Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Umferðadeild

Umferð og eftirlit með umferð skipa stórt hlutverk í starfi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er því sérstök umferðadeild til viðbótar við lögreglustöðvarnar. Umferðardeild hefur það aðalhlutverk að fylgjast með allri umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þá stýrir deildin stýrir umferð og lokunum í tengslum við hátíðir, skrúðgöngur, fylgdir með risaförmum og opinberar heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur deildin að vettvangi umferðaslysa og að öðrum verkefnum þar sem lögreglubifhjól eru notuð.

Aðstaða umferðadeildar er á Hverfisgötu 113-115, 105 Reykjavík. Helstu stjórnendur eru Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri.

Hægt er að hafa samband við umferðadeild í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is – Tekið skal fram að ef erindið er að óska eftir lokunum vegna framkvæmda þá er það á sviði viðkomandi borgar eða sveitarfélags.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Smámynt í óskilum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af smámynt á dögunum, en talið er að um þýfi sé að ræða. Þetta er smámynt í ýmsum gjaldmiðlum, íslenskum sem erlendum.

Myntin er afhent gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi. Fyrirspurnir og ábendingar skal vinsamlegast senda á netfangið gudmundur.petur@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna

Comment on Facebook

Ja, það var nú stolið söfnunarbauk af Dýrahjálp úr Kolaportinu fyrir nokkru síðan..

bara fræðileg spurning, hvernig myndi maður staðfesta eignarhald á svona hlutum ?

ég týndi tíkalli. líklega í Mjóddinni. eruð þið með hann?

Arnar Sigurgeirsson , þeir fundu krónurnar þínar

Dýrahjálp Íslands?

View more comments

Framkvæmdir í Kópavogsgjá.

Verktaki mun næstu vikur klára útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi fyrir Vegagerðina. Þetta er áframhald á vinnu sem hófst í byrjun þessa árs. Líklegt er að þessi frágangsvinna taki nokkrar vikur. Vinnan verður að jafnaði unnin á milli kl. 20:00 og 06:30.

Á morgun, þriðjudaginn 6. júní. og miðvikudaginn 7. júní verður akreininni í átt að Reykjavík lokað milli kl. 20:00 og 06:30 báða dagana. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á efri myndinni hér fyrir neðan.

Fimmtudaginn 8. júní verður akreininni í átt að Hafnarfirði lokað milli 20:00 og 06:30. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á neðri myndinni hér fyrir neðan.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát. Einnig að fara gætileg um hjáleiðir.

Áframhaldandi framkvæmdir verða svo á svæðinu í næstu viku.
... Sjá meiraSjá minna

Framkvæmdir í Kópavogsgjá.

Verktaki mun næstu vikur klára útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi fyrir Vegagerðina. Þetta er áframhald á vinnu sem hófst í byrjun þessa árs. Líklegt er að þessi frágangsvinna taki nokkrar vikur. Vinnan verður að jafnaði unnin á milli kl. 20:00 og 06:30.
 
Á morgun, þriðjudaginn 6. júní.  og miðvikudaginn 7. júní verður akreininni í átt að Reykjavík lokað milli kl. 20:00 og 06:30 báða dagana. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á efri myndinni hér fyrir neðan.
 
Fimmtudaginn 8. júní verður akreininni í átt að Hafnarfirði lokað milli 20:00 og 06:30. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á neðri myndinni hér fyrir neðan.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát. Einnig að fara gætileg um hjáleiðir.
 
Áframhaldandi framkvæmdir verða svo á svæðinu í næstu viku.Image attachment
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram