Lögreglustöðin á Hvolsvelli
Hlíðarvegur 16
860 Hvolsvöllur
Þjónustusími/sími: 444 2010
Netfang: sudurland@logreglan.is
Fax: 444 2029
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
ÍTREKUN á fyrri pósti,
Þjófagengi á Suðurlandi.
Það er að gerast víða hérlendis að þjófagengi séu að einbeita sér að eldri borgurum þar sem þeir eru að versla í verslunum. Þjófarnir ná pin upplýsingum þegar fólk er að versla, ræna síðan kortunum af fólki og fara í næsta hraðbanka og taka út af greiðslukortunum eins mikið og þeir geta. Því miður hafa þjófarnir haft töluverðar upphæðir upp úr svikunum.
Fólk sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á þjófum, setji sig tafarlaust í samband við þjónustubanka sinn og láti loka greiðslukortum. Jafnframt setja sig í samband við lögreglu og tilkynna málið í síma 112.
... Sjá meiraSjá minna
5 CommentsComment on Facebook
Jamm, þá er bara vænsti kosturinn að vera bara með pening á sér, engin kort.
Þvílíkir maurapúkar .😡
Ég hélt að allir hraðbankar væru með myndavélinar þannig það væri einfalt fyrir lögregluna að bera kennsl á þetta fólk
Hvaða tungumál talar þessi hópur?
Fólk er ábyrgt fyrir að varðveita sitt PIN nr. og því mun bankinn fría sig af allri ábyrgð. Kreditkortinu mínu var rænt með valdi úti í Budapest og tekið úr af því nær 400.000 kr. Bankinn segist ekkert geta gert því ég sé ábyrgur fyrir PIN nr. og varðveislu þess.
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur síðasta sólarhringinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Að auki var einn ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Tvö mál eru skráð þar sem brotið var gegn reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Um að ræða atvinnutæki með of þungan farm.
Fjögur umferðaróhöpp eru skráð, þar af tvö þar sem aðilar þurftu að fara á heilbrigðisstofnun. Í öðru tilfellinu var um að ræða fjórhjólaslys í Mýrdal en í hinu tilfellinu rafhlaupahjólaslys á Selfossi.
Algengt hefur verið upp á síðkastið að ekið sé á búfé. Fjögur tilfelli eru skráð síðasta sólarhringinn, þar sem ekið er á sauðfé.
... Sjá meiraSjá minna
1 CommentsComment on Facebook
Síðasta sólarhringinn voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í embætti Lögreglustjórans á Suðurlandi. Sá sem ók hraðast var á 122 km/klst á Suðurlandsvegi á Hellisheiði.
Rétt fyrir kl. 22 í gærkvöldi barst tilkynning um umferðarslys á Suðurlandsvegi, rétt austan við Lambleiksstaði, í Sveitarfélaginu Hornafirði. Um að ræða árekstur tveggja bifreiða er komu úr gagnstæðri átt. Aðilar í bifreiðunum sluppu án teljandi meiðsla.
... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
Það er oft mikill hraði á Hellisheiði 100 hundrað og yfir.
Það er mikill hraðakstur hér í gegnum þorpið Stokkseyri
Næstumþví fréttnæmt Daníel Vignisson ...