
Umferð og eftirlit með umferð skipa stórt hlutverk í starfi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er því sérstök umferðadeild til viðbótar við lögreglustöðvarnar. Umferðardeild hefur það aðalhlutverk að fylgjast með allri umferð á höfuðborgarsvæðinu. Þá stýrir deildin stýrir umferð og lokunum í tengslum við hátíðir, skrúðgöngur, fylgdir með risaförmum og opinberar heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu. Þá kemur deildin að vettvangi umferðaslysa og að öðrum verkefnum þar sem lögreglubifhjól eru notuð.
Aðstaða umferðadeildar er á Hverfisgötu 113-115, 105 Reykjavík. Helstu stjórnendur eru Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri.
Hægt er að hafa samband við umferðadeild í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is – Tekið skal fram að ef erindið er að óska eftir lokunum vegna framkvæmda þá er það á sviði viðkomandi borgar eða sveitarfélags.
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Hafnarfjarðarhlaupið verður haldið í fyrsta skipti kl. 20 í kvöld, fimmtudaginn 8. júní, en um er að ræða 10 km götuhlaup sem byrjar og endar á Strandgötu við Thorsplan. Vegfarendur eru beðnir um að sýna keppendum tillitssemi, en hlaupið verður eftir Strandgötu í átt að Suðurbæjarlaug. Þaðan verður Suðurgatan hlaupin og farið verður yfir lækinn og upp Álfaskeið þar sem mjög flatur og hraður kafli tekur við. Þar verður farið um hraunin og inn í Norðurbæ þar sem m.a. verður hlaupið á Hjallabraut, Breiðvangi og Norðurvangi. Næst taka hlauparar lítinn hring hjá grönnum okkar í Garðabæ umhverfis, Garðaholt, en koma síðan niður að Herjólfsgötu þar sem tekur við hraður lokakafli með ágætri lækkun sem endar aftur við Thorsplan. ... Sjá meiraSjá minna
Hafnarfjarðarhlaupið 2023 | Hafnarfjörður
hafnarfjordur.is
Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Smámynt í óskilum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af smámynt á dögunum, en talið er að um þýfi sé að ræða. Þetta er smámynt í ýmsum gjaldmiðlum, íslenskum sem erlendum.
Myntin er afhent gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi. Fyrirspurnir og ábendingar skal vinsamlegast senda á netfangið gudmundur.petur@lrh.is
... Sjá meiraSjá minna
Ja, það var nú stolið söfnunarbauk af Dýrahjálp úr Kolaportinu fyrir nokkru síðan..
bara fræðileg spurning, hvernig myndi maður staðfesta eignarhald á svona hlutum ?
ég týndi tíkalli. líklega í Mjóddinni. eruð þið með hann?
Arnar Sigurgeirsson , þeir fundu krónurnar þínar
Dýrahjálp Íslands?
Framkvæmdir í Kópavogsgjá.
Verktaki mun næstu vikur klára útskipti á gatnalýsingu í Kópavogsgjá á Hafnarfjarðarvegi fyrir Vegagerðina. Þetta er áframhald á vinnu sem hófst í byrjun þessa árs. Líklegt er að þessi frágangsvinna taki nokkrar vikur. Vinnan verður að jafnaði unnin á milli kl. 20:00 og 06:30.
Á morgun, þriðjudaginn 6. júní. og miðvikudaginn 7. júní verður akreininni í átt að Reykjavík lokað milli kl. 20:00 og 06:30 báða dagana. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á efri myndinni hér fyrir neðan.
Fimmtudaginn 8. júní verður akreininni í átt að Hafnarfirði lokað milli 20:00 og 06:30. Lokunarplan fyrir þetta má sjá á neðri myndinni hér fyrir neðan.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát. Einnig að fara gætileg um hjáleiðir.
Áframhaldandi framkvæmdir verða svo á svæðinu í næstu viku.
... Sjá meiraSjá minna