Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Lögreglan á Austurlandi

Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfemt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.

Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild.  Netfang rannsóknardeildar er rannsoknaustur@logreglan.is .

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.

Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.

Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er austurland@logreglan.is

Lögreglustjóri er Margrét María Sigurðardóttir.

Aðrir stjórnendur eru:

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. kog01@logreglan.is,
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. elvar@logreglan.is,
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. hjaltiberg@logreglan.is, og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. thorhallur.arnason@logreglan.is .

 

 

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

2 dögum síðan

Lögreglan á Austurlandi

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi og enginn í einangrun.

Sýnataka fyrir COVID-19 á landamærum

Svo sem kunnugt er hefur verkefnisstjórn um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum skilað skýrslu sinni til heibrigðisráðherra og lokið störfum. Ljóst er samkvæmt skýrslunni að gert er ráð fyrir að sýni verði tekið af ferðamönnum er koma til landsins frá há áhættusvæðum. Það á því við meðal annars um hluta þeirra farþega sem koma með Norrænu til Seyðisfjarðar og með flugi á Egilsstaði.

Stofnaður hefur verið starfshópur á Austurlandi með það verkefni að gera tillögu að verklagi sem viðhaft verður þann 15. júní þegar sýnataka á að hefjast. Í hópnum eru fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA), Smyril line, Isavia og lögreglu. Stefnt er að því tillögur hópsins liggi fyrir á miðvikudag og verði þá sendar nýrri verkefnastjórn stjórnvalda til kynningar.
... Sjá meiraSjá minna

5 dögum síðan

Lögreglan á Austurlandi

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Engin ný smit hafa greinst á Austurlandi frá 9. apríl. Enginn er í einangrun.

Nýjar afléttingar takmarkana vegna COVID-19 tóku gildi frá og með gærdeginum, 25 maí. Þessar breytingar eru helstar:

· Fjöldamörk þeirra sem koma saman fara úr 50 í 200.

· Engar sérstakar takmarkanir eru á íþróttastarfi en gæta þarf að hámarksfjölda fullorðinna allt að 200 manns í sama rými.

· Opnun sundstaða verður óbreytt, fjölda gesta miðast við að þeir séu aldrei fleiri en nemur helmingi af leyfilegum hámarksfjölda. Líkamsræktarstöðvar mega opna með samskonar takmörkunum og sundstaðir.

o Börn fædd árið 2015 og síðar teljast ekki með gestafjölda á sundstöðum eða líkamsræktarstöðvum.

· Allir eru sem fyrr hvattir til að viðhalda tveggja metra reglunni eftir því sem aðstæður leyfa.

o Þar sem lögbundin þjónusta er veitt eða almenningur á ekki kost á öðru en mæta skal vera unnt að tryggja þeim sem það kjósa að halda tveggja metra fjarlægð.

www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisblað%20sóttvarnalæknis%20dags.%2020.%20maí.pdf
... Sjá meiraSjá minna

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Ekkert nýtt smit hefur greinst á Austurlandi og enginn er í einangrun.

Aðgerðastjórn áréttar enn mikilvægi þess að hvert og eitt okkar sýni ábyrgð á eigin smitvörnum nú þegar sóttvarnalæknir hefur slakað á öðrum ráðstöfunum. Það gerir hún að þessu sinni með vísu sem hún komst nýlega yfir -

Í handarkrikann hósta skalt,
hreinar lúkur spritt´ ávalt.
Fólki í burtu frá þér halt
og farðu í rúmið, sé þér kalt.

(Höf. Stefán Bragason)

Aðgerðastjórn gerir þessi orð að sínum og hvetur okkur öll til dáða sem fyrr.

Gerum þetta saman.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Ljómandi vísa hjá Stefáni

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram