Meginmarkmið áætlunarinnar er að koma á og viðhaldi jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna stöðu þeirra innan embættisins. Samþætta skal jafnréttissjónarmið við alla stefnumótun, áætlanagerð og ákvarðanatöku hjá embættinu.
Gildissvið
Jafnréttisáætlun þessi tekur til allra starfsmanna, óháð starfsstöð, embættis Lögreglustjórans á Vestfjörðum í samræmi við 5. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.
Starfsmarkmið og leiðir
Stöðuveitingar, starfsaðstæður, starfsþjálfun og endurmenntun
Starfsmarkmið:
Unnið skal markvisst að því að jafna hlutfall kynja hjá embættinu, bæði í almennum störfum og stjórnunar- og ábyrgðarstörfum.
Gæta skal að því að sjónarmið beggja kynja komi fram í tengslum við stefnumótun og ákvarðanatöku.
Tryggt skal að að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar og starfsþjálfunar.
Leiðir:
Öll störf skulu auglýst laus til umsóknar nema að um sé að ræða tímabundið starf.
Í auglýsingu skulu konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starf. Ef tveir jafnhæfir einstaklingar sækja um auglýst starf, skal sá af því kyni sem er í minnihluta, að öllu jöfnu ganga fyrir í ráðningu.
Við úthlutun verkefna, tilfærslur í störfum og ákvarðanir á starfsaðstæðum skal þess gætt að starfsmönnum sé ekki mismunað á grundvelli kynferðis.
Gera skal símenntunaráætlun fyrir alla starfsmenn í tengslum við árleg starfsmannasamtöl. Greina skal hverjir sækja sér endur- og símenntun. Símenntunaráætlanir liggi fyrir í lok janúar ár hvert.
Launa- og kjaramál
Starfsmarkmið:
Konum og körlum skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
Leiðir:
Kjara- og stofnanasamningar eru grundvöllur að ákvörðun launa og annarra greiðslna.
Árleg yfirferð launa með tilliti til grunnlaunaröðunar og annarra fastra greiðslna. Yfirferð skal lokið í nóvember ár hvert í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næstkomandi ár.
Samræming atvinnu- og fjölskyldulífs
Starfsmarkmið:
Starfsfólki skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu.
Leiðir:
Skoða skal möguleika á sveigjanleika, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu í samræmi við þarfir og óskir starfsmanna (sem koma fram í starfsmannasamtali eða á öðrum tímum) eftir því sem við verður komið.
Stjórnendur skulu hvetja starfsmenn, óháð kyni, til að taka jafna ábyrgð á fjölskyldu og heimili í tengslum við fæðingarorlof og veikindi barna.
Kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og eða kynbundin áreitni og einelti
Starfsmarkmið:
Tryggt skal að kynbundið ofbeldi, kynferðisleg og eða kynbundin áreitni svo og einelti verði ekki liðin innan embættisins.
Leiðir:
Ef upp koma mál tengd kynbundnu ofbeldi, kynferðislegri og eða kynbundinni áreitni eða einelti skal grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við rgl. nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, áreitni, og ofbeldi á vinnustöðum og verklagsreglur Ríkislögreglustjóra. Alvarlegum tilvikum skal beint til fagteymis Ríkislögreglustjóra.
Fræða skal starfsfólk í forvarnaskyni um rgl. nr. 1009/2015, 22. gr. jafnréttislaga og ákvæði almennra hegningarlaga sem fjalla um viðfangsefnið. Skal slík fræðsla fara fram a.m.k. annað hvert ár.
Framkvæma skal árlega viðhorfskönnun eða rýni á meðal starfsmanna þar sem spurt er um kynbundið ofbeldi, kynferðislega og eða kynbundna áreitni og einelti. Viðhorfskönnun eða rýni fer fram samhliða töku starfsmannasamtala í desember ár hvert.
Ábyrgð og framkvæmd jafnréttisstarfs hjá embættinu
Lögreglustjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttisáætlunar embættisins.
Hjá embættinu starfar jafnréttisfulltrúi. Hlutverk hans er að vinna að jafnréttismálum innan embættisins og að vera starfsfólki til aðstoðar og ráðgjafar. Jafnréttisfulltrúi gætir þess að jafnréttisáætlun sé fylgt eftir, að hún sé kynnt fyrir starfsfólki og endurskoðuð reglulega. Jafnréttisfulltrúi fylgist með jafnréttisumræðu og tekur þátt í samstarfi vegna jafnréttismála, innan og utan embættis. Hann vinnur að forvörnum tengt kynbundnu misrétti, kynferðislegri áreitni eða einelti innan embættisins og kemur eftir atvikum að úrlausn slíkra mála.
Jafnréttisáætlun þessi var samþykkt 5. janúar 2022 og tekur þegar gildi. Áætlun þessa skal endurskoða eigi síðar en í lok árs 2024.
Lögreglustjórinn á Vestfjörðum
Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0400 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Er lögreglustarfið eitthvað sem gæti heillað þig, eins og okkur hin sem þar eru ?
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknarferli í lögreglunámið, sjá nánar í meðfylgjandi leiðbeiningum.
... Sjá meiraSjá minna
Umsóknarferlið | Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar
— Svona sækirðu um Umsóknarferlið Fyrstu skrefin Sótt er um á heimasíðu Háskólans á Akureyri (HA) um nám í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn, ...1 CommentComment on Facebook
Hvar sækir maður um ? 🤔 Ekki hægt að opna linkinn
Af verkefnum liðinnar viku.
Á undanförnum dögum hafa lögreglumenn í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum sinnt fjölbreyttum verkefnum.
Í forvarnarskyni hefur fræðsluefni og viðbragðsáætlunum verið dreift til allra skólastofnana, auk þess sem lögreglan hefur sinnt, eins og hægt er, forvarnafræðslu í ýmsa grunn- og leikskóla svæðisins.
Viðbragðsáætlanir þessar varða viðbrögð fullorðinna og ekki síst starfsfólks skólastofnana ef tilkynnt er um ofbeldisatvik, s.s. hnífaburð, kynferðisofbelti eða ofbeldi að öðru tagi. Þar er símanúmer Neyðarlínunnar, 112, mjög mikilvægt.
Fjölmargar tilkynningar bárust lögreglu á tímabilinu. Þar má nefna skemmdarverk í Bolungarvík þar sem stungið var á alla fjóra hjólbarða bifreiðar. Það mál er til rannsóknar og þiggur lögreglan allar upplýsingar sem kunna að vera til staðar um geranda eða gerendur.
Þá var kvartað yfir ónæði af flugeldum sem skotið var í miðbæ Ísafjarðar. Rétt er að minna á að skv. gildandi reglugerð er notkun flugelda stranglega bönnuð nema á tímabilinu 28. desember til og með 6. janúar ár hvert.
Vegna krapaflóðs, sem féll yfir Djúpveg við Sauðagil í Standabyggð aðfaranótt 15. janúar, var veginum lokað tímabundið meðan mat á frekari flóðahættu og hreinsun stóð yfir. Flóðið var um 7–8 metra breitt.
Fjöldi atvika tengd umferð var einnig skráð hjá lögreglu í liðinni viku. Ökumaður misti stjórn á bifreið sinni og rann hún út af vegi við Gillastaði á Vestfjarðavegi. Þjónustuaðili úr Búðardal fór á vettvang og aðstoðaði. Annað svipað atvik átti sér stað við Hríshól í Reykhólasveit þar sem ferðalangar lentu í vandræðum á bifreið sinni, sem rann út af veginum, en nálægir björgunarsveitamenn komu þeim til aðstoðar.
Þá akstur bifreiðar, sem ekki hafði verið færð til lögbundinnar skoðunar. Skráningarnúmer hennar voru fjarlægð og ökumanni gert að hætta akstri.
Fíkniefni fundust á vinnustað á Patreksfirði og var þeim skilað til lögreglu. Mikilvægt er að koma upplýsngum um fíkniefni til lögreglunnar. Það má annað hvort gera með því að hafa beint samband við næstu lögreglustöð eða með því að hringja í upplýsingasíma lögreglu, á landsvísu, sem er 800 5005. Fullri nafnleynd er heitið.
Á Ísafirði var tilkynnt um dauðan fugl og brugðist var við í samræmi við verklagsreglur; fuglinn var sendur til Náttúrustofu Vestfjarða til frekari skoðunar. Það er MAST (Matvælastofnun) sem hefur með að gera tilkynningar og úrvinnslu þegar grunur er um smitsjúkdóma í fugldýrum.
Að lokum má nefna að skemmtanahald í umdæminu fór að mestu leyti vel fram um helgina.
Lögreglan vill jafnframt minna á mikilvægi þess að fara með gát þegar kveikt er í brennu. Brennur stærri en einn rúmmetri eru leyfisskyldar.
Lögreglan vill hvetja þá ökumenn sem áforma að fara milli byggðalaga og sérstaklega landshluta að athuga vel veðurspá og aðstæður á vegum. Það má gera t.d. á vefsiðunni umferdin.is en einnig á vedur.is. Hvatt er til þess að vegfarendur reyni að fara á milli staða á þjónustutíma Vegagerðarinnar að vetri til, enda má búast við lokunum vega án mikils fyrirvara, sérstaklega undir bröttum hlíðum og eins á fjallvegum.
Þjónustutíma Vegagerðarinnar má finna á korti sem sést hér umferdin.is/kafli/90615 (músabendlinum er þrýst á tilgreindan vegakafla og koma þá nánari upplýsingar þar fram).
Förum með gát.
... Sjá meiraSjá minna
Djúpvegur: Súðavík - Hjallar — Umferðin
Upplýsingar um færð á vegum2 CommentsComment on Facebook
Ennþá er verið að skjóta stórum sprengjum í Aðalstrætinu, á kvöldin, í hádeginu bara whenever. Krakkar að kveikja í og henda svo flugeldum undir bíla, í ruslatunnur og nú síðast í áttina að gangandi fólki. Hundaeigendur þora varla með hundana út í göngu á kvöldin vegna þessa. Búið að vera hvert einasta kvöld síðan á þrettándanum amk. Vonandi er verið að gera eitthvað meira í þessu en að minna bara á lögin, sem er greinilega ekki verið að fylgja.
“Fugldýrum.” Ætti það ekki frekar að vera “Flugdýrum.” ??
Vakin er athygli á slæmri veðurspá næstu sólahringa. Búast má vaxandi vindi í kvöld, föstudag, í nótt og hríðarveðri á morgun. Einnig er gert ráð fyrir hvassvirðri á sunnudag og fram á mánudag en minni úrkomu, skv. núgildandi veðurspám.
Þeim sem hyggja ferðir milli byggðarlaga er sem fyrr bent á umferdin.is/ fyrir færð á vegum og vedur.is/ fyrir veðurhorfur.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook