
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem er til staðar fyrir alla alltaf. Megin áhersla er lögð á að starfsfólk búi yfir þekkingu og hæfni til að takast á við fjölbreytileg verkefni.
Áhersla er á traust og gagnsæi í samskiptum, jafnrétti, starfsánægju og heilbrigðan starfsanda.
Gildi LRH eru TRAUST, FAGMENNSKA og ÖRYGGI.
Viltu vera á skrá – umsókn um starf í löggæslu 2025
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Maðurinn sem leitað var að er fundinn heill á húfi - við þökkum veitta aðstoð ... Sjá meiraSjá minna
12 CommentsComment on Facebook
Vonandi finnst hann sem allra fyrst heill á húfi 🙏❤
Mannshvarf aðra hverja viku hérna 😳
Getur verið að hann hafi verið á Olís í Borgarnesi um 19:30?
Vona að hann finnist heill! ❤️🙏🏽
Bið í Jesú nafni amen
NETGLÆPIR
Síðastliðna tvo mánuði hafa lögreglu borist yfir 100 tilkynningar um netglæpi. Þetta sýnir aðeins hluta af heildarmyndinni þar sem fæst þeirra mála sem varða fjársvik yfir netið eru tilkynnt til lögreglunnar.
Talsvert hefur borið á því að brotamenn hringi í fólk úr því sem virðast vera íslensk símanúmer og þykist vera frá t.d. stórum tölvufyrirtækjum eða fjármálafyrirtækjum. Segja þeir frá því að viðkomandi eigi fúlgur fjár í formi rafmyntar á reikningi sem þarf að leysa út og ætla að leiða viðkomandi á rétta braut til að fá allan aurinn skipt yfir í evrur og sendar heim. Einnig eru svokölluð fyrirframgreiðslusvik eru mjög algeng. Dæmi um fyrirframgreiðslusvik er þegar kaupandi greiðir fyrir leigu á orlofshúsnæði erlendis en þegar greiðslan hefur farið fram þá dettur eignin sem er til leigu út af vefsvæðinu sem auglýsti hana.
Þá hafa mál sem varða fjarskiptasvik einnig verið áberandi síðustu vikur.
Vill lögregla því nýta tækifærið til að vara sérstaklega við slíkum svikum. Alls ekki setja upp forrit í tölvur eða síma að beiðni aðila í svona tilvikum og ekki senda aðilum mynd af vegabréfi eða öðrum persónuskilríkjum.
Fyrirsvarmönnum fyrirtækja er sérstaklega bent á að vera vel á verði þegar verið er að framkvæma erlendar greiðslur. Borið hefur á því að erlendir brotahópar hakki sig inn í samskipti milli kaupenda og seljenda og reyni að komast inn í tölvupóstssamskipti og framhaldinu fái brotaþola til að millifæra á sig en brotaþoli heldur að millifærslan sé að fara á rétta aðila.
Eins og áður segir hafa yfir 100 tilkynningar borist lögreglu síðastliðna tvo mánuði og hafa brotaþolar tapað yfir 200 milljónum króna í fjársvikum yfir netið á því tímabili, svo vitað sé.
Andvirði tilrauna til fjársvika yfir netið nemur rúmum 1 milljarði króna á sama tímabili.
Að lokum ber að vara við hvers kyns netglæpum, en reynslan hefur sýnt að þeir færast í vöxt yfir sumarmánuðina og algengt að nýttar séu helgar eins og Verslunarmannahelgin þar sem þá er frídagur á mánudag.
Hafir þú eða teljir þig hafa orðið fyrir netglæp mælum við með því að þú tilkynnir það strax til þíns viðskiptabanka og með því að senda lögreglu tölvupóst á cybercrime@lrh.is.
... Sjá meiraSjá minna
6 CommentsComment on Facebook
Mjög lúmskir í póstsendingum, mæli með að fara alltaf í gegnum minar siður hjá póstinum. Datt næstum í eina slika í morgun og ætlaði að elta link í sms 😵💫
Takk fyrir þetta .
Viens avec trois ! Þið eigið alla mína samúð. En komiði með betra email en cybercrime@lrh.is ??? - Eitthvað einfalt glæpir@lögreglan.is
Einkabanki landsbankans var að reyna að plata mig...aftur, bað mig um að staðfesta simanumer og eg gat valið um gamalt danskt simanumer fra mer eða númerið sem eg er með i dag og einkabankinn er skráður á.. eins og þið og "yfirvöld" séuð ekki með í öllu þessu plotti, annars ættu þið bara að fara að vinna vinnuna ykkar og ná glæpamönnunum, spilltu aumingjar 🤬🤬🤬
It's a bioterrorism, biohacking. Slave transhuman.
Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast nú víða óholl. Í slíkum aðstæðum er best að fólk dvelji innandyra, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu. Best er að forðast alla áreynslu utandyra. Þetta á líka við um gæludýr.
Lögreglan hvetur íbúa til að fylgjast vel með eigin líðan, flensueinkennum, höfuðverk, sleni, hósti og sviða í augum og að skoða mælingar á loftgaedi.is/?zoomLevel=7&lat=64.894972&lng=-18.675028
Góð ráð og mengunarspá eru á vef Veðurstofu Íslands, vedur.is/um-vi/frettir/kvikuhlaup-er-hafid-a-sundhnuksgigarodinni
... Sjá meiraSjá minna
8 CommentsComment on Facebook
Bendi á að mælingar á loftgaedi.is gefa ekki rétta mynd, sumir mælar eru bilaðir og aðrir taka ekki mælingar á þeim gildum sem gosmengunin er mæld í (grænir mælar) eins og kom fram í hádegisfréttum. Fara varlega.
KSÍ verður leik víkinga og vals spilaður í vogunum eða skiptir þetta bara máli þegar Grindavík er að keppa?
Getið þið beðið Paw Patrole um að uppfæra sína síðu með þessum upplýsingum, hundurinn minn skilur ekki afhverju það er ekki farið í Heiðmörk á þessum sunnudegi
That’s it probably reason why I feel so terrible…. And bones are braking also but don’t have eye soreness
Takk fyrir uppl, 😊