Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Kærumóttaka

Stöndum saman gegn ofbeldi

Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst í netfangið: kaerumottaka@lrh.is , með því að hringja í síma 444-1000 eða senda okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku

Ef brotið er nýafstaðið eða ennþá yfirstandandi þarf ávallt að hringja í 112.

Í skeytinu/símtalinu þarf að koma fram:

Gott er að taka fram að við reynum að koma til móts við alla hvað varðar tímsetningu, en því miður er það ekki alltaf hægt. Ef það er ekki hægt þá er sá tími gefinn upp sem er laus og viðkomandi beðinn um að staðfesta hann. Í svarskeyti okkar koma einnig fram aðrar upplýsingar sem snúa að væntanlega kæruefni, t.d. hvaða gögn þurfi að hafa meðferðis.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Þrír aðilar voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 14. september, í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum. Einn til viðbótar sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en sá hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála.

Um er að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Málið er tilkomið vegna frumkvæðisrannsókna á skipulagðri brotastarfsemi og miðar rannsókn þess vel.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

flottur árangur hjá lögreglunni, þetta magn hefði getað orðið æði mörgum að bana.

Það er rigning í kortunum þennan daginn, en veðurspáin fyrir höfuðborgarsvæðið er annars svohljóðandi: Vaxandi suðaustan átt með rigningu, 10-18 með morgninum, en hvassara á Kjalarnesi. Snýst í hægari suðlæga átt með skúrum eftir hádegi. Austan og síðan norðan 5-10 og dálitlar skúrir á morgun. Hiti 6 til 12 stig.

Þau sem hyggjast ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu ættu að hafa hugfast að gul viðvörun er í gildi á Suðurlandi og Faxaflóa til kl. 14. Þá er eldgosasvæðið í Meradölum lokað í dag, en um það má lesa í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum sem birt var á lögregluvefnum í gær.
... Sjá meiraSjá minna

Karlmaður á fertugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 13. september, á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegum kynferðis- og ofbeldisbrotum.

Maðurinn, sem var handtekinn í byrjun mánaðarins, er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur konum í aðskildum málum á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Svo fær hann 1-2 ára skilorðsbundinn dóm og nokkura mánaða laun í sekt, ef svo ólíklega vill til að hann tapi málinu. Grátlegt.

Gelda hann.

Hvað er að frétta af arion konunni sem lamdi mann. Eða konunni sem beit mann í andlitið.

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram