
Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt. Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið og skal sjá um innleiðingu, skráningu, skjalfestingu og viðhalds á vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsis ÍST 85:2012 og jafnréttislög nr. 150/2020.
Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.
Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af ýmsum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfshæfileikum, stjórnun og verkefnum. Allar launaákvarðanir skulu rökstuddar, sé þess óskað.
Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.
Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og aðstoðaryfirlögregluþjón, eftir atvikum, um framhald málsins.
Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.
Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins.
Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum,
Ísafirði, 2. desember 2021
Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Vakin er athygli á gulri viðvörun Veðurstofu Íslands á Vestfjörðum frá morgni þriðjudags, 26. september fram til miðnættis. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við norðaustan 13-20 m. á sekúndu með mjög hvössum vindhviðum, einkum við fjöll.
Þessu mun samkvæmt veðurspá fylgja allmikil rigning.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát, ganga frá lausum munum og hreinsa frá niðurföllum.
... Sjá meiraSjá minna
vedur.is | Viðvaranir | Veðurstofa Íslands
vedur.is
© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 105 Reykjavík | Sími 522 6000 | Kennitala 630908-0350 Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn | Persónuv...0 CommentsComment on Facebook
Af verkefnum liðinnar viku.
Í liðinni viku fór lögregla í eftirlitsaðgerð í samvinnu við tollayfirvöld um borð í flutningaskip sem kom til hafnar í Vesturbyggð. Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Buster, tók þátt í leitinni. Ekkert saknæmt fannst við leitina að frátöldum ætluðum ólöglegum tollvarningi sem tollgæsla sá um afgreiðslu á.
Ekið var á lömb í nágrenni Bíldudals, á Ströndum og einnig í Dýrafirði.
Hvalreki var í Gilsfirði.
Að kveldi 21. september tók rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í innsiglingunni í Tálknafjarðarhöfn. Engann sakaði og engin hætta á ferðum. Þó voru flestir í áhöfninni fluttir í landi og tók RKÍ við þeim í fjöldahjálpastöð, sem opnuð var. Skipið osnaði af strandstað upp úr miðnætti undir eigin vélarafli.
Einn ökumaður var stöðvaður og kærður fyrir akstur sviptur ökuréttindum.
12 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðann akstur í embættinu, m.a. var einn mældur á 53 km/klst í Króknum á Ísafirði, þar sem hámarkshraði er 30 km. Þá voru tveir mældir á 135 km/klst í Ísafjarðardjúpi.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Fíkniefnadreifing stöðvuð.
Aðfaranótt síðastliðins laugardags höfðu lögreglumenn afskipti af aðila á veitingastað á Ísafirði. Sá reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum og við nánari skoðun fannst meira magn fíkniefna.
Miðað við hátterni mannsins og efnismagnið sem lögreglan lagði hald á má ætla að efnin hafi átt að fara í dreifingu.
Lögreglan þiggur allar ábendingar um fíkniefnameðhöndlun af hverju tagi. Þeim má koma til skila með beinu samtali við næsta lögreglumann.
Einnig er hægt að hringja inn upplýsingar í síma 8005005. Fullri nafnleynd er heitið.
... Sjá meiraSjá minna
2 CommentsComment on Facebook
Gott hjá þér.
Sérhvert gramm af fíkniefnum sem lögreglan finnur er spor í rétta átt. Eftir að ég sagði skilið við tóbak & áfengi 1979 og 1989 hef ég átt miklu betra líf. Enginn trúði að ég, stór-reykingamaðurinn, gæti hætt að reykja. En viti menn, 13. apríl 1979 drap ég í síðust sígarettunni og hef aldrei haft löngun í reyk eftir það. ég er áttræður við hestaheilsu, eins og sagt er.