Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 2 – Flatahraun 11, Hfj.

Frá lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði (lögreglustöð 2) er sinnt verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði.

Helstu stjórnendur eru Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri og Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi. Skúli er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng: skuli.jonsson@lrh.issaevarg@lrh.ishelgig@lrh.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Viðamiklu eftirliti með leigubílum var haldið úti í miðborginni um helgina, en lögreglan kannaði þá með leyfi 105 leigubíla og ökumanna þeirra. Í hátt í helmingi tilfelli voru gerðar athugasemdir vegna grunsemda um brot og eiga nú 48 leigubílastjórar yfir höfði sér kæru vegna þessa. Af þeim hafa enn fremur 32 leigubílstjórar verið boðaðir til að mæta með ökutæki sín í skoðun á nýjan leik. Leigubílstjórar eru minntir á að eftirlitið heldur áfram.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar lögreglumanna frá lögregluliðunum á Vesturlandi og Suðurlandi við þetta eftirlit um helgina, auk þess sem fulltrúar frá Skattinum og Samgöngustofu voru með í för.
... Sjá meiraSjá minna

30 CommentsComment on Facebook

Gott starf lögreglu

Vel gert 👍👏 Endilega fylgja þessu eftir og mæta í Leifsstöð... veit til þess að menn séu þar þó hafi verið kærðir um helgina...

Löggæsla til fyrirmyndar.

Vel gert, þarf að vera reglulegt eftirlit.

Mikið er .það nú gott

View more comments

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er víða við hraðamælingar þessa dagana enda jafnan ástæða til. Sérstakur myndavélabíll embættisins var t.d. á Elliðavatnsvegi (Flóttamannaleið) í Garðabæ eftir hádegi á föstudag. Þar var fylgst með ökutækjum sem var ekið Elliðavatnsveg til austurs, sunnan Kinnargötu við Odd golfvöll. Íbúar í Urriðaholti hafa lýst yfir áhyggjum vegna hraðaksturs á veginum, ekki síst vegna barna sem þarna fara um, og undir þær má taka, en brot 32 ökumanna voru mynduð á Elliðavatnsvegi á einni klukkustund á föstudag. Þá fóru 114 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en fjórðungur ökumanna, eða 28%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 50 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 74, en viðkomandi á yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði, auk sektar kr. 120 þúsund.

Förum varlega í umferðinni, virðum leyfðan hámarkshraða og sýnum tillitssemi – alltaf og alls staðar.
... Sjá meiraSjá minna

18 CommentsComment on Facebook

Endilega líka gera átak á bílstjórum í símum sínum undir stýri.

Komið og mælið hraunbæ plís. 30km hámarkshraði og allir á 50-60

Þessi vegur er handónýtur og stórhættulegur og þarf vegagerðin/Garðabær að bæta úr því strax áður en verða slys þarna á fólki og klára að setja hringtorg og hraðahindranir á þennan veg og helst undirgöng við golfklúbbinn Odd

Vel gert hjá ykkur, mínu fólki í Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu og ömurlegt hjá ökumönnum sem telja sig hafna yfir lög og rétt. Lög og reglur um hámarkshraða eru sett að gefnu tilefni og til verndar okkur öllum.

Komið endilega við á Langholtsvegi, Dyngjuvegi og þar í kring og fylgist með Strætó leið 14 !!!! Aka MJÖG HRATT !!!!

View more comments

Til hamingju með daginn, kæru landsmenn!

Það verður mikið um vera á höfuðborgarsvæðinu á þjóðhátíðardaginn og skemmtileg dagskrá er í boði víða í umdæminu. Veðurútlitið er bærilegt, en í dag er spáð vestan golu, skýjað og líkur á lítilsháttar vætu. Hiti 8-9 stig.

Á degi sem þessum sinnir lögreglan ýmsum hefðbundnum verkefnum, en eitt þeirra er að fylgja forsetanum frá Bessastöðum og til hátíðarathafnar á Austurvelli, en meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri í morgun. Á þeim eru forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og lögreglumennirnir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Árni Friðleifsson.

Forsetinn lætur brátt af störfum, en eftirsjá verður að þeim Guðna og Elizu sem hverfa til annarra starfa eftir átta ár á Bessastöðum.
... Sjá meiraSjá minna

Til hamingju með daginn, kæru landsmenn!

Það verður mikið um vera á höfuðborgarsvæðinu á þjóðhátíðardaginn og skemmtileg dagskrá er í boði víða í umdæminu. Veðurútlitið er bærilegt, en í dag er spáð vestan golu, skýjað og líkur á lítilsháttar vætu. Hiti 8-9 stig.

Á degi sem þessum sinnir lögreglan ýmsum hefðbundnum verkefnum, en eitt þeirra er að fylgja forsetanum frá Bessastöðum og til hátíðarathafnar á Austurvelli, en meðfylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri í morgun. Á þeim eru forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid og lögreglumennirnir Ásgeir Þór Ásgeirsson og Árni Friðleifsson.

Forsetinn lætur brátt af störfum, en eftirsjá verður að þeim Guðna og Elizu sem hverfa til annarra starfa eftir átta ár á Bessastöðum.Image attachment

11 CommentsComment on Facebook

Happy National Day 😊 for all of you

Sömuleiðis Gleðilega Þjóðhátíð til ykkar allra.❤️❤️

Kærar þakkir og gleðilegan þjóðhátíðardag 🇮🇸🌹♥️

Takk sömuleiðis til ykkar gangi ykkur vel

Gleðilega Þjóðhátíð til ykkarallra.

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram