunum

😱😱😱

View more comments

Lögregluvaktir geta verið langar og annasamar,

Það skiptir máli í löggunni þarf að gefa sér tíma til að njóta augnabliksins og þess sem maður annars færi á mis við.

Hér eru tvö augnablik sem hreyfðu við mér.

Vona að Stormur og fjölskylda verði sameinuð á ný.
... Sjá meiraSjá minna

Lögregluvaktir geta verið langar og annasamar,

Það skiptir máli í löggunni þarf að gefa sér tíma til að njóta augnabliksins og þess sem maður annars færi á mis við.

Hér eru tvö augnablik sem hreyfðu við mér. 

Vona að Stormur og fjölskylda verði sameinuð á ný.Image attachment

Comment on Facebook

Wishing Stormur a safe return home❤🙏

Það vona ég svo sannarlega líka Laufey Birna Sigurðardóttir er búin að standa sig eins og hetja í því að leita að elsku Storm 🙏❤️

Hæ I cannot speak icelandic but i really need help

Hver ert þú?

Hæ. Er Stormur með bláa ól.?

Yndislegir

View more comments

Tíu ökumenn hafa verið teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnakstur á höfuðborgarsvæðinu frá því síðdegis í gær og telst það heldur mikið svona virka daga. Hinir sömu voru ýmist stöðvaðir við eftirlit lögreglu eða eftir ábendingar frá borgurum.

Ökumennirnir voru teknir víðs vegar í umdæminu, en um var að ræða sjö karla og þrjár konur og er fólkið á aldrinum 17-59 ára. Þrír ökumannanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þið eruð í sífellu að pósta hér á Facebook hversu margir hafa verið teknir fyrir akstur undir áhrifum? Orðið frekar einsleit umfjöllun? Viljið þið ekkert breyta til af og til og segja frá einhverjum öðrum brotaflokkum? 🤔

The world is saved.

Ekki gott :/

Það væri frábært ef hægt væri að gera betri greinarmun á lyfjaakstri og fíkniefnaakstri. Veit að skilin eru hreinlega oft ekki skýr en ákveðinn eðlismunur getur verið á brotaflokkunum

Mjög slæmt. Gangi ykkur vel ágæta lögreglu fólk í ykkar störfum

Nazima Kristín Tamimi

Damn

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram