Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 4 – Vínlandsleið 2-4, Rvk.

Frá lögreglustöðinni á Vínlandsleið 2-4 í Grafarholti (lögreglustöð 4) er sinnt verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi,  Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu á lögreglustöðinni á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík.

Helstu stjórnendur eru Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn, Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri og Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir lögreglufulltrúi. Elín Agnes er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng:  hjordis@lrh.is valgardurv@lrh.isstella.mjoll@lrh.is

Óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðsett á Vínlandsleið 2-4.
Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13 – 15.30, lokað er á föstudögum. Tilkynningar um týnda muni á höfuðborgarsvæðinu má senda á netfangið: oskilamunir@lrh.is eða lostandfound@lrh.is

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Vekjum athygli á frétt á heimasíðu Landsbankans þar sem segir frá óprúttnum aðilum sem höfðu peninga af einum viðskiptavini bankans með bíræfnum hætti. „Að minnsta kosti einn viðskiptavinur Landsbankans varð fyrir barðinu á þjófum við hraðbanka í síðustu viku. Við teljum fulla ástæðu til að ætla að þeir muni reyna að endurtaka leikinn, annað hvort við hraðbanka Landsbankans eða annars staðar.“

Þrjótarnir beittu brögðum sem eru þekkt víða erlendis, en minna hefur farið fyrir hér á landi. „Í því tilviki sem við vitum af virðist sem fjórir einstaklingar, þrír karlar og ein kona, hafi unnið saman að þjófnaðinum. Einn úr hópnum fylgdist með þegar viðskiptavinur Landsbankans setti kort sitt í hraðbanka í útibúi bankans í Borgartúni. Þegar viðskiptavinurinn hafði slegið inn PIN, lét svikarinn líta út fyrir að viðskiptavinurinn hefði misst miða á gólfið. Á meðan viðskiptavinurinn beygði sig niður til að taka miðann upp, kom annar úr þjófagenginu upp að hraðbankanum og tók kortið út á meðan félagi hans hélt áfram að draga athygli viðskiptavinarins frá því sem var að gerast. Þjófarnir fóru síðan þegar í stað í nálægan hraðbanka og tóku út peninga af reikningi viðskiptavinarins, enda höfðu þau bæði kort og PIN viðkomandi.“

Í fréttinni eru jafnframt höfð uppi varnaðarorð, sem full ástæða er til að minna á. „Við ítrekum mikilvægi þess að gæta þess að enginn geti séð PIN þegar það er slegið inn. Einnig er mjög mikilvægt að hafa varann á gagnvart hvers kyns truflunum við úttekt. Ef þú telur að einhver hafi komist yfir greiðslukortið þitt er mikilvægt að frysta það eða loka því strax.“

Ofangreint mál er nú til rannsóknar hjá lögreglu.
... Sjá meiraSjá minna

31 CommentsComment on Facebook

Það ætti að ná þeim, leitt að sjá svona á Íslandi

Til hamingju Ísland og takk Kata Schwab & co.

Takk fyrir aðvörunina

View more comments

Sérsveit ríkislögreglustjóra verður við æfingar á hafnarsvæðinu, Granda, frá kl. 13-17 í dag. Hvellir og sprengingar gætu heyrst og er beðist velvirðingar á því.

English:
The National´s Police Commissioners, Special Weapons Division, will conduct training at Grandi harbor area today, 13:00 – 17:00. Some shots/explosions might be heard during that time. Please accept our apologies that this might cause.
... Sjá meiraSjá minna

12 CommentsComment on Facebook

💪💪

🙂

Gangi ykkur vel!!🫡

Gangi ykkur vel og góða helgi til ykkar allra🙋‍♀️

I cowboyar leik 😂

View more comments

Það er svona morgun.....😁 Njótið dagsins! ... Sjá meiraSjá minna

Það er svona morgun.....😁 Njótið dagsins!

19 CommentsComment on Facebook

Fólk mætti líka alveg að skafa snjóinn af ljósunum, því þau sjást ekki þakin í snjó.

Skafa allan hringinn og stilla #<$[_$_#> ljósin á AUTO

Ótrúlega margir ljóslausir að aftan :(

Yndislegt veður alltaf gaman að skafa

Ásdís Huld Vignisdóttir muna að skafa!!

View more comments

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram