
Lögreglustöðin Fáskrúðsfirði
Skólavegur 53
750 Fáskrúðsfjörður
Þjónustusími: 444 0660
Netfang: austurland@logreglan.is
Fax: 444 0601
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Sérstakt eftirlit lögreglu með ökuhraða verður á Fagradal í dag og fram á föstudag. Hraðaeftirlit verður og við Eiðar í dag og á morgun í Skriðdal og við Djúpavog á föstudag.
Ökum varlega, komum heil heim.
... Sjá meiraSjá minna
Þetta finnst mér alveg magnaðar tilkynningar vonandi verður áframhald á þessu hjá ykkur og gangi ykkur vel
Markmiðið með hraðamælingum er ekki að sekta sem flesta (þó margir haldi það), heldur að lækka hraða ökumanna í von um að fyrirbyggja slys. Erhaggi ??
Staðurinn heitir Eiðar. Nafnið fallbeygist þannig: Eiðar - um Eiða - frá Eiðum - til Eiða. Lögreglan er velkomin til hraðaeftirlits við EIÐA !
Fyrirbyggjandi lögregluaðgerðir virka best. Sýnileiki lögreglunnar skiptir miklu máli og ábendingar um hvað megi betur fara er líka mjög fyrirbyggjandi. Mætti gera mikið meira af hraðamælingum innanbæjar hér á Austurlandi, sérstaklega þar sem búið er að taka hraðann niður í 30 km/klst. Þegar maður sér settar upp þrengingar við gangbrautir á slíkum svæðum finnst manni nú allt benda til þess að ekki dugi að lækka hraða með merkjum heldur þurfi líka að koma til aðgerða. Lækkun hraða í íbúðahverfum er gert til að vernda gangandi vegfarendur og þá sérstaklega verið að hugsa um börnin okkar.
Er ekki pínu skondið að það sé verið að vara mann við hraðamælingum?
Frábært 🌺
Er bara farin að keyra alltaf á crus contor til að detta aldrei yfir í of hraðan akstur bílar í dag bjóða svo mikið upp ä það kraftmiklir og þýðir svo maður finnur ekki mun á 90 eða 100.
Jæja...best halda sig þá heima...🤣🤣🤣
Hraðamælingar á Háreksstaðaleið.
Lögreglan mun í dag og á morgun vera við hraðamælingar á Háreksstaðaleið, í Langadal og Víðidal. Ökumenn eru hvattir til að gæta að hraða ökutækja sinna á þessum stöðum sem öðrum í fjórðungnum.
Engin umferðarslys hafa verið skráð það sem af er maímánuði í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi.
... Sjá meiraSjá minna
7 9 13 og bank í tré😅😅😅
Ekið á álft -förum varlega !
Lögregla fékk í gærmorgun tilkynningu um dauða álft á Upphéraðsvegi í Fellum við bæinn Kross innan við Fellabæ. Svo virtist sem skotgat væri á höfði hennar. Um atvikið var m.a. fjallað í fjölmiðlum.
Ökumaður gaf sig fram við lögreglu seinnipartinn í gær og kvaðst hafa ekið á álft á þessum slóðum í gærmorgun. Honum láðist hinsvegar að tilkynna atvikið á þeim tíma.
Vegna rannsóknar málsins og gruns um skotáverka var dýralæknir í gær fenginn til að meta hvað orðið hafi álftinni að aldurtila, en um friðaðan fugl er að ræða. Hans niðurstaða eftir skoðun var að áverkar væru þess eðlis að ekið hafi verið á hana.
Lögregla vill vegna þessa atviks árétta við ökumenn að þeir gæti að hraða ökutækja sinna og hugi þannig meðal annars að öryggi dýra við veg. Vísar hún þar meðal annars til fréttar er hún sendi á vef lögreglu þann 9. maí síðastliðinn um ástæður þess að dýr safnast gjarnan við vegi landsins á þessum árstíma. Þörf lesning og brýn með vísan til þess sem í gær gerðist. (Sjá hér: Ökum varlega – gætum að dýrum á og við veg | Lögreglan (logreglan.is) )
... Sjá meiraSjá minna