Hér má finna ýmsar upplýsingar sem lúta að þeim viðmiðum sem lögreglan hefur þegar kemur að innflutning skotvopna og skráningu þeirra.

Til að sækja um skotvopnaleyfi eða leyfi til að eignast skotvopn er farið inn á sleðann hér til vinstri undir „Leyfi“. Einungis er tekið á móti umsóknum rafrænt og til þess þarf umsækjandi að hafa rafræn skilríki.

Sé ætlunin að lána skotvopn, eða leyfi til að kaupa skotvopn er einnig hægt að senda inn rafrænt eyðublað, en það er gert í sleðanum hér til vinstri undir „Leyfi“.

Um eign skotvopna er farið eftir vopnalögum og reglugerð um skotvopn. Um eign og innflutning skotvopna gilda ýmsar reglur en hér að neðan verða birtar þær viðmiðunarreglur sem farið er eftir við leyfisveitingar.

Viðmunarreglur um D-leyfisskyld vopn
Grófskammbyssa viðmið
Viðmið .22lr

Viðmunarreglur um skotgeyma
Innflutningur skotgeyma

Reglur á geymslu skotvopna
Reglur um vopnaskápa