Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Stefna LRH 2024-2028

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur markað sér stefnu til næstu fimm ára og gildir hún frá 2024-2028. Samhliða breyttum heimi tekst embættið á við ýmsar áskoranir, en þeim fylgja líka tækifæri til að takast á við málin með sem bestum hætti. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi lögreglu undanfarin ár og viðbúið að svo verði áfram. Hér hefur orðið þróun sem er sambærileg því sem gerist erlendis og taka verður mið af því.

Traust, fagmennska og öryggi eru áfram þau gildi sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill standa fyrir, en gert er ráð fyrir endurskoðun og uppfærslu stefnunnar eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Vonast er eftir góðum árangri í mörgum þeirra málaflokka sem eru tilteknir í stefnunni og m.a. af þeirri ástæðu er regluleg endurskoðun hennar nauðsynleg.

Öllum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var boðið að taka þátt í mótun stefnunnar og voru undirtektir með miklum ágætum. Vilji þeirra til að gera vel endurspeglast í stefnu embættisins fyrir árin 2024-2028.

 

 

Stefna LRH 2024-2028

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Tveir vegfarendur slösuðust í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku og þykir það vera í minna lagi, ef þannig má komast að orði. Vikulegar samantektir um umferðarslys í umdæminu er annars að finna á lögregluvefnum, en í síðustu viku var enn fremur tilkynnt um 27 umferðaróhöpp og þykir það líka vera í minna lagi þegar samanburður er annars vegar.

Höldum áfram að fara varlega í umferðinni og komum heil heim.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri fólksbifreiðar og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun, föstudaginn 24. janúar. Tilkynning um áreksturinn barst kl. 10.38, en fólksbifreiðinni var ekið austur Bergþórugötu og inn á gatnamótin, en strætisvagninum var ekið suður Snorrabraut þegar árekstur varð með þeim. Þarna eru umferðarljós, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu ljósanna þegar áreksturinn varð. Við hann hafnaði fólksbifreiðin utan vegar og valt, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þau sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 1707@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstri fólksbifreiðar og strætisvagns sem varð á gatnamótum Snorrabrautar og Bergþórugötu í Reykjavík í morgun, föstudaginn 24. janúar. Tilkynning um áreksturinn barst kl. 10.38, en fólksbifreiðinni var ekið austur Bergþórugötu og inn á gatnamótin, en strætisvagninum var ekið suður Snorrabraut þegar árekstur varð með þeim. Þarna eru umferðarljós, en ökumönnunum ber ekki saman um stöðu ljósanna þegar áreksturinn varð. Við hann hafnaði fólksbifreiðin utan vegar og valt, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Þau sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið 1707@lrh.is

4 CommentsComment on Facebook

Það er myndavél í framrúðunni á vagninum. Er búið að athuga hvort hún hafi virkað?

Strætó fer nú ekki beint fram hjá manni. 🤔

🤦‍♂️🤦‍♂️🤦‍♂️🤦‍♂️

Meirihluti strætisvagna-bílstjóra Reykjavíkur aka alltof hratt og virðast halda að umferðarlögin gildi ekki um þá.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram