Heimilisofbeldi er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, tengdur eða skyldur. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt eða jafnvel stafrænt. Þar sem gerandi og þolandi tengjast á þolandi oft erfiðara um vik með að slíta tengslum við gerandann og áhrif ofbeldisins verða djúpstæðari. Heimilisofbeldi er ekki bundið við heimili geranda eða þolanda og getur átt sér stað hvar sem er.

Lengi var svo litið á að heimilisofbeldi væri einkamál fólks og var hlutverk lögreglu oft að stilla til friðar, ná sáttum eða  koma aðilum í tímabundið var.  Undir þessum kringumstæðum var ítrekun algeng, börnum var lítt sinnt og ofbeldishringurinn hélt áfram. Á síðari árum hefur vitundarvakning orðið í samfélaginu varðandi heimilisofbeldi og skaðsemi þess. Lögregla hefur skipað heimilisofbeldismálum í forgang og gjörbreytt verklagi sínu í málaflokknum. Lögð er áhersla á að tryggja öryggi borgaranna, koma í veg fyrir ítrekuð afbrot og vanda rannsóknir heimilisofbeldismála, auk þess sem samstarf við félagsþjónustu/barnavernd sveitarfélaganna tryggir að þolendur, gerendur og börn hafa greiðari aðgang að nauðsynlegri þjónustu.

Verklagsreglur lögreglu um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála eru aðgengilegar hér.

 

 

Á neðangreindum síðum má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um heimilisofbeldi og hvert hægt er að leita eftir aðstoð:

Kvennaathvarfið: 561 1205https://www.kvennaathvarf.is

Bjarkarhlíð Reykjavík: 553 3000 – https://www.bjarkarhlid.is/

Bjarmahlíð Akureyri: 551 2520https://www.bjarmahlid.is

Stígamót: 562 6868  –  800 6868https://www.stigamot.is/

https://heimilisfridur.is/

https://drekaslod.is/heimilisofbeldi.html

https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/ofbeldi-og-vanraeksla/tegundir-ofbeldis/heimilisofbeldi/

https://reykjavik.is/saman-gegn-ofbeldi

www.humanrights.is/

https://www.kvennaradgjofin.is/

Réttur þinn – Twoje prawa (útg 2019)

Réttur þinn – Your rights (útg 2019)

Samskiptastöðin- https://www.samskiptastodin.is/