Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt. Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið og skal sjá um innleiðingu, skráningu, skjalfestingu og viðhalds á vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsis ÍST 85:2012 og jafnréttislög nr. 150/2020.
Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.
Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.
Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af ýmsum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfshæfileikum, stjórnun og verkefnum. Allar launaákvarðanir skulu rökstuddar, sé þess óskað.
Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.
Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og aðstoðaryfirlögregluþjón, eftir atvikum, um framhald málsins.
Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.
Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins.
Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum,
Ísafirði, 2. desember 2021
Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Sameiginleg æfing lögreglunnar á Vestfjörðum og sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Lögreglan á Vestfjörðum vill vekja athygli á að í fyrramálið munu lögreglan á Vestfjörðum og sérsveit ríkislögreglustjóra, ásamt sjúkraflutningum Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar halda sameiginlega æfingu í Skutulsfirði.
Æfingin mun standa yfir frá kl.08:00 og fram undir hádegið og eru vegfarendur og aðrir beðnir um aðstoð í formi þess að gæta sérstakrar varúðar vegna umfangs æfingarinnar.
Er hér um að ræða æfingu sem sérsveit heldur með lögregluliðum á landinu og miðar hún að viðbragði þar sem vopn koma við sögu.
Biðjumst við velvirðingar á ónæði sem æfingin kann að valda Ísfirðingum og nærsveitungum.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Upplýsinga óskað
Föstudaginn 27. september, um klukkan 16:45, var bifreið ekið afturábak úr bifreiðastæði við Hafnarstræti 5 á Ísafirði. Það vildi svo óheppilega til að bifreiðin rakst á barn sem var að ganga yfir gangbraut sem var fyrir aftan bifreiðina. Barnið hlaut ekki alvarlega áverka. Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum af atvikinu. Einnig óskar lögreglan eftir að ná tali af ökumanni bifreiðarinnar sem vitni eru sammála um að hafi verið silfurlituð fólksbifreið.
Ef einhver býr yfir myndefni úr öryggismyndavélum af umræddu svæði óskar lögreglan einnig eftir að fá að sjá það efni.
Ábendingar berist í síma 444-0400 eða í tölvupósti á netfangið vestfirdir@logreglan.is.
Meðfylgjandi mynd er af gangbrautinni sem umrætt atvik átti sér stað við.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Varðandi andlát hjóna í heimahúsi í Bolungarvík síðastliðið vor.
Vísað er til fréttatilkynninga frá lögreglunni á Vestfjörðum, frá síðasta vori, vegna andláts hjóna sem fundust látin á heimili sínu í Bolungarvík þann 27. maí sl.
Lögreglunni á Vestfjörðum hefur nú borist niðurstöðuskýrsla réttarmeinafræðings sem annaðist réttarkrufningu hinna látnu. Niðurstaða rannsóknar málsins er sú að andlát hjónanna er ekki talið hafa borið að með saknæmum hætti heldur var orsökin langvarandi veikindi þeirra beggja, sem ekki verður gerð frekari grein fyrir hér. Annar aðilanna hafði sést útivið nokkrum dögum áður en þau fundust látin á heimili sínu, en ekki var hægt að ákvarða nákvæman dánartíma.
Rannsókn málsins verður því hætt og það tilkynnt með venjubundnum hætti.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook