Hlutverk lögreglu er að gæta almannaöryggis og tryggja réttaröryggi; stemma stigu við afbrotum og vinna að uppljóstran brota; greiða götu almennings; veita yfirvöldum aðstoð við framkvæmd starfa sinna og að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu. Lögreglan aðstoðar borgara við að framfylgja lögunum með upplýsingum og góðum ráðum. Í störfum sínum ber lögregla því ábyrgð gagnvart almenningi og yfirvöldum.

Að starfa hjá lögreglunni þýðir að hafa tækifæri til að skapa aukið öryggi í lífi fólks.

Starf lögreglu skal byggja á því sem mælt er fyrir um í lögum og öðrum réttarreglum og fyrirmælum um verklag sem gilda hér á landi þar á meðal þjóðréttarlegum skuldbindingum.

Hér má sjá auglýst störf hjá lögreglunni.

Lögreglan hefur það að leiðarljósi að þjóna samfélaginu af heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og þekkingu. Starfsfólk lögreglunnar hefur margvíslegan bakgrunn, kunnáttu og menntun.

Starfsstig lögreglumanna

Lögreglumenn skipast í starfsstig.  Þau eru:

 • Ríkislögreglustjóri
 • Lögreglustjórar
 • Aðstoðarlögreglustjórar
 • Yfirlögregluþjónar
 • Aðstoðaryfirlögregluþjónar
 • Aðalvarðstjórar
 • Lögreglufulltrúar
 • Rannsóknarlögreglumenn
 • Varðstjórar
 • Lögreglumenn
 • Lögreglunemar, afleysingamenn í lögreglu og héraðslögreglumenn
Starfsstig

Starfsstig