Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 2800 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

FRÉTTIR

Þrír handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri

Þrír karlmenn voru handteknir í lögregluaðgerðum á Akureyri í morgun. Í framhaldi voru framkvæmdar húsleitir í tveimur húsnæðum og lagði lögreglan hald á farsíma og …

Úrskurður Landsréttar 16 mars 2022

Landsréttur hefur með úrskurði sínum uppkveðnum í dag vísað frá héraðsdómi máli blaðamanns gegn embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Blaðamaðurinn krafðist þess að skýrslutaka af …

Lögreglan á Norðurlandi eystra

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra

Þórunnarstræti 138
600 Akureyri
Opnunartími: 08:00-15:00
Þjónustusími: 444 2800
Netfang: nordurland.eystra@logreglan.is

Lögreglustjóri umdæmisins: Páley Borgþórsdóttir

Umdæmið er eitt það stærsta á Íslandi og þekur tæplega 23.300 ferkílómetra landsins.

Vesturmörk umdæmisins fylgja miðjum Tröllaskaga til sjávar að Almenningsnöfum. Til suðurs fylgir vestasti hluti umdæmisins Eyjafjarðardölum, allt til Hofsjökuls og austur um til Vatnajökuls. Austurmörk umdæmisins eru frá Dyngjujökli, vestan við Kverkfjöll og norður eftir meðfram Jökulsá og til sjávar eftir Sandvíkurheiði, að Stapá, milli Viðvíkur og Strandhafnar.

Íbúafjöldi þann 01.01.2022 var 31.161.

Stærstu þéttbýlisstaðir eru Akureyri með 19.642 íbúa. Fjallabyggð, Ólafsfjörður og Siglufjörður ásamt dreifbýli með 1.966 íbúa. Norðurþing, Húsavík, Kópasker, Raufarhöfn og dreifbýli með 2.822 íbúa. Dalvíkurbyggð með 1.860 íbúa. Langanesbyggð, Þórshöfn og Bakkafjörður og dreifbýli með 506 íbúa. Svalbarðsstrandarhreppur, Svalbarðseyri og dreifbýli með 449 íbúa.   Grýtubakkahreppur og Grenivík með 369 íbúa.

Innan umdæmisins eru aðrir þéttbýlisstaðir m.a. Árskógssandur og Hauganes, Hrísey, Grímsey, Reykjahlíð við Mývatn, Laugar í Reykjadal og Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit.

Lögreglan á Norðurlandi eystra Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Nú um liðna helgi hittust viðbragðsaðilar á Norðurlandi eystra á Húsvík þar sem haldin var „Námsstefna um aðgerðamál“ og voru þátttakendur um 50 talsins.

Markhópur námsstefnu þessarar eru aðilar sem koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæmi LSNE sem nær allt frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri.

Haldir voru ýmsir fyrirlestrar sem varða m.a. náttúruvána í okkar umdæmi, tæknimál varðandi dróna og streymi, nýjar áherslur hjá Ferðamálastofu varðandi utanumhald með ferðaþjónustufyrirtækjum og þá var mjög áhugaverður fyrirlestur er varðar þá stöðu þegar viðbragðsaðilar lenda sjálfir í slysum við störf sín svo eitthvað sé nefnt.

Er þetta í annað sinn sem námsstefna sem þessi er haldin, en hún var fyrst haldin í febrúar 2023, og stendur Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra straum af stærstum hluta kostnaðarins.

Almenn ánægja er meðal þátttakenda um fræðslu og samráðsvettvang sem þennan sem eflir og tengir allar viðbragðseiningar enn betur saman þegar síðan reynir á í aðgerðum og samstarfi.

Á námstefnuna komu m.a. gestafyrirlesarar frá embætti Ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Veðurstofu Íslands og Ferðamálastofu og viljum við færa þeim sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá námsstefnunni.
... Sjá meiraSjá minna

Nú um liðna helgi hittust viðbragðsaðilar á Norðurlandi eystra á Húsvík þar sem haldin var „Námsstefna um aðgerðamál“ og voru þátttakendur um 50 talsins.

Markhópur námsstefnu þessarar eru aðilar sem koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæmi LSNE sem nær allt frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri.

Haldir voru ýmsir fyrirlestrar sem varða m.a. náttúruvána í okkar umdæmi, tæknimál varðandi dróna og streymi, nýjar áherslur hjá Ferðamálastofu varðandi utanumhald með ferðaþjónustufyrirtækjum og þá var mjög áhugaverður fyrirlestur er varðar þá stöðu þegar viðbragðsaðilar lenda sjálfir í slysum við störf sín svo eitthvað sé nefnt.
 
Er þetta í annað sinn sem námsstefna sem þessi er haldin, en hún var fyrst haldin  í febrúar 2023,  og stendur Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra straum af stærstum hluta kostnaðarins.
   
Almenn ánægja er meðal þátttakenda um fræðslu og samráðsvettvang  sem þennan sem eflir og tengir allar viðbragðseiningar enn betur saman þegar síðan reynir á í aðgerðum og samstarfi.
 
Á námstefnuna komu m.a. gestafyrirlesarar frá embætti Ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Veðurstofu Íslands og  Ferðamálastofu og viljum við færa þeim sérstakar þakkir fyrir þeirra framlag.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá námsstefnunni.Image attachmentImage attachment+6Image attachment

Um klukkan 15:56 í dag fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um slasaðan vélsleðamann við Þönglabakka í Grýtubakkahreppi. Í kjölfarið voru sjúkraflutningamenn á Akureyri ræstir út sem og björgunarsveitir frá Grenivík og Akureyri. Vegna staðsetningar slyssins þótti ljóst að erfitt yrði fyrir viðbragðsaðila að komast á vettvang og að verkefnið yrði tímafrekt. Því var óskað eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Áhöfn björgunarskips Sigurvins frá Siglufirði var einnig ræst út í þetta verkefni. Aðgerðastjórn á Akureyri var virkjuð.

