Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 3 – Dalvegur 18, Kóp.

Frá lögreglustöðinni á Dalvegi 18 í Kópavogi (lögreglustöð 3) er sinnt verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Helstu stjórnendur eru Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn, Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri og Heimir Ríkarðsson lögreglufulltrúi. Þóra er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng:  thora.jonasdottir@lrh.is –  gunnarh@lrh.isheimir@lrh.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarið stöðvað kannabisræktanir á fjórum stöðum í umdæminu og lagt hald á mikið magn kannabisefna, eða vel á annað hundrað kíló, en það er mat lögreglu að í öllum tilvikunum hafi efnin verið ætluð til sölu og dreifingar. Um var að ræða umfangsmiklar ræktanir í bæði iðnaðar- og íbúðarhúsnæði, m.a. í sérútbúnu rými, og var búnaðurinn eftir því. Nokkrir hafa verið handteknir í þessum aðgerðum lögreglunnar og einn úrskurðaður í gæsluvarðhald, en rannsókn málanna miðar vel. Á einum staðnum var enn fremur lagt hald á tæplega eitt kíló af ætluðu amfetamíni.

Við minnum á upplýsingasíma lögreglu 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um skipulagða brotastarfsemi, eða önnur brot sem fólk hefur vitneskju um. Ábendingum um brot má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Glæsilegt😉👍

Takk fyrir vel unnin störf hjá Lögregluyfirvöldum landsins😘

Mig vantar gróðurljós til að forrækra gulrætur. Er hægt að kaupa lampa af ykkur?

Tíma, peninga og orkusóun. Væruð þið til í að láta okkur í friði með grasið? Pritty please.

Ég væri afar þakklát að fá cristal meth af götum Íslands miklu frekar heldur en gras... 🤷 Það ætti að vera í meiri forgang

Hvernig stendur á þvi að lögreglan sé að elltast við smákrimma þegar gjörspilltir alþingismenn ræna tug miljörðum og fá klapp á bakið fyrir og traðka á mannréttindum fólks er það ekki vegna þess að lögreglan er gerspillt lika og hefur ekki getu til að koma skrymslum innan alþingis á bakvið lás og slá held þið ættuð að hudskast tiþ að vinna vinnuna ykkar og syna alþenningi að þið séuð ekki einka her spilktra alþingismanna en lögreglan er gjörspillt lika sterar hverfa úr byrgðageymslum sem og fíkniefni og lögreglumaður á frívakt noðri bæ með fullann pola af kókaíni merktur sönnunargögn ásamt raðnúmeri útskyrið þetta fyeir mer og almenningi einnig hversvegna alþingismenn gá að komast upp með endalaus afbrot og spillingu meðan þeir mata ykkur með fríðindum og bulli svo þið getið itrekað brotið á almenningi undir stjórn alþingismanna sem eru allir gráðugir glpaforingjar með órrglulegt bil á milli eyrnana og að almenningur skuli afsala ser sinum mannréttindum til að þið getið i sameigingu traðkað og valltað yfir alla nema alþingismenn sem eiga ykkur með húð og hári skammarlegt i alla staði svona helvitis þvættingur þið eruð eign alþingismanna sem moka i ykkur a kostna fátækra helvitis aumingjar

View more comments

Tími nagladekkjanna er að verða liðinn!

Samkvæmt reglugerð er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. Því er sá tími að koma að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.
... Sjá meiraSjá minna

Tími nagladekkjanna er að verða liðinn!
 
Samkvæmt reglugerð er óheimilt að nota nagladekk á tímabilinu frá 15. apríl til og með 31. okt. Því er sá tími að koma að bíleigendur verða að skipta yfir á óneglda hjólbarða. Í sömu reglum er þó undanþáguákvæði sem heimilar að nota neglda hjólbarða ef þess er þörf vegna akstursaðstæðna.

Comment on Facebook

Er ekki komin tími að hætta leggja nagla dekkin í einelti og einbeita sér frekar að umferðar öryggi og sekta frekar bifreiðir sem eru á vanbúnum dekkjum að vetralagi eða snýst þessi gerð löggæslunar einungis um að bjarga malbikinu frá þessum örfáum nöglum sem eru í umferð er nálgast sumar, það ætti að nægja að það sé hagur dekkja eigandans að koma sig af vetra dekkjunum sem fyrst til að verja dekkinn sín en ekki óttinn við sekt, að verja líf ætti að vera frekar forgangur sektar ákvæða. hef aldrei heyrt að það sé sektað fyrir að vera á sumar dekkjum í hálku eða álíka en ætla ekki að fullyrða að það gerist ekki en hef ekki neina vitneskju af því.

Það verður að setja nokkur dekkjaverkstæði við borgarmörkin ef vesalingarnir utan af landi ætla inn í borgina....

Ég þarf að fara norður fyrir heiðar eftir 22 apríl,slepp ég með það ?

Nú er ég að fara austur 26.april og oft er ennþá mikill snjór á þessum tíma þar.. Ég vil ekki vera á nagladekkjum lengur en þarf en finnst samt óþægilegt að ferðast langt á sumardekkjum ef það er síðan gler hálka eins og er oft á milli Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri 🙄 þar liggur væntanlega undanþágan?

hvenær fer lögreglan að sekta fyrir nagla dekk undir bílnum?

Við sem búum hinum megin við fjallaskarð erum þakklát fyrir undanþáguákvæðið.

Hvers vegna byrjið þið svona seint að sekta? Hafið þið ekki áhyggjur af því að það valdi því að fólk sé lengur á ónauðsynlegum nagladekkjum en ella?

Það er hörmung og skömm að þurfa að hlusta á þennan naglasöng og anda honum ofan í sig allan veturinn og langt fram á sumar.

Sum okkar aka ekkk bara í miðbænum

Svo er það það að akstursaðstæður innanbæjar í reykjavík eru örsjaldan þannig að þær réttlæti notkun nagla

Ég hef aldrei nota nagladekk í borginni. Óþarfi að mínu mati 🙂

Þótt fyrir hefði verið það voru EKKI nema 2 dagar sem þurti magladrkk í reykjavík í vetur !!!!😊😊😊😊😊

Svo fyndið að bílar sem borgin á eru margir á nagladekkjum!

Er á Kjalarnesinu góða.. við elskum nagla )) erum við ekki olræt út mánuðinn ? Á nöglum ?

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram