Schengen upplýsingakerfið (Schengen Information System, SIS) er sameiginlegt gagnasafn þátttökuríkja Schengen samstarfsins. Samkvæmt lögum um Schengen upplýsingakerfið á Íslandi nr. 16/2000 ber Ríkislögreglustjóri ábyrgð á rekstri SIS hér á landi.

Í hverju aðildarríki Schengen er starfrækt SIRENE-skrifstofa (e. Supplementary Information Request on National Entry). Hún annast allar skráningar í kerfið, sér um öll upplýsingaskipti við aðrar SIRENE-skrifstofur og yfirfer og afgreiðir skráningar annarra landa. Skýrar reglur gilda um þá afgreiðslu og viðbrögð við smellum (HIT) á skráningar. Íslenska SIRENE skrifstofa íslenskra stjórnvalda starfar innan embættis ríkislögreglustjóra.

Að uppfylltum skilyrðum er þátttökuríkjunum heimilt að skrá neðan greindar upplýsingar um einstaklinga og muni í SIS. Upplýsingarnar má einungis nota í þeim tilgangi sem leiðir af skráningunni:

  • 24.Gr. Neitað um inngöngu eða dvöl. Þriðja ríkis borgari sem hefur ekki réttmæta heimild til inngöngu eða dvöl á Schengen svæðinu.
  • 26.Gr. Eftirlýstir einstaklingar vegna handtöku. Einstaklingur sem er eftirlýstur til handtöku og framsals.
  • Týndur einstaklingur. Týndur einstaklingur, bæði fullorðna og ófullveðja.
  • Einstaklingar sem leitað er að vegna rannsóknar mála.
  • Einstaklingar eða hlutir þar sem eftirlit með leynd eða sérstakt eftirlit er krafist.
  • Hlutir sem á að haldleggja eða nota sem sönnunargögn.

 

Í þágu löggæslu og öryggismála hafa Dómsmálaráðuneytið, Héraðssaksóknari, Landhelgisgæslan, lögreglan, Ríkissaksóknari, Samgöngustofa, Tollgæslan og Útlendingastofnun aðgang til uppflettinga í SIS. Að auki eru áhafna og farþegalistar flugvéla og skipa samkeyrðir við kerfið.
Hver sem skráður er í SIS á rétt á að fá vitneskju um þær skráningar, að undanskildum þeim takmörkunum sem um það gilda. Embætti ríkislögreglustjóra annast móttöku og afgreiðslu þeirra beiðna og sem ber að afgreiða þær án ástæðulauss dráttar eða innan eins mánaðar frá því að hún barst.

Frekari upplýsingar um Schengen samstarfið
https://www.stjornarradid.is/verkefni/almannaoryggi/schengen-samstarfid
https://www.althingi.is/lagas/nuna/2000016.html
https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/112-2001