Um klukkan 16:44, þegar viðbragðsaðilar voru á leið á vettvang barst lögreglu svo önnur tilkynning um vélsleðaslys skammt frá gangnamannahúsinu Derri í Þorvaldsdal. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir frá Dalvík voru send á vettvang. Þá var einnig óskað eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar við að flytja hinn slasaða á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Fór svo að þegar þyrla LHG hafði sótt vélsleðamanninn úr Þönglabakka flaug hún yfir í Þorvaldsdal og sótti hinn vélsleðamanninn og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

Ekki er talið að viðkomandi vélsleðamenn séu alvarlega slasaðir.

Lögreglan á Norðurlandi eystra vill þakka öllum sem að þessum verkefnum komu kærlega fyrir aðstoðina, vinnubrögð þeirra voru fumlaus og fagleg.
... Sjá meiraSjá minna

Um klukkan 15:56 í dag fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um slasaðan vélsleðamann við Þönglabakka í Grýtubakkahreppi. Í kjölfarið voru sjúkraflutningamenn á Akureyri ræstir út sem og björgunarsveitir frá Grenivík og Akureyri.  Vegna staðsetningar slyssins þótti ljóst að erfitt yrði fyrir viðbragðsaðila að komast á vettvang og að verkefnið yrði tímafrekt. Því var óskað eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Áhöfn björgunarskips Sigurvins frá Siglufirði var einnig ræst út í þetta verkefni. Aðgerðastjórn á Akureyri var virkjuð. 

Um klukkan 16:44, þegar viðbragðsaðilar voru á leið á vettvang barst lögreglu svo önnur tilkynning um vélsleðaslys skammt frá gangnamannahúsinu  Derri í Þorvaldsdal. Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir frá Dalvík voru send á vettvang. Þá var einnig óskað eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar við að flytja hinn slasaða á Sjúkrahúsið á Akureyri. 

Fór svo að þegar þyrla LHG hafði sótt vélsleðamanninn úr Þönglabakka flaug hún yfir í Þorvaldsdal og sótti hinn vélsleðamanninn og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 

Ekki er talið að viðkomandi vélsleðamenn séu alvarlega slasaðir.

Lögreglan á Norðurlandi eystra vill þakka öllum sem að þessum verkefnum komu kærlega fyrir aðstoðina, vinnubrögð þeirra voru fumlaus og fagleg.Image attachmentImage attachment+1Image attachment

Á þriðjudagskvöldið var haldin umfangsmikil snjóflóðaæfing á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Þátt tóku rúmlega 100 viðbragðsaðilar sem komu frá lögreglu, slökkviliði, björgunarsveitum, HSN, SAk, RKÍ sem og starfsfólk Hlíðarfjalls.

Æfing sem þessi hefur verið haldin reglulega síðustu 10 ár þar sem unnið hefur verið eftir viðbragðsáætlun sem til er vegna snjóflóða og slysa í Hlíðarfjalli. Líkt var eftir því að snjóflóð hafi fallið á hóp skíðafólks sem þarfnaðist aðhlynningar við og þá þurfti að leita í flóðinu sjálfu að gröfnum einstaklingum. Reyndi það mjög á þjálfun leitarmanna sem og leitarhunda. Aðstæður þessar voru mjög krefjandi og þá þurfti að gæta sérstakrar varúðar þar sem möguleg snjóflóðahætta var enn á svæðinu.

Virkjuð voru öll starfssvæði sem fylgja verkefni sem þessu, þ.e. aðgerðastjórn, vettvangsstjórn og verkþáttastjórar.

Æfingin gekk vel fyrir sig og eiga allir aðilar sem að henni komu hrós skilið sem og þakkir fyrir. Æfing sem þessi skilur ávallt eftir sig þekkingu og atriði sem vert að rýna frekar til gagns fyrir framtíðina og komandi verkefna á þessu sviði.

Látum hér fylgja með nokkrar myndir frá æfingunni 😊
... Sjá meiraSjá minna

Á þriðjudagskvöldið var haldin umfangsmikil snjóflóðaæfing á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli.  Þátt tóku rúmlega 100 viðbragðsaðilar sem komu frá lögreglu, slökkviliði, björgunarsveitum, HSN, SAk, RKÍ sem og starfsfólk Hlíðarfjalls.
 
Æfing sem þessi hefur verið haldin reglulega síðustu 10 ár þar sem unnið hefur verið eftir viðbragðsáætlun sem til er vegna snjóflóða og slysa í Hlíðarfjalli.  Líkt var eftir því að snjóflóð hafi fallið á hóp skíðafólks sem þarfnaðist aðhlynningar við og þá þurfti að leita í flóðinu sjálfu að gröfnum einstaklingum.  Reyndi það mjög á þjálfun leitarmanna sem og leitarhunda.   Aðstæður þessar voru mjög krefjandi og þá þurfti að gæta sérstakrar varúðar þar sem möguleg snjóflóðahætta var enn á svæðinu.

Virkjuð voru öll starfssvæði sem fylgja verkefni sem þessu, þ.e. aðgerðastjórn, vettvangsstjórn og verkþáttastjórar.
 
Æfingin gekk vel fyrir sig og eiga allir aðilar sem að henni komu hrós skilið sem og þakkir fyrir.  Æfing sem þessi skilur ávallt eftir sig þekkingu og atriði sem vert að rýna frekar til gagns fyrir framtíðina og komandi verkefna á þessu sviði.
 
Látum hér fylgja með nokkrar myndir frá æfingunni 😊Image attachmentImage attachment+Image attachment
Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram