Lögreglan á Vestfjörðum Jafnlaunastefna embættis lögreglustjórans á Vestfjörðum

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt.  Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið og skal sjá um innleiðingu, skráningu, skjalfestingu og viðhalds á vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsis ÍST 85:2012 og jafnréttislög nr. 150/2020.

 

Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

 

Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af ýmsum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfs­hæfileikum, stjórnun og verkefnum. Allar launaákvarðanir skulu rökstuddar, sé þess óskað.

Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.

Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og aðstoðaryfirlögregluþjón, eftir atvikum, um framhald málsins.

Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.

Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins.

Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

 

Skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum,

Ísafirði, 2. desember 2021

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri

 

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
13 tímum síðan

Krapaflóð á Patreksfirði í morgun.

Eins og komið hefur fram féll krapaflóð úr Geirseyrargili á Patreksfirði í morgun. Viðbragðsaðilar á svæðinu hafa verið að störfum.

Enginn mannskaði varð og flóðið féll á eitt hús og eina bifreið.

Götur þær er flóðið fór yfir hafa nú verið hreinsaðar og opnað hefur verið fyrir umferð. Vegfarendur sem leið eiga um þessar tilteknu götur eru beðnir um að gæta varúðar.

Veðuraðstæður fara batnandi og er það mat ofanflóðaeftirlits Veðurstofunnar að hættan sé liðin hjá.

Lýst var yfir hættustigi í morgun í kjölfar flóðsins en því hefur verið aflýst. Veðurstofan fylgist áfram með.

Viðbragðsaðilar í vesturbyggð hafa staðið sig með sóma og er þeim þökkuð vinnan.

Rauðikrossinn verður með viðveru í safnaðarheimilinu á Patreksfirði fyrir þá sem vilja. Einnig er bent á hjálparsíma RKÍ, 1717.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Er það ekki 1717 RKÍ

Geirseyrargil😊

19 tímum síðan

Mjög mikil hálka er í umdæminu vegna mikillar rigningar undanfarna nótt.
Biðlum við til fólks að gæta að sér, sandur og mannbroddar verða sennilega orð dagsins í dag.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Já könnunar leiðangur morgunsins leiddi það í ljós

7 dögum síðan

Nú hefur hitastigið stigið upp fyrir frostmark og úrkoma morgunsins orðin að rigningu.
Viljum við því vara fólk við mikilli hættu á snjóhruni af þökum. Snjóþekjur á hallandi þökum eru nú orðnar þungar í bleytunni og renna því til með tilheyrandi hættu fyrir gangandi vegfarendur.
Eins ber að nefna augljósa hættu sem stafar af hangandi grílukertum víðast hvar sem gætu hrunið sömuleiðis.
... Sjá meiraSjá minna

Nú hefur hitastigið stigið upp fyrir frostmark og úrkoma morgunsins orðin að rigningu.
Viljum við því vara fólk við mikilli hættu á snjóhruni af þökum. Snjóþekjur á hallandi þökum eru nú orðnar þungar í bleytunni og renna því til með tilheyrandi hættu fyrir gangandi vegfarendur.
Eins ber að nefna augljósa hættu sem stafar af hangandi grílukertum víðast hvar sem gætu hrunið sömuleiðis.
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram