Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Netlögreglumenn LRH

Á lögreglustöð 1, Hverfisgötu 113, starfar Hallur Hallson, rannsóknarlögreglumaður. Hallur er með fésbókarsíðu þar sem hann segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla.

Hægt er að fylgjast með Halli á slóðinni: https://www.facebook.com/Logreglustod.1

Á lögreglustöð 4, Vínlandsleið 2-4, starfar Arnþrúður Felixdóttir, varðstjóri. Arnþrúður er með fésbókarsíðu þar sem hún segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla. Arnþrúður mun einnig vera á fésbókarhópum þess hverfis sem hún sinnir, en tilgangurinn er meðal annars að stytta samskiptaleiðir.

Hægt er að fylgjast með Arnþrúði á slóðinni: https://www.facebook.com/add.fel.1

Lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Unnar Þór Bjarnason og Hreinn Júlíus Ingvarsson, stýra verkefni sem snýr að forvörnum í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti í Reykjavík. Þeir eru með Instagram síðu þar sem hægt er að senda þeim skilaboð eða sjá hvað þeir eru að gera í sínum störfum.

Hægt er að fylgjast með þeim Birgi, Unnari og Hreini, hér: https://www.instagram.com/samfelagsloggur/

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
FALSAÐIR SEÐLAR

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkur ný mál á stuttum tíma þar sem verið er að nota falsaða 5000 kr. seðla. Fölsunin er ekki vönduð en gæti þó náð að blekkja grandlausa. Prentunin er þokkaleg og búið að krumpa seðlana til til að gera þá eðlilegri í viðkomu.

Í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 segir m.a. um peningafals og önnur brot, er varða gjaldmiðil:

„Hver, sem falsar peninga í því skyni að koma þeim í umferð sem ósviknum gjaldeyri, svo og hver sá, sem í sama skyni aflar sér eða öðrum falsaðra peninga, skal sæta fangelsi allt að 12 árum." (150. gr.) Almenn hegningarlög 19/1940

Seðlana má auðveldlega þekkja af því á þá vantar nánast alla öryggisþætti.

Þeir sem eru að dreifa seðlunum reyna að gera það mest í verslunum, eins og bensínstöðvum, sjoppum, kaffihúsum eða hvers kyns verslunum. En það hafa líka komið upp önnur dæmi eins og einstaklingar sem eru að selja notaðar vörur eins og síma á netinu.

Svona mál koma upp af og til en núna er áberandi meira umfang og skipulag. Biðlum við því til fólks að kynna sér hvernig þekkja má alvöru seðla frá fölsuðum og viljum líka benda á að það má kaupa penna í ritfangavöruverslunum sem skrifa má með á peninga og ef það kemur litur þá er seðillinn falsaður. Þessa penna má líka nota á erlenda seðla.

Þó að það séu 5.000 kr. seðlar sem við erum að sjá mest af þá biðjum við fólk einnig um að vera á varðbergi með aðrar seðlastærðir sem og erlenda seðla. Það hafa komið upp mál þar sem erlendir seðlar eru falsaðir.

„Það varðar sektum að búa til, flytja inn eða dreifa út meðal manna hlutum, sem að gerð og frágangi líkjast mjög peningum eða verðbréfum, sem ætluð eru til þess að ganga manna á milli.“ (153. gr.) Almenn hegningarlög 19/1940
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

😢

Heimasíða Seðlabankans er með góða lýsingu á öryggisþáttum seðla og myntar: www.sedlabanki.is/fjarmalastodugleiki/yfirsyn-fjarmalainnvida/sedlar-og-mynt/sedlar-i-gildi/

In crimes, logreglan thrives.

Þetta er betri fölsun en haffirðingarnir sem fölsuðu 500 kr seðill með því að stroka eitt núll af 5000 kr seðli.

Guðlaugur Heimir Pálsson

Gabriel Stelian Suditu

Það starfar mikið af erlendu vinnuafli á Íslandi við þjónustustörf sem tala/lesa ekki íslensku, þannig væri einnig afar gott ef þessi viðvörun kæmi fram á ensku

Hvernig Lýta þessir pennar út :) :)

Flottur og skýr póstur hjá ykkur.

Deili til að reyna að hjálpa að koma þessu úr umferð.

Góða veiði kæru lögregluþjónar.

Lea 😬

Mandy Kidd.

hætta bara að nota peninga og nota fyrirframgreiddu kreditkortin, engin færslugjöld, engin hætta á fölsuðum peningum

þetta hefur ekki verið mjög algengt hérlendis en er vinsælt erlendis.

Fyrir forvitni sakir, eru sömu raðnúmer á þessum fölsuðu seðlum sem fundist hafa, eða eru þau hlaupandi (mismunandi) ?

Mjög auðvelt að spotta þetta. Seðillinn er allt öðruvísi að halda á. Svo vatsmerkið, bara lyfta honum í ljósið þá sést hvort það er eða ekki

Nú fór ég að skoða peninga hjá mér og ég hef fengið svona seðil til baka úr búð eftir að hafa borgað með 10þúsund krónunseðlu. Hvað geri ég þá?

Öryggispenninn sem minnst er á í greininni, hvar er hægt að versla svoleiðis?

View more comments

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að slysi sem varð á göngustíg á móts við Hagasel 14-22 í Breiðholti laugardagsmorguninn 16. janúar síðastliðin, en tilkynning um slysið barst kl. 8.13 Þar féll karlmaður á sjötugsaldri af reiðhjóli og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans, en maðurinn lést á spítalanum tveimur dögum síðar eins og áður hefur komið fram.

Þeir sem kunna að geta veitt upplýsingar um slysið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu, en upplýsingum má koma á framfæri í síma 444 1000, með einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið adalsteinna@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram