Lögreglan á Austurlandi Lögreglan á Vopnafirði

Lögreglustöðin á Vopnafirði

Lónabraut 2
690 Vopnafjörður
Þjónustusími: 444 0610
Netfang: austurland@logreglan.is
Fax: 444 0601

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

3 dögum síðan

Lögreglan á Austurlandi

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Norræna kom í gær með 634 farþega að landi, þar af ríflega fjögur hundruð sem þurftu í sýnatöku. Ríflega þriðjungur sýna var tekinn um borð meðan Norræna var á leið til hafnar í Seyðisfirði af teymi á vegum HSA sem var í skipinu. Þá var farþegum leiðbeint við rafræna skráningu sem er forsenda sýnatökunnar. Á hafnarbakkanum biðu starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og HSA-starfsmenn er fóru til aðstoðar við sýnatöku við komu rétt fyrir klukkan ellefu að morgni. Sýnataka gekk prýðilega og var lokið fjörutíu og fimm mínútum síðar. Norræna hélt úr höfn klukkan 12:40 og hafði þá verið við landfestar í klukkutíma og fjörutíu mínútur.

Enn er verið að slípa verklag við sýnatöku í Norrænu enda verkefnið stórt og umfangsmikið. Þess verður freistað fyrir næstu ferð að senda teymi frá Reykjavík til Færeyja sem framkvæmi sýnatöku um borð á síðari hluta siglingarinnar, þ.e. innan við tuttugu og fjórar sjómílur frá landi. Henni verði þá lokið þegar ferjan kemur til hafnar.

Farþegi er kom um borð í Norrænu í Hirtshals fékk þau tíðindi í kjölfar skimunar er hann hafði farið í áður, að hann væri smitaður af COVID-19. Hann var því einangraður í klefa sínum alla leiðina og hélt til síns heima í einangrun við komu. Hann var því ekki í neinum samskiptum við aðra farþega eða áhafnarmeðlimi um borð eða við komu til landsins. Í tilviki þessa einstaklings er í gangi rannsókn á því hvort mögulega er um gamalt smit að ræða.

Þá greindist einn farþegi með staðfest smit, í kjölfar skimunar um borð í Norrænu í gær. Vísbendingar eru um að það sé mögulega gamalt. Rannsókn er í gangi á því einnig. Sá farþegi er nú í einangrun.

Aðgerðastjórn hefur orðið þess áskynja að íbúar eru uggandi yfir þeim fjölda farþega sem flæða inn í fjórðunginn með Norrænu vikulega. Hún vill því koma á framfæri að allir um borð fá ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig skuli haga sér í landi og þá sér í lagi áður en niðurstöður sýnatöku liggja fyrir, að jafnaði innan við sólarhring eftir komu. Í því felst meðal annars að viðkomandi haldi hæfilegri fjarlægð frá öðrum og forðist snertingu eins og faðmlög og handabönd. Leiðbeiningar eru því ekki ósvipaðar þeim sem við heimamenn höfum fengið og eru í gildi meðan ástand þetta varir. Ef allir gæta að eigin smitvörnum, farþegar Norrænu og heimamenn, á þetta að ganga vel.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Komið á Egilsstöðum í Nettó eða Bónus. Engin....og ég meina engin....Íslendingur eða /og Útlendinga fer eftir tveggja metra reglu. Sprit úr Brúsa er tóm...engin hanskar í boði. Í lyfja er ekki lengur límband fyrir biðröð o.s.fl. Ekki einu sinni er fólk að taka tillit...þegar ég ætla að passa mig þarf ég að fara fimm sinnum til hliðar og ætla á næstunni að troða toma kerru fyrir aftan mig. Því miður....of margir eru búinn að gleyma sem smit er ennþá virk.

Ég hef alltof oft lent í því að biðja fólk um að virða 2 metra regluna í búðum,fæ bara íllt augnlit tilbaka. !!!!🤔 Mig langar NÚLL að fá þessa veiru bara af því að Jóli var of nalægt mér íbúðinni !!!!!!! VIRÐUM 2 METRA REGLUNA!!!

Langar að forvitnast smá, hvar er fólk meðan þau eru að bíða eftir niðurstöðum úr sýnunum? Er þeim ráðlagt að halda sér frá örðum eða fara bara allir yfir heiðina og beint í verslanir og þjónustu á egs

Aðeins of mörg ef

Ég var farþegi um borð og gekk þetta bara mjög illa að mínu mati. Enginn 2 metra regla virt enginn að reyna hafa skipulag á neinu og allir fyrir öllum um borð frá 8 um morgunin. Starfmenn Norrænu og þeirra sem eru að skima um borð ættu að reyna minnka allar þessar biðraðir. Þetta gekk mun betur þegar teymið sem kom um borð á Seyðisfirði byrjaði að skima. Fyrir mér var þetta klúður frá á-ö

ÆTTI að HERÐA á 2 METRA reglunni,allavegana í búðum og jafnvel 100 manna reglunni í búðum ! við fáum fólk allstaðar að með Norrænu og fleiri stöðum !

View more comments

6 dögum síðan

Lögreglan á Austurlandi

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Í ljósi breyttra aðstæðna í COVID málum með fjölgun greindra smita á landinu áréttar aðgerðastjórn opnunartíma veitingahúsa og skemmtistaða. Ekki má hafa opið lengur en til klukkan 23:00.

Þá hvetur aðgerðastjórn fyrirtæki, verslanir og stofnanir til að skoða sín innanhússmál, fari yfir og rýni það hvort hallað hafi undan fæti í smitvörnum síðustu vikur. Er þar meðal annars vísað til fjarlægðarmarka, aðgengi að spritti fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn, sprittnotkun á snertifleti og svo framvegis.

Leiðbeiningar varðandi smitvarnir eru einfaldar en skilvirkar. Hjálpumst að við halda þær. Þannig komumst við í gegnum þetta saman.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Hef tekið eftir því að vissar verslanir/sjoppur eru ekki lengur með handspritt í boði fyrir viðskiptavini.

7 dögum síðan

Lögreglan á Austurlandi

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Vegna fjölgunar staðfestra smita á landinu beinir aðgerðastjórn þeim tilmælum til íbúa að huga vel að eigin smitvörnum, gæta að sér í fjölmenni, halda fjarlægð, þvo sér reglulega um hendur og bera spritt á snertifleti.

Smit hafa ekki greinst í fjórðungnum frá því þeirra varð vart í síðustu viku með auknum þunga á höfuðborgarsvæðinu sér í lagi. Níu eru í sóttkví og staðan því óbreytt frá því um helgina.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram