Lögreglan á Suðurlandi Jafnlaunastefna embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi

Lögreglustjórinn á Suðurlandi ábyrgist að jafnlaunastjórnunarkerfi embættisins sé í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna  nr. 150/2020. Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og tekur mið af þeim kröfum sem þau gera óháð kyni. Launaákvarðanir eru byggðar á  kjara- og stofnanasamningum, studdar rökum og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Bregðast skal við með stöðugum umbótum ef óútskýrður kynbundinn launamunur kemur í ljós. Jafnlaunastjórnunarkerfið nær til alls starfsfólks.

Yfirlögregluþjónn stoðdeildar er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunastjórnunarkerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess.

Með innleiðingunni skuldbindur embættið sig til þess að:
Innleiða vottað jafnlaunastjórnunarkerfi, skjalfesta og viðhalda í samræmi við
staðalinn ÍST 85.

Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru hverju sinni.

Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða
jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort óútskýrður kynbundinn
launamunur sé til staðar.

Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar árlega.

Bregðast við frávikum, athugasemdum og ábendingum með stöðugum umbótum
og eftirfylgni.

Framkvæma innri úttekt árlega.

Halda rýnifund stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og
rýnd.

Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.

Tryggja aðgengi almennings að stefnunni á vefsíðunni www.logreglan.is.

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna.
21.02.2024

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Suðurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Skömmu fyrir kl. 17 í dag barst lögreglu tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk, í Rangárþingi ytra.

Tuttugu og sex farþegar voru í rútunni, auk ökumanns. Aðstæður voru með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað.
Sjö manns voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Aðrir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Rannsókn á tildrögum slyss er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi.
... Sjá meiraSjá minna

Farþegar sem slösuðust í umferðarslysi er rúta valt á Rangárvallavegi hafa verið fluttir á Landsspítalann og Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Opnað hefur verið söfnunarsvæði aðstandenda í húsnæði Árnesdeildar RKÍ að Eyrarvegi 23 Selfossi einnig er svarað í síma 1717. ... Sjá meiraSjá minna

Skömmu fyrir kl. 17 í dag barst lögreglu tilkynning um að rúta hefði oltið á Rangárvallavegi við bæinn Stokkalæk. Um þrjátíu farþegar voru í rútunni og aðstæður með þeim hætti að hópslysaáætlun var virkjuð þegar í stað. Björgunarstarf stendur enn yfir og unnið er að því að flytja slasaða af vettvangi. Tvær þyrlur LHG aðstoða við flutning slasaðra. Ekki liggur fyrir með hvað hætti slysið varð en lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn þess. Sem fyrr segir er enn unnið að björgun á vettvangi slyssins og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. ... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Vonandi fer þetta vel

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram