Helstu tölur fyrstu sex mánaða – lögreglan á Austurlandi
Meðfylgjandi eru bráðabirgðatölur um helstu brot og verkefni hjá lögreglunni á Austurlandi fyrstu sex mánuði ársins 2025. Tölur áranna 2015 til 2024 eru til samanburðar: …
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Meðfylgjandi eru bráðabirgðatölur um helstu brot og verkefni hjá lögreglunni á Austurlandi fyrstu sex mánuði ársins 2025. Tölur áranna 2015 til 2024 eru til samanburðar: …
Almannavarnanefnd á Austurlandi vekur athygli á að lítil úrkoma hefur verið síðustu vikur og gróður víða þurr af þeim sökum. Hætta á gróðureldum hefur því …
Öruggara Austurland, svæðisbundið samráð um aðgerðir gegn ofbeldi á Austurlandi, hélt nýlega fund Reyðarfirði þar sem 50 fulltrúar frá ólíkum stofnunum og þjónustuaðilum settust saman á …
Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfeðmt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.
Lykilmarkmið embættisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Lögreglan stefnir að aukinni þjónustu við íbúa með markvissum aðgerðum til fækkunar brota og slysa. Þannig nái hún því lykilmarkmiði að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og þeirra sem starfa og dvelja í umdæminu
Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild. Netfang rannsóknardeildar er rannsoknaustur@logreglan.is .
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.
Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.
Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er austurland@logreglan.is
Lögreglustjóri er Páley Borgþórsdóttir
Aðrir stjórnendur eru:
Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. kog01@logreglan.is,
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. elvar@logreglan.is,
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. hjaltiberg@logreglan.is, og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. thorhallur.arnason@logreglan.is .
Meðfylgjandi eru bráðabirgðatölur um helstu brot og verkefni hjá lögreglunni á Austurlandi fyrstu sex mánuði ársins 2025. Tölur áranna 2015 til 2024 eru til samanburðar:
Hegningarlagabrot eru skráð jafnmörg og í fyrra. Þau eru nokkuð yfir meðaltali síðustu ára.
Kærum vegna umferðarlagabrota fjölgar miðað við síðustu tvö ár.
Skráð fíkniefnabrot eru heldur fleiri en síðustu þrjú ár og yfir meðaltali síðustu ára.
Skráðum umferðarslysum fjölgar frá í fyrra en eru svipuð að fjölda og árin 2022 og 2023.
Heimilisofbeldismál hafa ekki verið skráð færri frá árinu 2019. Ágreiningsmálum milli skyldra og tengdra hinsvegar fjölgar.
---------
Tölur þessar kynntar í samræmi við stefnu embættisins um upplýsingamiðlun, gagnsæi, samtal og samstarf. Tölurnar má sjá hér að neðan.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Að gefnu tilefni er athygli foreldra og forráðamanna vakin á breytingum sem gerðar voru á umferðarlögum á síðasta ári þar sem börnum yngri en 13 ára var gert óheimilt að aka rafhlaupahjólum (smáfarartækjum).
Um þetta meðal annars er fjallað í sjöunda kafla umferðarlaga um reiðhjól og smáfarartæki sem upplagt er fyrir foreldra og forráðamenn að fara yfir með börnum sínum, meðal annars hvað varðar hjálmaskyldu og fleira. www.althingi.is/lagas/nuna/2019077.html
Gerum þetta saman og leggjum okkar af mörkum til að allir komist heilir heim.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook
Unnið er að því að opna fyrir umferð um Norðfjarðarveg undir eftirliti. Ökumenn eru beðnir um að fara varlega um veginn engu að síður. Þeim er þökkuð þolinmæðin. ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook