Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst í netfangið: kaerumottaka@lrh.is , með því að hringja í síma 444-1000 eða senda okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku
Ef brotið er nýafstaðið eða ennþá yfirstandandi þarf ávallt að hringja í 112.
Í skeytinu/símtalinu þarf að koma fram:
Gott er að taka fram að við reynum að koma til móts við alla hvað varðar tímsetningu, en því miður er það ekki alltaf hægt. Ef það er ekki hægt þá er sá tími gefinn upp sem er laus og viðkomandi beðinn um að staðfesta hann. Í svarskeyti okkar koma einnig fram aðrar upplýsingar sem snúa að væntanlega kæruefni, t.d. hvaða gögn þurfi að hafa meðferðis.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Til foreldra unglinga á framhaldsskólaaldri:
Rannsóknir sýna að unglingar sem fá umhyggju, aðhald og eftirlit foreldra sinna líður betur, gengur betur í skóla og neyta síður áfengis og annarra vímuefna.
Við mælum með því að foreldrar skoði bæklinginn 18 ára ábyrgð, hann má finna á íslensku og sjö öðrum tungumálum inn á vefsíðu SAMAN hópsins
... Sjá meiraSjá minna
4 CommentsComment on Facebook
18 ára að vera i ábyrgð er of litid... Norðurlanda þjóðir gera betur við krakkana sina..
Er hægt að fá bók fyrir heimilið?
Skrítið, gjörðir tala hærra en orð, þið aðstoðið tálmunarmæðrum að slíta tengsl feðra við syni sína, sem skapar unglinga með andleg vandamál og daddy issues.
Í kvöld er stefnt á að malbika þverun yfir Nýbýlaveg í Kópavogi, við Birkigrund. Nýbýlavegi, á milli Auðbrekku og Túnbrekku, verður lokað meðan á framkvæmdum stendur, eða frá kl. 19 – 23.30.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin, sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
... Sjá meiraSjá minna
1 CommentComment on Facebook
Sá hjáleið skilti í morgun, það vantaði allt um lokunina þar, t.d. tímaramma sem er lokað, af hverju og þannig. Væri það ekki gáfulegt?
Í dag er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga, en af því tilefni verður haldin kyrrðarstund í Kópavogskirkju kl. 20 í kvöld. Þetta er enn fremur annað árið í röð sem heill mánuður er tileinkaður geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum með verkefninu Gulur september. Um er að ræða samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von þeirra að Gulur september auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna - sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. ... Sjá meiraSjá minna
3 CommentsComment on Facebook
assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/4TRjOafadCKMgfFsQ9ha1s/4e6e67704b33e163e3295f57a07a3ea1/Dagskr_...
Hef ekki tölu á því hversu oft ef hef hugsað um að vakna aldrei aftur en hér er maður enn.... þökk sé vinum og fjölskyldu. ❤️ til allra