Lögreglu er heimilt að bjóða sakborningum að ljúka málum með greiðslu sektar fyrir hin ýmsu brot ef viðurlögin eru sekt allt að 500.000 krónur.

Ef um er að ræða brot á umferðarlögum þar sem viðurlög eru sektir allt að 100.000 krónur og ekki um að ræða sviptingu ökuréttinda eða akstursbann er heimilt að ljúka máli með því að senda út greiðsluseðil.

Hafi ökumaður verið stöðvaður vegna umferðarlagabrots og undirritað vettvangsskýrslu vegna þess þar sem hann viðurkenndi brotið og samþykkti viðurlög vegna þess, er sendur út greiðsluseðill.  Í öðrum tilvikum er sent út sektarboð á greiðsluseðli þar sem ökumanni er boðið að viðurkenna brot sitt og ljúka málinu með greiðslu sektar.

Séu viðurlög vegna umferðarlagabrots sekt sem er hærri en 100.000 krónur, svipting ökuréttinda eða akstursbann, er viðkomandi send sektargerð með kvaðningu um að mæta á lögreglustöð vegna þess.  Ennfremur er sektargerð send út vegna allra annarra brota sem heimilt er að ljúka með greiðslu sektar.

 

Undirsíður