Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Lögreglustöð 4 – Vínlandsleið 2-4, Rvk.

Frá lögreglustöðinni á Vínlandsleið 2-4 í Grafarholti (lögreglustöð 4) er sinnt verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi,  Norðlingaholti, Mosfellsbæ, Kjósarhreppi og á Kjalarnesi. Þar eru bæði almennt svið (sólarhringsvaktir-útköll) og rannsóknarsvið.

Helstu stjórnendur eru Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn, Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri og Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir lögreglufulltrúi. Elín Agnes er jafnframt stöðvarstjóri.

Íbúar á þessu svæði njóta eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu þjónustu öflugra rannsóknardeilda og tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að rannsóknum stærri og flóknari sakamála. Þá er umferðardeild embættisins sýnileg við almennt umferðareftirlit.

Sólarhringslöggæsla er á höfuðborgarsvæðinu alla daga ársins. Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu ber að hringja í 112.

Netföng:  elin.kristinardottir@lrh.is valgardurv@lrh.is – stella.mjoll@lrh.is

 

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Bann við drónaflugi vegna NATO æfingar.

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið setja á bann við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði, sbr. 4. tl. 12. gr. reglugerðar um starfsrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017,vegna komu herskipa og kafbáta NATO sem verða við landið vegna Dynamic Mongoose æfingarinnar. Af þeim sökum verður óheimilt að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 400 metra radíusar frá skipunum og kafbátunum, bæði meðan þau eru innan íslenskrar landhelgi og meðan þau liggja við Skarfabakka við Sundahöfn.
Bannið gildir frá 10. júlí til og með 14. júlí 2020 og er í gildi allan sólarhringinn þessa daga.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Þætti nær að setja bann við heræfingum hér á landi

Hver eru viðurlögin? Er að spyrja fyrir vin.

Herinn skýtur bara niður ef fer ekki að fyrirmælum dróna

Maja Wo poczytaj :)

Smá forvitni: Hvernig veit almennur borgari hvar kafbátur NATO er staddur hverju sinni svo hægt sé að framfylgja þessu banni?

Great day and hope to use flying again

View more comments

Umferðartafir á Sæbraut vegna malbikunnar!

Á morgun er stefnt á að malbika Sæbraut frá Dalbraut að Langholtsvegi til suðurs. Þrengt verður um eina akrein og viðeigandi merkingar settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 15:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
... Sjá meiraSjá minna

Umferðartafir á Sæbraut vegna malbikunnar!

Á morgun er stefnt á að malbika Sæbraut frá Dalbraut að Langholtsvegi til suðurs. Þrengt verður um eina akrein og viðeigandi merkingar settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 15:00.
 
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Comment on Facebook

You can speak a little soft, I think it is good not forget pay respect to people

Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi - búast má við umferðartöfum!

Á morgun er stefnt á að malbika tvo beygjurampa á Vesturlandsvegi. Annars vegar rampa frá Vesturlandsvegi upp á Suðurlandsveg og hinsvegar rampa frá Vesturlandsvegi upp á Höfðabakka. Ramparnir verða lokaðir og þrengt verður um eina akrein á Vesturlandsvegi í vestur frá Suðurlandsvegi og að Höfðabakka. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 09:00 til kl. 16:00

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

It is a good idea, but make sure to speak soft not rude

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram