Lögreglan á Suðurlandi Lögreglustöðin á Hvolsvelli

Lögreglustöðin á Hvolsvelli

Hlíðarvegur 16
860 Hvolsvöllur
Opnunartími: 08-16
Þjónustusími/sími: 444 2010
Netfang: sudurland@logreglan.is
Fax: 444 2029

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Suðurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
Lögreglan á Suðurlandi vill vara fólk við einstaklingum sem beita blekkingum við sölu á ýmis konar munum á netinu. Lögreglu eru að berast þó nokkur mál tengd verslun einstaklinga á milli í gegnum vefmiðla. Algeng birtingamynd blekkinganna er að kaupandi greiðir fyrir vöru og seljandi ætlar að senda eða afhenda vöruna en stendur ekki við það loforð og lokar aðgangi og/eða blokkar þann sem keypti vöruna.

Lögregla hvetur fólk til þess að versla með gagnrýnu hugarfari og greiða ekki fyrir vöru fyrr en við afhendingu.

Er hér fyrst og fremst varað við verslun á sölusíðum þar sem einstaklingar auglýsa varning til sölu en ekki gagnvart verslun á viðurkenndum og þekktum vefverslunarsíðum verslana.
... Sjá meiraSjá minna
Samantekt frá liðinni viku.

11 ökumenn voru í liðinni viku kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. 4 þeirra voru á 120 til 129 km/klst hraða og 1 á 137 km/klst hraða, allir á 90 km/klst vegi. Aðstæður til aksturs eru misjafnar og vetrarfærð í flestum landshlutum.
Einn einstaklingur var kærður fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar sinnar og situr uppi með sekt að upphæð 40 þúsund krónur fyrir vikið.
2 ökumenn voru kærðir fyrir að hafa ekki kveikt á aðalljósum bifreiða sinna við akstur þeirra og í ljósi þess stutta birtutíma sem nú er er rétt að minna ökumenn á að nota ökuljós eins og mælt er fyrir um í lögum og ganga úr skugga um að þau séu í lagi. Almennt hefur lögreglan haft þau viðmið að áminna menn ef eitt ljós er bilað en sekta ef þau eru fleiri. Bregðist sá sem áminntur er ekki við má hann ganga út frá því að fá sekt þegar höfð eru af honum afskipti næst.
Ökumaður sem flutti farm sem reyndist við mælingu 4,41 m á breidd var kærður fyrir brot sitt. Hann hafði ekki sótt um heimild til slíks flutnings eftir þeim reglum sem um það gilda. Slíkar heimildir eru alla jafna veittar en skilyrtar um flutningstíma eftir líklegri umferð sem og um frágang og merkingar og e.a. lögreglufylgd ef metin er þörf á henni.
Ökumaður sem ók Austurveg á Selfossi og beygði inn á Rauðholt var kærður fyrir að aka öfugu megin við umferðareyju á Rauðholtinu þann 16. janúar s.l.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka undir áhrifum áfengis í liðinni viku og aðrir tveir undir áhrifum lyfja eða fíkniefna.
Ökumaður jepplings varð fyrir því að aka á hreindýr á þjóðvegi 1 um Mýrar þann 14. janúar. Bifreiðin eitthvað skemmd og aflífa þurfti dýrið. Ekki slys á fólki.
Einstaklingur sem hringt hafði á neyðarlínu um 130 sinnum frá morgni laugardags til hádegis, án þess að tilefni væri til fyrir samtalinu, var handtekinn á dvalarstað sínum á hosteli á Selfossi. Yfirheyrður um málið en sleppt að yfirheyrslu lokinni. Hann brást ókvæða við afskiptunum og hrækti á lögreglumenn sem höfðu afskipti af honum. Talandi um grímunotkun.
Lögreglumenn sinntu eftirliti með sóttvörnum í líkamsræktarstöð á Suðurlandi í gær. Niðurstaðan var að að líkindum brotið hefði verið gegn sóttvarnarreglum og ákvað umsjónarmaður viðkomandi stöðvar að loka henni þar til hlutirnir yrðu komnir í lag. Skýrsla rituð um málið og fer sína leið til ákærusviðs.
Hald var lagt á um 30 kannabisplöntur í einbýlishúsi í Árnessýslu þann 14. janúar s.l. Íbúi hússins kannaðist við að eiga ræktunina sem hafði verið komið fyrir í sérstaklega innréttuðu herbergi í kjallara hússins.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Svo má vera meira eftirlit milli Hveragerðis og selfoss ef það er hægt. Folk keyra allt of hratt og mikið um fram úr akstur á vinnu svæðið. Keyra bílana sem er að aka framúr á langt yfir 70km/klst.

Frábært að taka á þeim sem ekki nota aðalljós...Ég bý í Hveragerði og það er ömulegt að vera á eftir ljóslausum bílum að aftan á "Hellisheiðini sem aka á 70 km í myrkri og þoku....Þetta er auðviðað öryggismál..."Kærar þakkir"......😎😎😎

Hvað með Coved, er Suðurland laust við Covet? Lögreglan á Vesturlandi birtir reglulega hér á Facebook um stöðu Covet í þeirra umdæmi.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram