Lögreglan á Norðurlandi eystra Nánar

Helstu ferðamannastaðir eru:
Vaglaskógur, Goðafoss, Mývatnssveit með Kröflusvæðið, Leirhnjúk, Hverarönd og Baðlónið. Jökulsárgljúfur, þ.m.t Dettifoss, Hólmatungur, Hljóðaklettar, Vesturdalur, Ásbyrgi og Kelduhverfið. Eyjafjörðurinn allur, þ.m.t. Látraströnd og svæðið milli Eyjafjarðar og Skjálfanda, Fjörður og Flateyjardalur þar sem eru vinsælar gönguleiðir.

Leyningshólar innst í Eyjafirði eru vinsælir til útivistar frá fornu fari. Þá eru Hrísey og svo utan fjarða, eyjan Grímsey, mjög vinsælir ferðamannastaðir.  Einnig má nefna Flatey á Skjálfanda.

Vinsælir bæir eru Siglufjörður, Húsavík, Ólafsfjörður og Dalvík með hvalaskoðun, ferðaþjónustu og alls kyns afþreyingu bæði til vetrar- og sumardvalar. Má þar nefna Síldarminjasafnið á Siglufirði og Hvalasafnið á Húsavík. Góð íþróttaaðstaða er í flestum þéttbýlisstöðunum.

Á Akureyri er vaxandi ferðamannaþjónusta árið um kring. Þar vegur þyngst vetraríþróttamiðstöðin í Hlíðarfjalli og menningarhúsið Hof með föjlbreytta dagskrá auk annarrar afþreyingar. Þar er fjöldi góðra veitingahúsa og margt fleira.

Meðal áhugaverðra staða má nefna Kópasker með Skjálftasetur, Raufarhöfn með Heimskautagerðið, Þórshöfn með Þistilfjörðinn og Langanesið, Bakkafjörð með mjög fallegt landsvæði til útivistar og gönguferða sem og Bakkaflóann allan og er þá fátt eitt talið.

Þá er hálendi umdæmisins eitt það vinsælasta til ferðalaga á landinu. Meðal helstu staða sem draga að sér fjölda ferðamanna hvert ár má nefna Öskju og Drekagil, Herðubreiðarlindir og Ódáðahraun og hálendið vestan við Öskju og upp frá Bárðardal og Mývatnssveit. Upp af Eyjafirði er m.a. Laugafell sem tengist með vegslóðum við Sprengisandsleið, geysifallegt landsvæði sem vinsælt er að aka um. Reikna má með að hálendi umdæmisins verði enn vinsælla ferðamannasvæði á næstu árum vegna gossins í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls.

Undirstöðuatvinnugreinar eru sem fyrr fiskvinnsla og landbúnaður. Nokkur iðnaður er á Akureyri og ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein í flestum þéttbýliskjörnum umdæmisins.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2800 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Norðurlandi eystra Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Tilkynning kl. 02:15.

Laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að fullorðins manns væri saknað við Laxá í Aðaldal. Maðurinn hafði verið við veiðar í dag og hafði ekki skilað sér til baka að veiðitíma loknum eftir kl. 22:00.

Óskað var strax eftir aðstoð frá nálægum björgunarsveitum og síðar voru fengnar björgunarsveitir úr Eyjafirði og austan af landi með sérhæfðan búnað. Þá var óskað eftir aðstoð frá Landhelgisgæslunni með að senda þyrlu norður og er hún á leiðinni þegar þetta er ritað.

Leit mun verða haldið áfram í nótt.
... Sjá meiraSjá minna

Hjá lögreglunni í okkar umdæmi var talsverður erill frá því á hádegi í dag.

Um kl 11:45 barst tilkynning um ökumann í Hrísey sem hefði fallið af dráttarvél og orðið fyrir henni og væri slasaður eftir. Heppilega vildi til að í eyjunni var læknir og var sjúkabifreiðin ræst út. Hinn slasaði var fluttur með ferjunni í land og var síðan fluttur með sjúkrabifreið á sjúkrahúsið á Akureyri. Ekki er vitað um líðan hins slasaða en talið er að meiðslin gætu verið meiriháttar. Orsök slyssins er talin vera sú að dráttarvélinni hafi verið ekið á trjádrumb sem var á veginum með þeim afleiðingum að hinn slasaði féll af dráttarvélinni. Talið er að hinn slasaði hafi lent undir dráttarvélinni.

Á svipuðum tíma barst tilkynning um eld í húsi í Síðuhverfinu á Akureyri en í ljós kom að kviknað hafði í mat á pönnu sem hafði staðið á eldavélinni. Þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði var engan eld að sjá en talsverður reykur var í íbúðinni og þurfti slökkvilið að reykræsta íbúðina. Tveir íbúar voru fluttir á sjúkrahúsið vegna gruns um reykeitrun.

Um klukkustund síðar var tilkynnt um umferðaróhapp sem hafði orðið á gatnamótum Austursíðu og Bugðusíðu en þar var bifreið verið ekið í veg fyrir aðra bifreið. Loftpúðar höfðu sprungið út í annarri bifreiðinni. Í bifreiðunum voru tvær fjölskyldur, samtals 9 manns. Meiðsl eru talin minniháttar og var önnur bifreiðin fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Óheppni í Hrísey núna :/

😢

Góðan daginn.

Þar sem eflaust margir eru að leggja land undir fót og hefja för í fyrstu útilegu sumarsins viljum við minna fólk á að fara varlega í umferðinni.

Tíma nagladekkjanna hefur runnið sitt skeið og því munum við fara að skoða það nánar.

Við minnum einnig ökumenn bifreiða með hjólhýsi eða annað í eftirdragi að huga vel að frágangi, speglum og öðru.

Njótið helgarinnar og munið eftir bílbeltunum 😊
... Sjá meiraSjá minna

Góðan daginn.

Þar sem eflaust margir eru að leggja land undir fót og hefja för í fyrstu útilegu sumarsins viljum við minna fólk á að fara varlega í umferðinni.

Tíma nagladekkjanna hefur runnið sitt skeið og því munum við fara að skoða það nánar.

Við minnum einnig ökumenn bifreiða með hjólhýsi eða annað í eftirdragi að huga vel að frágangi, speglum og öðru. 

Njótið helgarinnar og munið eftir bílbeltunum 😊

Comment on Facebook

Mjög þung umferð norður í gær frá Reykjavik, en allir til mikillar fyrirmindar 👏

Get ekki sagt það sama og Gunnar.. jú jú þung umferð í gær en svívirðilegur hraði í umferðinni ☹

Mér sýndist þetta í dag löggan að veiða.

Flott mynd, er verið að hraðamæla rennslið í fossinum?

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram