Lögreglan á Vestfjörðum Jafnlaunastefna embættis lögreglustjórans á Vestfjörðum

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt.  Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið og skal sjá um innleiðingu, skráningu, skjalfestingu og viðhalds á vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsis ÍST 85:2012 og jafnréttislög nr. 150/2020.

 

Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

 

Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af ýmsum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfs­hæfileikum, stjórnun og verkefnum. Allar launaákvarðanir skulu rökstuddar, sé þess óskað.

Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.

Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og aðstoðaryfirlögregluþjón, eftir atvikum, um framhald málsins.

Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.

Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins.

Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

 

Skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum,

Ísafirði, 2. desember 2021

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri

 

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
3 dögum síðan
Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum kveður.

Nú, þann 14. ágúst, kveður Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, og flyst til annarra starfa.

Karl Ingi tók við embætti lögreglustjóra þann 1. janúar 2015. Hann tekur við starfi saksóknara hjá Héraðssaksóknaraembættinu. Karli Inga er þökkuð samfylgdin og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hefur jafnframt verið settur lögreglustjóri á Vestfjörðum til a.m.k. næstu tveggja mánaða, eða þar til nýr lögreglustjóri verður skipaður. Birgir er boðinn velkominn til starfa.

Karl Ingi Vilbergsson er til vinstri á myndinni og Birgir Jónasson til hægri.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum kveður.

Nú, þann 14. ágúst, kveður Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, og flyst til annarra starfa.

Karl Ingi tók við embætti lögreglustjóra þann 1. janúar 2015.  Hann tekur við starfi saksóknara hjá Héraðssaksóknaraembættinu. Karli Inga er þökkuð samfylgdin og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, hefur jafnframt verið settur lögreglustjóri á Vestfjörðum til a.m.k. næstu tveggja mánaða, eða þar til nýr lögreglustjóri verður skipaður.  Birgir er boðinn velkominn til starfa.

Karl Ingi Vilbergsson er til vinstri á myndinni og Birgir Jónasson til hægri.

Comment on Facebook

Mikill missir, óska hnm velfarnaðar á nýjum stað.

Bestu þakkir fyrir góða viðkynningu.

Takk fyrir góða viðkynningu nafni minn.

Gangi þér allt í haginn á nýjum vettvangi og takk fyrir góð kynni og samstarf.

🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈🏳️‍🌈
Tímamótaskref voru stigin á Patreksfirði síðastliðinn laugardag, en þá fór fram Gleðigangan í fyrsta sinn þar í bæ.

Mæting var góð og stemningin ekki síðri – til hamingju öll þið sem hlut áttu að máli og takk fyrir okkur ✌️

Ljósmyndir birtar með góðfúslegu leyfi Einars Óskars Sigurðssonar
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Afi á Patró, varst þú á staðnum? Starkaður Pétursson, er ekki hægt að tagga afa inn lengur? Ertu eitthvað búinn að tékka á honum nýlega?

Þið eruð frábær 😁👏🏳️‍🌈🏳️‍⚧️

Minn fallegi fæðingarstaður.

Minn gamli góði vinnustaður.

VEL GERT HJÁ ÞEIM Á PATREKSFIRÐI

View more comments

2 vikum síðan
Lögreglan á Vestfjörðum

... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Flott merki👍

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram