Frá lögreglustöðinni á Dalvegi 18 í Kópavogi (lögreglustöð 3) er sinnt verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.
Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Dalvegi 18 í Kópavogi.
Helstu stjórnendur eru Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Gunnar Hilmarsson aðalvarðstjóri og Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi. Heimir er jafnframt stöðvarstjóri.
Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.
Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.
Netföng: heimir@lrh.is – gunnarh@lrh.is – sigrun.jonasdottir@lrh.is
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Haustið 2013 var Umferðarsáttmáli allra vegfarenda afhentur þáverandi forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni, við athöfn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Umferðarsáttmálanum, sem inniheldur nokkurskonar kurteisisreglur í umferðinni, var ætlað að auka sameiginlegan skilning á því hvernig við viljum haga okkur í umferð, hvernig við sýnum hvort öðru tillitssemi og stuðlum þannig að auknu öryggi.
Umferðarsáttmálinn var í vinnslu um nokkurra mánaða skeið, en hitann og þungann af starfinu báru fjórtán sjálfboðaliðar, karlar og konur á öllum aldri, sem allir höfðu brennandi áhuga á umferðarmálum og umferðaröryggi. Í tengslum við verkefnið var jafnframt haldið úti heimasíðu og fésbókarsíðu með það að markmiði að fá viðhorf sem flestra til þess hvernig umferð okkar og umferðarmenning á að vera, hvað við gerum vel og hvað við getum gert betur. Afraksturinn var Umferðarsáttmáli allra vegfarenda, en mynd af sáttmálanum fylgir hér með.
Hugmyndin að Umferðarsáttmálanum kom til umræðu hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í árslok 2012 og stofnaður var undirbúningshópur með þátttöku fulltrúa frá Umferðarstofu (nú Samgöngustofa). Auglýst var eftir þátttakendum á fésbókarsíðu lögreglunnar í ársbyrjun 2013 og í framhaldinu voru 14 manns valdir í verkefnið.
Umferðarsáttmálinn hefur að geyma mörg sjálfsögð atriði, sem vegfarendur ættu að hafa að leiðarljósi í umferðinni alla daga og því tilvalið að rifja þau upp hér og nú.
... Sjá meiraSjá minna
4 CommentsComment on Facebook
Umferðarsáttmálinn er góðra gjalda verður. Hins vegar tel ég allt tal frá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varðandi fjölbreytta umferðarmenningu vera nánast marklausa á meðan reiðhjólafólk sem verður fyrir brotum í umferðinni og reiðhjólastuldi er því sem næst hunsað af þessari stofnun.
Góð vísa er aldrei of oft kveðin! Það mætti setja upp svipað fyrir unga ökumenn rafhjóla, eða kynna þeim allavega hætturnar í umferðinni. Þau verða að fá að átta sig á því að umferðin sem þau hætta sér oft út í er háð skilyrðum, ekki eru þessir ungu vegfarendur mjög sjáanlegir þar sem þau skjótast um á hraða sem gerir það enn erfiðara að sjá þau. Fór að hugsa að með lækkandi sól þá er maður enn varkárari við öll gatnamót, gangbrautir og fleira, en miðað við fréttaflutning síðustu vikna varðandi það hversu oft er verið að aka á börn þá held ég að það þurfi samhent átak til.
Góð samantekt sem mætti fá miklu meiri kynningu og umfjöllun.
Golfklúbbar eru með bari og svo keyra menn heim! Hjólreiðafélög enda hjólatúrinn á barnum og hjóla svo heim. Fáir gefa stefnumerki og enginn hjólreiðamaður. Enginn virðir hraðamörk hvorki á bíl eða hjóli. Fólk undir stýri notar síma. Svo til allir eru allt of nálægt. Kurteisi er horfin. Algengast er að menn troðast eins og kálfar að jötu í umferðinni. Enginn er með endurskinsmerki og fáir ljós. Fólk leggur eins og í Villta Vestrinu. Margir eins og 1-fyrir-2. Margir skella hurðum utan í eða keyra utan í og stinga svo af. Og Íslendingar fara bara ekki að lögum!
Daglega sendum við fjölmiðlum helstu upplýsingar úr dagbók lögreglu og stundum fylgja með góðar ábendingar eins og hér að neðan:
Aldrei er góð vísa of oft kveðin og brýnir lögreglan fyrir fólki mikilvægi þess að bera endurskinsmerki, jafnt börn sem fullorðnir. Ökumenn sjá vegfarendur með endurskinsmerki að minnsta kosti fimm sinnum fyrr.
Lögregla vill jafnframt minna ökumenn á að aka gætilega þar sem dagsbirta er farin að vera minni, bæði á morgnana og seinni partinn. Við slíkar aðstæður eru auknar líkur á að ökumenn sjái gangandi vegfarendur illa. Sem dæmi má nefna að börn eru á leið í skóla á morgnana og því mikilvægt að ökumenn séu þeim mun meira með athygli við aksturinn og virði hámarkshraða.
... Sjá meiraSjá minna
4 CommentsComment on Facebook
Svo sjást þessi endurskinsmerki ekkert þegar þessir ökumenn eru með athyglina á símanum frekar en hvað er að gerast fyrir framan þau. Hef alveg tekið eftir þessu einsog margir aðrir.
Vorum að keyra um Seltjarnarnes fyrr í kvöld og sáum of mikið af hjólreiðafólki á ljóslausum reiðhjólum og of mikið um að ljósastaurar væru ljóslausir og of lítil birta við gangbrautir 🤔
Takk fyrir ykkar störf ágæta lögreglu fólk
Munið að setja bara endurskinsmerki á þau börn sem ykkur þykir vænt um. 🙂
Þrír voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á fíkniefnamáli. Þremenningarnir voru handteknir í umdæminu í gær, en þá var enn fremur farið í húsleitir á höfuðborgarsvæðinu. Lagt var hald á nokkuð af fíkniefnum í þessum aðgerðum lögreglu. ... Sjá meiraSjá minna
2 CommentsComment on Facebook
Svo ömurlega sorgleg þessi fíkniefnanotkun og framboð 😒 vel gert hjá ykkur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að vera ávallt á vaktinni ! ❤️
Good job 👏