Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku

Ef brotið er nýafstaðið eða ennþá yfirstandandi þarf ávallt að hringja í 112.

Í skeytinu/símtalinu þarf að koma fram:

  • Nafn
  • Kennitala
  • Heimilisfang
  • Sími
  • Kæruefnið
    • Hvað gerðist
    • Hvenær gerðist það
    • Hvar gerðist það
  • Hvaða tími hentar best til að koma á lögreglustöð
  • Hvaða lögreglustöð er best að koma á.
  • Þarftu aðstoð túlks?

Gott er að taka fram að við reynum að koma til móts við alla hvað varðar tímsetningu, en því miður er það ekki alltaf hægt. Ef það er ekki hægt þá er sá tími gefinn upp sem er laus og viðkomandi beðinn um að staðfesta hann. Í svarskeyti okkar koma einnig fram aðrar upplýsingar sem snúa að væntanlega kæruefni, t.d. hvaða gögn þurfi að hafa meðferðis.