Í jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar í 65. gr. kemur fram að:

„Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“

Þá hefur Mannréttindasáttmáli Evrópu verið lögfestur hér á landið með lögum nr. 62/1994 en í 14. gr. sáttmálans er fjallað um bann við mismunun en þar kemur fram að:

„Réttindi þau og frelsi, sem lýst er í samningi þessum, skulu tryggð án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, litarháttar, tungu, trúarbragða, stjórnmála- eða annarra skoðana, þjóðernis eða þjóðfélagsstöðu, tengsla við þjóðernisminnihluta, eigna, uppruna eða annarrar stöðu.“

Til að fylgja eftir 65. gr. stjórnarskrárinnar og alþjóðlegum skuldbindingum hafa verið sett jafnréttislög og þá síðast árið 2020 lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lög nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála. Þá gilda einnig lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna kemur fram að öllum stofnunum og fyrirtækjum landsins bera skyldur samkvæmt löggjöfinni og að vinna út frá jafnrétti.

Í samræmi við þessi lagaákvæði og alþjóðlegar skuldbindingar eru:

Fagráð lögreglunnar er ráð óháðra fagaðila sem tekur til umfjöllunar mál er varða beina og óbeina mismunun, kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar.

Tilkynna til fagráðs.

Unnið er markvisst að því að jafna kynjahlutföll innan lögreglunnar.  Karlar eru 75% lögreglumanna á meðan konur eru 62% borgaralegra starfsmanna lögreglunnar árið 2023.

Ítarefni um jafnréttismál

Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2022

Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2018-2019
Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2016
Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2015
Árleg samantekt um jafnréttismál lögreglunnar 2014
Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun lögreglunnar 2015

Skýrsla starfshóps um tillögur að samþættingu kynja- og jafnréttisjónarmiða

Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband jafnretti@logreglan.is