Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

UPPLÝSINGAFUNDUR UM STÖÐU OFANFLÓÐAVERKEFNA Á AUSTURLANDI

Mánudaginn 2. október mun Almannavarnanefnd Austurlands í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra halda vinnustofu um ofanflóðamál á Austurlandi. Í kjölfar vinnustofunnar verður opinn …

Lögreglan á Austurlandi

Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfemt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.

Lykilmarkmið embættisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Lögreglan stefnir að aukinni þjónustu við íbúa með markvissum aðgerðum til fækkunar brota og slysa. Þannig nái hún því lykilmarkmiði að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og þeirra sem starfa og dvelja í umdæminu

Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild.  Netfang rannsóknardeildar er rannsoknaustur@logreglan.is .

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.

Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.

Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er austurland@logreglan.is

Lögreglustjóri er Margrét María Sigurðardóttir.

Aðrir stjórnendur eru:

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. kog01@logreglan.is,
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. elvar@logreglan.is,
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. hjaltiberg@logreglan.is, og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. thorhallur.arnason@logreglan.is .

 

 

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
8 tímum síðan

Á laugardag um hádegisbil varð umferðaróhapp á Möðrudalsöræfum við Vegaskarð. Ökumaður missti þar stjórn á bifreið sinni í hálku og endaði utan vegar. Tvö voru í bílnum. Þau voru flutt á heilsugæslustöðina á Vopnafirði með smávægileg meiðsl. Fóru heim að skoðun lokinni. Ekki talin alvarlega slösuð.

Fjöldi skráðra umferðarslysa í fjórðungnum fyrstu níu mánuði ársins er svipaður og á sama tíma í fyrra. Þá voru skráð þrjátíu og fimm slys en þrjátíu og fjögur nú. Umferð hefur aukist lítillega á Austurlandi frá í fyrra samkvæmt tölum frá Vegagerðinni. Slysatölur mega því teljast ásættanlegar það sem af er ári. Eitt slys þó einu slysi of mikið.

Til að fyrirbyggja slys skiptir aðgæsla ökumanna og gætni miklu, að aka í samræmi við aðstæður. Akstursskilyrði fara nú smátt og smátt versnandi með lækkandi sól og hættu á hálkublettum hér og þar. Gætum því sérstaklega að okkur, ekki síst á fjallvegum.
... Sjá meiraSjá minna

3 dögum síðan

Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli 14. október nk.

Þar munu viðbragðsaðilar á svæðinu æfa viðbrögð við flugslysi og okkur vantar leikara.

Endilega látið berast sem víðast
... Sjá meiraSjá minna

Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli 14. október nk. 

Þar munu viðbragðsaðilar á svæðinu æfa viðbrögð við flugslysi og okkur vantar leikara.

Endilega látið berast sem víðast

1 CommentComment on Facebook

Tala við leikfélag Menntaskólinn á Egilsstöðum

5 dögum síðan

Mánudaginn 2. október mun Almannavarnanefnd Austurlands í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra halda vinnustofu um ofanflóðamál á Austurlandi.

Í kjölfar vinnustofunnar verður opinn upplýsingafundur um stöðu ýmissa ofanflóðaverkefna á Austfjörðum og umfjöllun vinnustofu um ofanflóðamál.

Fundurinn verður haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað og hefst klukkan 17:00
... Sjá meiraSjá minna

Mánudaginn 2. október mun Almannavarnanefnd Austurlands í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra halda vinnustofu um ofanflóðamál á Austurlandi.

Í kjölfar vinnustofunnar verður opinn upplýsingafundur um stöðu ýmissa ofanflóðaverkefna á Austfjörðum og umfjöllun vinnustofu um ofanflóðamál.

Fundurinn verður haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað og hefst klukkan 17:00

1 CommentComment on Facebook

Vel gert og áhugavert verður að fylgjast með afrakstri þessa upplýsingafundar og vinnustofu. Vel gert og til fyrirmyndar.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram