Hlutverk landamæradeildar ríkislögreglustjóra er að styðja lögregluembættin á Íslandi í verkefnum þeirra er varða landamæragæslu samhliða því að tryggja heildstæða og samræmda landamærastjórn á Íslandi, auk þess sem landamæradeildin ber ábyrgð á eftirliti og umsjón með því að Ísland uppfylli alþjóðlegar skuldbindingar sínar er varða landamæraeftirlit.

Miðlun upplýsinga er mjög mikilvægur þáttur í samstarfi landamæradeildar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar. Einn liður í að bæta þjónustu landamæradeildar við almenning er að tryggja upplýsingagjöf á nýjustu upplýsingum og leiðbeiningum um ferðatakmarkanir og sóttvarnaráðstafanir í tengslum við Covid-19 hér á þessari síðu.