Frá lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði (lögreglustöð 2) er sinnt verkefnum í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.
Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði.
Helstu stjórnendur eru Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri og Helgi Gunnarsson lögreglufulltrúi. Skúli er jafnframt stöðvarstjóri.
Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.
Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.
Netföng: skuli.jonsson@lrh.is – saevarg@lrh.is – helgig@lrh.is
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Til foreldra unglinga á framhaldsskólaaldri:
Rannsóknir sýna að unglingar sem fá umhyggju, aðhald og eftirlit foreldra sinna líður betur, gengur betur í skóla og neyta síður áfengis og annarra vímuefna.
Við mælum með því að foreldrar skoði bæklinginn 18 ára ábyrgð, hann má finna á íslensku og sjö öðrum tungumálum inn á vefsíðu SAMAN hópsins
... Sjá meiraSjá minna
6 CommentsComment on Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Það þarf fyrst og fremst, samvinna við heilbrigðiskerfið, þarna eru börn og ungmenni, ekki gleyma ungmennum. Heilbrigðiskerfið grípur engan. Bara engan! Foreldrar öskrar á hjálp.
18 ára að vera i ábyrgð er of litid... Norðurlanda þjóðir gera betur við krakkana sina..
Hvar er þessi rannsókn? Þyrfti hana nauðsynlega
Er hægt að fá bók fyrir heimilið?
Í kvöld er stefnt á að malbika þverun yfir Nýbýlaveg í Kópavogi, við Birkigrund. Nýbýlavegi, á milli Auðbrekku og Túnbrekku, verður lokað meðan á framkvæmdum stendur, eða frá kl. 19 – 23.30.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
... Sjá meiraSjá minna
1 CommentComment on Facebook
Sá hjáleið skilti í morgun, það vantaði allt um lokunina þar, t.d. tímaramma sem er lokað, af hverju og þannig. Væri það ekki gáfulegt?
Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga, en af því tilefni verður haldin kyrrðarstund í Kópavogskirkju kl. 20 í kvöld. Þetta er enn fremur annað árið í röð sem heill mánuður er tileinkaður geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum með verkefninu Gulur september. Um er að ræða samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von þeirra að Gulur september auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna - sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. ... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/4TRjOafadCKMgfFsQ9ha1s/4e6e67704b33e163e3295f57a07a3ea1/Dagskr_...
Hef ekki tölu á því hversu oft ef hef hugsað um að vakna aldrei aftur en hér er maður enn.... þökk sé vinum og fjölskyldu. ❤️ til allra