Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Stefna LRH 2024-2028

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur markað sér stefnu til næstu fimm ára og gildir hún frá 2024-2028. Samhliða breyttum heimi tekst embættið á við ýmsar áskoranir, en þeim fylgja líka tækifæri til að takast á við málin með sem bestum hætti. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi lögreglu undanfarin ár og viðbúið að svo verði áfram. Hér hefur orðið þróun sem er sambærileg því sem gerist erlendis og taka verður mið af því.

Traust, fagmennska og öryggi eru áfram þau gildi sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill standa fyrir, en gert er ráð fyrir endurskoðun og uppfærslu stefnunnar eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Vonast er eftir góðum árangri í mörgum þeirra málaflokka sem eru tilteknir í stefnunni og m.a. af þeirri ástæðu er regluleg endurskoðun hennar nauðsynleg.

Öllum starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var boðið að taka þátt í mótun stefnunnar og voru undirtektir með miklum ágætum. Vilji þeirra til að gera vel endurspeglast í stefnu embættisins fyrir árin 2024-2028.

 

 

Stefna LRH 2024-2028

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Í kvöld er stefnt á að malbika báðar akreinar á Bústaðavegi, frá Litluhlíð að Kapellutorgi. Kaflinn er um 440m að lengd og verður Bústaðavegi lokað að hluta meðan á framkvæmdum stendur. Áætlaður framkvæmdatími er frá kl. 19 til 6 í nótt.
Ökumenn eru beðnir um að aka varlega, sýna tillitssemi og virða merkingar. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Get home safe, and drive carefully people

Stúlkan sem leitað var að, er fundin. Lögregla þakkar veitta aðstoð. ... Sjá meiraSjá minna

5 CommentsComment on Facebook

Frabært! 🥰🥰🥰

🌹💝

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram