Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2200 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Gosstöðvar í Geldingadölum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadölum. Veðurskilyrði fara batnandi og Veðurstofa Íslands hefur komið upp veðurstöð við Geldingadali til …

Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðuna

Vísindaráð almannavarna fór yfir stöðuna

//English below// //Polski poniżej// Vísindaráð almannavarna hittist á stuttum fundi í hádeginu í dag vegna jarðskjálfta og innskotavirkni á Reykjanesskaga.  Farið var yfir þá jarðskjálfta …

Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglustöðin í Reykjanesbæ
Hringbraut 130
230 Reykjanesbæ
Þjónustusími: 444 2200
Opnunartími: Allan sólarhringinn, alla daga ársins
Netfang: sudurnes@logreglan.is

Skrifstofa lögreglustjóra Brekkustíg
Brekkustígur 39
260 Reykjanesbæ
Þjónustusími: 444 2200
Opnunartími: mánudaga til föstudaga, 10:00 – 14:00
Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112

Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er lögreglan með aðsetur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er varðstofan þar staðsett í suðurbyggingu Flugstöðvarinnar.

Lögreglustjóri umdæmisins: Úlfar Lúðvíksson

Lögreglustöðvar

Frekari upplýsingar

Lögreglan á Suðurnesjum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Hérna birtum við kort sem afmarkar það svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættursem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass. ... Sjá meiraSjá minna

Hérna birtum við kort sem afmarkar það svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er allra mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan þessa svæðis eru einnig aðrar hættursem fylgja framrás hrauns og uppsöfnunar gass.
3 tímum síðan
Lögreglan á Suðurnesjum

Góðan dag.

Í nótt opnaðist ný gossprunga á milli þeirra sem opnuðust 5. apríl og á miðnætti þann 7. apríl samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og rennur hraun frá nýju sprungunni niður í Geldingadali.

Áætlun sem gæti breyst án fyrirvara:

Laugardagur:
Í dag verður gossvæðið vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 til kl. 24. Lokað verður inn á svæðið kl. 21. Rýming hefst kl. 23 og verður lokið fyrir miðnætti.

Veðurlýsing fyrir daginn:
Sunnan og suðaustan, 5-8 m/s og þykknar upp með morgninum og hlýnar, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið.
Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, S og síðar SV 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til Höfuðborgarsvæðisins.

Sunnudagur:
Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á morgun til kl. 24. Lokað verður inn á svæðið kl. 21. Rýming hefst kl. 23 og verður lokið fyrir miðnætti.

Þeir sem ætla sér inn á svæðið fyrir kl. 12 í dag og á sunnudag gera það á eigin ábyrgð. Svæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum. Gert er ráð fyrir því að bannsvæði við eldstöðvarnar verði markað á korti sem verður birt síðar í dag.

Svæðið er ekki fyrir lítil börn, þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því útsett fyrir skaðlegum lofttegundum. Þeir sem klæða sig ekki vel hafa ekkert inn á svæðið að gera.

Búast má við gasmengun vegna eldgoss á Reykjanesi og er fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðamælingum á loftgaedi.is og leiðbeiningum frá Almannavörnum.
· Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mökkurinn leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldstöðva með vindinn í bakið.
· Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í dalnum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
· Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni
· Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Sigríður Ásta Klörudóttir þetta lúkkar alveg vel fyrir daginn

Uppfærð tilkynning frá lögreglu
Aðgengi almennings að gossvæðinu er til kl. 21 í kvöld og rýming svæðis hefst kl. 23 og verður lokið fyrir miðnætti.
Veðurlýsing fyrir daginn:
Fremur hæg norðlæg átt í fyrstu, en síðan norðvestan átt um 8-13 m/s. Skammvinn vestanátt með snjókomu milli kl. 15 og 18. Hæg breytileg átt í kvöld og líkur á stöku éljum, en þurrt í nótt. Frost 0 til 3 stig.
Gasmengunin ætti fyrst að fara til suðurs og síðar suðvesturs og ekki líkur á mengun í byggð. Í kvöld er aftur á móti hæg breytileg átt og líkur á að gas safnist upp við gosstöðvarnar.

Laugardagur:
Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á morgun til kl. 24. Lokað verður inn á svæðið kl. 21. Rýming hefst kl. 23 og verður lokið fyrir miðnætti.
Veðurlýsing fyrir daginn:
Veðurlýsing fyrir daginn:
Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, S og síðar SV 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til Höfuðborgarsvæðisins.

Sunnudagur:
Gossvæðið verður vaktað af lögreglu og björgunarsveitum frá kl. 12 á morgun til kl. 24. Lokað verður inn á svæðið kl. 21. Rýming hefst kl. 23 og verður lokið fyrir miðnætti.

Þeir sem ætla sér inn á svæðið fyrir kl. 12 á morgun og á sunnudag gera það á eigin ábyrgð. Svæðið er hættulegt og þá ekki síst vegna lélegra loftgæða. Lögregla getur án fyrirvara lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum. Gert er ráð fyrir því að bannsvæði við eldstöðvarnar verði markað á korti sem verður birt síðar í dag.

Svæðið er ekki fyrir lítil börn, þau eru viðkvæm og nær jörðinni en þeir sem eldri eru og því útsett fyrir skaðlegum lofttegundum. Þeir sem klæða sig ekki vel hafa ekkert inn á svæðið að gera.

Búast má við gasmengun vegna eldgoss á Reykjanesi og er fólk hvatt til að fylgjast með loftgæðamælingum á loftgaedi.is og leiðbeiningum frá Almannavörnum.
· Gasmengun við gosstöðvarnar getur alltaf farið yfir hættumörk, mökkurinn leggst undan vindi og því öruggast að horfa til eldstöðva með vindinn í bakið.
· Í hægviðri (<5 m/s) getur gas safnast fyrir í dalnum, þá stjórnast vindafar af landslagi og gas getur verið yfir hættumörkum langt upp í hlíðar, allan hringinn í kringum gosstöðvarnar. Í slíkum tilfellum þurfa áhorfendur að færa sig upp á fjöll og hryggi en ekki halda sig í brekkunum fyrir ofan.
· Velja þarf gönguleið eftir vindaspá hverju sinni
· Forðast skal að taka hunda með sér að gosstöðvunum. Hundar eru útsettari fyrir mengun vegna gass þar sem þeir eru nær jörðu. Einnig getur flúor leynst í pollum sem hundar drekka úr.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Nína Haraldsdóttir

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram