Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Kærumóttaka

Stöndum saman gegn ofbeldi

Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst í netfangið: kaerumottaka@lrh.is , með því að hringja í síma 444-1000 eða senda okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku

Ef brotið er nýafstaðið eða ennþá yfirstandandi þarf ávallt að hringja í 112.

Í skeytinu/símtalinu þarf að koma fram:

Gott er að taka fram að við reynum að koma til móts við alla hvað varðar tímsetningu, en því miður er það ekki alltaf hægt. Ef það er ekki hægt þá er sá tími gefinn upp sem er laus og viðkomandi beðinn um að staðfesta hann. Í svarskeyti okkar koma einnig fram aðrar upplýsingar sem snúa að væntanlega kæruefni, t.d. hvaða gögn þurfi að hafa meðferðis.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

❗Það eru ennþá allt of margir án endurskinsmerkja og þar með illsjáanlegir í umferðinni. Við skorum á alla að nota endurskinsmerki. Þeir fullorðnu mættu taka yngri kynslóðina sér til fyrirmyndar en hún brúkar merkin mun betur.

Það er hálka víða - förum öll gætilega!
... Sjá meiraSjá minna

❗Það eru ennþá allt of margir án endurskinsmerkja og þar með illsjáanlegir í umferðinni. Við skorum á alla að nota endurskinsmerki. Þeir fullorðnu mættu taka yngri kynslóðina sér til fyrirmyndar en hún brúkar merkin mun betur.

Það er hálka víða - förum öll gætilega!

Comment on Facebook

Bílar mættu líka kveikja ljósin svo þeir sjáist,óþolandi að þeir fái að vera á götunum ljóslausir og ósýnilegir.

Börnin yfirleitt ágætlega sýnileg en svo eru foreldrarnir dökkklæddir, ekki með endurskinsmerki og algjörlega ósýnilegir í myrkrinu 😬 svo má ekki gleyma endurskini eða ljósum á hvutta.

Mér varð á eitt sinn að spurja farþega sem kom inn í strætó, "ertu líffæragjafi??" Ohhh nei sagði hann svo ég spurði aftur "langar þig til að verða það??" Ohhh nei Jæja sagði ég og rétti honum endurskinsmerki gjörðu svo vel þetta minnkar líkurnar á að þú verðir gjafi fyrir aldur fram. Þegar þetta var sagt þá var það seint um kvöld í sudda rigningu og hann alveg dökk klæddur við illa lýsta stoppistöð. Daginn eftir var ég kallaður á teppið. Ps: þessi saga er úr Noregsbæ.

Við hjónin erum eins og blikkandi jólatré í þessu myrkri og mættu mikklu fleiri taka okkur til fyrirmynda…IKEA er að gefa endurskinsmerki og tek ég alltaf 1-2 merki með mér heim til þess að geta rétt LJÓSLAUSUM merki 🥴 koma svo UPP MEÐ ENDURSKINSMERKIN

Ég á orðið alltaf alls konar þægilega endurskinsborða og merki á lager sem ég kaupi í Svíþjóð. Er þar núna og mun bæta a lagerinn þar sem lítið fer fyrir þeim. Ég tek þá af mér og gef þeim sem spyrja mig hvar ég hafi fengið þá… síðast konu sem var fyrir framan mig á kassa í Fjarðarkaup.

Ég man þegar ég átti “löggu” endurskinsmerki. Held það hafi verið gefið þegar að börn byrjuðu skólagöngu. Slæmt að þessi síður skuli hafa verið lagður af.

Svo sammála ykkur. En veit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Hvar hægt er að fá endurskinborð sem maður setur yfir sig, það er að segja yfir aðra öxlina og þá er þessi borði á öxl, framan og aftan á. Vonandi skildist þessi lýsing hjá mér. Var til víðsvegar fyrir mörgum árum. En hef leita míkið í nokkur ár og ekki fundið.

Það er auðvelt að græja endurskinsmerki fyrir fjölskylduna hér :-) viltu.is/kaupa/endurskinsmerki/

Einhversstaðar heyrði ég það að endurskinsmerki væri í tísku frá ágúst til apríl/maí.

Það vantar að þau séu til sölu eða gefins við kassana t d í Bonus og Kringlunni.

Eru þau ekki tilvalin í fjáröflun fyrir skóla, kóra, íþróttafélög og jafnvel eldri borgara 😎

Sammála með endurskinsmerkin. Það er ótrúlega erfitt að sjá svartklætt folk í myrkrinu.

Trygginga félögin eru oft að gefa endurskinnsmerki

Orð í tíma töluð.

Þetta er það besta sem ég hef eignast

Saludos cordiales saludos desde el principat d'andorra.... educación para el buen transporte y tránsito de conductores. Buen servicio y saludos agentes de la policía 🇦🇩🇮🇸💕

Nýi bíllinn minn ‘sér’ gangandi og hjólandi á götunni framan við bílinn, líka þessa sem eru alveg óupplýstir.

Núna ætla ég ekkert að setja út á herferð lögreglunnar til þess að minna á notkun endurskinsmerkja. Ég hins vegar spyr þar sem ég er búinn að sjá þann boðskap koma frá lögreglunni nokkuð títt í vetur, hvenær ætlar lögreglan að beita sér jafnmikið fyrir því að bílstjórar virði lögbundið lágmarksbil sem er 1,5meter við framúrakstur á reiðhjóli eða léttu bifhjóli. Ég spyr vegna þess að þar er um hreint lögbrot að ræða og ekki heyrist múkk frá lögreglunni. Jafnvel hafa þeir vísað frá málum þar sem myndefni er til staðar og tekið upp af brotlega aðilanum og birt á samfélagsmiðlum. En ekkert gerist hjá lögreglunni. Það eru einnig dæmi um að lögreglan hafi neitað að senda bíl í útkall á Mosfellsheiði þar sem um hreina árás var að ræða á hjólreiðafólk þar sem ökumaður ók allt of nálægt hjólreiðafólki þrátt fyrir enga umferð á móti og farþegi teygði sig í átt að hjólreiðafólki og sló það. Hvenær ætlar lögreglan að fara að athafna sig að einhverju leyti í þeim málum? Frekar en að sitja aðgerðalaus og hvetja bara til notkunar á endurskinsmerkjum á samfélagsmiðlum? Tek það einnig fram að ég hef verið þrælvel merktur endurskini, bæði á mér, hjólinu og verið með öflug ljós á hjólinu en samt sem áður hafa bílstjórar virt mig að vettugi á götunni og brotið lög akandi framúr. Vilji lögreglunnar til að sinna umferðarmálum umfram endurskin eða einstaka hraðaeftirlit er nákvæmlega enginn virðist vera. Hafa jafnvel tjáð sig á samfélagsmiðlum vegna fyrirspurnar vegna myndar sem send var inn (merkilegt að það sé í lagi að taka mark á myndefni þegar ökumaður vill benda á brot reiðhjólafólks en því er kastað út í hafsauga þegar reiðhjólafólk kemur sjálft með myndefni) þegar um var að ræða reiðhjólafólk sem var að hjóla nálægt hámarkshraða á götunni og tók sér ríkjandi stöðu á veginum því aðstæður til þess að taka örugglega og löglega framúr voru ekki til staðar. Það er berlega að koma meira og meira í ljós að Lögreglan mismunar fólki eftir umferðarmáta en reynir svo að líta vel út á samfélagsmiðlum með því að hvetja til notkunar á endurskinsmerkjum. Sem hefur komið í ljós að mun einungis virka ef bílstjórar munu einnig kveikja á perunni og aka löglega. Takið til í ykkar ranni Lögregla og farið að sinna öllum málefnum. Það er ekki hægt að réttlæta rangar ákvarðanir með fjárskorti.

View more comments

Í kvöld og nótt verður áfram unnið að uppsetningu gatnalýsingar um Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi. Vegurinn verður því lokaður í suðurátt (akreinar til Hafnarfjarðar) frá kl. 20 í kvöld og til kl. 6.30 í fyrramálið. Hjáleið er um Kópavogsháls. ... Sjá meiraSjá minna

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram