Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2800 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Úrskurður Landsréttar 16 mars 2022

Landsréttur hefur með úrskurði sínum uppkveðnum í dag vísað frá héraðsdómi máli blaðamanns gegn embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Blaðamaðurinn krafðist þess að skýrslutaka af …

Lögreglan á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Þórunnarstræti 138
600 Akureyri
Opnunartími: 09:00-15:00
Þjónustusími: 444 2800
Netfang: nordurland.eystra@logreglan.is

Lögreglustjóri umdæmisins: Páley Borgþórsdóttir

Umdæmið er eitt það stærsta á Íslandi og þekur tæplega 23.300 ferkílómetra landsins.

Vesturmörk umdæmisins fylgja miðjum Tröllaskaga til sjávar að Almenningsnöfum. Til suðurs fylgir vestasti hluti umdæmisins Eyjafjarðardölum, allt til Hofsjökuls og austur um til Vatnajökuls. Austurmörk umdæmisins eru frá Dyngjujökli, vestan við Kverkfjöll og norður eftir meðfram Jökulsá og til sjávar eftir Sandvíkurheiði, að Stapá, milli Viðvíkur og Strandhafnar.

Íbúafjöldi þann 01.01.2022 var 31.161.

Stærstu þéttbýlisstaðir eru Akureyri með 19.642 íbúa. Fjallabyggð, Ólafsfjörður og Siglufjörður ásamt dreifbýli með 1.966 íbúa. Norðurþing, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn og dreifbýli með 2.822 íbúa. Dalvíkurbyggð með 1.860 íbúa. Langanesbyggð, Þórshöfn og Bakkafjörður og dreifbýli með 506 íbúa. Svalbarðsstrandarhreppur, Svalbarðseyri og dreifbýli með 449 íbúa.   Grýtubakkahreppur og Grenivík með 369 íbúa.

Innan umdæmisins eru aðrir þéttbýlisstaðir m.a. Árskógssandur og Hauganes, Hrísey, Grímsey, Reykjahlíð við Mývatn, Laugar í Reykjadal og Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit.

Lögreglan á Norðurlandi eystra Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, hefur orðið vart við vaxandi þörf á stuðningi við ungmenni á framhaldsskólaaldri (frá 16 ára). Flest ungmenni á aldrinum 16-18 ára eru í framhaldsskóla og hefur Bjarmahlíð nú gert samkomulag um þróun samstarfs við alla framhaldsskólana á Norðurlandi. Skólarnir eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra.

Samkomulagið felur í sér fræðslu til skólanna og stuðning við fagaðila innan skólanna eftir þörfum, og beint samtal við nemendur í gegnum nemendafélög skólanna. Með beinu samtali við nemendur mun Bjarmahlíð markvisst leitast við að sníða þjónustu sína við þolendur á framhaldsskólaaldri að þeirra þörfum þegar kemur að ofbeldisforvörnum og úrræðum. Leiðarstef í allri vinnu Bjarmahlíðar með ungmennum er að styðja við merkingarbæra þátttöku þeirra en að huga jafnframt að vernd þeirra. Þar liggja til grundvallar grunngreinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkomulagið við skólana gildir út þetta skólaár (til vors 2023) og verður þá endurmetið.

Þjónustuaukningin við 16-18 ára í Bjarmahlíð felur sér að boðið er upp á viðtöl þar sem samþætt eru viðbrögð, úrræði, leiðir til valdeflingar og eftirfylgd eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Slík þjónustuaukning er ekki gerð nema í þéttu samtali og samstarfi við aðila innan hefðbundins skóla- og frístundastarfs, stuðningskerfa félags- og barnaverndar og lögregluna. Bjarmahlíð mætir ungmennunum með áfallamiðaðri nálgun sem felur sér valdeflingu og eflingu áfallaseiglu, sem um leið geta orðið verndandi aðgerðir gegn ofbeldi síðar á lífsleiðinni. Hægt er að panta tíma í gegnum heimasíðu Bjarmahlíðar: bjarmahlid.is og með því að senda póst á bjarmahlid@bjarmahlid.is. Boðið er upp á stað- og fjarviðtöl.

Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, hóf starfsemi vorið 2019 og hafa yfir 400 manns 18 ára og eldri fengið þjónustu þar. Bjarmahlíð hefur bakland hjá þeim fjölmörgu samstarfsaðilum sem koma að starfinu og er þannig tengiliður við opinberar stofnanir, félagssamtök og bjargráð innan þeirra þegar kemur að afleiðingum og úrvinnslu ofbeldis. Þjónusta Bjarmahlíðar er þolendum að kostnaðarlausu og rekin í anda hugmyndafræði Family Justice Center.

Mynd var tekin við undirritun og á henni eru Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri og formaður stjórnar Bjarmahlíðar, Agnes Björk Blöndal aðstoðarsaksóknari og formaður framkvæmdaráðs, Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari Framhaldsskólans á Laugum og Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.
... Sjá meiraSjá minna

Í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, hefur orðið vart við vaxandi þörf á stuðningi við ungmenni á framhaldsskólaaldri (frá 16 ára). Flest ungmenni á aldrinum 16-18 ára eru í framhaldsskóla og hefur Bjarmahlíð nú gert samkomulag um þróun samstarfs við alla framhaldsskólana á Norðurlandi. Skólarnir eru Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri og Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra.  

Samkomulagið felur í sér fræðslu til skólanna og stuðning við fagaðila innan skólanna eftir þörfum, og beint samtal við nemendur í gegnum nemendafélög skólanna. Með beinu samtali við nemendur mun Bjarmahlíð markvisst leitast við að sníða þjónustu sína við þolendur á framhaldsskólaaldri að þeirra þörfum þegar kemur að ofbeldisforvörnum og úrræðum. Leiðarstef í allri vinnu Bjarmahlíðar með ungmennum er að styðja við merkingarbæra þátttöku þeirra en að huga jafnframt að vernd þeirra. Þar liggja til grundvallar grunngreinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samkomulagið við skólana gildir út þetta skólaár (til vors 2023) og verður þá endurmetið.  

Þjónustuaukningin við 16-18 ára í Bjarmahlíð felur sér að boðið er upp á viðtöl þar sem samþætt eru viðbrögð, úrræði, leiðir til valdeflingar og eftirfylgd eftir að ofbeldi hefur átt sér stað. Slík þjónustuaukning er ekki gerð nema í þéttu samtali og samstarfi við aðila innan hefðbundins skóla- og frístundastarfs, stuðningskerfa félags- og barnaverndar og lögregluna. Bjarmahlíð mætir ungmennunum með áfallamiðaðri nálgun sem felur sér valdeflingu og eflingu áfallaseiglu, sem um leið geta orðið verndandi aðgerðir gegn ofbeldi síðar á lífsleiðinni. Hægt er að panta tíma í gegnum heimasíðu Bjarmahlíðar: bjarmahlid.is og með því að senda póst á bjarmahlid@bjarmahlid.is. Boðið er upp á stað- og fjarviðtöl. 

Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi, hóf starfsemi vorið 2019 og hafa yfir 400 manns 18 ára og eldri fengið þjónustu þar. Bjarmahlíð hefur bakland hjá þeim fjölmörgu samstarfsaðilum sem koma að starfinu og er þannig tengiliður við opinberar stofnanir, félagssamtök og bjargráð innan þeirra þegar kemur að afleiðingum og úrvinnslu ofbeldis. Þjónusta Bjarmahlíðar er þolendum að kostnaðarlausu og rekin í anda hugmyndafræði Family Justice Center.  

Mynd var tekin við undirritun og á henni eru Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri og formaður stjórnar Bjarmahlíðar, Agnes Björk Blöndal aðstoðarsaksóknari og formaður framkvæmdaráðs, Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari Framhaldsskólans á Laugum og Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri.Image attachmentImage attachment

Comment on Facebook

Frábært <3

Hver andskotinn er eiginlega í gangi á þessu guðsvolaða landi hér?

Fábært

Sæl öll. Vegna æfingar aðgerðarsveitar lögreglunnar á Norðurlandi eystra, sérsveitar ríkislögreglustjóra og slökkviliðs Akureyrar mega vegfarendur búast við ökutækjum lögreglu og sjúkraliðs í forgangsakstri á Akureyri, næstu klukkustundirnar og síðan á morgun eftir kl. 14:00 einnig í nokkrar klukkustundir. Viðbragðsaðilar munu sem áður gæta ítrustu varkárni við forgangsakstur og vonum við að þetta komi ekki að sök í umferðinni í dag og á morgun. Við erum afar þakklát fyrir góð viðbrögð ökumanna við forgangsakstri viðbragðsaðila en við höfum orðið vör við að ökumenn víkja mjög vel úr vegi og sýna fyllstu tillitssemi þegar forgangsakstur er viðhafður og það finnst okkur afar þakkarvert.

Með kveðju,

Lögreglan á Norðurlandi eystra.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

blessaður, hérna er yoanna berkova að fara setja smokk á agúrku sem húnreið síðan. eftir það borðaði hún víst gúrkuna Yoanna Berkova Topic , true story.. can't make up that shit.

Í gær áttum við afar góðan fund með hópi fólks af úkraínskum uppruna. Þau búa hér á svæðinu og eru sum nýkomin en önnur búin að vera hér um lengri tíma. Við kynntum lögregluna á Íslandi, hvernig hún starfar, hver eru verkefnin og hver eru okkar gildi. Hópurinn var mjög áhugasamur og komu margar góðar spurningar. Við þökkum þessu góða fólki fyrir notalega samverustund og óskum þeim alls hins besta. Lögreglufólkið á myndinni eru Silja Rún Reynisdóttir forvarnarfulltrúi og Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn. ... Sjá meiraSjá minna

Í gær áttum við afar góðan fund með hópi fólks af úkraínskum uppruna. Þau búa hér á svæðinu og eru sum nýkomin en önnur búin að vera hér um lengri tíma. Við kynntum lögregluna á Íslandi, hvernig hún starfar, hver eru verkefnin og hver eru okkar gildi. Hópurinn var mjög áhugasamur og komu margar góðar spurningar. Við þökkum þessu góða fólki fyrir notalega samverustund og óskum þeim alls hins besta. Lögreglufólkið á myndinni eru Silja Rún Reynisdóttir forvarnarfulltrúi og Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Comment on Facebook

That was mutually beneficial I think. Takk fyrir Silja og Jóhannes!

Gott að heyra ❤️

Vel gert

Flott framtak hjá ykkur <3

Frábært 👏👏

Íslensk lögregla 👍

Vá frábært hjá ykkur 👏👏👏

Vel gert, takk!

Til fyrirmyndar.🌷

Vel gert.

👏👏👏

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram