Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Netlögreglumenn LRH

Á lögreglustöð 1, Hverfisgötu 113, starfar Hallur Hallson, rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild. Hallur er með fésbókarsíðu þar sem hann segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla.

Hægt er að fylgjast með Halli á slóðinni: https://www.facebook.com/Logreglustod.1

Á lögreglustöð 4, Vínlandsleið 2-4, starfar Arnþrúður Felixdóttir, varðstjóri. Arnþrúður er með fésbókarsíðu þar sem hún segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla. Arnþrúður mun einnig vera á fésbókarhópum þess hverfis sem hún sinnir, en tilgangurinn er meðal annars að stytta samskiptaleiðir.

Hægt er að fylgjast með Arnþrúði á slóðinni: https://www.facebook.com/add.fel.1

Lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Unnar Þór Bjarnason og Hreinn Júlíus Ingvarsson, stýra verkefni sem snýr að forvörnum í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti í Reykjavík. Þeir eru með Instagram síðu þar sem hægt er að senda þeim skilaboð eða sjá hvað þeir eru að gera í sínum störfum.

Hægt er að fylgjast með þeim Birgi, Unnari og Hreini, hér: https://www.instagram.com/samfelagsloggur/

 

Á lögreglustöð 1, hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar Gísli Kr. Skúlason, við birtingar og boðanir. Hann er með fésbókarsíðu sem er haldið úti til að auðvelda fólki að ná sambandi við lögreglu vegna birtinga og boðana.

Hægt er að fylgjast með Gísla Kr. hér: https://www.facebook.com/61556003014022

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Um að gera að drífa sig út í góða veðrið og í leiðinni að taka aðeins til hendinni og tína upp ruslið í umhverfi okkar.STÓRI PLOKKDAGURINN ER Í DAG
STEFNIR Í METÞÁTTTÖKU UM ALLT LAND

Stóri Plokkdagurinn í dag, sunnudaginn 28. apríl, en hann er nú haldinn í sjöunda sinn. Það er Rótarý hreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi Landsvirkjunar og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Langflest sveitarfélög landsins taka þátt í verkefninu, þá nýtir fjöldi fyrirtækja daginn og dagana í kring til að taka til hendinni og sama á við um hverfa- og félagasamtök ýmiskonar. Í ár stefnir í algjöra metþátttöku enda veðurguðirnir sérstaklega hliðhollir plokkinu.

FORSETI OG RÁÐHERRA OPNA DAGINN KL. 10:00
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Guðlaugur Þór Þórðar­son, Umhverfis-, auðlinda- og orkumálaráðherra, munu setja Stóra Plokkdaginn formlega klukkan 10:00 við Grafarvog. Rótarý klúbburinn í Grafarvogi hefur skipulagt plokkviðburð þar á milli 10:00 og 12:00 og hvetja öll til þátttöku. Safnast verður saman fyrir neðan húsbygginguna í Stórhöfða 17 ( Nings ).

STEFNIR Í METÞÁTTTÖKU UM ALLT LAND
Rótarý klúbbar um allt land hafa skipulagt plokkviðburði í samvinnu við sín sveitarfélög en þá er það alls ekki upptalið. Sveitarfélög, íþróttafélög, önnur góðgerðarfélög, safnaðarnefndir, hverfafélög og hvunndagshetjur um allt land eru að leggja á sig vinnu fyrir sitt nærsamfélag með því að skipuleggja plokkviðburði. Öllum er frjálst að nota merki Stóra Plokkdagsins og þau sem vilja skipuleggja viðburð eða plokka í fyrsta sinn geta fengið greinagóðar upplýsingar og leiðbeiningar á síðunni plokk.is

SORPA FAGNAR PLOKKURUM
Endurvinnslustöðvar SORPU taka á móti plokkuðu rusli endurgjaldslaust dagana í kringum Stóra Plokkdaginn. Munum eftir glærum plastpokum og reynum að flokka sem mest.

REYKJAVÍKURBORG ER MEÐ PLOKK VAKT
Reykjavíkurborg hvetur íbúa til að fara með afrakstur plokksins í vel lokuðum, glærum pokum á endurvinnslustöðvar Sorpu. Einnig minnum við á ábendingavef Reykjavíkurborgar abendingar.reykjavik.is.

SKIPULAGÐIR VIÐURÐIR:
Stóra Plokkdaginn 28. apríl
Uppfært klukkan 7:20 sunnudaginn 28. apríl

• Mosfellsbær: Rótarý plokkar kl. 13 hist við Rótarýlundinum við Skarhólabraut
• Reykjavík, Rótarýklúbbur Reykjavíkur plokkar Öskjuhlíð kl 11. hittast við Nauthól.
• Reykjavík, Grafarvogur: Rótarý plokkar Grafarvoginn sjálfan kl. 10-12.
Setning Plokk dagsins, hist fyrir neðan NINGS Stórhöfða.
• Reykjavík, Breiðholt: Rótarýklúbburinn Reykjavík-Breiðholt kl. 11 við Gerðuberg. Pylsupartý á eftir.
• Reykjavík, Árbær-Norðlingaholt: Rótarý plokkar 13.30-16 hittast við Ársel. Pulsugrill og gos á eftir.
• Kópavogur: HK-ingar plokka milli 11 og 13 við Kórinn og nærumhverfi. Veitingar á eftir.
• Garðabær: Rótarý Hof og Garðar plokka kl. 12-14 við Vífilstaði. Pulsugrill á eftir.
• Garðabær: Sjálandsskóli plokkar við skólann kl. 14. Ís á eftir.
• Álftanes: Rauði Krossinn og Forsetinn plokka Álftanesið
• Hafnarfjörður: Rótarý plokkar kl. 10-12 við Sólvang,Lækjarskóla og Lækinn. Kaffi og kleinur á eftir.
• Hafnarfjörður: Rótarý Straumur plokkar milli kl. 10 og 12 í miðbænum.

Norðurland
• Akureyri: Rótarý plokkar milli kl. 10-12 hittast við Leirunesti

Norð-Austurland
• Kelduhverfi: Rótarskot í Norðaustri plokkar kl. 13-15 fjöruna við Fjallahöfn. Vöfflukaffi á eftir.

Austurland
• Stöðvarfjörður: Plokkað kl. 11 hittast við Grunnskóla Stöðvarfjarðar. Grill á eftir.

Suðurland
• Selfoss: Rótarý plokkar kl.13-15 vestast á Suðurhólum. Hist við Háheiði 2.
• Hveragerði: Plokkað kl. 10 og hist við Lystigarðinn
• Eyrarbakki: Plokkað kl. 10 og hist við Olís sjoppuna

Vestfirðir
• Tálknafjörður: Tálknafjarðarskóli plokkar kl. 13 á Lækjartorgi. Kökur og drykkir á eftir

PLOKKAÐ Í MAÍ
• Egilsstaðir: Rótarý plokkar 11. maí, milli kl. 10-12. Pylsur og safar í Tjarnargarðinum á eftir.
• Neskaupstaður: Rótarý plokkar 16. maí milli kl. 17-19 nóg af plokkurum og pokum á staðnum.

DEILUM GLEÐINNI
Á síðunni Plokk á Íslandi á Facebook deila plokkarar landsins daglega árangri sínum í baráttunni og geta fjölmiðlar og landsmenn allir fylgst með gangi mála þar inni.
... Sjá meiraSjá minna

Um að gera að drífa sig út í góða veðrið og í leiðinni að taka aðeins til hendinni og tína upp ruslið í umhverfi okkar.

Gleðilegt sumar þið öll og mikið sem það byrjar vel! Nú er svo komið að tími nagladekkja er liðinn og þeir sem enn eru með slíkan útbúnað þurfa að fara að skipta yfir á dekk sem hæfa betur auðum götum. Alltaf eru einhverjir sem hyggja á langferðir, t.d. norður í land eða Vestfirði – en þar ríkir enn vetrarfærð og þar sem landið er jú ein heild, er ekki hægt að fara að sekta fyrr en sumarfærð er komin hjá okkur öllum.
Við viljum því byrja á að ýta við þeim sem enn eru á negldum börðum að skipta sem allra fyrst en í upphafi maí verður endurskoðað og væntanlega byrjað að sekta úr því.
... Sjá meiraSjá minna

53 CommentsComment on Facebook

Samt var byrjað að sekta á miðvikudaginn og í gær hér á höfuðborgarsvæðinu.

Fleiri tugþúsundir á nagladekkjum og verkstæði anna þessu varl einn tveir og þrír Samt eru þið byrjaðir að sekta Munu þeir sem hafa fengist sekt fá þær felldar niður? Vonandi sjáið þið að ykkur með þá aðila því færðin er alls ekki góð á hinum ýmsu stöðum

Já takk fyrir áminningu en kemst ekki að á dekkjaverkstæði fyrr en í næstu viku, vonandi sleppur það 🙏😀

Gott mál Við búum á Íslandi þar sem sömu lög eru og bílar eru farartæki sem fara milli landshluta Það eru ekki sérlög á höfuðborgarsvæðinu Nú hafa orðið 10 banaslys á árinu flest á landsbyggðinni ekki viljum við fjölga þeim vegna vanbúina ökutæka til vetraraksturs.

Er með pantaðan tíma í dekkjaskipti 8. maí. En þarf að nota bílinn þangað til eg kemst að. Er að keyra milli landshluta sem er vinnutengt. Kannski þarf að uppfæra þessi lög eitthvað þannig að þau samræmist árstíðir, veður og biðraðir sem geta myndast á dekkjaverkstæðum á þessum tímum.

View more comments

Mikilvægasti bankinn! ... Sjá meiraSjá minna

Mikilvægasti bankinn!
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram