Lögreglustöðin á Akranesi
Þjóðbraut 13
300 Akranesi
Þjónustusími: 444 0300
Fax: 444 0301
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0300 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Nú eru samfélagslöggurnar okkar á Vesturlandi komnar á Instagram. Endilega fylgið okkur og fáið unglingana ykkar til að gera það líka. ... Sjá meiraSjá minna
Þetta efni er ekki í boði sem stendur
Þetta gerist yfirleitt vegna þess að eigandinn deildi innlegginu einungis með takmörkuðum hópi fólks, breytti hver getur séð innleggið eða því hefur verið eytt.3 CommentsComment on Facebook
Nonni flottur ❤️
Við heppin að fá þessa glæsilegu menn í þetta starf 👍
Skjöldur Orri Skjaldarson ég bíð spennt eftir dansmyndbandi 🤣🤣🤣
Lögreglan á Vesturlandi vill vekja athygli skotvopnaeigenda á breyttri löggjöf um vörslur skotvopna. Með breytingum á vopnalögum sem tóku gildi í byrjun árs varð öllum eigendum skotvopna skylt að geyma þau í samþykktum læstum hirslum án tillits til hversu mörg skotvopn er um að ræða.
Þ.e. nú þurfa allir sem eiga skotvopn að tryggja vörslur þeirra án tillits til fjölda þeirra. Þá bættist við nýtt ákvæði sem segir að skotvopn skuli geymd á lögheimili eiganda. Skotvopnaeigendur með sama lögheimili mega semsagt samnýta skáp en aðrir ekki.
Það sem af er þessu ári hefur lögreglan á Vesturlandi heimsótt hátt í 400 skotvopnaeigendur til að ganga úr skugga um að vörslur séu í lagi og er gaman að segja frá því að að nánast allir hafa reynst með hlutina eins og þeir eiga að vera og þær örfáu athugasemdir sem gerðar voru voru allajafna smávægilegar.
Þetta eftirlit mun halda áfram og viljum við hvetja skotvopnaeigendur til að fara yfir þessi mál hjá sér og ef varsla hjá viðkomandi hefur ekki fengið úttekt lögreglu þá hafa samband í síma 4440300 á skrifstofutíma og biðja um úttekt lögreglu.
Við þetta er að bæta að allnokkrir skotvopnaeigendur í umdæminu eru með útrunnin réttindi þrátt fyrir að eiga skotvopn. Er hér með skorað á þá sem þetta á við að endurnýja réttindin hið snarasta svo ekki þurfi að koma til þess að lögregla haldleggi vopnin. Endurnýjun skotvopnaleyfis fer fram í gegn um island.is og þurfa umsækjendur um endurnýjun að hafa við hendina nýlegt læknisvottorð og passamynd ( á tölvutæku formi )
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Lögreglumenn á Vesturlandi mættu bifreið sem ekið var á 145 km/klst. þar sem þeir voru við löggæslueftirlit í gærkvöldi á Vesturlandsvegi við Hafnarfjall.
Þeir veittu bifreiðinni strax eftirför með blá ljós tendruð en ökumaðurinn stöðvaði ekki för sína þrátt fyrir að honum væri gefin stöðvunarmerki heldur jók ferðina og reyndi að stinga lögregluna af.
Ökumaðurinn mætir síðan öðrum lögreglubíll sem var þar einnig á ferð um Vesturlandsveg þar sem bifreiðinni er ekið á ofsahraða frá fyrri lögreglubifreiðinni. Hann var þá mældur á 188 km/klst.
Fjarskiptamiðstöð lögreglu var gert viðvart um eftirförina og sjúkrabifreið ræst út frá Borgarnesi til öryggis.
Ökumaðurinn ók áfram Vesturlandsveg inn á Borgarfjarðarbraut en eftirförinni lauk á Hvítárvallarvegi þar sem ökumaður stöðvaði bifreiðina og gafst upp. Hann var handtekinn á staðnum.
Ökumaðurinn og farþegar hans eru 17 og 18 ára gamlir og því var haft var samband við foreldra og barnavernd gert viðvart.
Ökumaðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Akranesi þar sem hann var sviptur ökuréttindum á staðnum og á hann von á hárri sekt að auki.
... Sjá meiraSjá minna
7 CommentsComment on Facebook
Viljum koma því á framfæri að við höfum verið að æfa forgangsakstur í umdæminu sem lið í endurmenntun lögreglumanna.
Þessir rafmagns bílar!
Mikið að þeir drápu ekki einhvern eða örkumluðu.
Verst að sektin er ekki nógu há.
Vonandi fá þeir tiltal og refsingu sem þeir muna eftir