
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni.
Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda.
Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Viltu vera á skrá – Umsókn um starf í löggæslu 2023
Viltu vera á skrá – Umsókn um almenn skrifstofustörf 2023
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Börn og unglingar lenda stundum í áreitni á netinu. Til dæmis að persónulegum eða kynferðislegum myndum sé deilt án leyfis eða að lenda í neteinelti.
Dæmi um áreitni
• Að stríða eða leggja einhvern í einelti á netinu af því að hann sé öðruvísi.
• Að skrifa særandi athugasemdir, til dæmis um útlit annarra.
• Að deila eða hóta að deila nektarmyndum af öðrum án leyfis.
• Fá send kynferðislegar myndir eða skilaboð sem þú baðst ekki um.
• Þegar fullorðin manneskja talar við þig á netinu um kynferðislega hluti.
Neteinelti og deilingar á myndum í leyfisleysi er ekki í lagi. Það kallast stafrænt ofbeldi þegar ofbeldi er beitt gegnum síma, tölvu eða samfélagsmiðla. Ef þú lendir í hegðun á netinu sem er ekki í lagi, talaðu þá við einhvern fullorðinn sem þú treystir og fáðu hjálp.
... Sjá meiraSjá minna
Alls bárust 816 tilkynningar um hegningarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu í ágúst. Um helmingur brotanna voru með skráðan vettvang á svæði lögreglustöðvar 1, sem nær yfir Miðborg, Vesturbæ, Seltjarnarnes, Háaleiti, Hlíðar og Laugardal. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir ágúst 2023.
Tilkynningum um þjófnaði fækkaði töluvert á milli mánaða sem og tilkynningum um innbrot. Flestar tilkynningar um innbrot í ágúst voru innbrot á heimili.
Alls bárust 125 tilkynningar um ofbeldisbrot í ágúst. Tilkynningar um heimilisofbeldi fækkaði lítillega á milli mánaða og fóru úr 59 tilkynningum í júlí í 57 tilkynningar í ágúst. Það sem af er ári hafa borist um tíu prósent færri tilkynningar um heimilisofbeldi samanborið við meðalfjölda sama tímabils síðustu þrjú ár á undan. Í ágúst voru skráð sjö tilvik þar sem lögreglumaður var beittur ofbeldi og fjögur tilvik þar sem lögreglumanni var hótað ofbeldi.
Alls bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 20 tilkynningar um kynferðisbrot í ágúst, um 16 þeirra tilkynninga voru vegna brota sem áttu sér stað í ágúst. Tilkynningar um kynferðisbrot fækkaði miðað við útreiknuð neðri mörk fyrir síðustu sex og síðustu 12 mánuði á undan.
Alls bárust 10 beiðnir um leit að börnum og ungmennum í ágúst.
Skráðum fíkniefnabrotum fækkaði á milli mánaða og voru skráð tvö stórfelld fíkniefnabrot í ágúst. Heilt yfir hafa þó verið skráð um 28 prósent færri fíkniefnabrot á höfuðborgarsvæðinu en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú ár á undan. Tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana-og fíkniefna fækkaði á milli mánaða sem og tilkynningum þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur.
Í júlí var skráð 671 umferðarlagabrot (að hraðamyndavélum undanskildum) á höfuðborgarsvæðinu. Það sem af er ári hafa verið skráð um sex prósent færri umferðarlagabrot á höfuðborgarsvæðinu en hafa verið skráð að meðaltali á sama tíma síðustu þrjú ár á undan.
... Sjá meiraSjá minna
Mánaðarskýrsla LRH - ágúst 2023
issuu.com
Mánaðarlega eru birtar lykiltölur í afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu...0 CommentsComment on Facebook
Daglega eru ökumenn staðnir að hraðakstri í umdæminu og fá sekt fyrir vikið. Þegar hraðinn er orðinn sérstaklega mikill eru hinir sömu jafnframt sviptir ökuréttindum í ákveðinn tíma fyrir brot sín og í grófustu hraðakstursmálunum er síðan gefin út ákæra. Eitt slíkt mál kom til kasta lögreglu í gærkvöld, en þá mældist hraði bifreiðar á Reykjanesbraut í Kópavogi vera 191 þar sem leyfður hámarkshraði er 80. Ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, var í kjölfarið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, en hann á jafnframt ákæru yfir höfði sér.
Vonandi er að viðkomandi láti þetta sér að kenningu verða, en með slíkum ofsaakstri stefnir hann bæði sjálfum sér og öðrum vegfarendum í mikla hættu.
... Sjá meiraSjá minna
9 CommentsComment on Facebook
Ég held að bílinn sé oft tekinn í Bredlandi
Gera bílinn upptækan, lagaheimild til.
I Danmörku er það orðið þannig að við ofsaakstur er bíllinn tekin líka og þá skiptir engu hver a hann eða hvert verðmæti hans er. Það er jú alltaf þannig að eigandi bils ber ábyrgð a bílnum hver sem keyrir hann.
Gera eins og í danmörku.. þeir eru með lög sem heita vanvidskørsel, græfra akstur.. og þeir svifta ökurettindum og taka bílinn.. og það breitir eingu hver á bílinn.. svo getur sá sem keirir hann borgað hann.. enn löggan tekur bílinn og selja hann á uppboði. Frábærlega góð lög..
Í DK tekur ríkið bílinn og selur á uppboði. Einn norskur bílasali keypti nýlegan Ferrari í DE og á leið heim um DK, var hann stoppaður og bíllinn gerður upptækur. Norskinn var á um 200km hraða á tveimur myndavélum.
En mótorvespur á göngustígum á 90km þar sem hámark er 25km,,, daglegt brauð td í Kópavogsdalnum, rétt hjá lögreglustöðinni. Má ekki alveg kíkja á það sem og ólöglegar bensínvespur og rafhjól sem innsigli er tekið af sem eru við alla skóla?
Hraðakstur í Noregi. Ekki skiptir máli hversu hratt var ekið. Við ítrekuð brot tekur lögreglan bílinn til geymslu þar til viðkomandi fær skírteinið aftur. Hvort sem það eru 3 mánuðir eða fleiri. Ég þekkti dreng í Noregi sem var tekinn fyrir of hraðan akstur á sveitavegi í grenjandi rigningu. Hann mátti labba heim, 10 km leið. Systir hans þurfti að nota bílinn líka, svo saman gengu þau til að sækja bílinn.