Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Stöðufundur v. Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fl.

Stöðufundur var í morgun með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var yfir gang hreinsunarstarfs meðal annars, bráðabirgðahættumat, …

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Engin virk COVID smit eru í fjórðungnum. Fyrir tveimur dögum tóku gildi vissar tilslakanir samkvæmt nýrri reglugerð; https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Rg.%20Takm%c3%b6rkun%20%c3%a1%20samkomutakm%c3%b6rkunum%2024.%20feb.pdf Fyrri reynsla sýnir að lítið þarf til …

Lögreglan á Austurlandi

Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfemt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.

Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild.  Netfang rannsóknardeildar er rannsoknaustur@logreglan.is .

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.

Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.

Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er austurland@logreglan.is

Lögreglustjóri er Margrét María Sigurðardóttir.

Aðrir stjórnendur eru:

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. kog01@logreglan.is,
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. elvar@logreglan.is,
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. hjaltiberg@logreglan.is, og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. thorhallur.arnason@logreglan.is .

 

 

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Stöðufundur v. Seyðisfjarðar, hreinsunarstarf og fl.

Stöðufundur var í morgun með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings, Veðurstofu, fulltrúa heimastjórnar á Seyðisfirði og fleirum. Farið var yfir gang hreinsunarstarfs meðal annars, bráðabirgðahættumat, líkanreikninga, vöktunarmæla og rýmingarkort.

Hreinsun rústa og björgun muna við Slippinn er komin vel áleiðis. Þar með fer að sjá fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi þó enn sé mikið eftir í uppbyggingu og lagfæringum. Tvær vélar eru notaðar við að móta setþró innan varnargarða ofan við Slippinn. Við Nautaklauf var verið að ganga frá grjóthleðslum í farveginum og ganga frá endum efst á varnargarðinum. Verið er að vinna að undirbúningi aðgerða við vatnsfarveg yfir Fossgötu. Hönnun og undirbúningur er enn í gangi fyrir nýja veituþverun á Búðará, en þar er flækjustigið nokkuð vegna umfangs á lögnum.

Síðustu vikuna hefur verið unnið hörðum höndum að líkanreikningum á skriðum sem gætu fallið úr þelaurðinni undir Strandartindi. Þeir eru á lokastigi og nú hefst vinna við að túlka niðurstöðurnar og meta áhættu við farvegi Búðarár og Stöðvarlækjar.

Fest hafa verið kaup á 6 sjálfvirkum GPS stöðvum til viðbótar við þær þrjár sem fyrir eru. Þegar þeim hefur verið komið upp verður staðan betri fyrir vöktun á meðan úrkoma gengur yfir og mælingar með alstöð verða torveldari sökum lélegs skyggnis. Einnig er unnið að því að streyma gögnum fyrir vaktina á eina síðu þar sem vaktin getur fylgst með öllum mælitækjum á einum stað.

Unnið er að hönnun og útgáfu á skiltum til dreifingar á Seyðisfirði með ráðum til íbúa um það hvað hafa skuli í huga komi til rýmingar. Þá er rýmingarkort í vinnslu.

Þjónustumiðstöð almannavarnadeildar er ekki lengur með viðveru í Herðubreið. Starfsfólk miðstöðvarinnar tekur við fyrirspurnum og athugasemdum í síma 839-9931. Einnig er hægt að senda netpóst á netfangið sey@logreglan.is

Spurningar sem hafa borist í kjölfar íbúafunda og til þjónustumiðstöðvar eru settar með svörum á vef Múlaþings, mulathing.is jafnóðum og þau berast. Þar má finna fróðleik og svör við mörgum spurningum. Félagsþjónusta Múlaþings býður upp á viðtöl á mánudögum í Íþróttahúsi Seyðisfjarðar. Sálfræðiþjónusta er í boði á miðvikudögum á heilsugæslu HSA á Seyðisfirði, símapöntun í síma 470-3000.

Að lokum er minnt á vikulega íbúafundi á Seyðisfirði sem haldnir eru á vef Múlaþings. Næsti fundur verður mánudaginn 8. mars kl. 17:00.
... Sjá meiraSjá minna

3 dögum síðan
Lögreglan á Austurlandi

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, – COVID-19

Engin virk smit eru á Austurlandi.

Aðgerðastjórn minnti á það í pistli fyrir margt löngu þegar ástandið var dökkt í COVID málum að við mættum aldrei tapa gleðinni. Það gekk eftir og áfram þrömmuðum við glaðbeitt og einbeitt í átt að betri tíð.

Árangur hefur náðst síðan þá og undanhald strangra sóttvarnareglna virðist hafið. Þá er að sama skapi mikilvægt að við töpum okkur ekki í gleðinni. Að við gætum að okkur niður brekkuna ekki síður en upp. Að við höldum sóttvarnareglur sem fyrr, gleðjumst yfir rýmkuðum reglum en tryggjum með öllum ráðum að lokaspretturinni verði ekki of hraður.

Gerum það og við munum eiga farsæla og örugga leið saman í mark.
... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram