Lögreglan á Suðurlandi Jafnlaunastefna embættis Lögreglustjórans á Suðurlandi

Lögreglustjórinn á Suðurlandi ábyrgist að jafnlaunastjórnunarkerfi embættisins sé í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna  nr. 150/2020. Embættið greiðir laun eftir umfangi og eðli starfa og tekur mið af þeim kröfum sem þau gera óháð kyni. Launaákvarðanir eru byggðar á  kjara- og stofnanasamningum, studdar rökum og tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Bregðast skal við með stöðugum umbótum ef óútskýrður kynbundinn launamunur kemur í ljós. Jafnlaunastjórnunarkerfið nær til alls starfsfólks.

Yfirlögregluþjónn stoðdeildar er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunastjórnunarkerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess.

Með innleiðingunni skuldbindur embættið sig til þess að:
Innleiða vottað jafnlaunastjórnunarkerfi, skjalfesta og viðhalda í samræmi við
staðalinn ÍST 85.

Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru hverju sinni.

Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða
jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort óútskýrður kynbundinn
launamunur sé til staðar.

Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem er til úttektar árlega.

Bregðast við frávikum, athugasemdum og ábendingum með stöðugum umbótum
og eftirfylgni.

Framkvæma innri úttekt árlega.

Halda rýnifund stjórnenda árlega þar sem jafnlaunamarkmið eru sett fram og
rýnd.

Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.

Tryggja aðgengi almennings að stefnunni á vefsíðunni www.logreglan.is.

Jafnlaunastefna er jafnframt launastefna.
21.02.2024

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Suðurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Frá því í um miðja síðustu viku hafa ýmis mál komið upp hjá lögreglunni á Suðurlandi. Öll viljum við eftir fremsta megni reyna að tryggja öryggi þeirra sem eru í umferðinni og reyna að lágmarka slys í umferðinni. Sérstaklega viljum við tryggja öryggi barnanna okkar jafnt í umferðinni og annars staðar. Lögregla hafði m.a. afskipti af ökumönnum með laus börn í bifreiðum sem og af ökumönnum sem voru með of marga farþega.

Að því sögðu voru átta umferðarslys skráð, þar af sjö þeirra án teljandi slysa á fólki. Í eystri hluta embættisins var fjórhjólaslys og ökumaður fjórhjólsins var fluttur til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun.

Af öðrum málum er að segja að 24 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók var á 137 km/klst hraða á Suðurlandsvegi austan við Hvolsvöll. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um vímuakstur, tveir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru stöðvaðir án þess að hafa réttindi til aksturs. Tveir ökumenn atvinnutækja voru stöðvaðir fyrir brot á reglum um stærð og þyngd ökutækja.

Eitt líkamsárásarmál kom á borð lögreglu, auk eins fíkniefnamáls fyrir vörslu ólöglegra ávana- og fíkniefna.
... Sjá meiraSjá minna

ÍTREKUN á fyrri pósti,
Þjófagengi á Suðurlandi.

Það er að gerast víða hérlendis að þjófagengi séu að einbeita sér að eldri borgurum þar sem þeir eru að versla í verslunum. Þjófarnir ná pin upplýsingum þegar fólk er að versla, ræna síðan kortunum af fólki og fara í næsta hraðbanka og taka út af greiðslukortunum eins mikið og þeir geta. Því miður hafa þjófarnir haft töluverðar upphæðir upp úr svikunum.

Fólk sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á þjófum, setji sig tafarlaust í samband við þjónustubanka sinn og láti loka greiðslukortum. Jafnframt setja sig í samband við lögreglu og tilkynna málið í síma 112.
... Sjá meiraSjá minna

5 CommentsComment on Facebook

Jamm, þá er bara vænsti kosturinn að vera bara með pening á sér, engin kort.

Þvílíkir maurapúkar .😡

Ég hélt að allir hraðbankar væru með myndavélinar þannig það væri einfalt fyrir lögregluna að bera kennsl á þetta fólk

Hvaða tungumál talar þessi hópur?

Fólk er ábyrgt fyrir að varðveita sitt PIN nr. og því mun bankinn fría sig af allri ábyrgð. Kreditkortinu mínu var rænt með valdi úti í Budapest og tekið úr af því nær 400.000 kr. Bankinn segist ekkert geta gert því ég sé ábyrgur fyrir PIN nr. og varðveislu þess.

View more comments

Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur síðasta sólarhringinn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Að auki var einn ökumaður stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Tvö mál eru skráð þar sem brotið var gegn reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Um að ræða atvinnutæki með of þungan farm.

Fjögur umferðaróhöpp eru skráð, þar af tvö þar sem aðilar þurftu að fara á heilbrigðisstofnun. Í öðru tilfellinu var um að ræða fjórhjólaslys í Mýrdal en í hinu tilfellinu rafhlaupahjólaslys á Selfossi.

Algengt hefur verið upp á síðkastið að ekið sé á búfé. Fjögur tilfelli eru skráð síðasta sólarhringinn, þar sem ekið er á sauðfé.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram