Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 2 – Flatahraun 11, Hfj.

Frá lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði (lögreglustöð 2) er sinnt verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði.

Helstu stjórnendur eru Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri og Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi. Skúli er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng: skuli.jonsson@lrh.issaevarg@lrh.ishelgig@lrh.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Karlmaður um fertugt er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skotvopni, sem fannst á þaki Laugalækjarskóla í Reykjavík í gærkvöld. Maðurinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu síðdegis, en hann er talinn hafa komið skotvopninu fyrir á áðurnefndum stað. Svo virðist sem tilviljun hafi ráðið því, en til rannsóknar hjá lögreglu er óskylt mál sem maðurinn er grunaður um aðild að. Skotvopnið tengist því máli, en vopnið hafði verið mjög stutt á þaki skólans áður en það fannst.

Við vopnafundinn vöknuðu eðlilega áhyggjur margra, en ekki verður séð að maðurinn, sem er í haldi lögreglu, hafi neina tengingu við þetta skólasamfélag svo því sé einnig komið á framfæri.
... Sjá meiraSjá minna

7 CommentsComment on Facebook

Omg, so unprofessional from you guys! Why didn't you report here letter by letter the nationality of this 40-year-old man, and many more information for the uninitiated like in the comments!? 😅

Það skiptir máli er að leita að hvítum karlmanni á svipuðum aldri, islenskum...

Þið eruð frábærir 👌 Simply the best 👏

Snöggir 👍🥰

Gott

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram