Lögreglan á Vestfjörðum Hafa samband

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Vestfjörðum Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Umferðarslys á Klettshálsi.

Á ellefta tímanum í morgun barst, í gegnum Neyðarlínuna, tilkynning um umferðarslys á veginum yfir Klettsháls í Reykhólasveit. Þar mun fólksbifreið hafa farið út af veginum og oltið eina eða fleiri veltur.

Ökumaður var einn í bifreiðinni og var fastur í bílflakinu.

Vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang hlúðu að viðkomandi í bifreiðinni. Á meðal þeirra voru hjúkrunarfræðingur og læknir, sem kom sér ákaflega vel.

Björgunarsveitir af svæðinu, sjúkrabifreið og tækjabíll frá Patreksfirði ásamt lögreglu fóru á vettvang. Kallað var eftir aðstoð þyrlu LHG sem blessunarlega var í æfingaflugi þegar útkallið barst og var því fljótari en ella á vettvang.

Þegar ökumaður hafði verið losaður úr bílflakinu og fékk viðeigandi aðhlynningu var honum flogið með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík. Líðan hans mun vera, eftir atvikum, stöðug.

Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka vegfarendum þeim sem komu á vettvang og hlúðu að hinum slasaða og viðbragðsaðilum fyrir vel unnið verk.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa.
... Sjá meiraSjá minna

Umferðarslys á Klettshálsi.

Á ellefta tímanum í morgun barst, í gegnum Neyðarlínuna, tilkynning um umferðarslys á veginum yfir Klettsháls í Reykhólasveit.  Þar mun fólksbifreið hafa farið út af veginum og oltið eina eða fleiri veltur.  

Ökumaður var einn í bifreiðinni og var fastur í bílflakinu.

Vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang hlúðu að viðkomandi í bifreiðinni.  Á meðal þeirra voru hjúkrunarfræðingur og læknir, sem kom sér ákaflega vel.  

Björgunarsveitir af svæðinu, sjúkrabifreið og tækjabíll frá Patreksfirði ásamt lögreglu fóru á vettvang.  Kallað var eftir aðstoð þyrlu LHG sem blessunarlega var í æfingaflugi þegar útkallið barst og var því fljótari en ella á vettvang.

Þegar ökumaður hafði verið losaður úr bílflakinu og fékk viðeigandi aðhlynningu var honum flogið með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík.  Líðan hans mun vera, eftir atvikum, stöðug.  

Lögreglan á Vestfjörðum vill þakka vegfarendum þeim sem komu á vettvang og hlúðu að hinum slasaða og viðbragðsaðilum fyrir vel unnið verk.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Comment on Facebook

Ég velti fyrir mér afhverju björgunarlið frá Patro, hafi verið ræst út, þar sem miklu stytttri vegalengd frá Reykholum,Búðardal og Holmavik.

Flott mynd 💪

❤❤

❤️❤️

🙏❤️🫶

💜👊

I nýja bílnum mínum er takki og sé ýtt á hann hringir bíllinn í Neyðarlínuna. Þegar ég var að kynnast bílnum ýtti ég á þennan takka og svo heyrði ég kvenrödd sem sagði: "Neyðarlínan." Úpps sagði ég. Ég sagði að ég væri að kynnast nýja bílnum og hefði ýtt á takka sem er illa merktur og þá hafi húna svarað. Konan sagði það gott að fólk kynnist nýjum tækjum. Ef á þarf að halda seinna, þá veit ég hvar skal ýta til að fá hjálp.

View more comments

Ertu lögfræðimenntuð/menntaður - áhugavert starf hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=33559
... Sjá meiraSjá minna

Ertu lögfræðimenntuð/menntaður - áhugavert starf hjá lögreglunni á Vestfjörðum.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/laus-storf-a-starfatorgi/auglysing/?id=33559

Af verkefnum liðinnar viku.

Umferð um Vestfirði virðist farin að aukast eða ökumenn farnir að auka hraðan. En 6 ökumenn voru kærðir fyrir að aka yfir leyfilegum hámakshraða. Flestir í Strandasýslu en einnig í Ísafjarðarbæ. Sá sem hraðast ók mældist á 137 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Tilkynnt var um eitt umferðaróhapp í vikunni. En um var að ræða árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum í Dýrafirði. Ökutækin voru óökufær eftir atvikið en slys minniháttar.

Síðdegis fimmtudaginn 4. maí var lögreglan kölluð á vettvang, á Ísafirði, þar sem tveir aðilar voru í átökum. Eitthvað ósætti hafði orðið með aðilunum. Engin alvarleg meiðsl hlutust af þessu atviki.

Eitt minniháttar fíkniefnamál kom upp í vikunni, á Ísafirði, en þá fundust fíkniefni á aðila.

Skráningarnúmer voru tekin af nokkrum ökutækjum sem ekki höfðu verið færð til lögbundinnar skoðunar.

Nú eru ungir vegfarendur farnir að vera meira úti og jafnvel á reiðhjólum sínum. Foreldrar eru hvattir til að gæta þess að börn þeirra noti viðurkennda reiðhjólahjálma. Eins eru ökumenn hvattir til þess að aka með varúð.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram