Lögreglan á Austurlandi Hafðu Samband

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
5 tímum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Einn er í einangrun vegna smits á Austurlandi. Um landamærasmit er að ræða og tengist komu tuttugu og fimm manna hóps með Norrænu fyrir þremur vikum síðan.

Fjörutíu farþegar komu með Norrænu í gærmorgun. Þeir fóru allir í sýnatöku og fengu leiðbeiningar um sóttkví í framhaldinu. Þrír farþeganna þáðu boð um gistingu á sóttkvíarhóteli á Hallormsstað. Aðrir voru með gistingu á eigin vegum.

Sýnatökur í fjórðungnum ganga vel og eru milli tíu og tuttugu sýni tekin á dag. Eru íbúar í því sambandi sem fyrr hvattir til að halda sig heima og fá leiðbeiningar um sýnatöku í síma 1700 ef veikinda verður vart.

Bólusetningar ganga vel einnig og gert ráð fyrir að um þrjúhundruð og sextíu austmenn fái bólusetningarsprautu í vikunni.

Nýjar sóttvarnareglur eru væntanlegar frá og með 16. apríl næstkomandi. Má ætla að þær verði rýmkaðar innanlands frá því sem nú er. Mikilvægt er að við gætum að okkur og göngum ekki svo hratt um dyr gleðinnar að hrösun verði á síðasta spelinum. Stutt er eftir í baráttunni. Klárum hana saman.
... Sjá meiraSjá minna

Rýmingarskilti til dreifingar í hús á Seyðisfirði

Gangskör var gerð að því af hálfu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra að útbúa rýmingarskilti í kjölfar aurskriðna á Seyðisfirði í lok árs 2020. Skiltið er nú tilbúið og verður borið í öll hús á Seyðisfirði á næstu dögum. Á skiltinu má finna leiðbeiningar til íbúa um það hvað rétt myndi að hafa meðferðis komi til rýmingar, að hverju skuli hyggja við rýmingu, hver tekur ákvörðun um rýmingu, afléttingu hennar og fleira.

Gert er ráð fyrir að sambærilegum skiltum verði síðar dreift í hús á Eskifirði og í Neskaupstað.

Skiltið má finna hér. www.logreglan.is/wp-content/uploads/2021/04/Rymingarskilti-Austurland.pdf
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Þetta er virkilega gott og þarft framtak, kærar þakkir. Ég hvet ykkur til að biðja almannavarnardeild um að snara textanum yfir á ensku og pólsku einnig hið snarasta og gera aðgengilegt nýbúum og gestum sem ekki tala íslensku af því að samfélögin okkar eru fjölmenningarleg og fjölbreytt ❤ ❤ ❤

Can we expect a english version of this document? Out of the 600 persons that were evacuated the 18th of december, 100 were not icelandic speakers...

2 dögum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Svikahrappar herja á einstaklinga með rafræn skilríki í símum.

Nýlega fékk starfsmaður Auðkennis símtal frá Lukas nokkrum sem sagðist hafa fengið tilkynningu um að viðkomandi starfsmaður Auðkennis hefði tapað 700.000 krónum í einhverjum svikum á netinu. Lukas sagðist vilja endurgreiða peningana en fyrst þyrfti starfsmaðurinn að staðfesta að um réttan aðila væri að ræða með því að samþykkja beiðni með rafrænum skilríkjum á síma. Um leið og það væri búið gæti Lukas borgað honum þessa upphæð sem tapaðist beint inn á bankareikning starfsmannsins.
Eftir 15 misheppnaðar tilraunir til að fá starfsmanninn til að slá inn PIN til að hleypa Lukas inn í netbankann bauð Lukas starfsmanninum að taka yfir tölvuna hans og aðstoða hann við að skrá sig inn í netbankann. Starfsmaður Auðkennis setti upp sérstaka tölvu sem Lukas fékk að taka yfir og skoða. Auðvitað gekk ekkert þar heldur þar sem starfsmaðurinn neitaði ávallt staðfestingu á innskráningarbeiðni rafrænna skilríkja en Lukas vissi það ekki. Á endanum hætti Lukas en ætlaði að hafa samband síðar þegar kerfið væri farið að virka aftur því það hlyti að vera eitthvað að kerfum Auðkennis fyrst staðfesting gekk aldrei.

Auðkenni vill minna á að svara aldrei slíkum beiðnum nema öruggt sé að þú hafir ætlað að skrá þig inn. Best er auðvitað að svara ekki þessum símtölum ef ekki er reiknað með símtali erlendis frá. Vandamálið er reyndar það að svikahrapparnir geta þóst hringja úr íslenskum númerum líka.

Mundu: ALDREI að svara beiðni á síma eða í appi nema þú hafir óskað eftir slíkri beiðni t.d. við innskráningu í netbanka.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram