Í mannauðsstefnu lögreglunnar er fjallað um þau gildi sem starfsfólki lögreglu ber að hafa í heiðri. Mannauðsstefna tekur til alls starfsfólks lögreglunnar.

Lykilgildi lögreglunnar eru:

  • Virðing, heilindi og traust.
  • Starfsfólk lögreglu mismunar aldrei á grundvelli kyns, uppruna, þjóðernis, aldurs, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, trúar- og lífsskoðana, stjórnmálaskoðana, félagslegra stöðu eða annarra þátta.
  • Samheldni, traust og góður starfsandi.
  • Virðing, háttvísi, heiðarleiki, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennska, þagmælska og fagmennska.
  • Einelti, kynferðisleg og kynbundin áreitni og önnur óviðeigandi hegðun er litin alvarlegum augum og hún ekki liðin.
  • Unnið er að því að jafna hlut kvenna og karla í mismunandi störfum og starfsstigum innan lögreglunnar.

Í mannauðsstefnu lögreglunnar kemur fram að lögreglan á að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar að starfsfólk af öllum kynjum og með fjölbreyttan bakgrunn og þar er lögð áhersla á sam­heldni, traust og góðan starfs­anda. Þau gildi sem að starfsfólk lögreglu skulu hafa að leiðarljósi eru að þjóna samfélaginu af virðingu, háttvísi, heiðarleika, hlutlægni, réttsýni, nærgætni, trúmennsku, þagmælsku og fagmennsku.

Þá hefur lögreglan sett sér siðareglur og reglur um gjafir til lögreglu.

Unnið er samkvæmt skilgreindu ráðningarferli. Við ráðningar eru sóst eftir hæfu, traustu og áhugasömu fólki sem skilar árangri.  Móttaka nýs starfsfólks skal vera skilvirk og fagleg. Við starfslok á að vinna samkvæmt skilgreindu ferli.

Mannauðsmál eru nátengd jafnréttismálum og hvorugt þessara málefna getur án hins verið.

Sjá nánar.
Mannauðsstefna lögreglunnar

Siðareglur lögreglu

Reglur um gjafir til lögreglu

Fjöldi starfsmanna lögreglu 2020

Fjöldi starfsmanna lögreglu 1.febrúar 2016

Fjöldi starfsmanna lögreglu 1.febrúar 2015

The number of Police officers and other staff in Iceland 2016

The number of Police officers and civilian staff in Iceland 2015