Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Vikan 18. til 25. September 2017

Að kveldi 18. september hafði lögreglan afskipti af skipstjóra fiskibáts sem kom úr veiðiferð og til löndunar í höfn á norðanverðum Vestfjörðum. Þrír voru í …

Vikan 21. til 28. ágúst 2017

Að kveldi 21. ágúst var tilkynnt um eld í íbúðarhúsi í Hnífsdal. Einn íbúi var í húsinu og hlaut hann brunasár. Hann var lagður inn …

Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum

Hafnarstræti 1
400 Ísafirði
Beinn sími: 444 0400
Þjónustusími allan sólarhringinn: 444 0400
Netfang: vestfirdir@logreglan.is

Með lögreglustjórn í umdæminu fer lögreglustjórinn á Vestfjörðum með aðsetur á Ísafirði.

Sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum eru:
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.

Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu en í dag er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslur, Ísafjarðarsýslur og Strandir.

Barðastrandarsýslur ná frá syðsta hluta Vestfjarðarkjálkans, frá botni Gilsfjarðar að austanverðu út á Látrabjarg að vestan og norður að Langanesi í Arnarfirði. Margar eyjar Breiðafjarðar tilheyra sýslunni.

Strandasýsla heitir eftir strandlengjunni frá Hrútafirði norður að Geirólfsnúpi.
Ísafjarðarsýslur taka yfir landsvæðið frá Langanesi í Arnarfirði allt norður í Horn og þaðan í Geirólfsnúp við sunnanverðan Reykjafjörð, þar sem sýslumörk Ísafjarðar- og Strandasýslu eru.

Þannig nær umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum yfir nær allan Vestfjarðarkjálkann að undaskildum Bæjarhreppi í Strandasýslu, en hann sameinaðist Húnaþingi Vestra þann 1. janúar 2012. Umdæmið nær norður Strandir og fyrir Hornbjarg, suður fyrir Látrabjarg til Gilsfjarðar. Sýslumörk eru áfram við Vestur-Húnavatnssýslu í austri, Mýrasýslu og Dalasýslu í suðri.

Flatarmál Vestfjarða er 9.356 ferkílómetrar. Þar af eru eyjar og sker 21.5 ferkílómetrar. Til samanburðar er flatararmál Íslands, með eyjum og skerjum, 102.712 ferkílómetrar. Embættinu tilheyrir ein lengsta strandlengja landsins eða rúmlega 2000 km. Strandlengja Íslands er í heild 4970 km. Stofn- tengi- og landsvegir, auk héraðsvega að öllum byggðum bæjum sem hafa ábúendur (lögheimili) í umdæminu, eru samtals 1553 km.

Íbúar í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum 1. janúar 2014 voru 6972 og skiptust þannig eftir sveitarfélögum:
Bolungarvíkurkaupstaður 950, Ísafjarðarbær 3639, Súðavíkurhreppur 202, Árneshreppur 53, Kaldrananeshreppur 105, Strandabyggð 506, Reykhólahreppur 271, Vesturbyggð 949 og Tálknafjarðarhreppur 297.

Lögreglustöðvar eru á Ísafirði, Hólmavík og á Patreksfirði og lögreglumenn eru 20 talsins.

Lögreglustöðvar

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

4 tímum síðan

Lögreglan á Vestfjörðum

Covid-19 Vestfirðir.

Enn eru í gildi hertar reglur almannavarna á Vestfjörðum, sem settar voru í samráði við sóttvarnalækni, miðvikudaginn 1. apríl sl. Þær gilda um Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafjörð. Það er full ástæða til að halda þeim aðgerðum meðan heilbrigðisyfirvöld eru að greina smit í þessum byggðarlögum og smitrakning stendur yfir.

Brýnt er fyrir öllum að hafa í heiðri samkomubannið sem takmarkast við 5 einstaklinga, tveggja metra samskiptafjarlægð og annað sem á við. Enn er fólk hvatt til þess að halda sig heima við að mestu leyti en góðir göngutúrar eða önnur slík líkamsrækt er nauðsynleg.

Þá eru þeir einstaklingar sem eru í sóttkví eða einangrun minntir á reglurnar sem við á. Frávik frá þeim reglum auka hættuna á að smit breiðist út. Minnt er enn og aftur á leiðbeiningar á vefsíðunni www.covid.is/

Þá er mikilvægt að allir þeir sem finna fyrir flensueinkennum hafi samband í síma 1700 eða síma viðeigandi heilbrigðisstofnunar. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun þá meta hvort ástæða sé til sýnatöku.

Á Vestfjörðum eru í dag alls 345 einstaklingar í sóttkví. 219 manns hafa lokið sóttkví. Smituðum hefur fjölgað um 5 síðan í gær. Svipaður fjöldi smitaðra er í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ, eða 18 í Ísafjarðarbæ og 15 í Bolungarvíkur. Einn einstaklingur er smitaður í Súðavíkurhreppi, í Strandasýslu og Reykhólasveit. Enginn er greindur smitaður í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.

Ekki liggur fyrir nákvæmur fjöldi sýna í bið, en í dag voru tekin 21 sýni á norðanverðum Vestfjörðum sem eru á leið til Reykjavíkur með aðstoð varðskipsins Þórs, sem siglir með þau inn í Ísafjarðardjúp, til móts við björgunarsveitarmenn frá Hólmavík og aka þeim á móti aðila sem sér um að koma þeim til Veirufræðideildar Landspítala.

Eins og komið hefur fram í fréttatilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í dag eru þrír íbúar á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík greindir með covid-19 smit. Hlúð er sérstaklega að þessum veiku einstaklingum eins og kostur er. Af þessum sökum er töluverður fjöldi starfsmanna í sóttkví og hefur stofnunin auglýst eftir starfsfólki til afleysinga í þessum aðstæðum. Vísað er á netfangið hvest@hvest.is

Í meðfylgjandi mynd má sjá upplýsingar yfir stöðuna á Vestfjörðum í dag:

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda þær á netfangið yfirstjorn-lvf@logreglan.is eða í einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Einnig eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrir Reykhólasveit og Strandasýslu), tilbúnir til að veita upplýsingar og aðstoð, sjá heimasíður þessara stofnana, www.hvest.is og www.hve.is

Þeir einstaklingar sem eiga erfitt um vik, af einhverjum orsökum í þessum aðstæðum, eru hvattir til að hringja í síma 1717 sem er hjálparsími Rauðakrossins. Sjálfboðaliðar þar á öllum Vestfjörðum eru reiðubúnir að veita aðstoð s.s. að koma nauðsynjavörum til heimila þar sem heimilisfólk er í sóttkví eða einangrun.

Lögreglan vill benda á smitrakningarapp sem hefur verið sett á laggirnar. En það hjálpar til við að rekja ferðir þeirra sem greinast smitaðir. Upplýsingar um það má nálgast hér: www.covid.is/tilkynningar

Það er mikill samhugur í Vestfirðingum sem og velunnurum þeirra utan umdæmisins. En þetta endurspeglaðist í gær og í dag þegar söfnunarmarkmið hópsins Stöndum saman Vestfirðir tókst og vel það. Hópurinn hóf söfnun fyrir tveimur öndunarvélum fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, sbr. fréttir þar um í fjölmiðlum í dag.

Það er engin ástæða til að slaka á þeim fyrirælunum landsmanna, að fyrirbyggja með öllum ráðum útbreiðslu covid-19 smits. Það markmið næst með samstilltri vinnu og verða allir að sýna ábyrga hegðun. Keðjan verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.
4. apríl 2020.
... Sjá meiraSjá minna

Covid-19 Vestfirðir.

Enn eru í gildi hertar reglur almannavarna á Vestfjörðum, sem settar voru í samráði við sóttvarnalækni, miðvikudaginn 1. apríl sl. Þær gilda um Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafjörð. Það er full ástæða til að halda þeim aðgerðum meðan heilbrigðisyfirvöld eru að greina smit í þessum byggðarlögum og smitrakning stendur yfir. 

Brýnt er fyrir öllum að hafa í heiðri samkomubannið sem takmarkast við 5 einstaklinga, tveggja metra samskiptafjarlægð og annað sem á við. Enn er fólk hvatt til þess að halda sig heima við að mestu leyti en góðir göngutúrar eða önnur slík líkamsrækt er nauðsynleg. 

Þá eru þeir einstaklingar sem eru í sóttkví eða einangrun minntir á reglurnar sem við á. Frávik frá þeim reglum auka hættuna á að smit breiðist út. Minnt er enn og aftur á leiðbeiningar á vefsíðunni https://www.covid.is/

Þá er mikilvægt að allir þeir sem finna fyrir flensueinkennum hafi samband í síma 1700 eða síma viðeigandi heilbrigðisstofnunar. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun þá meta hvort ástæða sé til sýnatöku.

Á Vestfjörðum eru í dag alls 345 einstaklingar í sóttkví. 219 manns hafa lokið sóttkví. Smituðum hefur fjölgað um 5 síðan í gær. Svipaður fjöldi smitaðra er í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ, eða 18 í Ísafjarðarbæ og 15 í Bolungarvíkur. Einn einstaklingur er smitaður í Súðavíkurhreppi, í Strandasýslu og Reykhólasveit. Enginn er greindur smitaður í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.

Ekki liggur fyrir nákvæmur fjöldi sýna í bið, en í dag voru tekin 21 sýni á norðanverðum Vestfjörðum sem eru á leið til Reykjavíkur með aðstoð varðskipsins Þórs, sem siglir með þau inn í Ísafjarðardjúp, til móts við björgunarsveitarmenn frá Hólmavík og aka þeim á móti aðila sem sér um að koma þeim til Veirufræðideildar Landspítala.

Eins og komið hefur fram í fréttatilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í dag eru þrír íbúar á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík greindir með covid-19 smit. Hlúð er sérstaklega að þessum veiku einstaklingum eins og kostur er. Af þessum sökum er töluverður fjöldi starfsmanna í sóttkví og hefur stofnunin auglýst eftir starfsfólki til afleysinga í þessum aðstæðum. Vísað er á netfangið hvest@hvest.is 

Í meðfylgjandi mynd má sjá upplýsingar yfir stöðuna á Vestfjörðum í dag:

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda þær á netfangið yfirstjorn-lvf@logreglan.is eða í einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Einnig eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrir Reykhólasveit og Strandasýslu), tilbúnir til að veita upplýsingar og aðstoð, sjá heimasíður þessara stofnana, www.hvest.is og www.hve.is 

Þeir einstaklingar sem eiga erfitt um vik, af einhverjum orsökum í þessum aðstæðum, eru hvattir til að hringja í síma 1717 sem er hjálparsími Rauðakrossins. Sjálfboðaliðar þar á öllum Vestfjörðum eru reiðubúnir að veita aðstoð s.s. að koma nauðsynjavörum til heimila þar sem heimilisfólk er í sóttkví eða einangrun.

Lögreglan vill benda á smitrakningarapp sem hefur verið sett á laggirnar. En það hjálpar til við að rekja ferðir þeirra sem greinast smitaðir. Upplýsingar um það má nálgast hér: https://www.covid.is/tilkynningar

Það er mikill samhugur í Vestfirðingum sem og velunnurum þeirra utan umdæmisins. En þetta endurspeglaðist í gær og í dag þegar söfnunarmarkmið hópsins Stöndum saman Vestfirðir tókst og vel það. Hópurinn hóf söfnun fyrir tveimur öndunarvélum fyrir Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, sbr. fréttir þar um í fjölmiðlum í dag.

Það er engin ástæða til að slaka á þeim fyrirælunum landsmanna, að fyrirbyggja með öllum ráðum útbreiðslu covid-19 smits. Það markmið næst með samstilltri vinnu og verða allir að sýna ábyrga hegðun. Keðjan verður aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.
4. apríl 2020.

Comment on Facebook

Væri hægt að sundurliða Ísafjarðarbæ nánar ? þar sem þetta eru 5 bæjarkjarnar , Ísafjörður, Hnífsdalur, Suðureyri, Flateyri og Þyngeyri.

Covid-19 Vestfirðir.

Enn eru í gildi hertar reglur almannavarna á Vestfjörðum, sem settar voru í samráði við sóttvarnalækni, miðvikudaginn 1. apríl sl. Þær gilda um Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafjörð. Það er full ástæða til að halda þeim aðgerðum meðan heilbrigðisyfirvöld eru að greina smit í þessum byggðarlögum og smitrakning stendur yfir. Brýnt er fyrir öllum að hafa í heiðri samkomubannið sem takmarkast við 5 einstaklinga, tveggja metra samskiptafjarlægð og annað sem á við.

Enn er fólk hvatt til þess að halda sig heima við að mestu leyti en góðir göngutúrar eða önnur slík líkamsrækt er nauðsynleg.

Þá eru þeir einstaklingar sem eru í sóttkví eða einangrun minntir á reglurnar sem við á. Frávik frá þeim reglum auka hættuna á að smit breiðist út. Minnt er enn og aftur á leiðbeiningar á vefsíðunni www.covid.is/

Þá er mikilvægt að allir þeir sem finna fyrir flensueinkennum hafi samband í síma 1700 eða síma viðeigandi heilbrigðisstofnunar. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun þá meta hvort ástæða sé til sýnatöku.

Í meðfylgjandi mynd má sjá tölurnar yfir stöðun á Vestfjörðum í dag.

Eins og fram kom á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í dag greindist einstaklingur á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík með covid-19 smit í dag. Tveir aðrir einstaklingar þar eru með slík einkenni og unnið er að rannsókn tilheyrandi sýna. Heimilisfólk þar og einnig starfsfólk er komið í sóttkví eins og gefur að skilja.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur verið að störfum undanfarnar vikur og var vettvangsstjórn á Norðanverðum Vestfjörðum verið virkjuð í dag. Aðgerðastjórn hefur fundað með sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, bæði í dag og í gær vegna aðgerðanna.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda þær á netfangið yfirstjorn-lvf@logreglan.is eða í einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Einnig eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrir Reykhólasveit og Strandasýslu), tilbúnir til að veita upplýsingar og aðstoð, sjá heimasíður þessara stofnana, www.hvest.is og www.hve.is

Þeir einstaklingar sem eiga erfitt um vik, af einhverjum orsökum í þessum aðstæðum, eru hvattir til að hringja í síma 1717 sem er hjálparsími Rauðakrossins. Sjálfboðaliðar þar á öllum Vestfjörðum eru reiðubúnir til að veita aðstoð s.s. að koma nauðsynjavörum til heimila þar sem heimilisfólk er í sóttkví eða einangrun.

Lögreglan vill benda á smitrakningarapp sem hefur verið sett á laggirnar. En það hjálpar til við að rekja ferðir þeirra sem greinast smitaðir. Upplýsingar um það má nálgast hér: www.covid.is/tilkynningar

Það er afar brýnt að við öll, sem samfélag, stöndum saman. Ef við förum að fyrirmælum og leiðbeiningum yfirvalda í samskiptum okkar munu þessar aðstæður vara sem skemmst.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.
3. apríl 2020.
... Sjá meiraSjá minna

Covid-19 Vestfirðir.

Enn eru í gildi hertar reglur almannavarna á Vestfjörðum, sem settar voru í samráði við sóttvarnalækni, miðvikudaginn 1. apríl sl. Þær gilda um Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafjörð. Það er full ástæða til að halda þeim aðgerðum meðan heilbrigðisyfirvöld eru að greina smit í þessum byggðarlögum og smitrakning stendur yfir. Brýnt er fyrir öllum að hafa í heiðri samkomubannið sem takmarkast við 5 einstaklinga, tveggja metra samskiptafjarlægð og annað sem á við. 

Enn er fólk hvatt til þess að halda sig heima við að mestu leyti en góðir göngutúrar eða önnur slík líkamsrækt er nauðsynleg. 

Þá eru þeir einstaklingar sem eru í sóttkví eða einangrun minntir á reglurnar sem við á. Frávik frá þeim reglum auka hættuna á að smit breiðist út. Minnt er enn og aftur á leiðbeiningar á vefsíðunni https://www.covid.is/

Þá er mikilvægt að allir þeir sem finna fyrir flensueinkennum hafi samband í síma 1700 eða síma viðeigandi heilbrigðisstofnunar. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun þá meta hvort ástæða sé til sýnatöku.

Í meðfylgjandi mynd má sjá tölurnar yfir stöðun á Vestfjörðum í dag.
 
Eins og fram kom á heimasíðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í dag greindist einstaklingur á dvalarheimilinu Bergi í Bolungarvík með covid-19 smit í dag. Tveir aðrir einstaklingar þar eru með slík einkenni og unnið er að rannsókn tilheyrandi sýna. Heimilisfólk þar og einnig starfsfólk er komið í sóttkví eins og gefur að skilja.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur verið að störfum undanfarnar vikur og var vettvangsstjórn á Norðanverðum Vestfjörðum verið virkjuð í dag. Aðgerðastjórn hefur fundað með sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, bæði í dag og í gær vegna aðgerðanna.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda þær á netfangið yfirstjorn-lvf@logreglan.is eða í einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Einnig eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrir Reykhólasveit og Strandasýslu), tilbúnir til að veita upplýsingar og aðstoð, sjá heimasíður þessara stofnana, www.hvest.is og www.hve.is 

Þeir einstaklingar sem eiga erfitt um vik, af einhverjum orsökum í þessum aðstæðum, eru hvattir til að hringja í síma 1717 sem er hjálparsími Rauðakrossins. Sjálfboðaliðar þar á öllum Vestfjörðum eru reiðubúnir til að veita aðstoð s.s. að koma nauðsynjavörum til heimila þar sem heimilisfólk er í sóttkví eða einangrun.

Lögreglan vill benda á smitrakningarapp sem hefur verið sett á laggirnar. En það hjálpar til við að rekja ferðir þeirra sem greinast smitaðir. Upplýsingar um það má nálgast hér: https://www.covid.is/tilkynningar

Það er afar brýnt að við öll, sem samfélag, stöndum saman. Ef við förum að fyrirmælum og leiðbeiningum yfirvalda í samskiptum okkar munu þessar aðstæður vara sem skemmst. 

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.
3. apríl 2020.

Comment on Facebook

Við komumst í gegnum þetta og verðum sterkara samfélag þegar þessu er lokið. Áður en við vitum af verður komið sumar og sól😎

ekkert kannað hverjir eru búnir að fá flensu

Hefur Lögreglunni ekki hug á að senda þessar upplýsingar til fjölmiðla?

Engar nýjar tölur í dag

2 dögum síðan

Lögreglan á Vestfjörðum

Covid-19 Vestfirðir.

Eins og kom fram í tilkynningu í gær ákvað aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum, í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hertar aðgerðir til að sporna við smiti í Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði. Í ljósi smitrakningar þótti ekki, að svo komnu, ástæða til að láta hinar hertu aðgerðir ná til annarra staða á Vestfjörðum. Ekki er tímabært að segja til um hvenær þessum aðgerðum verði aflétt, en staðan er tekin daglega í samráði með sóttvarnalækni.

Eftir að sú ákvörðun var tekin greindust 15 einstaklingar smitaðir á norðanverðum Vestfjörðum. Í dag voru tekin sýni hjá 27 einstaklingum á þessu svæði og hafa þau verið send til rannsóknar. Alls eru 285 komnir í sóttkví á Vestfjörðum, eins og neðan greinir. Einstaklingar sem eru annað hvort í sóttkví eða einangrun eru eindregið hvattir til þess að fara eftir fyrirmælum og leiðbeiningum Landlæknisembættisins, sjá www.covid.is/. Þá er mikilvægt að allir þeir sem finna fyrir flensueinkennum hafi samband í síma 1700 eða síma viðeigandi heilbrigðisstofnunar. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun þá meta hvort ástæða sé til sýnatöku.

Á meðfylgjandi mynd má sjá tölulegar upplýsingar yfir stöðuna á Vestfjörðum í dag

Lögreglan hefur í dag heimsótt nokkrar af stærri verslunum í Bolungarvík og Ísafirði, bakarí og veitingastaði á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrirsvarsfólk og starfsfólk þessara fyrirtækja hafa greinilega lagt sig fram um að fara að þeim fyrirmælum sem sett voru fram í gær og ber að þakka það.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda þær á netfangið yfirstjorn-lvf@logreglan.is eða í einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Einnig eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrir Reykhólasveit og Strandasýslu), tilbúnir til að veita upplýsingar og aðstoð, sjá heimasíður þessara stofnana, www.hvest.is og www.hve.is

Þeir einstaklingar sem eiga erfitt um vik, af einhverjum orsökum í þessum aðstæðum, eru hvattir til að hringja í síma 1717 sem er hjálparsími Rauðakrossins. Sjálfboðaliðar þar á öllum Vestfjörðum eru reiðubúnir til að veita aðstoð s.s. að koma nauðsynjavörum til heimila þar sem heimilisfólk er í sóttkví eða einangrun.

Þó svo almenningur hafi verið hvattur til þess að halda sig að mestu heimavið og takmarki ferðir sínar í tilkynningunni í gær var ekki um eiginlegt útgöngubann að ræða. Fólk er hvatt til þess að fara út í göngutúra eða með öðrum hætti að hreyfa sig, en mikilvægt að halda í heiðri þau fyrirmæli og leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út, s.s. að vera ekki í stærri hóp en sem telur 5 einstaklinga og halda samskiptafjarlægðinni, sem eru 2 metrar. Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Lögreglan vill benda á smitrakningarapp sem hefur verið sett á laggirnar. En það hjálpar til við að rekja ferðir þeirra sem greinast smitaðir. Upplýsingar um það má nálgast hér: www.covid.is/tilkynningar

Við, sem samfélag, þurfum öll að leggjast á eitt að hefta smitleiðir með öllum ráðum. Það er gott til þess að vita að almenningur leggur sig allan fram við það. Við förum saman í gegnum þessar aðstæður og við trúum því að allt muni fara vel.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.
2. apríl 2020.
... Sjá meiraSjá minna

Covid-19 Vestfirðir.

Eins og kom fram í tilkynningu í gær ákvað aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum, í samráði við sóttvarnalækni og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hertar aðgerðir til að sporna við smiti í Bolungarvík, Hnífsdal og Ísafirði. Í ljósi smitrakningar þótti ekki, að svo komnu, ástæða til að láta hinar hertu aðgerðir ná til annarra staða á Vestfjörðum. Ekki er tímabært að segja til um hvenær þessum aðgerðum verði aflétt, en staðan er tekin daglega í samráði með sóttvarnalækni.

Eftir að sú ákvörðun var tekin greindust 15 einstaklingar smitaðir á norðanverðum Vestfjörðum. Í dag voru tekin sýni hjá 27 einstaklingum á þessu svæði og hafa þau verið send til rannsóknar. Alls eru 285 komnir í sóttkví á Vestfjörðum, eins og neðan greinir. Einstaklingar sem eru annað hvort í sóttkví eða einangrun eru eindregið hvattir til þess að fara eftir fyrirmælum og leiðbeiningum Landlæknisembættisins, sjá https://www.covid.is/. Þá er mikilvægt að allir þeir sem finna fyrir flensueinkennum hafi samband í síma 1700 eða síma viðeigandi heilbrigðisstofnunar. Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun þá meta hvort ástæða sé til sýnatöku.

Á meðfylgjandi mynd má sjá tölulegar upplýsingar yfir stöðuna á Vestfjörðum í dag
 
Lögreglan hefur í dag heimsótt nokkrar af stærri verslunum í Bolungarvík og Ísafirði, bakarí og veitingastaði á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrirsvarsfólk og starfsfólk þessara fyrirtækja hafa greinilega lagt sig fram um að fara að þeim fyrirmælum sem sett voru fram í gær og ber að þakka það.

Ef einhverjar spurningar vakna þá er velkomið að senda þær á netfangið yfirstjorn-lvf@logreglan.is eða í einkaskilaboð á facebooksíðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Einnig eru starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrir Reykhólasveit og Strandasýslu), tilbúnir til að veita upplýsingar og aðstoð, sjá heimasíður þessara stofnana, www.hvest.is og www.hve.is 

Þeir einstaklingar sem eiga erfitt um vik, af einhverjum orsökum í þessum aðstæðum, eru hvattir til að hringja í síma 1717 sem er hjálparsími Rauðakrossins. Sjálfboðaliðar þar á öllum Vestfjörðum eru reiðubúnir til að veita aðstoð s.s. að koma nauðsynjavörum til heimila þar sem heimilisfólk er í sóttkví eða einangrun.

Þó svo almenningur hafi verið hvattur til þess að halda sig að mestu heimavið og takmarki ferðir sínar í tilkynningunni í gær var ekki um eiginlegt útgöngubann að ræða. Fólk er hvatt til þess að fara út í göngutúra eða með öðrum hætti að hreyfa sig, en mikilvægt að halda í heiðri þau fyrirmæli og leiðbeiningar sem gefnar hafa verið út, s.s. að vera ekki í stærri hóp en sem telur 5 einstaklinga og halda samskiptafjarlægðinni, sem eru 2 metrar. Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Lögreglan vill benda á smitrakningarapp sem hefur verið sett á laggirnar. En það hjálpar til við að rekja ferðir þeirra sem greinast smitaðir. Upplýsingar um það má nálgast hér: https://www.covid.is/tilkynningar

Við, sem samfélag, þurfum öll að leggjast á eitt að hefta smitleiðir með öllum ráðum. Það er gott til þess að vita að almenningur leggur sig allan fram við það. Við förum saman í gegnum þessar aðstæður og við trúum því að allt muni fara vel.

Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum.
2. apríl 2020.

Comment on Facebook

hvað er þetta með Bolungatvík 🤔

hvað um Flateyri, Suðureyri og Þingeyri?

Snilld ad fá þetta svona upp sett..takk 🙂

Hef séð að póstnúmerin eru notuð annarstaðar og finnst að það eigi að gera það hér líka.

Takk fyrir þessar upplýsingar 🙏

Takk fyrir þetta

Gott að sjá þetta

Keppni

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram