Lögreglan á Vestfjörðum Jafnlaunastefna embættis lögreglustjórans á Vestfjörðum

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt.  Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið og skal sjá um innleiðingu, skráningu, skjalfestingu og viðhalds á vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsis ÍST 85:2012 og jafnréttislög nr. 150/2020.

 

Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

 

Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af ýmsum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfs­hæfileikum, stjórnun og verkefnum. Allar launaákvarðanir skulu rökstuddar, sé þess óskað.

Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.

Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og aðstoðaryfirlögregluþjón, eftir atvikum, um framhald málsins.

Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.

Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins.

Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

 

Skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum,

Ísafirði, 2. desember 2021

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri

 

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Æfing viðbragðsaðila við hópslysi.

Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á truflunum sem gætu orðið vegna æfingar allra viðbragðsaðila á NV Vestfjörðum á morgun.

Æfingin verður í Önundarfirði og hefst kl.17:00 á morgun, 22. maí 2024. Hún mun ganga út á flutning viðbragðsaðila á vettvang. Vinnu á vettvangi og flutning á slösuðum frá vettvangi á sjúkrahúsið á Ísafirði og einnig á Ísafjarðarflugvöll. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun koma að æfingunni og Vettvangsstjórn verður virkjuð á vettvangi, sem og Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum, sem staðsett verður í nýrri aðstöðu sinni í Guðmundarbúð á Ísafirði. Einnig verður Samhæfingamiðstöð í Skógarhlíð virkjuð eins og venjan er. Flugdeild Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard mun einnig koma að æfingunni.

Líkt verður eftir hópslysi þar sem hópferðabifreið með tugi farþega hlekkist á og bregðast þarf við því með viðeigandi hætti.

Æfingin miðast við að samhæfa viðbrögð og vinnu viðbragðsaðila sem og heilbrigðisstarfsmanna og Vegagerðarinnar.

Göngunum undir Breiðadals og Botnsheiði verður lokað kl.17:00 á morgun í hálfa klukkustund eða svo. Búast má við umferðartöfum í göngunum í eina til tvær klukkustundir í kjölfarið.

Vegfarendur eru hvattir til að sýna þessu verkefni tillitssemi.
... Sjá meiraSjá minna

Æfing viðbragðsaðila við hópslysi.

Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á truflunum sem gætu orðið vegna æfingar allra viðbragðsaðila á NV Vestfjörðum á morgun.

Æfingin verður í Önundarfirði og hefst kl.17:00 á morgun, 22. maí 2024.  Hún mun ganga út á flutning viðbragðsaðila á vettvang.  Vinnu á vettvangi og flutning á slösuðum frá vettvangi á sjúkrahúsið á Ísafirði og einnig á Ísafjarðarflugvöll.  Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mun koma að æfingunni og Vettvangsstjórn verður virkjuð á vettvangi, sem og Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum, sem staðsett verður í nýrri aðstöðu sinni í Guðmundarbúð á Ísafirði.  Einnig verður Samhæfingamiðstöð í Skógarhlíð virkjuð eins og venjan er.  Flugdeild Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard mun einnig koma að æfingunni.

Líkt verður eftir hópslysi þar sem hópferðabifreið með tugi farþega hlekkist á og bregðast þarf við því með viðeigandi hætti.

Æfingin miðast við að samhæfa viðbrögð og vinnu viðbragðsaðila sem og heilbrigðisstarfsmanna og Vegagerðarinnar.

Göngunum undir Breiðadals og Botnsheiði verður lokað kl.17:00 á morgun í hálfa klukkustund eða svo. Búast má við umferðartöfum í göngunum í eina til tvær klukkustundir í kjölfarið.

Vegfarendur eru hvattir til að sýna þessu verkefni tillitssemi.

1 CommentComment on Facebook

Nú sitja á fimmta tug viðbragðsaðila af NV Vestfjörðum upprifjunarfræðslu sem Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra annast. Viðbragð morgundagsins yfirfarin. Markmiðið er aðeins eitt : Bjarga og þjónusta.

Forgangsakstur ... Sjá meiraSjá minna

0 CommentsComment on Facebook

Með vorkomunni eykst umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna. Þá eykst einnig notkun rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla en um slík tæki er ætlunin að fjalla stuttlega um hér.

Rafhlaupahjól teljast til reiðhjóla og mega ná 25 km hraða á klst. að hámarki. Þau má m.a. nota á gangstéttum og göngustígum. Ekkert aldurstakmark er á slík hjól samkvæmt núgildandi lögum, en leigufyrirtæki slíkra hjóla setja oft eigin aldurstakmark á sín hjól sem þá eru á þeirra vegum.
Létt bifhjól í flokki I eða svokallaðar vespur geta verið bensín- og rafknúin með allt að 50 cc bensínvél eða 4 kW rafmótor. Þau eru jafnan stærri og þyngri en rafhlaupahjól og framleidd sem létt bifhjól. Þau mega einnig ná 25 km hraða á klst. að hámarki, eru ekki skráningar- eða tryggingarskyld en ökumenn slíkra hjóla þurfa að hafa náð 13 ára aldri. Þau má einnig nota á gangstéttum og göngustígum.
Þá eru til létt bifhjól í flokki II einnig þekkt sem skellinöðrur. Slík hjól mega hafa sömu vélarstærð og í flokki I, þ.e. allt að 50 cc bensínvél eða 4 W rafmótor. Þau mega ná 45 km hraða á klst að hámarki og eru skráningar- og tryggingaskyld. Að auki þarf ökuréttindi á slík hjól, almennt bílpróf eða AM-réttindi sem 15 ára og eldri geta sótt um.
Þá er óheimilt að hafa farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og hjólið sé framleitt fyrir farþega.

Nokkuð virðist um það að hjólum af þessum tegundum sé breytt með þeim hætti að þau ná meiri hraða en lög mæla fyrir um. Er þá sérstaklega um að ræða rafhlaupahjól og létt bifhjól í flokki I (vespurnar) sem sumar hverjar ná 70-100 km hraðar eftir því sem mátt hefur sjá.
Slíkum hjólum er ekki gott að vita af meðal gangandi vegfarenda eða með börn við stjórn þeirra.
Þá er einnig óheimilt að hafa farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og hjólið sé framleitt fyrir farþega.

Lögreglan á Vestfjörðum ráðgerir m.a. að hafa sérstaklega eftirlit með þessum málaflokki á næstu vikum og mánuðum. Er því beint til eigenda slíkra hjóla sem ekki eru í samræmi við lög að nota þau ekki og því beint til foreldra og forráðamanna barna sem nota slík hjól að heimila ekki notkun þeirra.
... Sjá meiraSjá minna

Með vorkomunni eykst umferð gangandi vegfarenda og hjólreiðamanna.  Þá eykst einnig notkun rafhlaupahjóla og léttra bifhjóla en um slík tæki er ætlunin að fjalla stuttlega um hér.
 
Rafhlaupahjól teljast til reiðhjóla og mega ná 25 km hraða á klst. að hámarki. Þau má m.a. nota á gangstéttum og göngustígum. Ekkert aldurstakmark er á slík hjól samkvæmt núgildandi lögum, en leigufyrirtæki slíkra hjóla setja oft eigin aldurstakmark á sín hjól sem þá eru á þeirra vegum.
Létt bifhjól í flokki I eða svokallaðar vespur geta verið bensín- og rafknúin með allt að 50 cc bensínvél eða 4 kW rafmótor. Þau eru jafnan stærri og þyngri en rafhlaupahjól og framleidd sem létt bifhjól. Þau mega einnig ná 25 km hraða á klst. að hámarki, eru ekki skráningar- eða tryggingarskyld en ökumenn slíkra hjóla þurfa að hafa náð 13 ára aldri. Þau má einnig nota á gangstéttum og göngustígum.
Þá eru til létt bifhjól í flokki II einnig þekkt sem skellinöðrur. Slík hjól mega hafa sömu vélarstærð og í flokki I, þ.e. allt að 50 cc bensínvél eða 4 W rafmótor. Þau mega ná 45 km hraða á klst að hámarki og eru skráningar- og tryggingaskyld. Að auki þarf ökuréttindi á slík hjól, almennt bílpróf eða AM-réttindi sem 15 ára og eldri geta sótt um.
Þá er óheimilt að hafa farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og hjólið sé framleitt fyrir farþega.

 Nokkuð virðist um það að hjólum af þessum tegundum sé breytt með þeim hætti að þau ná meiri hraða en lög mæla fyrir um. Er þá sérstaklega um að ræða rafhlaupahjól og létt bifhjól í flokki I (vespurnar) sem sumar hverjar ná 70-100 km hraðar eftir því sem mátt hefur sjá.
Slíkum hjólum er ekki gott að vita af meðal gangandi vegfarenda eða með börn við stjórn þeirra.
Þá er einnig óheimilt að hafa farþega á léttu bifhjóli nema ökumaður hafi náð 20 ára aldri og hjólið sé framleitt fyrir farþega.

Lögreglan á Vestfjörðum ráðgerir m.a. að hafa sérstaklega eftirlit með þessum málaflokki á næstu vikum og mánuðum. Er því beint til eigenda slíkra hjóla sem ekki eru í samræmi við lög að nota þau ekki og því beint til foreldra og forráðamanna barna sem nota slík hjól að heimila ekki notkun þeirra.
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram