Íbúðasvindl – Apartment Rental ScamEnn og aftur viljum við benda á netsvindl. Þetta form snýr að leigu íbúða. Þetta á bæði við um leigu íbúða í útlöndum og jafnvel á Íslandi. Þetta svindl spilar inn á að þið eruð spennt að fá húsnæði og festa það. Oft eru kjörin eðlileg en húsnæðið er óvenju gott.
Við erum með 3 nýleg dæmi og þökkum innsenda pósta. Í einu tilviki þá var íbúð boðin til leigu á Íslandi á bland, í einu tilviki þá hafði Bandaríkjamaður samband við okkur þar sem honum var boðið að leigja Laugaveg 75 og í einu tilvik þá voru námsmenn á leið til Svíþjóðar sem var boðin íbúð.

Góðar varúðarreglur til að styðjast við:

 • Farið alltaf og skoðið íbúðina ef það er hægt eða fáið einhvern til að fara fyrir ykkur. Aldrei leigja íbúð í sama landi/borg nema að skoða hana fyrst!
 • Ef þið pantið í gegn um þjónustu eins og Airbnb þá skuluð þið varast ef einhver vill fá greiðslu utan við kerfið. Airbnb og margar þjónustur eru með varnagla sem þýðir að greiðsla berst ekki leigusala fyrr en 24 tímum eftir að þú hefur tekið við íbúðinni. Um leið og þú greiðir utan þjónustunar þá er engin ábyrgð.
 • Ef einhver vill fá greiðslu í gegn um Western Union eða Barclays Banka. Það er mjög auðvelt að áframsenda þessar greiðslur þar til týnast alveg og eru órekjanlegar.
 • Einhver vill fá greiðslu til þriðja lands, það er hvorki á Íslandi eða í landinu sem þú ætlar að leigja í. Dæmi, þú vilt leigja íbúð í Svíþjóð en greiðsla á að berast til Englands.
 • Fáið mynd af íbúðinni að utan og berið hana saman við google maps eða ja.is eða álíka, það er ekkert mál að sýna einhverjar myndir innan úr íbúð en málið flækist aðeins ef það á að sýna myndir að utan en það er samt engin trygging.
 • Ef tilboðið er of gott til að vera satt þá er það sennilega ekki satt.
 • Skoðið alltaf íbúðina á einhverju korti, sum hús eins og Laugavegur 75 eru einfaldlega ekki til.
 • Grunsamleg netföng eins og airbnb12@hotmail.com og svoleiðis.
 • Lesið umsagnir, ef þær eru margar frá mismunandi aðilum (sem skrifa í ólíkum stíl) og eru jákvæðar þá er það líklega rétt.
 • Aldrei senda kortaupplýsingar í tölvuskeyti (email).
 • Sendið inn fyrirspurnir, til skóla sem þið eruð að fara til og annað. Sumir eru með vefi sem safna upplýsingum um varasöm netföng eða staði.
 • Þið megið líka senda fyrirspurn á okkur abendingar@lrh.is og við munum meta þær eftir bestu getu.

Til eru nokkrar vefsíður sem fjalla um mismunandi svindl og skoðið þær ráðleggingar sem þar er boðið upp á.

Augljós varúðarmerki:
– Please be aware that is NOT necessary for you to register with Airbnb given that I’m a registered user for 4 years and I’ve made over 5 transactions with them so far. They are really professional and they have great services.

Ef einhver segir ykkur að þið þurfið ekki að kanna eitthvað eða gera eitthvað þá er það augljóslega varasamt.
– The only inconvenience is that my job doesn’t allow me to leave London even for one single day.
Ef einhver er með reiða skýringu á höndum hvers vegna hann getur ekki sýnt ykkur íbúðina.

– Now, a little bit about myself so we can get to know each other better. My name is Philipp Bunse and I’m a 58 years old graphic designer from London /United Kingdom, planning to retire in the next 2 years. I have a lovely wife,Sarah and a 25 year old daughter, Maria. I am very proud to say that soon I’m going to be a grandfather :). Another member of our family is a 8 year old Labrador which we all love, so, I have no problem if you will keep pets.

Ef sendandi sendir ykkur of miklar upplýsingar um sjálfan sig.

Öll dæmin að ofan koma úr alvöru samskiptum.

Dæmi Dæmi Laugarvegur 75