Helstu tölur fyrstu sex mánuði ársins – lögreglan á Austurlandi
Meðfylgjandi hér að neðan eru helstu tölur lögreglunnar á Austurlandi fyrstu sex mánuði ársins, bornar að sama tímabili árin 2015 til 2023. Tölurnar sem um …
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 0600 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Meðfylgjandi hér að neðan eru helstu tölur lögreglunnar á Austurlandi fyrstu sex mánuði ársins, bornar að sama tímabili árin 2015 til 2023. Tölurnar sem um …
Lögreglu bauðst í vikunni að hitta ungmennaráð Fjarðabyggðar annarsvegar og Múlaþings hinsvegar. Þar gafst tækifæri til að kynna starfsemi lögreglu og áherslur, auk þess að …
Námskeið var í gær á vegum almannavarna í umdæminu og almannavarnadeildar RLS, haldið í húsakynnum aðgerðastjórnar. Á því voru fulltrúar frá björgunarsveitum, sveitarfélögunum, slökkviliðunum, Rauða …
Umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er víðfeðmt með sex starfsstöðvar; á Eskifirði þar sem er aðalstöð lögreglu og lögreglustjóri hefur aðsetur, Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Djúpavogi og Vopnafirði.
Lykilmarkmið embættisins er að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa. Lögreglan stefnir að aukinni þjónustu við íbúa með markvissum aðgerðum til fækkunar brota og slysa. Þannig nái hún því lykilmarkmiði að auka öryggi og öryggistilfinningu íbúa og þeirra sem starfa og dvelja í umdæminu
Rannsóknardeild er á Fáskrúðsfirði sem sinnir öllu starfssvæðinu. Þar eru stærri brot og umfangsmeiri rannsökuð. Önnur mál eru að jafnaði til rannsóknar í almennri deild. Netfang rannsóknardeildar er rannsoknaustur@logreglan.is .
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt á svo stóru starfssvæði með hálendiseftirliti meðal annars og virku eftirliti í tengslum við ferðir Norrænu sem siglir vikulega allt árið til hafnar á Seyðisfirði.
Sérstaða embættisins er dreifð byggðin með tólf byggðakjörnum allt frá Djúpavogi í suðri til Vopnafjarðar í norðri. Stærstur þeirra er Egilsstaðir með sína ríflega tvö þúsund og fimm hundruð íbúa, en íbúafjöldi svæðisins er rétt um tíu þúsund.
Starfsstöðvar á Eskifirði og Egilsstöðum eru opnar frá kl. 08:00 til 14:00. Ef enginn er við er hægt að hringja í síma 444 0600. Ef þörf er á skjótri aðstoð lögreglu skal hafa samband í síma 112. Netfang lögreglu er austurland@logreglan.is
Lögreglustjóri er Margrét María Sigurðardóttir.
Aðrir stjórnendur eru:
Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn, netf. kog01@logreglan.is,
Elvar Óskarsson lögreglufulltrúi sem stýrir rannsóknardeild embættisins, netf. elvar@logreglan.is,
Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri á Egilsstöðum, netf. hjaltiberg@logreglan.is, og Þórhallur Árnason aðalvarðstjóri á Eskifirði, netf. thorhallur.arnason@logreglan.is .
Fundur var haldinn áðan með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vegagerð og Veðurstofu.
Veðurútlit er skárra en fyrri spár gerðu ráð fyrir á Austurlandi. Gul viðvörun er í gildi vegna snjókomu fram á annað kvöld.
Vegagerðin tilbúin með mokstursbíla á öllum svæðum. Vel fylgst með aðstæðum.
Vegfarendur sem fyrr hvattir til að fylgjast vel með fréttum af veðri og færð.
www.umferdin.is
www.vedur.is
... Sjá meiraSjá minna
Forsíða Veðurstofu Íslands | Veðurstofa Íslands
Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, en 15-23 á norðanveðu Snæfellsnesi fram eftir degi. Víða súld eða rigning, en hægari og úrkomuminna austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.Su...0 CommentsComment on Facebook
Við viljum vekja athygli á slæmri veðurspá næstu 2 sólahringana.
Veðurviðvaranir taka gildi á miðnætti í kvöld, viðvaranirnar munu svo að hluta til verða appelsínugular vegna snjókomu á Austurlandi á þriðjudag.
Hvetjum þá sem þurfa að vera á ferðinni um fjallvegi að huga að aðstæðum á vegum m.t.t. dekkjabúnaðar.
Hvetjum einnig bændur til að huga að sínum málum varðandi búfé og gera ráðstafanir telji þeir þörf á.
Nánari upplýsingar er að finna á vef Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.
www.umferdi.is
www.Veðurstofa Íslands
... Sjá meiraSjá minna
Forsíða Veðurstofu Íslands | Veðurstofa Íslands
Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, en 15-23 á norðanveðu Snæfellsnesi fram eftir degi. Víða súld eða rigning, en hægari og úrkomuminna austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil.Su...1 CommentComment on Facebook
Held að stór hluti Austurlands hafi verið smalað í gær og dag.
Tökum undir þessi skilaboð með félögum okkar á Norðurlandi eystra. Veður er einnig mjög slæmt á Möðrudalsöræfum. Hvetjum ökumenn bíla sem taka á sig vind að vera ekki á ferðinni ... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook