Lögreglan á Austurlandi Lögreglan Fáskrúðsfirði

Lögreglustöðin Fáskrúðsfirði

Skólavegur 53
750 Fáskrúðsfjörður
Þjónustusími: 444 0660
Netfang: austurland@logreglan.is
Fax: 444 0601

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Lögregla hefur nú leitað svæðið við Laugafell norðaustur af Snæfelli, nærri Kirkjufossi, með dróna búnum öflugri myndavél. Þar voru rakin spor tilkynnenda mjög nákvæmlega auk þess sem sá staður var leitaður sem birnirnir áttu að hafa sést á, í gili skammt frá Kirkjufossi. Engin ummerki var þar að finna um ísbjarnarspor sem þó hefðu átt að blasa við hafi slík dýr verið þar á ferð.

Lögreglan telur að þessu sögðu, að höfðu og samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands sem hún hefur verið í nánu sambandi við vegna þessa verkefnis, fullleitað að sinni. Leit verður fram haldið komi frekari vísbendingar fram.
... Sjá meiraSjá minna

2 CommentsComment on Facebook

Það verður þá óhætt að fara á rjúpu á Austurlandi?

það voru alla vega þrír á Hvannadalshnjúk í dag

Ítarleg leit var gerð í gær með þyrlu Landhelgisgæslu að ísbjörnum er áttu að hafa sést við Laugafell norðaustur af Snæfelli. Leit var fyrirhuguð að nýju nú í morgunsárið en þyrla ekki tiltæk.

Lokaleit verður því gerð með dróna og þá sérstaklega litið til þess hvort för sjáist í snjó eða hjarni á þeim slóðum er birnirnir áttu að hafa sést.

Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í dag.
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur í dag frá tveimur erlendum ferðamönnum er verið höfðu við Laugafell norðaustur af Snæfelli, nærri Kirkjufossi, um tvo ísbirni á því svæði. Ferðamennirnir höfðu horfið óttaslegnir af vettvangi en gátu gefið upplýsingar um staðsetningu sína er þeir töldu sig verða ísbjarnanna varir, þá í rétt um þrjú hundruð metra fjarlægð.

Í kjölfarið var kannað af lögreglu hvort einhverjir væru í skálum við Laugafell og Snæfell. Svo reyndist ekki vera. Þyrla landhelgisgæslu var ræst út auk þess sem starfsmenn Landsvirkjunar könnuðu í vefmyndavélum fyrirtækisins, staðsettar nálægt þeim stað er ísbirnirnir áttu að hafa sést, hvort eitthvað markvert væri að sjá. Svo var ekki.

Lögreglumenn fóru og til leitar á þeim stað sem ferðamennirnir tilgreindu. Spor eftir ferðamennina fundust en engin önnur þar í kring, hvorki eftir stór dýr eða smá. Þyrla gæslunnar kom á vettvang um klukkan 19 í kvöld og fór yfir stórt leitarsvæði með nætursjónauka. Ekkert fannst.

Margvíslegar kletta- og kynjamyndir eru á leitarsvæðinu og snjór yfir sem getur villt óvönum sýn. Talið er að það hafi gerst að þessu sinni.

Leit hefur nú verið hætt vegna myrkurs en til öryggis verður henni fram haldið í birtingu í fyrramálið með þyrlu gæslunnar ef veður leyfir.

Á vef Náttúrufræðistofnunar má finna upplýsingar um dreifingu hvítabjarna hér á landi. www.ni.is/is/dyr/spendyr/hvitabjorn
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur í dag frá tveimur erlendum ferðamönnum er verið höfðu við Laugafell norðaustur af Snæfelli, nærri Kirkjufossi, um tvo ísbirni á því svæði. Ferðamennirnir höfðu horfið óttaslegnir af vettvangi en gátu gefið upplýsingar um staðsetningu sína er þeir töldu sig verða ísbjarnanna varir, þá í rétt um þrjú hundruð metra fjarlægð.  

Í kjölfarið var kannað af lögreglu hvort einhverjir væru í skálum við Laugafell og Snæfell. Svo reyndist ekki vera. Þyrla landhelgisgæslu var ræst út auk þess sem starfsmenn Landsvirkjunar könnuðu í vefmyndavélum fyrirtækisins, staðsettar nálægt þeim stað er ísbirnirnir áttu að hafa sést, hvort eitthvað markvert væri að sjá. Svo var ekki. 

Lögreglumenn fóru og til leitar á þeim stað sem ferðamennirnir tilgreindu. Spor eftir ferðamennina fundust en engin önnur þar í kring, hvorki eftir stór dýr eða smá. Þyrla gæslunnar kom á vettvang um klukkan 19 í kvöld og fór yfir stórt leitarsvæði með nætursjónauka. Ekkert fannst.

Margvíslegar kletta- og kynjamyndir eru á leitarsvæðinu og snjór yfir sem getur villt óvönum sýn. Talið er að það hafi gerst að þessu sinni. 

Leit hefur nú verið hætt vegna myrkurs en til öryggis verður henni fram haldið í birtingu í fyrramálið með þyrlu gæslunnar ef veður leyfir.

Á vef Náttúrufræðistofnunar má finna upplýsingar um dreifingu hvítabjarna hér á landi. https://www.ni.is/is/dyr/spendyr/hvitabjorn

6 CommentsComment on Facebook

Þetta hafa örugglega verið yngstu Aðalbólsbræðurnir þarna á ferðinni að leita fjár

Elska hvað skattpeningarnir mínir eru vel nýtti 🥰

Skil ekki þessi neikvæðu comment, ef þið telduð ykkur og aðra vera í hættu myndu þið ekki vilja að það yrði brugðist við ? Ef þið skoðið kortið myndu þið sjá að það hafa fundist hvítabirnir á svipuðu svæði áður, er þá nokkuð svo galið að athuga það ? 🤔 skattpeningarnir hljóta að hafa farið í meiri vitleysu heldur en þetta, ef það eru hvítabirnir þarna þá myndu þið væntanlega vilja vita af því, það hlítur að vera betra að staðsetja þá og geta þá tryggt öryggi fólks ef þeir eru þarna.

Er þá ekki ágætt að senda þeim reikning fyrir þessum makindum?

Hefur lögreglan ekkert þarfara að gera?

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram