Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Kærumóttaka

Stöndum saman gegn ofbeldi

Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst í netfangið: kaerumottaka@lrh.is , með því að hringja í síma 444-1000 eða senda okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku

Ef brotið er nýafstaðið eða ennþá yfirstandandi þarf ávallt að hringja í 112.

Í skeytinu/símtalinu þarf að koma fram:

Gott er að taka fram að við reynum að koma til móts við alla hvað varðar tímsetningu, en því miður er það ekki alltaf hægt. Ef það er ekki hægt þá er sá tími gefinn upp sem er laus og viðkomandi beðinn um að staðfesta hann. Í svarskeyti okkar koma einnig fram aðrar upplýsingar sem snúa að væntanlega kæruefni, t.d. hvaða gögn þurfi að hafa meðferðis.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Í tilefni af bíllausa deginum er frítt í strætó í dag, föstudag.Á föstudaginn verður frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó!🚌🥳
Skoða nánar hér: straeto.is/notendaupplysingar/frettir/fritt-i-straeto-a-billausa-daginn-2
... Sjá meiraSjá minna

Í tilefni af bíllausa deginum er frítt í strætó í dag, föstudag.

1 CommentComment on Facebook

Ok fyrst þið eruð að auglysa fyrir stræto þá verður gaman að sja alla kjánana frá Hverfisgötunni í strætó

Þessi árstími.
Eins gott að rúðuskafan sé á vísum stað.
... Sjá meiraSjá minna

Þessi árstími.
Eins gott að rúðuskafan sé á vísum stað.

4 CommentsComment on Facebook

Skemmtilegir að minna okkur Á oooo

Ég nota alltaf bara geisladisk.

Ein spurning til ykkar , fólk sem býr utan á landi og ferðast til reykjavíkur og það er kominn hálka þar sem það býr eins og hér á Bifröst bæði í gærkvoldi og í morgun . Getið þið sektað okkur fyrir að setja nagladekkin undir núna ???

Rafbíllinn minn hitar framrúðuna. Ég get sett hitan í gang úr eldhúsinuglugganum og 10 mínútum seinna er rúðan ís-laus.

Útköll lögreglunnar eru margvísleg og hún þarf sannarlega að vera viðbúin öllu. Dæmi um þetta er verkefni við ónefnt hús í Setberginu í Hafnarfirði í gærkvöld, en þar var húsráðendum brugðið þegar eitthvað skall á gluggann hjá þeim með tilheyrandi hávaða. Þegar betur var að gáð reyndist þar vera á ferðinni skarfur, ekki leiðindaskarfur heldur líkast til dílaskarfur. Sá var vankaður eftir höggið og heldur illgjarn þegar átti að huga að líðan hans. Lögreglan var þá kölluð til og mætti hún á vettvang, en í ljósi málsatvika, og ekki síður um tilkynntan málsaðila, var enn fremur ákveðið að kalla til okkar helsta sérfræðing í þessum málaflokki – nefnilega Guðmund Fylkisson aðalvarðstjóra. Hann kom á staðinn, var fljótur að fanga fuglinn og fór síðan með hann og sleppti í náttúrulegri heimkynnum hans við sjávarsíðuna. Síðast þegar við vissum braggaðist skarfurinn vel og virðist ekki hafa orðið meint af „árekstrinum“. ... Sjá meiraSjá minna

Útköll lögreglunnar eru margvísleg og hún þarf sannarlega að vera viðbúin öllu. Dæmi um þetta er verkefni við ónefnt hús í Setberginu í Hafnarfirði í gærkvöld, en þar var húsráðendum brugðið þegar eitthvað skall á gluggann hjá þeim með tilheyrandi hávaða. Þegar betur var að gáð reyndist þar vera á ferðinni skarfur, ekki leiðindaskarfur heldur líkast til dílaskarfur. Sá var vankaður eftir höggið og heldur illgjarn þegar átti að huga að líðan hans. Lögreglan var þá kölluð til og mætti hún á vettvang, en í ljósi málsatvika, og ekki síður um tilkynntan málsaðila, var enn fremur ákveðið að kalla til okkar helsta sérfræðing í þessum málaflokki – nefnilega Guðmund Fylkisson aðalvarðstjóra. Hann kom á staðinn, var fljótur að fanga fuglinn og fór síðan með hann og sleppti í náttúrulegri heimkynnum hans við sjávarsíðuna. Síðast þegar við vissum braggaðist skarfurinn vel og virðist ekki hafa orðið meint af „árekstrinum“.

40 CommentsComment on Facebook

Guðmundur Fylkisson er svo mikill snillingur! 👑

Auðvitað var Guðmundur Fylkisson kallaður til hann er aðalmaðurinn. Ég kýs hann sem mann ársins á hverju ári :)

Hann er höfðingi og löggan flott 🌿

👍

Gummi snillingur 😎

Vel gert og skemmtilegasta frétt vikunnar. Gott að hafa hæfileikaríkan starfsmann í liðsheildinni.

😁🤭

Guðmundur er okkar maður í Hafnarfirði🦅

👌⚘

Löggan sér vel um sín verkefni. Fæst við allskonar skarfa og á hrós skilið fyrir sín störf. Takk

Vel gert Fylkisson

Nafni minn er alveg rétti maðurinn í þetta verkefni 🇮🇸👍

Allherjarbjargari !

Flottur Gummi, skarfar eru víða - Slurkur af þeim í Hornafirði...😀

Það sem greinir fréttir af Gumma frá öðrum fréttum, eru jákvæðar fréttir...👍

Gummi klikkar aldrei 😄

Las fyrst "síðast þegar við vissum bragðaðist skarfurinn vel" 😅

Toppskarfur, hann Guðmundur

Takk fyrir skemmtilega frétt en aumingja skarfurinn… 😉

Gaman að heyra svona fregnir af starfi vorra ágætu lögreglumanna.

Snillingur þessi maður :)

G.F. er náttúrlega alger meistari

Flottir þessir tveir skarfar 😁

ææ ekki gott en gott að skarfurinn komst til sín heima og er að ná sér

Var nokkuð erfitt að díla við þennan skarfa? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu 😅

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram