Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Jafnréttisáætlun 2022-2025

Jafnréttisáætlun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH) byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018.

Jafnréttisáætlun LRH gildir til þriggja ára í senn.

 

Leiðarljós
Embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði starfsfólks er virt í hvívetna. Allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína.

 

Markmið
Markmið jafnréttisáætlunar LRH er að koma á og viðhalda jafnrétti meðal starfsfólks, jafna stöðu og virðingu þess innan LRH og auka meðvitund stjórnenda og starfsfólks um mikilvægi þess að öll fái að njóta sín óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, samfélagsstöðu, trúarbrögðum, uppruna eða litarhætti.

Áhersla er lögð á:

  1. 1. Að vinna að sem jöfnustu kynjahlutfalli í hópi starfsfólks LRH
  2. 2. Að starfsfólk LRH njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf
  3. 3. Að laus störf og framgangur í starfi standi öllu starfsfólki LRH til boða
  4. 4. Að starfsþjálfun og endur- og símenntun standi öllu starfsfólki LRH til boða
  5. 5. Að auðvelda starfsfólki LRH að samræma vinnu og einkalíf
  6. 6. Að kynbundin eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi er ekki liðið hjá LRH

 

Skipulag og ábyrgð
Lögreglustjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttismála innan embættisins.

Jafnréttisáætlun er yfirfarin í heild á þriggja ára fresti. Á hverju ári er farið yfir markmið jafnréttisáætlunar með stjórnendum og stöðu mála í samræmi við árangursmælikvarða í tengslum við rýni æðstu stjórnenda á árangur jafnlaunakerfisins, þ.e. hvort kerfið sé fullnægjandi og virkt.

 

Jafnréttisfulltrúar LRH
Lögreglustjóri skipar jafnréttisfulltrúa LRH til þriggja ára í senn og tryggir viðkomandi einstaklingum svigrúm til að sinna verkefnum sínum. Jafnréttisfulltrúar vinna að jafnréttismálum innan LRH og eru starfsfólki LRH og tengdum aðilum, s.s. jafnréttisfulltrúa lögreglunnar hjá RLS og jafnréttisnefnd lögreglunnar, til aðstoðar og ráðgjafar.

Jafnréttisfulltrúar LRH 2022-2025 eru:

• Agnes Ósk Marzellíusardóttir, rannsóknarlögreglumaður
• Stefán Elí Gunnarsson, lögreglumaður

 

Aðgerðaráætlun

1. Að vinna að sem jöfnustu kynjahlutfalli í hópi starfsfólks LRH
Í árslok 2021 var hlutfall kvenna rúmlega 34% meðal lögreglumanna og rúmlega 65% meðal borgaralegra starfsmanna hjá LRH en lögreglumenn eru 77% starfsfólks. Hlutfall kvenna meðal lögreglumanna lækkar eftir því sem ofar dregur í starfstigum. Kynjahlutföll í yfirstjórn LRH eru 45% konur og 55% karlar.

2. Að starfsfólk LRH njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf

3. Að laus störf og framgangur í starfi standi öllu starfsfólki LRH til boða


4. Að starfsþjálfun og endur- og símenntun standi öllu starfsfólki LRH til boða


5. Að auðvelda starfsfólki LRH að samræma vinnu og einkalíf


6. Að kynbundin eða kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið hjá LRH

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Að venju var sitthvað að fást við á helgarvaktinni á höfuðborgarsvæðinu, en tuttugu og tveir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu. Tilkynnt var um níu líkamsárásir, þar af tvær alvarlegar, og þá var farið í fjögur útköll vegna heimilisofbeldis. Nokkuð var líka um þjófnaðarmál í verslunum, auk þess sem brotist var inn í þrjá söluturna og tvær bifreiðar. Átta umferðarslys voru enn fremur tilkynnt til lögreglu um helgina. ... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Takk fyrir ykkar góðu störf. Gott að ná að stöðva þesss 22 sem voru að keyra en áttu ekki að vera það. Frábært að vita af ykkur við störf kæra lögreglufólk. Bestu kveðjur til ykkar

Takk takk fyrir ykkar gòða starf

Þið eruð til sóma. Ber endalausa virðingu fyrir ykkur og ykkar störfum

Gott að vita.Rétt viðbrögð geta skipt sköpum fyrir okkur öll og sérstaklega fyrir þau sem við erum að hlúa að, þegar við erum í forgangsakstri.

Kíkið endilega á þessi einföldu skilaboð 👇👇🚑🚒
... Sjá meiraSjá minna

Gott að vita.

Comment on Facebook

Ætti að kenna í ökuskóla að þegar sjúkrabíll og fl keyra í forgangsakstri og um er að ræða tvær akreinar i sömu átt ættu bílar að fara til hliðar svo bíll í forgangsakstri kemst í gegnum miðjuna en ekki sikk sakkandi vegna þess að bílstjórar vita ekki hvernig eigi að bregðast við :)

Ef ég er úti á þjóðvegi sem ég er mjög oft þá myndi ég ekki gefa stefnuljós til hægri ef það væri bíll að koma á móti sem bílstjóri í forgangsakstri sér kannski ekki, þvert á móti gæfi ég stefnuljós til vinstri svo hann færi ekki fram úr við svoleiðis aðstæður, einnig ef það er blindbeygja fyrir framan. En ef allt er öruggt þá á þetta vel við sem kemur fram.

Ég lenti einmitt einu sinni í því að fá sjúkrabíl á eftir mér sem var með ljósin á en settti svo sírenuna. Kantur of hár fyrir bílinn,svo ég varð að keyra að næstu gatnamótum sem var stutt í sem betur fer. En það sem mér leið illa að geta ekki vikið strax. Mætti kannski skoða suma kanta í borginni með þetta í huga 💞

Einmitt þetta hefur oft valdið mér smá áhyggjum í Þrengslunum í umferðinni, takk fyrir þessa ábendingu 🚙

Seg mér eitt, afhverju eruð þið ekki með aðgang að hátölurum í bíl eins og á Spáni og Þýskalandi, allt í einu kom sírenuhlóð úr hátölörunum, því ég tók ekki eftir sjúkrabílnum beint fyrir aftan mig, ég færði mig strax.., það var enginn fyrir aftan mig, hliðin á mér, morgunumferð, ég held hann hafi bara verið að láta mig vita, hvernig þeir gera hlutina...sem var virkilega flott.

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram