Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Jafnréttisáætlun embættisins og jafnlaunastefna.

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur endurnýjað jafnréttisáætlun embættisins og jafnlaunastefnu þess, sjá meðfylgjandi viðhengi. Jafnréttisáætlun LVF Jafnlaunastefna LVF    

Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum

Hafnarstræti 1
400 Ísafirði
Beinn sími: 444 0400
Þjónustusími allan sólarhringinn: 444 0400
Netfang: vestfirdir@logreglan.is

Með lögreglustjórn í umdæminu fer lögreglustjórinn á Vestfjörðum með aðsetur á Ísafirði.

Sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum eru:
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur.

Vestfirðir skiptust áður í fimm sýslur: Austur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Barðastrandarsýslu, Vestur-Ísafjarðarsýslu, Norður-Ísafjarðarsýslu og Strandasýslu en í dag er venja að tala fremur um Barðastrandarsýslur, Ísafjarðarsýslur og Strandir.

Barðastrandarsýslur ná frá syðsta hluta Vestfjarðarkjálkans, frá botni Gilsfjarðar að austanverðu út á Látrabjarg að vestan og norður að Langanesi í Arnarfirði. Margar eyjar Breiðafjarðar tilheyra sýslunni.

Strandasýsla heitir eftir strandlengjunni frá Hrútafirði norður að Geirólfsnúpi.
Ísafjarðarsýslur taka yfir landsvæðið frá Langanesi í Arnarfirði allt norður í Horn og þaðan í Geirólfsnúp við sunnanverðan Reykjafjörð, þar sem sýslumörk Ísafjarðar- og Strandasýslu eru.

Þannig nær umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum yfir nær allan Vestfjarðarkjálkann að undaskildum Bæjarhreppi í Strandasýslu, en hann sameinaðist Húnaþingi Vestra þann 1. janúar 2012. Umdæmið nær norður Strandir og fyrir Hornbjarg, suður fyrir Látrabjarg til Gilsfjarðar. Sýslumörk eru áfram við Vestur-Húnavatnssýslu í austri, Mýrasýslu og Dalasýslu í suðri.

Flatarmál Vestfjarða er 9.356 ferkílómetrar. Þar af eru eyjar og sker 21.5 ferkílómetrar. Til samanburðar er flatararmál Íslands, með eyjum og skerjum, 102.712 ferkílómetrar. Embættinu tilheyrir ein lengsta strandlengja landsins eða rúmlega 2000 km. Strandlengja Íslands er í heild 4970 km. Stofn- tengi- og landsvegir, auk héraðsvega að öllum byggðum bæjum sem hafa ábúendur (lögheimili) í umdæminu, eru samtals 1553 km.

Íbúar í umdæmi lögreglustjórans á Vestfjörðum 1. janúar 2014 voru 6972 og skiptust þannig eftir sveitarfélögum:
Bolungarvíkurkaupstaður 950, Ísafjarðarbær 3639, Súðavíkurhreppur 202, Árneshreppur 53, Kaldrananeshreppur 105, Strandabyggð 506, Reykhólahreppur 271, Vesturbyggð 949 og Tálknafjarðarhreppur 297.

Lögreglustöðvar eru á Ísafirði, Hólmavík og á Patreksfirði og lögreglumenn eru 20 talsins.

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
6 dögum síðan

Fíkniefnadreifing stöðvuð.

Aðfaranótt síðastliðins laugardags höfðu lögreglumenn afskipti af aðila á veitingastað á Ísafirði. Sá reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum og við nánari skoðun fannst meira magn fíkniefna.

Miðað við hátterni mannsins og efnismagnið sem lögreglan lagði hald á má ætla að efnin hafi átt að fara í dreifingu.

Lögreglan þiggur allar ábendingar um fíkniefnameðhöndlun af hverju tagi. Þeim má koma til skila með beinu samtali við næsta lögreglumann.

Einnig er hægt að hringja inn upplýsingar í síma 8005005. Fullri nafnleynd er heitið.
... Sjá meiraSjá minna

2 CommentsComment on Facebook

Gott hjá þér.

Sérhvert gramm af fíkniefnum sem lögreglan finnur er spor í rétta átt. Eftir að ég sagði skilið við tóbak & áfengi 1979 og 1989 hef ég átt miklu betra líf. Enginn trúði að ég, stór-reykingamaðurinn, gæti hætt að reykja. En viti menn, 13. apríl 1979 drap ég í síðust sígarettunni og hef aldrei haft löngun í reyk eftir það. ég er áttræður við hestaheilsu, eins og sagt er.

Nýr saksóknarfulltrúi til starfa.

Þann 15. september sl. tók til starfa, hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum, nýr löglærður fulltrúi lögreglustjóra, en um er að ræða Kristján Óskar Ásvaldsson.

Kristján Óskar, sem starfað hefur sem lögmaður á Ísafirði um árabil, var valinn úr hópi umsækjenda til starfans. Auk þess að sinna verkefnum á ákærusviði embættisins mun hann einnig koma að öðrum verkefnum, svo sem á sviði samfélagslöggæslu og fl.

Myndin er tekin þegar lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Helgi Jensson, bauð þennan nýja starfsmann embættisins velkominn til starfa.
... Sjá meiraSjá minna

Nýr saksóknarfulltrúi til starfa.

Þann 15. september sl. tók til starfa, hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum, nýr löglærður fulltrúi lögreglustjóra, en um er að ræða Kristján Óskar Ásvaldsson.

Kristján Óskar, sem starfað hefur sem lögmaður á Ísafirði um árabil, var valinn úr hópi umsækjenda til starfans.  Auk þess að sinna verkefnum á  ákærusviði embættisins mun hann einnig koma að öðrum verkefnum, svo sem á sviði samfélagslöggæslu og fl.

Myndin er tekin þegar lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Helgi Jensson, bauð þennan nýja starfsmann embættisins velkominn til starfa.

4 CommentsComment on Facebook

Til hamingju Kristján 😃

Heilla- og hamingjuóskir með nýtt starf!

Topp maður.

Góður drengur, til hamingju

Um helgina fara fram smalamennskur víða á Vestfjörðum og því má búast við búfénaði og smölum á og við vegi á ýmsum stöðum.
Ökumenn eru beðnir um sýna sérstaka tillitsemi hvað þetta varðar og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni.
... Sjá meiraSjá minna

Um helgina fara fram smalamennskur víða á Vestfjörðum og því má búast við búfénaði og smölum á og við vegi á ýmsum stöðum.
Ökumenn eru beðnir um sýna sérstaka tillitsemi hvað þetta varðar  og haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni.
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram