Þrír handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri
Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Í framhaldi voru framkvæmdar húsleitir í tveimur húsnæðum og lagði lögreglan hald á farsíma og …
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2800 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Smelltu hér fyrir gagnasendingar um örugga sendingargátt (Signet transfer)
Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Í framhaldi voru framkvæmdar húsleitir í tveimur húsnæðum og lagði lögreglan hald á farsíma og …
Landsréttur hefur með úrskurði sínum uppkveðnum í dag vísað frá héraðsdómi máli blaðamanns gegn embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Blaðamaðurinn krafðist þess að skýrslutaka af …
Í tilefni af umræðu í fjölmiðlum um rannsókn máls hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra vill embættið koma eftirfarandi á framfæri. Embættið er með …
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra
Þórunnarstræti 138
600 Akureyri
Opnunartími: 08:00-15:00
Þjónustusími: 444 2800
Netfang: nordurland.eystra@logreglan.is
Lögreglustjóri umdæmisins: Páley Borgþórsdóttir
> Smelltu hér fyrir gagnasendingar um örugga sendingargátt (Signet transfer)
Umdæmið er eitt það stærsta á Íslandi og þekur tæplega 23.300 ferkílómetra landsins.
Vesturmörk umdæmisins fylgja miðjum Tröllaskaga til sjávar að Almenningsnöfum. Til suðurs fylgir vestasti hluti umdæmisins Eyjafjarðardölum, allt til Hofsjökuls og austur um til Vatnajökuls. Austurmörk umdæmisins eru frá Dyngjujökli, vestan við Kverkfjöll og norður eftir meðfram Jökulsá og til sjávar eftir Sandvíkurheiði, að Stapá, milli Viðvíkur og Strandhafnar.
Íbúafjöldi þann 01.01.2022 var 31.161.
Stærstu þéttbýlisstaðir eru Akureyri með 19.642 íbúa. Fjallabyggð, Ólafsfjörður og Siglufjörður ásamt dreifbýli með 1.966 íbúa. Norðurþing, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn og dreifbýli með 2.822 íbúa. Dalvíkurbyggð með 1.860 íbúa. Langanesbyggð, Þórshöfn og Bakkafjörður og dreifbýli með 506 íbúa. Svalbarðsstrandarhreppur, Svalbarðseyri og dreifbýli með 449 íbúa. Grýtubakkahreppur og Grenivík með 369 íbúa.
Innan umdæmisins eru aðrir þéttbýlisstaðir m.a. Árskógssandur og Hauganes, Hrísey, Grímsey, Reykjahlíð við Mývatn, Laugar í Reykjadal og Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit.
Þá er nú farið að draga úr úrkomu á okkar svæði og veður að ganga hægt og rólega niður og viðvaranir Veðurstofunnar fallnar úr gildi. Í samhengi við það þá hefur óvissustigi vegna úrkomu á okkar svæði verið aflýst.
Við viljum samt hvetja alla sem þurfa um fjallvegi að fara, ekki síst að kvöld- og næturlagi, að vera vel meðvitaða um að snjór og hálka getur leynst víða miðað við veðurspá.
Þess má geta að þrátt fyrir þetta leiðindaveður gekk allt almennt vel fyrir sig hjá lögreglu og viðbragðsaðilum. Ekkert verkefni kom inn á borð okkar sem tengist veðrinu á meðan þetta gekk yfir og viljum við hrósa öllum sem höguðu sínum ferðum og gjörðum í takt við veðrið og sköpuðu þar af leiðandi engin verkefni fyrir viðbragðsaðila :) ... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
Frábært
Takk fyrir að láta vita
Þurfti s.s. ekki að grípa trampólín og rífa í sundur eins og fyrir viku?
Nú kl. 18:00 tók gildi appelsínugul veður viðvörun hvað varðar úrkomu á Norðurlandi eystra sem verður í formi rigningar, slyddu og snjókomu. Um talsvert magn úrkomu er að ræða en það er mat Veðurstofunnar að snjólínan verði í um 200 metra hæð yfir sjávarmáli.
Ríkislögreglustjóri hefur nú í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna þessarar stöðu.
Appelsínugula veður viðvörunin verður í gildi til kl. 09:00 í fyrramálið, þriðjudag, en þá tekur við gul viðvörun fram til kl. 15:00 á morgun.
Ljóst er að snjó mun festa á fjallvegum í nótt en Vegagerðin mun strax í fyrramálið hefja hreinsun og hvetjum við alla til að fylgjast vel með á síðum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar hvernig mál þróast áfram og haga ferðaplönum sínum í takt við þær upplýsingar.
Fulltrúar Veðurstofunnar hvað varðar ofanflóð og skriðurföll fylgjast jafnframt vel með þróun mála en ekki er um langt liðið að mikil úrkoma hafði áhrif á samfélagið á Siglufirði sem og Siglufjarðarveg.
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi eystra eru vel upplýstir um stöðu mála og tilbúnir að bregðast við ef þörf krefur. ... Sjá meiraSjá minna
Óvissustig Almannavarna vegna veðurs á Ströndum og Norðurlandi
www.almannavarnir.is
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs þar sem spáð er norða...0 CommentsComment on Facebook
Nú liggur fyrir að fyrsta haustlægðin er að koma inn yfir Norðurland og hefur Veðurstofan gefin út gula veðurviðvörun á Norðurlandi eystra frá miðnætti í nótt og fram til kl. 18:00 á morgun, mánudag. Þá mun taka við APPELSÍNUGUL viðvörun í sólarhring, þ.e. fram til kl. 18:00 á þriðjudag.
Það verður kalt í veðri og talsverð úrkoma með þessu. Viðvaranirnar eru aðallega vegna snjókomu og er ljóst að samgöngur geta raskast verulega, þá sér í lagi aðfaranótt þriðjudagsins.
Hvetjum við alla til að huga að þessu í sínu nærumhverfi og þá sér í lagi þá sem þurfa að fara um fjallvegi að vera rétt útbúin til þess varðandi dekkjabúnað.
Þá viljum við einnig hvetja bændur til að skoða sín mál varðandi búfénað og gera ráðstafanir telji þeir þess þörf.
Allar nánari upplýsingar er að finna á síðum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar hverju sinni og hvetjum við ykkur öll sem þetta hret getur haft áhrif á að fylgjast þar vel með. ... Sjá meiraSjá minna
6 CommentsComment on Facebook
Átti ekki sumarið eftir að koma???
Megum við þá setja nagladekkin undir án þess að eiga von á sekt Lögreglan á Norðurlandi eystra?
Lögreglan á Norðurlandi eystra , má þá sjast á nagladekkjum í næstu viku án sektar?
View more comments