Frá lögreglustöðinni á Dalvegi 18 í Kópavogi (lögreglustöð 3) er sinnt verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.
Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Dalvegi 18 í Kópavogi.
Helstu stjórnendur eru Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Guðmundur Kári Sævarsson aðalvarðstjóri og Sigrún Kristín Jónasdóttir lögreglufulltrúi. Heimir er jafnframt stöðvarstjóri.
Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.
Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.
Netföng: heimir@lrh.is – gudmundur.kari@lrh.is– sigrun.jonasdottir@lrh.is
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Áhugavert nám, áhugavert starf. ... Sjá meiraSjá minna
Þetta efni er ekki í boði sem stendur
Þetta gerist yfirleitt vegna þess að eigandinn deildi innlegginu einungis með takmörkuðum hópi fólks, breytti hver getur séð innleggið eða því hefur verið eytt.1 CommentComment on Facebook
Á lögregluvefnum hafa verið birtar niðurstöður könnunar af reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu. Um er að ræða netkönnun, sem fór fram sl. sumar. Niðurstöðum er skipt í tvær skýrslur. Annars vegar skýrslu fyrir allt landið, þar sem svör eru greind eftir lögregluumdæmum og hins vegar skýrslu fyrir höfuðborgarsvæðið, þar sem svör eru greind eftir hverfum innan höfuðborgarsvæðisins. ... Sjá meiraSjá minna
Könnun á reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglu
Könnun á reynslu landsmanna af afbrotum, öryggi íbúa og viðhorfi til lögreglu var lögð fyrir landsmenn 18 ára og eldri í júní 2024. Könnuninni var skipt í þrjá þætti með spurningum...7 CommentsComment on Facebook
Skítastofnun sem er mjög dæmandi og gerir lítið sem ekkert til að vernda okkur en allt til að refsa okkur, sérstaklega saklausu fólki sem líður illa og hefur verið brotið á. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Þakklát fyrir þá menn og konur sem gæta okkar og aðstoða, bæði dag og nótt, allan ársins hring.
Takk fyrir ykkar störf kæru lögreglumenn og konur
Tuttugu og sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fimmtán voru stöðvaðir í Reykjavík, fimm í Kópavogi, þrír í Hafnarfirði, tveir í Mosfellsbæ og einn í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Einn var tekinn á föstudagskvöld, níu á laugardag, fjórtán á sunnudag og þrír aðfaranótt mánudags. Þetta voru tuttugu og fjórir karlar á aldrinum 18-56 ára og þrjár konur, 18-37 ára. Níu þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og fimm hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Til viðbótar stöðvaði lögreglan för tíu réttindalausra ökumanna og var þeim öllum gert að hætta akstri.
Lögreglan var mjög víða við eftirlit í umdæminu með ölvunar-, fíkniefna- og lyfjaakstri og svo verður vitaskuld áfram enda full ástæða til.
... Sjá meiraSjá minna
5 CommentsComment on Facebook
Takk fyrir að taka þessa brjálæðinga úr umferð
Vel gert 😎
Vel gert, takk fyrir ❤️
Mikið væri gott að sjá jafnara kynjahlutfall
Ömurlegt :(