
Frá lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði (lögreglustöð 2) er sinnt verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.
Helstu stjórnendur eru Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri og Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi. Skúli er jafnframt stöðvarstjóri.
Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.
Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.
Netföng: skuli.jonsson@lrh.is – saevarg@lrh.is – helgig@lrh.is
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
10 tímum síðan
Margt hefur breyst í áranna rás, ekki síst lögreglubifreiðar. ... Sjá meiraSjá minna
🚦🚓
❤
Mjög flottar myndir - jákvæðnisátak í löggunni!
Man eftir þessum Chevy þegar löggan kom á honum vegna áreksturs á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu á sjöunda áratugnum + - 1960. :)
Hver á bílinn R9723 hann hefur ekki farið í skoðun síðan 1998
Væri gaman að setja inn nöfnin á lögreglumönnum.
Já mikil breyting
Væri gaman að sjá myndasyrpu sem sýnir þróuninna til dagsinns í dag ;)
Er vitað um nöfnin á lögreglumönnunum?
Þarna er hann Magnús 🙂 við ,, Perluna”
Gaman að sjá þróun bíla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
2 dögum síðan
Við ítrekum skilaboðin frá því í gærmorgun enda full ástæða til:
Farið varlega í umferðinni.
Það er MJÖG lúmsk hálka víða á höfuðborgarsvæðinu. ... Sjá meiraSjá minna
Ég nota hlýjuna sem fylgir góða skapinu til þess að bræða alla hálku!
Broddarnir björguðu í morgungöngunni
Er hún jafn lúmsk og heimskautarefur sem var áður lektor í lymsku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, en hefur látið af störfum eftir að honum bauðst staða í lymskumálaráðuneytinu þar sem hann starfar nú sem sérlegur ráðgjafi í lymsku og lævísi?
Á ekkert að fara salta ????
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
3 dögum síðan
Farið varlega í umferðinni.
Það er MJÖG lúmsk hálka víða á höfuðborgarsvæðinu. ... Sjá meiraSjá minna
Hákon Ertu ekki að standa þig í saltinu?
Nazima Kristín Tamimi PASSAÐU ÞIG Á HÁLKUNNI