Þá eru sumir að fá lánatilboð í netpóstinn sinn. Oft á ævintýralegum kjörum. Það eins og annað sem er of gott til að vera satt er einmitt of gott til að vera satt. Markmið svindlarans er að fá þig til að svara og svo er þér sent tilboð sem er ævintýralega gott. En til að fá það þá þarftu að borga skráningargjöld og þar er verið að svíkja þig. Ef þig vantar lán þá talar þú við lánastofnun. Það er enginn að fara að senda þér frábært lánatilboð í einkapósti á einhvern handahófskenndan hátt.

Svindl lán