Lögreglan á Norðurlandi eystra Lögreglustöðin á Dalvík

Lögreglustöðin á Dalvík

Gunnarsbraut 6
620 Dalvík
Sími: 444 2865
Netfang: nordurland.eystra@logreglan.is

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2800 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Norðurlandi eystra Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Vekjum athygli á þessari tilkynningu: Óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Á meðan hrinan stendur yfir eru auknar líkur á stórum jarðskjálftum á brotabeltinu norðan við land og áfram talin hætta á grjóthruni og skriðum úr bröttum hlíðum. Það er því mikilvægt að fólk sem er að ferðast um brattlendi sé meðvitað um hrun- og skriðuhættu og takmarki tíma sinn undir bröttum hlíðum, sér í lagi á þekktum skriðusvæðum. Í einstaka tilfellum fylgir fljóðbylgja stærri skjálftum og því mikilvægt að fólk haldi sig fjarri strönd og höfn í nokkrar klukkustundir eftir stærri jarðskjálfta. Sjá nánar á facebooksíðu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.STUTT:
Óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Á meðan hrinan stendur yfir eru auknar líkur á stórum jarðskjálftum á brotabeltinu norðan við land og áfram talin hætta á grjóthruni og skriðum úr bröttum hlíðum. Það er því mikilvægt að fólk sem er að ferðast um brattlendi sé meðvitað um hrun- og skriðuhættu og takmarki tíma sinn undir bröttum hlíðum, sér í lagi á þekktum skriðusvæðum. Í einstaka tilfellum fylgir fljóðbylgja stærri skjálftum og því mikilvægt að fólk haldi sig fjarri strönd og höfn í nokkrar klukkustundir eftir stærri jarðskjálfta.

LENGRA:
Jarðskjálftahrina sem hófst fyrir norðan land þann 19. júní stendur enn yfir og hafa tæplega 9000 skjálftar mælst í henni en þetta er öflugasta hrinan á Tjörnesbrotabeltinu í ríflega 40 ár. Þrír skjálftar af stærð 5-6 mældust á fyrstu dögum hrinunnar sem hefur verið kröftugust á tveimur stöðum, annarsvegar í Eyjafjarðarálnum um 25-45 km norðnorðaustur af Siglufirði og hinsvegar vestast á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu um 20 km norðaustur af Siglufirði. Virknin hefur færst aðeins austar eftir Húsavíkur-Flateyjar misgenginu þó jarðskjálftar þar séu flestir mjög litlir og finnist ekki í byggð en ekki er hægt að útiloka að þarna geti komið stærri skjálftar. Rannsóknir á misgenginu benda til að enn sé innistæða fyrir stærri skjálfta allt að stærð 7 á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á að stærri skjálftar mælist.

Ef að kæmi til slíks skjálfta er hugsanlegt að hann valdi grjóthruni og skriðum auk þess sem þekkt er að sumir stærri skjálftar valdi flóðbylgjum. Hættan á skriðuföllum er því ekki einungis bundin við norðanverðan Tröllaskaga og Flateyjarskaga eins og áður hefur verið greint frá heldur einnig austur á Melrakkasléttu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þau svæði sem skriðuföll geta átt sér stað í stórum skjálftum á brotabeltinu norðan við land.
Mikilvægt er að fólk á svæðinu kynni sér leiðbeiningar Almannavarna um viðbrögð í jarðskjálftum og tryggi innanstokksmuni eins og hægt er hið fyrsta.

Vill Veðurstofan í samráði við Almannavarnir koma almennum tilmælum til fólks um þessa hættur:
Almenn tilmæli og upplýsingar til Almennings verði jarðskjálfti >6 í nágrenni við Flatey/Húsavík
Halda kyrru fyrir meðan að jarðskjálftinn ríður yfir
Halda sig frá byggingum sem hafa skemmst
Halda sig frá skriðuhlíðum
Halda sig frá höfninni og strönd vegna hugsanlegrar flóðbylgju af hafi næstu klukkustundir
Búast má við að tugir eftirskjálfta finnist í nærumhverfi skjálftaupptakanna næstu 24 tímana
... Sjá meiraSjá minna

Vekjum athygli á þessari tilkynningu: Óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Á meðan hrinan stendur yfir eru auknar líkur á stórum jarðskjálftum á brotabeltinu norðan við land og áfram talin hætta á grjóthruni og skriðum úr bröttum hlíðum. Það er því mikilvægt að fólk sem er að ferðast um brattlendi sé meðvitað um hrun- og skriðuhættu og takmarki tíma sinn undir bröttum hlíðum, sér í lagi á þekktum skriðusvæðum. Í einstaka tilfellum fylgir fljóðbylgja stærri skjálftum og því mikilvægt að fólk haldi sig fjarri strönd og höfn í nokkrar klukkustundir eftir stærri jarðskjálfta. Sjá nánar á facebooksíðu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.

Comment on Facebook

mikið rosalega væri magnað ef almannavarnir á norðvesturlandi gæfu eitthvað svipað út en það er kannski eitthvað sem þær geta ekki

Þau tóku vel á móti Steinari lögreglumanni, börnin á Raufarhöfn í dag. Steinar fór á Raufarhöfn í dag og skoðaði hjól og hjálma, var með smá kynningu á tækjum og tólum lögreglu, endaði með kókómjólk og smá nammi. Hann fékk mjög jákvæð viðbrögð og krakkarnir báðu um að hann kæmi helst á hverjum degi og myndi jafnvel þjálfa þau í íþróttum. Gaman að þessum yndislegu börnum ! ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Þetta er mjög gott hjá ykkur. Börn (líka fullorðnir) eiga að treysta lögreglunni og vera vinir. Ég man þegar ég var krakki þá vildi maður alltaf verða lögga því hún var vingjarnleg og leiðbeindi manni - svo var það líka töff. Þó maður var úti að leika sér eftir háttatímann þá var bara spjallað og allir fylgdu ráðum löggunnar og fóru heim. :-) Ég hef heyrt margar svipaðar sögur. "Löggan í hverfinu er besta löggan í heimi!" :-)

Vel gert.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram