Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Störf hjá LRH

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf.  Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni.

Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda.

 

Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.

 

 

Hér er hægt að leggja inn almenna umsókn og sækja um auglýstar stöður:

Viltu vera á skrá – Umsókn um starf í löggæslu

Viltu vera á skrá – Umsókn um almenn skrifstofu- og ritarastörf


Auglýstar stöður:

Þjónustufulltrúi við munavörslu

Aðstoðaryfirlögregluþjónn -Stoðdeildir Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Í dag, mánudag, er áformað að fræsa ramp frá Suðurlandsvegi niður á Vesturlandsveg til norðurs. Rampinum verður lokað á meðan, eða frá kl. 9 - 14, og umferð beint um Bæjarháls og Höfðabakka. ... Sjá meiraSjá minna

Í dag, mánudag, er áformað að fræsa ramp frá Suðurlandsvegi niður á Vesturlandsveg til norðurs. Rampinum verður lokað á meðan, eða frá kl. 9 - 14, og umferð beint um Bæjarháls og Höfðabakka.

Á meðal þeirra sem stóðu vaktina þegar Friðrik Danaprins heimsótti Ísland í vikunni voru þessir vösku lögreglumenn. Prinsinn stoppaði á landinu í sólarhring eða svo og fór allvíða, en myndin var tekin þegar lögreglumenn höfðu fylgt honum að Hellisheiðarvirkjun. ... Sjá meiraSjá minna

Á meðal þeirra sem stóðu vaktina þegar Friðrik Danaprins heimsótti Ísland í vikunni voru þessir vösku lögreglumenn. Prinsinn stoppaði á landinu í sólarhring eða svo og fór allvíða, en myndin var tekin þegar lögreglumenn höfðu fylgt honum að Hellisheiðarvirkjun.

Comment on Facebook

Fyndið að gefa út greiningarskýrslu þar sem ítrekað er kvartað undan fjárskorti og manneklu en senda svo hvorki meira né minna en 9 mótórhjól til að passa einn trúð. 🥳

Er þetta enn vistvæn heimsókn?

Held að þið ættuð að reyna að fegra ykkur á einhverju öðru en þessari sýndarmennsku. 😤

Hvernig sem það er Ómar, þá væri óbærilegt ef eitthvað kæmi fyrir þennan gest hérlendis í heimsókn. Nú virðist vera ásókn í að aflífa þjóðhöfðingja, þingmenn o.f. þessir vöskum lögreglumenn eru þjóð okkar til sóma, jafnvel þótt ég fengi eina og eina sekt, vegna aksturs. :-)

Það er gott að vita af vöskum flokki og bestu þakkir fyrir ykkar störf. Fólkið í landinu stendur með ykkur.

...prinsinn hefur nú ekki mikið séð landið fyrir lőggunni...🤣

Mjög umhverfisvæn heimsókn þetta, prinsinn á einkaþotu og svo þessi lögreglufylgd. Hvert var annars tilefni heimsóknarinnar?

Því miður finnst mér þetta vera skandali ársins og mun líklega koma í Áramótaskaupinu að 1300 manns hafi komið til Íslands í einkaþotum, bara til þess að segja okkur örþjóðinni að hætta að menga með bílunum okkar. En menga svo tífalt meira en allir bílar á Íslandi með þessum einkaþotum. Já það er SKANDALL! Það er eithvað til sem kallast er fjarfundarbúnaður.

Ég hélt ekki að hann væri í neinni hættu hér. Þetta er er snobb og peningasóun í mínum augum.

Og þetta eru allt rafmagns hjól og bílar.................................geri ég ráð fyrir

Glæsilegur hópur mínus prinsinn ❤👏

Vá, bara hamingjusamur laugardagur hjá Facebook'istum í dag? 😂

Mjög flottir og Dana Prinsinn líka

Eigið þið tengil sem útskýrir prótokollinn varðandi erlenda tignargesti (því ekki er prinsinn valdamaður) og mannskap sem er settur í pössun? Svo ekki sé talað um heimildir varðandi lokun umferðar eða fellur það ávallt undir "tilmæli lögreglu"?

en svo er hinn vinkillinn í þessu öllu saman, hér við bryggju var Danskt herskip......... voru það ekki nógu góðir dátar til þess að passa litla strákinn ????? nei bara spyr .....

Þetta er fáránlegur skrípaleikur

Mynd þessi bendir til þess að Stór-Krimme þarfnist allrar þessarar verndar ... ekki HEITTELSKUÐ konungstign!

Bjartmar Leósson ætti að fá þessa fylgd með sér hann gerir gagn

Lögreglan nuddar sér utan í islam og hreykir sér af því á fésbókinni. Þeir fengu til sín sómalska hælis.... Einn slíkur var að drepa breskan þingmann með köldu blóði. Verður þetta næsta verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að elta uppi islamskan sómalskan öfgamann með blóðugan hníf utan við Stjórnarráðið ? Góðheimska...

Það er víst ekkert hugsað út í alla þá mengun sem kemur af 9 mótórhjólum. Er það ekkert að síast inn í hausinn á yfirmönnum löggunnar að við viljum minni mengun. Hefði ekki verið nóg að nota 4 mótórhjól? Það hefði verið helmingi minni mengun.

Flottir 👍👍

Glæsilegur hópur 💪💪

já það er alltaf verndað aðallinn en í góðu lagi að ráðast á almúgann. Hefur sýnt sig ítrekað síðustu ár

Hetjurnar okkar ❤️

Glæsilegir lögreglumenn.

View more comments

Bleiki dagurinn er haldinn í dag og að sjálfsögðu tökum við í lögreglunni þátt í honum. Bleikt morgunkaffi var haldið á ýmsum stöðum hjá embættinu í morgun og margir starfsmanna okkar mættu bleikklæddir til vinnu, en þeirra á meðal voru þessar hressu stelpur í þjónustudeildinni okkar á Hverfisgötunni. Bleiki dagurinn lífgar upp á tilveruna, en minnir okkur líka á að sýna stuðning og samstöðu við konur sem hafa greinst með krabbamein og það er einmitt svo mikilvægt. ... Sjá meiraSjá minna

Bleiki dagurinn er haldinn í dag og að sjálfsögðu tökum við í lögreglunni þátt í honum. Bleikt morgunkaffi var haldið á ýmsum stöðum hjá embættinu í morgun og margir starfsmanna okkar mættu bleikklæddir til vinnu, en þeirra á meðal voru þessar hressu stelpur í þjónustudeildinni okkar á Hverfisgötunni. Bleiki dagurinn lífgar upp á tilveruna, en minnir okkur líka á að sýna stuðning og samstöðu við konur sem hafa greinst með krabbamein og það er einmitt svo mikilvægt.

Comment on Facebook

Elsku stelpurnar mínar hvenær má ég koma og hitta ykkur á vinnustaðnum?

Greta pink dress

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram