Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Netlögreglumenn LRH

Á lögreglustöð 1, Hverfisgötu 113, starfar Hallur Hallson, rannsóknarlögreglumaður. Hallur er með fésbókarsíðu þar sem hann segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla.

Hægt er að fylgjast með Halli á slóðinni: https://www.facebook.com/Logreglustod.1

Á lögreglustöð 4, Vínlandsleið 2-4, starfar Arnþrúður Felixdóttir, varðstjóri. Arnþrúður er með fésbókarsíðu þar sem hún segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla. Arnþrúður mun einnig vera á fésbókarhópum þess hverfis sem hún sinnir, en tilgangurinn er meðal annars að stytta samskiptaleiðir.

Hægt er að fylgjast með Arnþrúði á slóðinni: https://www.facebook.com/add.fel.1

Lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Unnar Þór Bjarnason og Hreinn Júlíus Ingvarsson, stýra verkefni sem snýr að forvörnum í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti í Reykjavík. Þeir eru með Instagram síðu þar sem hægt er að senda þeim skilaboð eða sjá hvað þeir eru að gera í sínum störfum.

Hægt er að fylgjast með þeim Birgi, Unnari og Hreini, hér: https://www.instagram.com/samfelagsloggur/

Í þjónustudeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfar Bríet Olga, við sektarmál. Hún er með fésbókarsíðu sem er haldið úti til að auðvelda fólki að ná sambandi við lögreglu vegna sekta og auðvelda lögreglu að senda fólki skilaboð vegna sektarmála. Olga hefur mikla reynslu í störfum lögreglu og talar mörg tungumál, þar á meðal rússnesku, pólsku og ensku, reiprennandi.

Hægt er að fylgjast með Bríeti Olgu hér: https://www.facebook.com/LRHsektir

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
6 tímum síðan

Þessa dagana er skammdegið hvað mest. Sólin kemur seint upp og staldrar ekki lengi við. Þá er hún lágt á lofti og skapar blindu fyrir vegfarendur. Hugum að því þegar við erum á ferðinni! ... Sjá meiraSjá minna

Þessa dagana er skammdegið hvað mest. Sólin kemur seint upp og staldrar ekki lengi við. Þá er hún lágt á lofti og skapar blindu fyrir vegfarendur. Hugum að því þegar við erum á ferðinni!

Comment on Facebook

🤗🤗

Góð áminning, en geggjuð mynd!

Það er frost og hálka þennan mánudagsmorgun - förum varlega í umferðinni öllsömul. ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Takk fyrir viðvörunina

Það er hálka á höfuðborgarsvæðinu og því minnum við alla vegfarendur á fara sérstaklega varlega í umferðinni. ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Förum varlega í umferðinni. En ef allt fer á versta veg þá er alltaf hægt að treysta á AutoCenter til að koma bílnum í lag aftur 🦾

Þess vegna er gott að vera á nagladekk

Væri fínt að vera á nagladeggjum núna

Takk fyrir að vera svona duglegir að upplýsa okkur

Gott að ég er á nagladekkjum 😁

Þakka ykkur kærlega fyrir að láta vita en núna vantar bara að salta og það er sko ekki verið að því. Allavega ekki hérna í Kópavoginum.

Búin að salta Grafarholtið,Árbæinn og Norðlingaholt.

Senda þetta gatnamálastjóralið út að salta! Eða eru bara allir í kaffi?!

Var ad keyra áðan í grafarvogi rosaleg hálka og sá 2 bíla sem lentu í árekstri farið varlega.

Fallegu Góðu Sálir sem þið eruð alltaf til taks 24/ 7 ekkert kemst í hálfkvist við ykkur

Búið að salta í Breiðholti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Og því væri gott að tjöruhreinsa dekkinn.

Götur Akraness hrímaðar, gæti leynst hálka.

Fljúgandi hálka

Hálka er slysagildra

Er Dagur borgar(stjóri) úti að aka núna á heilsársdekkjunum ?

hringja svo í pirata þegar þið klessið bílinn á heilsársdekkjunum því þeir vita allt um umferðaröryggi sko !!!

Svakaleg hálka .

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram