Lögreglan á Vestfjörðum Jafnlaunastefna embættis lögreglustjórans á Vestfjörðum

Lögreglustjóri ber ábyrgð á launastefnu embættisins. Hann ber einnig ábyrgð á jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum og kröfum Jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 sé framfylgt.  Yfirlögregluþjónn er tilnefndur fulltrúi lögreglustjóra varðandi jafnlaunakerfið og skal sjá um innleiðingu, skráningu, skjalfestingu og viðhalds á vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsis ÍST 85:2012 og jafnréttislög nr. 150/2020.

 

Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og taka mið af þeim kröfum sem störf gera um þekkingu, hæfni og ábyrgð.

 

Forsendur launaákvarðana eru að þær séu í samræmi við lög, reglur og kjara- og stofnanasamninga, studdar rökum og tryggi að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf.

Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af ýmsum þáttum, svo sem reynslu, þekkingu, hæfni, ábyrgð, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfs­hæfileikum, stjórnun og verkefnum. Allar launaákvarðanir skulu rökstuddar, sé þess óskað.

Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af lögreglustjóra sem fer yfir laun allra starfsmanna embættisins árlega til að tryggja að samræmis sé gætt í launagreiðslum.

Starfsmenn geta fengið viðtal við lögreglustjóra um endurskoðun launa. Telji lögreglustjóri þörf á endurskoðun að loknum fundi hefur hann samráð við yfirlögregluþjón og aðstoðaryfirlögregluþjón, eftir atvikum, um framhald málsins.

Starfslýsingar skulu vera til um öll störf embættisins. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst auk upplýsinga um starfaflokk samkvæmt stofnanasamningi.

Launastefnan samræmist mannauðsstefnu embættisins.

Markmið embættisins er að tryggja öllum starfsmönnum þess jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn launamunur sé til staðar. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

 

Skrifstofu lögreglustjórans á Vestfjörðum,

Ísafirði, 2. desember 2021

Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri

 

 

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Gleðilegt sumar og megi sumarið reynast ykkur gott og gleðilegt.
Tekið í Önundarfirði fyrir fáeinum kvöldum.
... Sjá meiraSjá minna

Gleðilegt sumar og megi sumarið reynast ykkur gott og gleðilegt. 
Tekið í Önundarfirði fyrir fáeinum kvöldum.

16 CommentsComment on Facebook

gleðilegt sumar frá skosku lögreglunni. Mangled by G00gle translate.

Stunning photo.👍💙 Gleðilegt sumar 🌞

Gleðilegt sumar

gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar!🥰

View more comments

Lögreglan fær venjulega ýmsar fyrirspurnir sem hún reynir eftir fremsta megni að svara.
Ein þeirra sem algeng er um þessar mundir snýr að notkun nagladekkja. Samkvæmt reglugerð er notkun á nagladekkjum óheimil frá og með 15. apríl til og með 31. október ár hvert nema að þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.
Þó svo að hlýir vindar séu í kortunum næstu daga eru Vestfirðingar fullmeðvitaðir um að veturinn kveður sjaldnast hér vestra fyrir fullt og allt í aprílmánuði.
Því verða ekki gerðar athugasemdir við notkun nagladekkja á Vestfjörðum á næstunni enda væri slíkt ekki skynsamlegt með tilliti til umferðaröyggis. Staðan verður tekin aftur er lengra líður á vorið með hliðsjón af færð og veðurhorfum.
Þá má búast við að þess verði getið hér þegar breytinga er að vænta.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan fær venjulega ýmsar fyrirspurnir sem hún reynir eftir fremsta megni að svara. 
Ein þeirra sem algeng er um þessar mundir snýr að notkun nagladekkja. Samkvæmt reglugerð er notkun á nagladekkjum óheimil frá og með 15. apríl til og með 31. október ár hvert nema að þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.
Þó svo að hlýir vindar séu í kortunum næstu daga eru Vestfirðingar fullmeðvitaðir um að veturinn kveður sjaldnast hér vestra fyrir fullt og allt í aprílmánuði. 
Því verða ekki gerðar athugasemdir við notkun nagladekkja á Vestfjörðum á næstunni enda væri slíkt ekki skynsamlegt með tilliti til umferðaröyggis. Staðan verður tekin aftur er lengra líður á vorið með hliðsjón af færð og veðurhorfum.  
Þá má búast við að þess verði getið hér þegar breytinga er að vænta.

1 CommentComment on Facebook

Getið þið ekki bara handtekið þennan vetur og haldið honum þangað til í desember?

Þrenging á Pollgötu, Ísafirði, við Neista kl.15:30 - 17:00

Vegna framkvæmda við fráveitulagnir verður þrenging á Pollgötu við Neista eftir kl.15:30 í dag, 11. apríl. Verður vinnuvél staðsett á akrein með akstursstefnu til norðurs (að hringtorgi).
Má búast við einhverjum umferðartöfum vegna þessa en fólk er beðið að sína biðlund og velja hjáleiðir ef mögulegt er.
... Sjá meiraSjá minna

Þrenging á Pollgötu, Ísafirði, við Neista kl.15:30 - 17:00

Vegna framkvæmda við fráveitulagnir verður þrenging á Pollgötu við Neista eftir kl.15:30 í dag, 11. apríl. Verður vinnuvél staðsett á akrein með akstursstefnu til norðurs (að hringtorgi).
Má búast við einhverjum umferðartöfum vegna þessa en fólk er beðið að sína biðlund og velja hjáleiðir ef mögulegt er.
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram