Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Kærumóttaka

Stöndum saman gegn ofbeldi

Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst í netfangið: kaerumottaka@lrh.is , með því að hringja í síma 444-1000 eða senda okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku

Ef brotið er nýafstaðið eða ennþá yfirstandandi þarf ávallt að hringja í 112.

Í skeytinu/símtalinu þarf að koma fram:

Gott er að taka fram að við reynum að koma til móts við alla hvað varðar tímsetningu, en því miður er það ekki alltaf hægt. Ef það er ekki hægt þá er sá tími gefinn upp sem er laus og viðkomandi beðinn um að staðfesta hann. Í svarskeyti okkar koma einnig fram aðrar upplýsingar sem snúa að væntanlega kæruefni, t.d. hvaða gögn þurfi að hafa meðferðis.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Vissir þú að COVID19 skapar hættu fyrir brotaþola heimilisofbeldis?

Vegna COVID19 er einangrun einstaklinga meiri nú en vanalega. Þessi staða eykur þá hættu sem brotaþolar heimilisofbeldis standa frammi fyrir.

Ef þú veist af eða hefur grun um heimilisofbeldi skaltu kynna þér hvað skal gera með því að smella á hlekkinn. 👇
... Sjá meiraSjá minna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið fengið tilkynningar um fjárkúgunartilraunir tengdar kynferðislegu myndspjalli á netinu.

Karlmenn hafa fengið skilaboð frá erlendri konu á Instagram og þeir beðnir um að setja upp Google Hangouts spjallforrit til að ræða við konuna. Spjallið verður mjög fljótt kynferðislegt. Þegar líður á spjallið og maðurinn hefur berað sig fyrir myndavélinni er upptaka af honum sýnd í spjallglugganum þar sem konan var áður. Í kjölfarið er maðurinn krafinn um greiðslu, annars verði myndbandið sent á Facebook og Instagram vinalistana.

Þeir sem verða fyrir slíkum hótunum eru hvattir til að greiða ekki: ekkert hefst upp úr því annað en áframhald á kúgunum.

Hægt er að tilkynna um mál sem þessi í netfangið abending@lrh.is

Upplýsingar sem gott er að fylgi tilkynningunni eru m.a. Instagram reikningurinn sem fyrst var haft samband úr, netfangið á Google Hangouts reikningnum og upplýsingar um hvert á að greiða kúgaranum (reikningsnúmer).
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Hey, róleg á að kenna fórnarlambinu um! Á fólk ekki að geta átt í kynferðislegu spjalli á netinu án þess að það sé sjálfsagt að verða fyrir fjárkúgun? Það sem "þessum mönnum" dettur í hug að gera í sínu prívat lífi kemur okkur hinum bara andskotanum ekkert við, held það myndi nú heyrast aðeins öðruvísi í ykkur ef það væri kona sem lenti í þessu af hendi karlmanns. Svo finnst okkur voða furðulegt að karlmenn stígi ekki fram gegn ofbeldi sem þeir verða fyrir. Skammist ykkar bara.

Það er víst líka eitthvað nýtt innheimtufyrirtæki BPO að innheimta ólögleg lán með ofbeldistilburðum, en það er víst allt í lagi. Tek samt fram að ég er ekki að bera þettasaman við kynferðisofbeldi, en það er sorglegt engu að síður að hér komast menn upp með ofbeldi af ýmsu tagi án þess að það sé nokkuð skoðað eins og á við um ansi mörg innheimtufyrirtæki því miður.

Óþarfi að fólk sé hérna að dæma karlmenn þar sem sumt kvenfólk hefur nú ekki verið mikið skárra, Hef lesið ótal sögur þar sem kvenfólk hefur millifært á erlenda reikninga milljónir á milljónir ofan á einhverja einstaklinga út í heimi sem þær hafa ekki hugmynd um hverjir séu og þær gert sér vonir um að úr verði einhverskonar ástarsamband sem því miður þegar upp er staðið hefur ekki verið neitt annað en svik og prettir,eigum við ekki að vona að þeir einstaklingar sem lenda í þessu lendi einungis í þessu einu sinni á ævinni. Ástin getur verið blind.

Þetta var reynt við mig í fyrra og ég sagði þeim blessaða að senda fb vinum mínum mynd af mér að runka mér og skellti á. Það hefur enginn vina minna fengið þetta efni sent á sig ennþá svo ég viti til. Allavega hefur enginn minnst á það við mig.

Þegar maðurinn hefur berað sig ,smá fyndin lýsing.Hhahahaha

Takk fyrir þessa viðvörun. Mér finnst koma allt of lítið út úr rannsóknum ykkar á net glæpum og net svindli og ég get nefnt dæmi. En þið verðið að berjast áfram gegnum súrt og sætt. 👍

Rasmus Majlund At least you don't show your face on camera

JA - HÉRNA HÉR , þvílík og annað eins 😏

Viðhorf margra hérna er einmitt ástæðan fyrir því að sjálfsmorðtíðni karla er svona há. Mikið hlýtur fólk að eiga bágt sem þarf að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Óþolandi þessi þolendaskömmun.

Stupid is what stupid does.........

😡

Æj, þetta er fucked up. En mér finnst meira fucked up hvað það er samþykkt samfélagslegt djók að karlmenn taggi vini sína í þennan póst. Voða fyndið þegar einhver drepur sig út af þessu. Væri þetta jafn fyndið ef við værum að tala um stelpur? Mér myndi ekki finnast fyndið að merkja vinkonu mína í svona sem eitthvað inside djók. Kannski vegna þess að ég fylgist með umræðunni. Kannski vegna þess að ég er húmorslaus.

Maður getur nú ekki annað en brosað að þessu. Hvernig dettur fólki í hug að vera að fróa sér fyrir framan vefmyndavél og fara svo að kvarta yfir öllu?

Fyrsti rjómagóði pósturinn ykkar!og koma svo!

Getur maður beðið um að fá sjálfur afrit eða er þetta bara sent á vinalistann?

Rosalega er þessi heimur orðinn mengaður i drasl og mannskepnan endalaust að niðra og níðast á öðrum voðalega litið spennandi heimur þarsem mannfólkið er orðið grimmara en allt sem grimmt er öllu útrymt skógar höggnir niður eiturefna úrgangi dumpað i vötn sjó og grafið niður útum allar trissur gereyðingavopn framleidd á færibandi i massavís dyrum erfðabreytt og útrymt fólk er hvatt til að ganga i herinn og kallar sig fjölskyldu en svikur orðin tóm jafnóðum mannskeppnan er bara á hraðri leið i átt að algerri útrymingu alls lífs þvi það þarf að bera virðingu fyrir lífi sama i hvaða formi það er gagnkvæm virðing er eins og ævintyri sem endist ekki heimurinn er langt frá þvi að vera eitthvað til að hrópa húrra fyrir þegar geryðingarvopn eru endalaust framleidd og eru ávisun á tortímingu jarðar og náttúru auðlindir hverfa hraðar en sólarupprásin algert gúrmelad

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram