Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2800 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Úrskurður Landsréttar 16 mars 2022

Landsréttur hefur með úrskurði sínum uppkveðnum í dag vísað frá héraðsdómi máli blaðamanns gegn embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Blaðamaðurinn krafðist þess að skýrslutaka af …

Lögreglan á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Þórunnarstræti 138
600 Akureyri
Opnunartími: 08:00-15:00
Þjónustusími: 444 2800
Netfang: nordurland.eystra@logreglan.is

Lögreglustjóri umdæmisins: Páley Borgþórsdóttir

Umdæmið er eitt það stærsta á Íslandi og þekur tæplega 23.300 ferkílómetra landsins.

Vesturmörk umdæmisins fylgja miðjum Tröllaskaga til sjávar að Almenningsnöfum. Til suðurs fylgir vestasti hluti umdæmisins Eyjafjarðardölum, allt til Hofsjökuls og austur um til Vatnajökuls. Austurmörk umdæmisins eru frá Dyngjujökli, vestan við Kverkfjöll og norður eftir meðfram Jökulsá og til sjávar eftir Sandvíkurheiði, að Stapá, milli Viðvíkur og Strandhafnar.

Íbúafjöldi þann 01.01.2022 var 31.161.

Stærstu þéttbýlisstaðir eru Akureyri með 19.642 íbúa. Fjallabyggð, Ólafsfjörður og Siglufjörður ásamt dreifbýli með 1.966 íbúa. Norðurþing, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn og dreifbýli með 2.822 íbúa. Dalvíkurbyggð með 1.860 íbúa. Langanesbyggð, Þórshöfn og Bakkafjörður og dreifbýli með 506 íbúa. Svalbarðsstrandarhreppur, Svalbarðseyri og dreifbýli með 449 íbúa.   Grýtubakkahreppur og Grenivík með 369 íbúa.

Innan umdæmisins eru aðrir þéttbýlisstaðir m.a. Árskógssandur og Hauganes, Hrísey, Grímsey, Reykjahlíð við Mývatn, Laugar í Reykjadal og Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit.

Lögreglan á Norðurlandi eystra Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Sannarlega hefur úrkoman og vindurinn síðasta sólarhring haft talsverð áhrif á Norðurlandi eystra. Nú í morgun féllu tvær aurskriður á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835), og er hann lokaður frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri og verður svo, a.m.k til fyrramáls en þá verður staðan endurmetin. Myndin sem fylgir fréttinni er tekin nú í morgun við aðra skriðuna.

Þá viljum við hvetja íbúa á Siglufirði til að vera ekki að óþörfu í nálæð við húsið sem þakið rifnaði af í gærkveldi, það eru enn lausamunir að fjúka til og frá.
... Sjá meiraSjá minna

Sannarlega hefur úrkoman og vindurinn síðasta sólarhring haft talsverð áhrif á Norðurlandi eystra.  Nú í morgun féllu tvær aurskriður á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835), og er hann lokaður frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri og verður svo, a.m.k til fyrramáls en þá verður staðan endurmetin.  Myndin sem fylgir fréttinni er tekin nú í morgun við aðra skriðuna.

Þá viljum við hvetja íbúa á Siglufirði til að vera ekki að óþörfu í nálæð við húsið sem þakið rifnaði af í gærkveldi, það eru enn lausamunir að fjúka til og frá.

2 CommentsComment on Facebook

Þarna urðu mikil skriðuföll haustið 1946 og lögðu bæi í eyði.

Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði í gær og nótt og viðbúið að svo verði áfram, fram eftir degi og til kvölds. Í kvöld skemmdist hús við Aðalgötu í einni vindhviðunni þegar þak hússins fór af að stórum hluta með þeim afleiðinum að brak dreifðist um stórt svæði. Tjón hlaust á nærliggjandi húsum og mannvirkjum og þurfti meðal annars að rýma eitt hús. Vegna þess er umferð um Aðalgötu á Siglufirði, frá Vetrarbraut, lokað fyrir umferð þar til búið er að tryggja svæðið. Einnig er lokað fyrir umferð um bifreiðastæði við skrifstofu Ramma á hafnarsvæðinu. Opnað verður aftur fyrir umferð um leið og svæðið verður tryggt.

Öll tiltæk björgunartæki björgunarsveita á svæðinu, slökkviliðs og lögreglu hafa verið notuð við lokanir í nótt. Þá hafa björgunarsveitarmenn verið á ferðinni um bæinn til að lágmarka foktjón á öðrum stöðum.
... Sjá meiraSjá minna

Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði í gær og nótt og viðbúið að svo verði áfram, fram eftir degi og til kvölds. Í kvöld skemmdist hús við Aðalgötu í einni vindhviðunni þegar þak hússins fór af að stórum hluta með þeim afleiðinum að brak dreifðist um stórt svæði. Tjón hlaust á nærliggjandi húsum og mannvirkjum og þurfti meðal annars að rýma eitt hús. Vegna þess er umferð um Aðalgötu á Siglufirði, frá Vetrarbraut, lokað fyrir umferð þar til búið er að tryggja svæðið.  Einnig er lokað fyrir umferð um bifreiðastæði við skrifstofu Ramma á hafnarsvæðinu. Opnað verður aftur fyrir umferð um leið og svæðið verður tryggt.
 
Öll tiltæk björgunartæki björgunarsveita á svæðinu, slökkviliðs og lögreglu hafa verið notuð við lokanir í nótt. Þá hafa björgunarsveitarmenn verið á ferðinni um bæinn til að lágmarka foktjón á öðrum stöðum.

1 CommentComment on Facebook

Pottþétt fullt af liði með heilaþoku sem pælir ekkert í veðrinu og gleymir trampólínum úti vonandi verður ekki stórt tjón framundan.

Eins og flestum er kunnugt þá hefur jörð verið að skjálfa við Öskju og óvissustig verið í gildi á svæðinu frá haustinu 2021. Mikilvægt er því að fylgjast vel með og vera viðbúin ef eitthvað frekar gerist á því svæði.

Í því samhengi þá hefur verið unnin Viðbragðsáætlun vegna eldgosa norðan Vatnajökuls. Áætlun þessi leggur línur og upplýsir viðbraðsaðila um sitt hlutverk ef eitthvað frekar fer að gerast á því svæði.

Í gær var haldinn fundur meðal viðbragðsaðila sem munu koma að stjórnun aðgerða sem þessarar. Var fundurinn haldinn í húsnæði aðgerðastjórnar á Húsavík þar sem nýja áætlunin var rædd og yfirfarin. Allt slíkt hjálpar í því að vera sem best undirbúin :)
... Sjá meiraSjá minna

Eins og flestum er kunnugt þá hefur jörð verið að skjálfa við Öskju  og óvissustig verið í gildi á svæðinu frá haustinu 2021.  Mikilvægt er því að fylgjast vel með og vera viðbúin ef eitthvað frekar gerist á því svæði.

Í því samhengi þá hefur verið unnin Viðbragðsáætlun vegna eldgosa norðan Vatnajökuls.  Áætlun þessi leggur línur og upplýsir viðbraðsaðila um sitt hlutverk ef eitthvað frekar fer að gerast á því svæði.

Í gær var haldinn fundur meðal viðbragðsaðila sem munu koma að stjórnun aðgerða sem þessarar.  Var fundurinn haldinn í húsnæði aðgerðastjórnar á Húsavík þar sem nýja áætlunin var rædd og yfirfarin.   Allt slíkt hjálpar í því að vera sem best undirbúin :)Image attachment

2 CommentsComment on Facebook

Hreiðar Hreiðarsson hlýtur að vera að segja frá einhverju átakanlega raunalegu, þannig er svipurinn 😉

Ef það skyldi gjósa er búist við stóru gosi? Eða kannski ómögulegt að segja?

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram