Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Netlögreglumenn LRH

Á lögreglustöð 1, Hverfisgötu 113, starfar Hallur Hallson, rannsóknarlögreglumaður í kynferðisbrotadeild. Hallur er með fésbókarsíðu þar sem hann segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla.

Hægt er að fylgjast með Halli á slóðinni: https://www.facebook.com/Logreglustod.1

Á lögreglustöð 4, Vínlandsleið 2-4, starfar Arnþrúður Felixdóttir, varðstjóri. Arnþrúður er með fésbókarsíðu þar sem hún segir frá starfi sínu og nýtir síðuna til að hafa samband við þá sem vilja vera í samskiptum við lögreglu gegnum samfélagsmiðla. Arnþrúður mun einnig vera á fésbókarhópum þess hverfis sem hún sinnir, en tilgangurinn er meðal annars að stytta samskiptaleiðir.

Hægt er að fylgjast með Arnþrúði á slóðinni: https://www.facebook.com/add.fel.1

Lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson, Unnar Þór Bjarnason og Hreinn Júlíus Ingvarsson, stýra verkefni sem snýr að forvörnum í Hafnarfirði, Kópavogi og Breiðholti í Reykjavík. Þeir eru með Instagram síðu þar sem hægt er að senda þeim skilaboð eða sjá hvað þeir eru að gera í sínum störfum.

Hægt er að fylgjast með þeim Birgi, Unnari og Hreini, hér: https://www.instagram.com/samfelagsloggur/

Í þjónustudeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu starfar Bríet Olga, við sektarmál. Hún er með fésbókarsíðu sem er haldið úti til að auðvelda fólki að ná sambandi við lögreglu vegna sekta og auðvelda lögreglu að senda fólki skilaboð vegna sektarmála. Olga hefur mikla reynslu í störfum lögreglu og talar mörg tungumál, þar á meðal rússnesku, pólsku og ensku, reiprennandi.

Hægt er að fylgjast með Bríeti Olgu hér: https://www.facebook.com/LRHsektir

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Smámynt í óskilum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af smámynt á dögunum, en talið er að um þýfi sé að ræða. Þetta er smámynt í ýmsum gjaldmiðlum, íslenskum sem erlendum.

Myntin er afhent gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi. Fyrirspurnir og ábendingar skal vinsamlegast senda á netfangið gudmundur.petur@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Ja, það var nú stolið söfnunarbauk af Dýrahjálp úr Kolaportinu fyrir nokkru síðan..

Framkvæmdir í Kópavogsgjá.

Verktaki mun næstu vikur klára útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi fyrir Vegagerðina. Þetta er áframhald á vinnu sem hófst í byrjun þessa árs. Líklegt er að þessi frágangsvinna taki nokkrar vikur. Vinnan verður að jafnaði unnin á milli kl. 20:00 og 06:30.

Á morgun, þriðjudaginn 6. júní. og miðvikudaginn 7. júní verður akreininni í átt að Reykjavík lokað milli kl. 20:00 og 06:30 báða dagana. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á efri myndinni hér fyrir neðan.

Fimmtudaginn 8. júní verður akreininni í átt að Hafnarfirði lokað milli 20:00 og 06:30. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á neðri myndinni hér fyrir neðan.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát. Einnig að fara gætileg um hjáleiðir.

Áframhaldandi framkvæmdir verða svo á svæðinu í næstu viku.
... Sjá meiraSjá minna

Framkvæmdir í Kópavogsgjá.

Verktaki mun næstu vikur klára útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi fyrir Vegagerðina. Þetta er áframhald á vinnu sem hófst í byrjun þessa árs. Líklegt er að þessi frágangsvinna taki nokkrar vikur. Vinnan verður að jafnaði unnin á milli kl. 20:00 og 06:30.
 
Á morgun, þriðjudaginn 6. júní.  og miðvikudaginn 7. júní verður akreininni í átt að Reykjavík lokað milli kl. 20:00 og 06:30 báða dagana. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á efri myndinni hér fyrir neðan.
 
Fimmtudaginn 8. júní verður akreininni í átt að Hafnarfirði lokað milli 20:00 og 06:30. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á neðri myndinni hér fyrir neðan.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát. Einnig að fara gætileg um hjáleiðir.
 
Áframhaldandi framkvæmdir verða svo á svæðinu í næstu viku.Image attachment

Í kvöld, 5.júní verður farið í að malbika Hringbraut frá Meistaravöllum að Hringbraut 63. Á meðan framkvæmdum stendur verður Hringbraut lokað til suðausturs frá Grandatorgi. Áætlað er að framkvæmdirnar muni standa yfir frá kl. 18:30 til 23:00.

Á morgun, 6.júní verður svo unnið í malbikun frá Hringbraut 52 til Hringbrautar 78. Á meðan þeim framkvæmdum stendur yfir verður Hringbraut lokað frá gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu. Einnig verður lokað á umferð niður Hofsvallagötu frá gatnamótum við Ásvallagötu. Áætlað er að framkvæmdirnar muni standa yfir frá kl. 18:30 til 23:00.

Malbiksframkvæmdir eru með fyrirvara um veðurskilyrði.
... Sjá meiraSjá minna

Í kvöld, 5.júní verður farið í að malbika Hringbraut frá Meistaravöllum að Hringbraut 63. Á meðan framkvæmdum stendur verður Hringbraut lokað til suðausturs frá Grandatorgi. Áætlað er að framkvæmdirnar muni standa yfir frá kl. 18:30 til 23:00.

Á morgun, 6.júní verður svo unnið í malbikun frá Hringbraut 52 til Hringbrautar 78. Á meðan þeim framkvæmdum stendur yfir verður Hringbraut lokað frá gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu. Einnig verður lokað á umferð niður Hofsvallagötu frá gatnamótum við Ásvallagötu. Áætlað er að framkvæmdirnar muni standa yfir frá kl. 18:30 til 23:00.

Malbiksframkvæmdir eru með fyrirvara um veðurskilyrði.Image attachment

Comment on Facebook

Hvað er þetta?

Hef heyrt þennan áður

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram