
Hér er örugg leið til að senda inn gögn til lögreglunnar á Suðurlandi.
Sá sem skráir sig inn dregur skrár inn og ýtir á senda.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Lögreglan á Suðurlandi hefur haft í nógu að snúast undanfarinn sólarhring en mikið er um að vera í umdæminu þessa helgina. Á meðal viðburða eru Laugavegshlaup, flughátíðin Allt sem flýgur á Hellu og fjölmenn Kótelettuhátíð á Selfossi. Nokkur erill var á Selfossi í nótt en lögregla viðhafði mikið og öflugt eftirlit vegna tónlistarhátíðarinnar ásamt því að sinna öðrum verkefnum innan umdæmisins.
Nokkur fíikniefnamál komu á borð lögreglu og er eitt af þeim málum tengt sölu og dreifingu fíkniefna. Eitt kynferðisbrot er til rannsóknar ásamt einni líkamsárás. Nokkrir ökumenn hafa verið stöðvaðir, grunaðir um ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum ávana- og/eða fíkniefna en taka má fram að lögregla hefur lagt mikla áherslu á eftirlit með ölvunarakstri það sem af er helgi og mun gera áfram. Að öðru leyti hafa hátíðahöldin gengið vel.
Blíðskaparveður er í umdæminu og er útlit fyrir enn meira fjölmenni á Selfossi í kvöld og nótt. Lögreglan mun áfram viðhafa öflugt eftirlit í umdæminu öllu.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm.
... Sjá meiraSjá minna
Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá syðri og Skálm | Fréttir | Veðurstofa Íslands
www.vedur.is
Undanfarna daga hafa rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá Syðri skv. mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul. Hækkuð rafleiðni og vatnshæð sjást einnig í mælingum...0 CommentsComment on Facebook
Lögreglu á Suðurlandi barst aðstoðarbeiðni um kl. 22 sl. föstudagskvöld frá erlendum ferðamönnum sem dvöldu í Öræfum. Ferðamennirnir óskuðu aðstoðar við leit að 19 ára samferðamanni sem hafði farið í göngu við Svínafell og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka miðað við áætlun.
Björgunarsveit í Öræfum var kölluð út þegar í stað til leitar sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Eftir skamma leit í krefjandi landslagi fannst ferðamaðurinn sem leitað var að en hann reyndist þá vera látinn. Þyrluáhöfn landhelgisgæslu og björgunarsveitarfólk fluttu hinn látna af vettvangi.
Lögreglan á Suðurlandi hefur atvikið til rannsóknar. Ekkert hefur komið fram sem bendir til annars en að maðurinn hafi látist af slysförum.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook