Yfirstjórn embættis ríkislögreglustjóra og skipulag
Sex megin svið eru hjá embættinu auk skrifstofu ríkislögreglustjóra. Innan hvers sviðs eru svo einingar sem vinna þvert á svið. Sviðin sex og hlutverk þeirra eru eftirfarandi:
Þjónustusvið:
Sinnir almennri og sértækri þjónustu innan embættis, við lögregluembættin og við almenning.
Almannavarnasvið:
Ber ábyrgð á almannavörnum, leit og björgun.
Alþjóða- og landamærasvið:
Sér um samskipti við lögreglu og aðrar löggæslustofnanir. Sér um útgáfu verklags við samræmda framkvæmd landamæraeftirlits.
Menntunar- og þjálfunarsvið:
Ber ábyrgð á menntamálum embættisins.
Öryggissvið:
Sinnir öryggismálum í kringum æðstu stofnanir ríkisins og rekur sérsveit ríkislögreglustjóra.
Greiningarsvið:
Sinnir alþjóðlegu samstarfi við aðra ytri aðila en lögreglu og sér um áhættugreiningar m.a. vegna þróunar á skipulagðri glæpastarsemi og ógnum þjóðaröryggi.
Skipurit á íslensku á .pdf
Skipurit á ensku á .pdf