Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Netlögreglumenn LRH

Á lögreglustöð 1, Hverfisgötu 113, starfar Hallur Hallson, rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild. Hallur er með fésbókarsíðu þar sem hann segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla.

Hægt er að fylgjast með Halli á slóðinni: https://www.facebook.com/Logreglustod.1

Á lögreglustöð 4, Vínlandsleið 2-4, starfar Arnþrúður Felixdóttir, varðstjóri. Arnþrúður er með fésbókarsíðu þar sem hún segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla. Arnþrúður mun einnig vera á fésbókarhópum þess hverfis sem hún sinnir, en tilgangurinn er meðal annars að stytta samskiptaleiðir.

Hægt er að fylgjast með Arnþrúði á slóðinni: https://www.facebook.com/add.fel.1

Lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Unnar Þór Bjarnason og Hreinn Júlíus Ingvarsson, stýra verkefni sem snýr að forvörnum í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti í Reykjavík. Þeir eru með Instagram síðu þar sem hægt er að senda þeim skilaboð eða sjá hvað þeir eru að gera í sínum störfum.

Hægt er að fylgjast með þeim Birgi, Unnari og Hreini, hér: https://www.instagram.com/samfelagsloggur/

 

Á lögreglustöð 1, hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu starfar Gísli Kr. Skúlason, við birtingar og boðanir. Hann er með fésbókarsíðu sem er haldið úti til að auðvelda fólki að ná sambandi við lögreglu vegna birtinga og boðana.

Hægt er að fylgjast með Gísla Kr. hér: https://www.facebook.com/61556003014022

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Hér eru nokkur góð ráð sem ávallt er vert að hafa í huga þegar farið er í fríið. ... Sjá meiraSjá minna

Hér eru nokkur góð ráð sem ávallt er vert að hafa í huga þegar farið er í fríið.

Í kvöld er stefnt á að malbika báðar akreinar á Bústaðavegi, frá Litluhlíð að Kapellutorgi. Kaflinn er um 440m að lengd og verður Bústaðavegi lokað að hluta meðan á framkvæmdum stendur. Áætlaður framkvæmdatími er frá kl. 19 til 6 í nótt.
Ökumenn eru beðnir um að aka varlega, sýna tillitssemi og virða merkingar. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Get home safe, and drive carefully people

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram