Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Lögreglan á Austurlandi

Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfeðmt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.

Lykilmarkmið embættisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Lögreglan stefnir að aukinni þjónustu við íbúa með markvissum aðgerðum til fækkunar brota og slysa. Þannig nái hún því lykilmarkmiði að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og þeirra sem starfa og dvelja í umdæminu

Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild.  Netfang rannsóknardeildar er rannsoknaustur@logreglan.is .

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.

Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.

Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er austurland@logreglan.is

Lögreglustjóri er Margrét María Sigurðardóttir.

Aðrir stjórnendur eru:

Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. kog01@logreglan.is,
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. elvar@logreglan.is,
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. hjaltiberg@logreglan.is, og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. thorhallur.arnason@logreglan.is .

 

 

Lögreglan á Austurlandi Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 varðandi helstu málaflokka liggja nú fyrir.

Hegningarlagabrotum fækkar lítillega frá árinu 2023 en eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali frá árinu 2015. Sama á við um eignaspjöll, auðgunar- og ofbeldisbrot, en þau eru öll nálægt meðaltali. Skráðum kynferðisbrotum fjölgar aðeins frá síðasta ári. Þau eru þó fá í heildina og hlutfallslegar breytingar milli ára til fjölgunar eða fækkunar geta því verið all nokkrar.

Umferðarlagabrotum fækkar og eru undir meðaltali. Fjöldi ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna er lítillega yfir meðaltali.

Skráðum fíkniefnabrotum fækkar.

Umferðarslys hafa ekki hafa verið færri frá Covid árinu 2020 þegar umferðarþungi féll niður milli ára. Samkvæmt bráðabirgðatölum Vegagerðar er umferðarþungi svipaður milli áranna 2023 og 2024 og fækkun slysa því sérstakt ánægjuefni.

Skráð heimilisofbeldismál eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali árin 2015 til 2023.

Tölurnar eru meðfylgjandi.
... Sjá meiraSjá minna

Bráðabirgðatölur lögreglunnar á Austurlandi fyrir árið 2024 varðandi helstu málaflokka liggja nú fyrir. 

Hegningarlagabrotum fækkar lítillega frá árinu 2023 en eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali frá árinu 2015. Sama á við um eignaspjöll, auðgunar-  og ofbeldisbrot, en þau eru öll nálægt meðaltali. Skráðum kynferðisbrotum fjölgar aðeins frá síðasta ári. Þau eru þó fá í heildina og hlutfallslegar breytingar milli ára til fjölgunar eða fækkunar geta því verið all nokkrar.    

Umferðarlagabrotum fækkar og eru undir meðaltali. Fjöldi ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna er lítillega yfir meðaltali.    

Skráðum fíkniefnabrotum fækkar.  

Umferðarslys hafa ekki hafa verið færri frá Covid árinu 2020 þegar umferðarþungi féll niður milli ára. Samkvæmt bráðabirgðatölum Vegagerðar er umferðarþungi svipaður milli áranna 2023 og 2024 og fækkun slysa því sérstakt ánægjuefni. 

Skráð heimilisofbeldismál eru svipuð að fjölda og þau voru að meðaltali árin 2015 til 2023.  

Tölurnar eru meðfylgjandi.

Þó ekkert bendi til veðrabrigða næstu daga minnir lögregla engu að síður á rýmingarspjöldin sem dreift var fyrir all nokkru í hús á Eskifirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Á þeim má finna leiðbeiningar um það hvað helst ber að hafa í huga þegar hús er yfirgefið. Þá er það einnig hugsað sem tilkynning til viðbragðsaðila um að rýming hafi farið fram. (Sjá myndir hér að neðan og leiðbeiningartexta á spjaldinu.)

Eitt slíkt ætti að vera til á hverju heimili þessara staða en ef ekki þá er hægt, nú í aðdraganda áramóta til að mynda þegar margir eiga erindi í björgunarsveitarhús, að nálgast þau þar. Þau er einnig að finna á lögreglustöðvum umdæmisins.
... Sjá meiraSjá minna

Þó ekkert bendi til veðrabrigða næstu daga minnir lögregla engu að síður á rýmingarspjöldin sem dreift var fyrir all nokkru í hús á Eskifirði, í Neskaupstað og á Seyðisfirði. Á þeim má finna leiðbeiningar um það hvað helst ber að hafa í huga þegar hús er yfirgefið. Þá er það einnig hugsað sem tilkynning til viðbragðsaðila um að rýming hafi farið fram. (Sjá myndir hér að neðan og leiðbeiningartexta á spjaldinu.)

Eitt slíkt ætti að vera til á hverju heimili þessara staða en ef ekki þá er hægt, nú í aðdraganda áramóta til að mynda þegar margir eiga erindi í björgunarsveitarhús, að nálgast þau þar. Þau er einnig að finna á lögreglustöðvum umdæmisins.Image attachment

1 CommentComment on Facebook

Hvar færðu það á PDF formi ?

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram